Saga - 2003, Blaðsíða 235
RITDÓMAR
233
efnissvið, auk þess sem stuttlega verður vikið að sögulegri nákvæmni sem
ritstjórinn segir hafa verið í öndvegi.
Það að meta merkustu viðburði er vandasamt og í reynd ómögulegt
viðfangsefni vegna þess að slíkt er alltaf að einhverju leyti háð huglægu
mati skrásetjarans. Um sumt er almenn samstaða, annað ekki. Hér skal
fyrst litið á val og umfjöllun Illuga og félaga á helstu viðburðum eins árs
sem skipar veglegan sess í sögu nýliðinnar aldar, ársins 1904.
Árið 1904 gerðust þrír stóratburðir sem sagnfræðingar munu seint líta
framhjá: heimastjóm komst á með stofnun Stjórnarráðs og embættistöku
Hannesar Hafsteins; þingræði komst á og hefur síðan verið einn styrkasti
hornsteinn stjómskipunarinnar eins og staðfest er með fyrstu grein stjórn-
arskrárinnar; íslandsbanka var komið á laggirnar með öflugri tilstyrk er-
lends fjármagns en áður (og síðar) hafði þekkst í íslensku efnahags- og at-
vinnulífi. Af öðmm merkum viðburðum má til dæmis nefna að fyrsta al-
íslenska togarafélagið, Fiskveiðahlutafélag Faxaflóa, var stofnað en það hóf
ári síðar útgerð fyrsta íslenska togarans; Iðnskóhnn í Reykjavík hóf starf-
semi sína, fyrstur iðnskóla í landinu; fyrsti bfllinn kom til landsins; fyrsta
„rafveitan" hóf starfsemi sína í Hafnarfirði.
Umfjöllun Illuga um heimastjómina er í miklu skötulfld og í engu sam-
ræmi við mikilvægi hennar. Undir fyrirsögninni „Hannes Hafstein skipaður
ráðherra" er nefnt hvarf Magnúsar Stephensens úr embætti landshöfðingja
við ráðherradóm Hannesar, greint frá skiptingu stjómarráðsins í þrjár skrif-
stofur og nefndir forstöðumenn þeirra ásamt Klemensi Jónssyni landritara.
Annað ekki og fara í frásögnina samtals 30 dálklínur. Auk þess er stuttur pist-
ill úr Gjallarhorni um Hannes og bréfkom frá Matthíasi Jochumssyni til
Tryggva Gunnarssonar um tíðindin. Ekkert er fjallað um það hver umskipti
þetta táknaði fyrir stjómskipanina og stjómsýsluna, ekkert er fjallað um að
löggjafarvald og framkvæmdavald í sérmálum íslands varð allt innlent. Það
sem sagt er kann að vera nóg fyrir suma en er allsendis ófullnægjandi ef ætl-
unin er að veita lesandanum tilfinningu fyrir mikilvægi atburða og einhvers
konar heildarskilning á þróun samfélagsins. Þá er hvergi minnst á þingræð-
ið í þessari umfjöllun og reyndar aðeins einu sinni í öllu fyrsta bindinu —
þegar fjallað er um stofnun nýsköpunarstjómarinnar árið 1944 (I, bls. 376).
Allt annað er uppi á teningnum um stofnun Islandsbanka og áhrif hans
á þróun atvinnu- og efnahagsmála næstu ár. Greint er stuttlega frá stofnun
hans (I, bls. 39), fjallað er um áhrif hans í yfirlitsgrein um efnahagsmál (I,
bls. 41-42) og enn kemur hlutur hans fram í yfirlitsgrein um togaraútgerð
(I, bls. 120-121). í þeirri grein er réttilega sagt að fyrsti togarinn, Coot, hafi
byrjað veiðar árið 1905, en þar sem verið er að fjafla um atburði ársins 1904
er mynd af togaranum og lítil grein með fyrirsögninni „Togaraútgerð hefst
í Hafnarfirði" (I, bls. 37). Þarna er ónákvæmni á ferð sem leiðir ókunnugan
lesanda afvega um eitt ár.