Saga - 2003, Blaðsíða 79
UMBREYTING OG FRAMFARIR
77
tilgangi, ritaði hann þær eins og náttúrulýsingar voru settar fram,
þar sem gert var ráð fyrir skiptingu í kafla og að hver kafli væri til-
einkaður einu nákvæmlega skilgreindu efni. Litið var á fólk og siði
þess á sama hátt og litið var á jurta- og dýraríkið en samkvæmt
hefðum greinarinnar átti hvorttveggja heima í náttúrufræðilegum
rannsóknum. Stílfræðilega var munur á hefðum við ritun náttúru-
lýsinga og við ritun ferðasagna, sem var önnur stór grein þegar
kom að því að lýsa svæðum í Evrópu á árnýöld. í ferðasögum var
höfundi fylgt eftir á ferðum hans, svo að lesandanum fannst sem
hann vissi allt sem höfundur vissi, en höfundar náttúrulýsinga
settu hins vegar efni sitt fram eins og þeir hefðu þegar lokið rann-
sókn sinni, þekktu allar staðreyndir og gætu komið þeim í stuttu
máli á framfæri við lesanda. Náttúrulýsingar einkenndust því
miklu fremur af fræðilegum þunga og notuðu margir höfundar
þeirra þennan stíl til að hrekja fullyrðingar annarra höfunda.20 í lýs-
lngu sinni á Gullbringu- og Kjósarsýslum ber Skúli, eins og hann
gerir einnig annars staðar, saman aðstæður á íslandi og í Noregi.
Hann kemst að þeirri niðurstöðu að húsdýr — hestar, kýr og kettir
séu eins í Gullbringu- og Kjósarsýslum og í Noregi: „de [Heste]
ere vel af den Norske Art, især ligne de dem meget jeg har seet paa
Sundmor i Norge fra 9-10 til 10% Quantalen hoie."21
Höfundar sem áhuga höfðu á umbótum fengust við báðar þess-
ar greinar: náttúrulýsinguna, eins og Bech, og ferðasöguna, eins og
Ployen. Sú ákvörðun Skúla að skrifa af fræðilegum þunga kemur
ekki á óvart. Hið nána samband hans við Niels Horrebow gæti vel
hafa haft mikilvæg áhrif á ritstíl hans. Horrebow var hjá Skúla á
Pessastöðum veturinn 1750-1751 á meðan hann var að vinna að ís-
andslýsingu sem Friðrik V hafði falið honum að rita.22 Auk þessa
alfræðilega ríkisstyrkta verkefnis, skrifaði Horrebow styttri ritgerð
Þar sem hann tekur sjálfstæðari afstöðu til íslensks efnahagslífs og
vanda þess. Hann sneri svo aftur til Kaupmannahafnar á sama tíma
20 Um hefðir ferðabókmennta, sjá: Charles L. Batten, Jr., Pleasurable lnstruction.
Um náttúrulýsingar, sérstaklega skýringarmyndir í þeim, sjá: Barbara
Maria Stafford, Voyage into Substance.
21 Skúli Magnússon, Beskrivelse af Gullbringu og Kjósar Sýslur, bls. 38. Ritstjóri
bindisins telur að Skúli hafi hugsanlega tekið lýsingu sína á íslenskum kúm
úr Beskrivelse over Smdmer eftir H. Strom.
22 Lýður Bjömsson, íslands hlutafélag, bls. 34-36.