Saga - 2003, Blaðsíða 110
108
VILBORG AUÐUR ÍSLEIFSDÓTTIR
gestahús og lét gefa þeim í eitt mál og varð þessi aðsjálni þein>
frændum að misklíðarefni.48 Vegna örlætis Guðmundar safnaðist
mikill fjöldi fátækra manna saman á Hólum og óttuðust bændur of'
beldi af þeirra hálfu þegar föng tók að þrjóta. Hafi Guðmundur ætl-
að að breyta Hólastól í fátækraspítala þá lukkaðist það ekki. Vbru
fylgismenn hans hraktir burt frá Hólum og segir fátt af örlögu111
þeirra en þeim mun meira af þeim frændum Tuma og Kolbeini og
þeirra mönnum.
Af deilum Auðuns rauða biskups við séra Snjólf á Grenjaðarstað
má ráða að biskupar hafi viljað hafa hönd í bagga með framfærslu
verkefnalítilla presta en hún hefur líklegast fallið undir ómaga'
framfærslu. Málavextir voru þeir að séra Snjólfur vildi ekki taka við
presti sem biskup hafði skipað til hans. Lét biskup þá sverja að sj°
kennimenn skyldu sitja á Grenjaðarstað.49 Séra Snjólfur hlýtur að
hafa haft nokkuð mikið til síns máls því að varla hafa svo mörg
prestsverk fallið til á Grenjaðarstað að sjö kennimenn hafi haft nog
fyrir stafni — nema kannski við bænahaldið, sem líklega hefur ver-
ið óþrjótandi.
Um skipan fátækraframfærslu á Hólum í biskupstíð LárentíuS'
ar Kálfssonar segir þetta í sögu hans:
Það er eigi gleymandi, heldur góðum mönnum birtandi, hversu
margar ok fagrar ölmusur hann [Lárentíus] lét gera af staðar'
ins góðzi á Hólum, sem hann var biskup. Allt prófastsdæiu1'
það sem fell í sakeyri og öðrum sektum gaf hann fátækuiU/
þeim, sem mest vóru þurfandi, einkanliga þeim, sem áður
höfðu í búi verið, líkþrám, blindum eður þeim, sem mesta11
krankdóm höfðu. Þar til skipaði hann presta að láta reka pr°
fastsdæmi; hafði það fyrst síra Páll Þorsteinsson, en síðan súa
Björn Ófeigsson. Skipaði byskupinn þeim slíkt af sem honuu1
líkaði fyrir armæðu sína, og þetta helz um hans daga. Var þetta
mörgum þurfundum mikil hjálp, en allir létu úti með góðu'
Tólf ölmusumenn skipaði hann, at vera skyldi heima á Hólu111
48 „Saga Guðmundar Arasonar Hóla-biskups, hin elzta", bls. 477.
49 Einar Hafliðason, „Lárentíus saga biskups", bls. 341. — DIII, nr. 433. Höfun ^
ur þessarar greinar man til þess að orðið setuprestur hafi verið notað ultl
þaulsætna og leiðinlega gesti á Suðurlandi. Má vera að í þessu skemniti'eS‘
orði leynist það sögulega minni að verkefnalitlir prestar hafi verið b<sndnn
og búaliði þyrnir í augum. í Orðabók Háskólans er einnig tilfærð merkinB
heimilisprestur.