Saga - 2003, Blaðsíða 26
24
EGGERT ÞÓR BERNHARÐSSON
vegar lagt mikla vinnu í að sérhanna sýningar.23 Yfirleitt eru sér-
fræðingar þó kallaðir til á einhverju stigi og sumir safnstjórar eru
afar meðvitaðir um gildi þeirra. Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri
Byggðasafns Skagfirðinga, komst m.a. svo að orði í viðtali sumarið
1998: „„Mér finnst útlit sýninganna skipta mjög miklu máh, bæði
útlit texta og framsetning muna. Eg hef því fengið sérfróða menn
og konur til að hanna sýningarnar og stundum til að setja þær upp
..."" Sigríður benti á að sérhæfingin hefði aukist: ,,„við erum kom-
in með fjölda fagfólks á hinum ýmsum sviðum sem borgar sig að
nýta til þess að tryggja að sem bestur árangur náist. Það kostar auð-
vitað töluvert að ráða sérfræðinga en ég tel að það kosti meira að
láta sér mistakast. Viðbrögð sýningargesta staðfesta það síðan hvort
við erum að gera rétt.""24 Sigríður nefndi sem dæmi að við upp-
setningu einnar sýningarinnar hefði hún haft samvinnu við arld-
tekt, búningahönnuði, grafískan hönnuð, leiktjaldasmiði, ljós-
myndara, torfhleðslumann og fleiri.25
Annars staðar virðist lítið hafa verið hugað að heildarhönnun
og skipulag sýninga virkar brotakennt. Þótt margt merkra gripa sé
að finna á flestum sýningum mætti færa sumar þeirra til nútíma-
legra horfs enda hafa „hugmyndir um byggðasöfn og safnmenn-
ingu ... breyst mikið og er nú lögð mun meiri áhersla á að velja úr
einstaka hluti til sýningar og hanna sýningar þannig að þær endur-
spegli sögu og sérkenni viðkomandi svæðis," sagði þjóðminjavörð-
ur árið 2002.26 Þannig hafa hugmyndir um söfnun og val sýningar-
muna breyst í áratuganna rás en sumar sýningar sem eru eins og
„opnar geymslur" virðast byggðar á eldri viðmiðum þar sem gamli
án efa Björn G. Björnsson sem lengi starfaði fyrir sjónvarp sem leikmynda-
hönnuður en hann hefur hannað nærri fimmtíu sýningar á síðustu tiu árum,
þ.á m. Saltfisksetur Islands í Grindavík, sýninguna Á Njáluslóð £ Sögusetrinu
á Hvolsvelli, Kaupfélagssafnið á sama stað, Iþróttasafn fslands á Akranesi,
Samgöngusafnið í Skógum og Sögu- og minjasafn Slysavarnafélags fslands í
Garðinum. Sjá nánar um verk Björns: List & saga. Vefslóð: http://www.list-
ogsaga.ehf.is.
23 Sem dæmi um slíkt má nefna Sjóminjasafnið á Húsavík, Síldarminjasafnið á
Siglufirði, Byggðasafn Hafnarfjarðar, Minjasafn Vestfjarða á ísafirði, Minja-
safn Orkuveitu Reykjavíkur og Minjasafn Reykjavikur — Árbæjarsafn.
24 Morgunblaðið 19. júlí 1998, bls. 6B. („Safnið út til fólksins.")
25 íslenskir safnamenn hafa velt þessum málum fyrir sér með ýmsum hætti,
m.a. í farskóla sínum sem haldinn er árlega.
26 Morgunblaðið 14. júlí 2002, bls. 8. („Söfn eru byggðum mikilvæg.")