Saga - 2003, Blaðsíða 187
SÖGULEG HAGFRÆÐI
185
^rðin er eigi að síður sú sama, þ.e. alls kyns samfélags- og menn-
lngarþættir eru tengdir nýklassískri kenningu.
Nauðsynlegt er að nefna í þessu samhengi menntunarþáttinn
Þyí að í bókinni Byggð og búseta er lögð mikil áhersla á hann. Þar er
^enntun ekki skilgreind sem þjálfun í aukinni tækni (í framleiðslu,
s°lu o.s.frv.), enginn greinarmunur er gerður á því hvers eðlis
^enntunin er. Á þennan hátt tengist menntunarumræðan þeirri
aherslu á eflingu menningar og sameiginlegan hugmyndaarf sem
Náinn Eggertsson hefur mjög gert að umtalsefni. En sá sem mest
^efur skrifað um tengsl menntunar og hagvaxtar hér á landi er Þor-
valdur Gylfason, prófessor í hagfræði. Með menntun á hann ekki
aðeins við þá tækni sem kemur að beinum notum við framleiðslu
°g efnahagslíf almennt, heldur hefur menntun gildi í sjálfu sér fyr-
11 hagþróunina. Þetta tengist niðurstöðu úr öðru viðfangsefni Þor-
valdar, en hann fann sterka jákvæða fylgni milli tekjujöfnunar í
samfélaginu og hagvaxtar. Einnig hefur tekjujöfnun og aukin
^enntun á öllum stigum sterka jákvæða fylgni. Ekki eru hér tök á
rekja frekar rannsóknir Þorvaldar, sem ganga skemmtilega á
SVlg við margt af því sem haldið hefur verið fram í hagfræði nútím-
aris' En óhætt er að segja að áhrif hans á höfunda bókarinnar Byggð-
lr °S búseta séu mikil þótt ekki sé verka hans þar getið.20
Rétt er að ítreka að þessi skilyrðisbinding nýklassískrar hag-
freeði, hvort sem hún er gerð í nafni nýju kerfishagfræðinnar eða
ekki, hefur alltaf verið verk heimamanna á akri nýklassismans enda
fiota þeir óspart líkön þaðan. Hér er samanburður við Keynes-
lsmann áhugaverður. Keynes var lærisveinn Alfreds Marshalls,
20 Ótal greinar eftir Þorvald og viðtöl við hann um efni þetta er að finna í tíma-
ritinu Vísbendingu, t.d. í viðtalinu „Mannauðurinn er dýrmætasta auðlind
hvers lands." Vísbending 2002:20. Þrjár nýlegar bækur hans fjalla að stórum
hluta um efni þetta: 1) Viðskiptin efla alla dáð (Reykjavfk, 1999), þar er í 19. kafla
fjallað um mikilvægi menntunar fyrir menningu og þar með fyrir vísindi og
hagþróun. 2) Principles ofEconomic Growth (Oxford, 1999), í kynningu á þeirri
bók segir Þorvaldur á vefsíðu sinni: „Þannig er í bókinni talsvert efni um sam-
bandið á milli hagvaxtar og erlendra viðskipta, verðbólgu, einkavæðingar,
Wenntunar, náttúruauðlinda og atvinnuleysis." Þorvaldur telur að miklar
náttúrauðlindir geti skaðað efnahagsþróun tiltekins lands ef ekki fylgi með
nýtingu þeirra öflugt menntunarátak. 3) Framtíðin er annað land (Reykjavík,
2001). Fjórði hluti þeirrar bókar fjallar um náin tengsl hagvaxtar og menntun-
ar- I nýlegri fræðigrein leitar Þorvaldur fanga hjá upplýsingarmann-