Saga - 2003, Blaðsíða 29
MIÐLUN SÖGU Á SÝNINGUM
27
yfirlit yfir þróun en einn gallinn er sá að viðkomandi málaflokkur
dettur oft úr samhengi við aðra þætti sögunnar sem verið er að
vinna með. Kostur tímasniðsins er að þar er hægt að skynja breyt-
ingar á ólíkum sviðum í tímasamhengi og fá tengingar við aðra
þætti sögunnar. Galhnn er hins vegar sá að innra samhengi verður
oft óljóst vegna þess að í tímabilaskiptingu getur liðið langt á milli
umfjöllunar um einstaka þætti. Iðulega finnst engin ásættanleg
lausn og þarf þá að notast við málamiðlun milli efnissniðs og tíma-
sniðs sem felst oft í því að flétta sniðunum saman á þann hátt að
krónólógían er að einhverju leyti notuð innan þemans.
Efnissniðið virðist aðgengilegri leið fyrir sýningargestinn enda
hægt að hluta sýningu betur niður með þeirri aðferð þannig að frelsi
gestsins verður meira, hann þarf ekki endilega að fylgja ákveðinni
tímalínu og á því auðveldara með að skoða afmarkaða hluta sýn-
ingar eða sleppa einhverju úr.32 Enda er það svo að efnissniðið er
notað á langflestum sýningum á íslandi þar sem sögulegu efni er
miðlað. Ýmsar leiðir eru þræddar í þessum efnum og stundum er
mismunandi leiðum fléttað saman í einu og sama rýminu. Sums
staðar eru veggspjöld áberandi þegar þemu eru afmörkuð.33 Ann-
ars staðar gegna glerskápar mikilvægu hlutverki.34 A enn öðrum
stöðum er flekakerfi fyrirferðarmikið.35 Svæðaskipting finnst einnig
og „eyjur" þar sem tiltekið efni er tekið fyrir.36 Sjaldgæft er að sýn-
32 Kostir þessa eru sérstaklega ræddir í sambandi við sýninguna Akureyri —
bærinn við Pollinn í Minjasafninu á Akureyri, sjá: Hanna Rósa Sveinsdóttir,
„Frá vettlingum til vísakorta", bls. 101.
33 T.d. i Vesturfarasetrinu á Hofsósi, Sjóminjasafninu á Húsavík, sýningunum
Hákarlaveiðar við Húnaflóa í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á
Reykjum, Mýrdalur — Mannlifog náttúra í Brydebúð í Vík, Snorri Sturluson og
samtíð hans í Reykholti og Galdrasýning d Ströndum.
34 T.d. £ Byggðasafni Akraness og nærsveita á Akranesi, íþróttasafni íslands á
Akranesi, Minjasafni Kristjáns Runólfssonar á Sauðárkróki, Byggðasafni
Norður-Þingeyinga, Snartarstöðum við Kópasker, Nesstofusafni á Seltjamar-
nesi, Fjarskiptasafni Símans og Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti (eldri
hluta) en þar em einnig gripir og myndir á veggjum.
35 T.d. í Sögu- og minjasafni Slysavarnafélags fslands í Garðinum, sýningunni
Sauðfé í sögu þjóðar í Sauðfjársetrinu á Ströndum og Kaupfélagssafninu á
Hvolsvelli en þar em einnig veggspjöld.
36 T.d, í Minjasafninu á Akureyri, Byggðasafni Vestfjarða á ísafirði, Byggðasafni
Borgarfjarðar í Borgamesi, Lyfjafræðisafninu á Seltjarnamesi og nýrri hluta
Minjasafns Egils Ólafssonar að Hnjóti.