Saga - 2003, Blaðsíða 216
214
MÁR JÓNSSON
einum stað er talað um „bókfellsarkir" og strax á eftir um „skinn-
örk" þar sem átt er við heil skinn sem svo voru brotin saman í kver
(bls. 48^19). Litlu síðar er orðið „örk" notað yfir það sem venjulega
er kallað „tvinn", það er tvíblöðungur sem kver stóðu saman af, og
sagt að yfirleitt hafi verið fjórar arkir í kveri (bls. 50). A sýningunni
gætir aðeins síðari skilningsins. Þetta ruglar lesendur, fyrir utan
það að nú á dögum er orðið örk notað yfir grunneiningu prentaðra
bóka: 16 blöð eru saman í örk. Heppilegra hefði verið að tala urn
skinn, kver og tvinn. Grein Guðvarðar Más Gunnlaugssonar una
skrift (bls. 63-71), sem tekur við, er aftur á móti of þröngt skil'
greind. Einblínt er á einungis eitt atriði á meðan þær Soffía og Lauf'
ey þeytast yfir aragrúa atriða sem mætti skrifa langt mál um hvert
um sig. Umfjöllun hans er líka óaðgengileg í þeim skilningi að ekki
fylgir texti ritsýnum í þágu fróðleiksfúsra lesenda sem kynnu að
vilja spreyta sig á lestri en þurfa aðstoð til að koma sér af stað. Nog
rými er á víðum spássíunum. Þetta er heldur ekki gert á sýning'
unni, sem er afturför miðað við það sem áður var á vegg í Arna-
stofnun; þar voru litlar myndir af þekktum og spennandi stöðum i
íslendingasögum og fleiri fornritum, með vélritaðan texta til hliða-
„þeim var ég verst", og ámóta tilvitnanir.
Betur hefði farið á því að hafa þrjár greinar um þennan verk'
menningarlega þátt, sem hefðu samanlagt mátt vera jafnlangar him
um fyrstu þremur. Fyrsta greinin hefði tekið á bókagerðinni og
hefði mátt skjóta inn einhverju um varðveislu íslenskra miðalda-
handrita, en það atriði er eiginlega ekki nefnt í bókinni. Vitum við
hvað íslensk handrit frá miðöldum eru mörg? Voru þau minni eða
stærri en handrit annars staðar á Norðurlöndum, Bretlandseyjum
og meginlandi Evrópu? Ókostur er raunar að fátt eitt er vitað um
þessa hluti hérlendis og áberandi er að Soffía og Laufey vísa nær
eingöngu til erlendra athugana á bókagerð. Sárt er til þess að hugsa
að litlar sem engar rannsóknir af þessu tagi hafa farið fram hérlend-
is og miðað við efni þessarar bókar er ólíklegt að það verði í bráð-
Úr þessum skorti hefði samt mátt bæta með stikkprufum og na'
2 íslensk þýðing einnar bókar af því tagi er nýkomin út, sjá Ezio Ornato, Lofr^a
um handritamergð. Hugleiðingar um bóksögu miðalda. Þýðendur Björg Birgisdótt
ir og Már Jónsson. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 36 (Reykjavík, 2003). — Nýle82 * 4
undirstöðurit um bókfræði slíkra rannsókna er Marilena Maniaci, Archeolog,íl
del manoscritto. Metodi, problemi, bibliografia recente (Róm, 2002). — Sjá einWg
Elisa Ruiz García, lntroducción a la codicología (Madrid, 2002).