Saga - 2003, Blaðsíða 156
154
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
Þeirri athygli er enn ástæða til að halda vakandi, kannski el{[
mitt ríkari ástæða en áður. Þar kemur ekki aðeins til viðleitni okkar
til að gera konur sýnilegri í sögunni, heldur enn frekar þau brý1111
álitamál sem þjóðin stendur frammi fyrir varðandi náttúruvernd °S
auðlindanýtingu, ekki síst virkjunarframkvæmdir, og svo í þr$Ja
lagi tengsl Sigríðar við einn helsta ferðamannastað landsins. Ferða
mannafræðslunni um Gullfoss fylgir svigrúm fyrir sögulega rllTl
fjöllun,* 4 og þar er Sigríður sjálfkjörið viðfangsefni, enda er afdreP
ferðamanna við fossinn helgað henni, nefnt Sigríðarstofa og s<a8u
Sigríðar gerð þar skil í máli og myndum.
Hvað gerði Sigríður í Brattholti?
Þegar skjalasafn Sigríðar var skráð inn á Þjóðskjalasafn þurfti 3
gera grein fyrir henni í fáum orðum, og var valið að gera það þanU
ig: „Þekkt fyrir baráttu sína gegn því, að Gullfoss, sem er í lan
Brattholts, yrði seldur útlendingum."5 Hér er gripið á þeim kjarna
málsins að Sigríður varð þjóðkunn fyrir málstað sinn og baráttu,an
þess að endilega fylgi nein glögg minning um gang baráttunnar et')a
árangur.
Sú lýsing á baráttu Sigríðar í Brattholti, sem flestir hafa handa
milli, er eftir Þorstein Jósepsson, þann mikla brautryðjanda íslensk5
ferðamannafróðleiks, og er að finna í stórvirki þeirra Steindór5
Steindórssonar, Landið þitt. Island:
A Gullfoss er nú ríkiseign. Áður var hann í eigu Bratthok5;
Komst hann um tíma í eigu erlends hlutafélags sem na
hugsað sér að virkja hann. En eigandi og ábúandi Bratthol^
[þjóðholl kona] sem hét Sigríður Tómasdóttir, undi því ill® a
þessi æskuvinur sinn og granni skyldi vera í útlendri eign’
Höfðaði hún mál gegn félaginu til þess að fá hann í íslenskar
hendur aftur. Tapaði hún miklu fé í þeim málaferlum en P
vlI:1
4 Sbr. Helgi Skúli Kjartansson: „Sagnir og fræði handa ferðalöngum." Saga A
(2003), bls. 135-150. Það var í framhaldi af samningu þeirrar greinar sem e8 ^
að athuga sagnirnar af Sigríði í Brattholti sem þátt í ferðamannafraeðum
Gullfoss. ,
Nyf
5 Júníus Kristinsson, Einkaskjalasöfn. E. nr. 1-300. Skrár Þjóðskjalasafns
flokkur 2, ritstj. Ólafur Ásgeirsson (Reykjavík, 1992), bls. 176.