Saga - 2003, Blaðsíða 60
58
EGGERT ÞÓR BERNHARÐSSON
að sjónvarpstæknin, þar sem sýndar eru lifandi myndir, hafi rutt
sér til rúms.114 A fáeinum stöðum eru afmarkaðir „bíósalir" með
bekkjum. Hins vegar var ekki alls staðar kveikt á sjónvarpstækjum
þegar þann gest bar að garði sem þetta ritar.
Flettispjöld eru á fáeinum stöðum en með slíkum spjöldum má
á einfaldan og ódýran hátt koma ítartexta og myndefni til áhuga-
samra gesta án þess að yfirfylla sýningarrými. Þá eru sérsmíðuð
módel handhæg leið til að sýna stærri hluti og þau eru t.d. notuð
nánast alls staðar þar sem eru sýndar sjóminjar.115 Langoftast er um
á sýningunni Akureyri — bærinn við Pollinn en „fyrir liggur efni til notkunar
í margmiðlun." Sjá: Hanna Rósa Sveinsdóttir, „Frá vettlingum til vísakorta",
bls. 101. — Sennilega á þetta við um marga aðra staði.
114 Sjónvarpsskjáir eða stór sýningartjöld eru m.a. nýtt í íþróttasafni íslands á
Akranesi, Jöklasýningu á Höfn í Homafirði, sýningunni Fransmenn á íslandi á
Fáskrúðsfirði, Sögu- og minjasafni Slysavarnafélags Islands í Garðinum,
Saltfisksetri íslands í Grindavík, Byggðasafni Hafnarfjarðar, sýningunni
Handritin. Saga handrita og hlutverk um aldir í Þjóðmenningarhúsinu, Sjó-
minjasafninu á Húsavík, Hvalamiðstöðinni á Húsavik, Minjasafni Aðal-
bjargar Egilsdóttur í Geysisstofu, Á Njáluslóð í Sögusetrinu á Hvolsvelli, í
Byggðasafni Vestfjarða á ísafirði, Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti, Síld-
arminjasafninu á Siglufirði, margmiðlunarsýningunni í Geysisstofu, Sjó-
minjasafni Islands í Hafnarfirði, Lyfjafræðisafninu á Seltjamarnesi, Fjar-
skiptasafni Símans og Sögusafninu í Perlunni en þar er stór skjár á áberandi
stað í sýningarsalnum sem dregur að sér athygli frá leikmyndum. Á skján-
um er sýnt hvemig gínur og aðrir leikmunir em gerðir, flutningur þeirra í
Perluna og uppsetning sýningarinnar. — Á tveimur stöðum nýttist efni á
myndbandi ekki öllum, á sýningunni Fransmenn á íslandi á Fáskrúðsfirði var
textinn á frönsku og í Lyfjafræðisafninu á Seltjarnarnesi á dönsku. — Þá er
ljóst að kvikmyndasýningar í sýningarrými hugnast ekki öllum, sbr. orð
Stefáns Pálssonar, forstöðumanns Minjasafns Orkuveitu Reykjavíkur, í grein
um söfn á Austfjörðum í vefritinu Múrinn, sjá vefslóð: www.murinn.is —>
Menning og þó > Eldra efni (4. árgangur) -> Rápað um austfirsk söfn —>
I hluti (8. júlí 2003).
115 Einkum í Byggðasafni Akraness og nærsveita á Akranesi, Sjóminjasafni
Austurlands á Eskifirði, Sjóminjasafninu á Eyrarbakka, Saltfisksetri íslands í
Grindavík, Byggðasafni Hafnarfjarðar, Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði, Sjó-
minjasafninu á Húsavík, Byggðasafni Vestfjarða á ísafirði, Byggðasafni
Reykjanesbæjar, Pakkhúsinu á Ólafsvík, sýningunni Hákarlaveiðar við
Húnaflóa í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum, Sjóminja-
safni íslands í Hafnarfirði, Síldarminjasafninu á Siglufirði og Byggðasafni
Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga í Skógum. — Skiptar skoðanir em um
skipalíkön, sbr. orð Stefáns Pálssonar, forstöðumanns Minjasafns Orkuveitu