Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 4. J Ú N Í 2 0 1 0  Stofnað 1913  145. tölublað  98. árgangur  –– Meira fyrir lesendur fylgir með Morgu nblaði nu í da g FYLGST MEÐ ÖÐRU EN KNETTINUM VANDRÆÐALEG VERÐBÓLGA DRAUMA- VERKSMIÐJA HÚSMÆÐRA VIÐSKIPTABLAÐ 6 RAFHA OG RÓMANTÍK 10FRÍÐUSTU FÓTBOLTAKAPPARNIR 33 Sú skemmtilega hefð hefur skapast að hlaupa miðnæturhlaup í Laugardalnum kvöldið fyrir Jónsmessu. Metþátttaka var í hlaupinu í gær þegar um 1400 manns þreyttu 3, 5 eða 10 kílómetra hlaup. Í 10 kílómetra hlaupinu fór Björn Margeirsson með sigur af hólmi í karla- flokki, en hann sést lengst til vinstri á mynd- inni. Hann hljóp á 32,19 mínútum. Eina konan á myndinni, Fríða Rún Þórðardóttir, kom fyrst í mark í kvennaflokki á tímanum 37,56 mín- útum. Morgunblaðið/Kristinn Metþátttaka í miðnæturhlaupinu „Það er sam- félagsleg nauðsyn að þetta mál verði afgreitt. Ég trúi því ekki að stjórnar- flokkarnir bregði fæti fyrir þessa réttarbót ein- göngu vegna þess hver flytur frum- varpið,“ segir Sig- urður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem lagt verður fram í dag þar sem lagt er til að mál, sem varða álitaefni sem vakn- að hafa í kjölfar dóms Hæstaréttar um gengistryggð lán, fái flýtimeðferð í dómskerfinu. Sigurður Kári bendir á að um tiltölulega einfalda breytingu sé að ræða og að öllum sé í hag að úr ágreiningnum verði skorið. »4 Gengislána- mál fái flýti- meðferð Sigurður Kári Kristjánsson Trúir ekki að stjórnar- flokkarnir stoppi málið 234.507 kr. Eftirstöðvar eftir dóma Hæstaréttar ef samningsvextir eru látnir standa. 1.535.509 kr. Eftirstöðvar ef lánið er endur- útreiknað eftir óverðtryggðum vöxt- um Seðlabanka Íslands. ‹ AFDRIF 4.000.000 KR. MYNTKÖRFULÁNS FRÁ 2007 › » Gylfi Magnússon, efnahags- og við- skiptaráðherra, segist deila áhyggj- um Más Guðmundssonar, seðla- bankastjóra, vegna niðurstöðu Hæstaréttar um ólögmæti gengis- tryggðra lána. Már sagði á blaðamannafundi í gær að ef ólöglegu lánin skyldu greiðast á samningsvöxtum, en ekki til dæmis vöxtum Seðlabankans, myndi fjármálakerfið ekki geta staðið undir því. Segir Gylfi að ef þeir sem voru með gengistryggð lán fengju gjaf- vexti myndi reikningurinn vegna þess lenda víða, meðal annars á rík- inu og skattgreiðendum. »Viðskipti Kostnaður vegna ólöglegra gengislána lendir á skattgreiðendum og ríkissjóði Gylfi Magnússon Sjónvarpsfréttir RÚV eru í níunda sæti í fjölmiðlakönnun Capacent Gallup yfir uppsafnaða tíðni áhorfs í íslensku sjónvarpi í síðustu viku. Heimsmeistaramótið í fótbolta raðar sér í sex sæti af tíu vinsælustu dag- skrárliðunum. Fréttatíminn hefur yfirleitt verið ofarlega á lista en lík- lega hefur breyttur útsendingartími eitthvað með málið að gera en hann hefur verið færður til kl. 18. Líklegt þykir að næsta HM-keppni í fótbolta verði sýnd á sérstakri íþróttarás RÚV. »15 Sjónvarpsfréttir RÚV lúta í lægra haldi fyrir knattspyrnuleikjum í áhorfsmælingu Reuters Gleði Úrslitum leikja á HM er fagnað um víða veröld. Fréttaskýring eftir Bjarna Ólafsson Már Guðmundsson Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Eftirstöðvar gengistryggðra lána snarlækkuðu þegar Hæstiréttur dæmdi þau ólögmæt í síðustu viku. Þær kynnu á hinn bóginn að sexfaldast ef sú ákvörðun verður tekin að endurreikna þau eftir lægstu óverðtryggðu vöxtum Seðlabanka Íslands en Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, telur að sú leið verði líklegast farin. Þetta kemur m.a. fram í útreikningum Nordik Legal á mögulegum að- ferðum við leiðréttingu gengistryggðra lána. Skiptar skoðanir eru um hvaða vaxtakjör eigi að miða við þegar gengistryggðu lánin verða reiknuð út á nýjan leik. ASÍ, Hagsmunasamtök heimilanna og fleiri aðilar hafa krafist þess að lánin verði látin standa óbreytt með umsömdum samningsvöxtum. Í útreikningum Nordik Legal kemur m.a. fram að eftirstöðvar 4.000.000 kr. gengistryggðs bíla- láns, sem tekið var í júní 2007, væri 5.975.467 kr. ef Hæstiréttur hefði ekki dæmt gengistrygginguna ólögmæta. Í dag eru eftirstöðvar sama láns hins vegar 234.507 kr. ef lánið er leiðrétt með tilliti til ofgreiddra afborgana. Ef sama lán er hins vegar endurútreiknað eftir lægstu óverðtryggðu vöxtum Seðlabanka Íslands, sexfaldast eftirstöðvar láns- ins sem nema þá 1.535.509 kr. Eftirstöðvar sexfaldast  Breyting á vaxtakjörum gengistryggðra lána hefði mikil áhrif á greiðslubyrði  Ráðherra telur líklegt að miðað verði við óverðtryggða vexti Seðlabankans MMunar miklu á vaxtakjörum »4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.