Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010
Fuglar og fólk Á sumrin sjást nýbakaðir foreldrar gjarnan með barnavagna á gangi meðfram Tjörninni, þar sem ungar fuglanna eru einmitt að taka sín fyrstu sundtök um þessar mundir.
Árni Sæberg
Í liðinni viku ók ég
nokkrum íþróttastelp-
um upp að Mógilsá í
Kollafirði. Á meðan
þær skokkuðu í áheita-
hlaupi upp og niður
Esjuhlíðar rölti ég um
með hundinn og litaðist
um. Á Mógilsá hefur
Rannsóknastöð Skóg-
ræktar ríkisins, sem
kunnugt er, rekið starf-
semi sína um áratuga
skeið og má sjá þess glögg merki.
Þar hefur vaxið upp mikill og fjöl-
breyttur skógur. Skriður og tún eru
þakin breiðum af alaskalúpínu og
skógarkerfli. Skörtuðu þær sínu feg-
ursta í kvöldsólinni. Að Mógilsá er
greinilega unnið ötullega að „endur-
reisn líffræðilegrar framleiðslu“ á Ís-
landi með vísindin að leiðarljósi. Við
seppi héldum austur yfir lækjargilið
eftir stíg sem leiddi okkur um gömul
tún og engi í átt til skógar. Þar mætt-
um við eldri hjónum sem létu sér
nægja lághlíðarnar eins og við fé-
lagarnir. „Óskapaórækt er hlaupin
hér í gömlu túnin,“ sagði sá gamli
þegar við mættumst. „Hér er allt að
verða ófært af kerfli.“ Ég tók undir
það með honum. „Ja, ekki hefðu
hann afi gamli í Dýrafirði eða hann
Dóri minn í Króktúni verið ánægðir
með að sjá túnin sín fara svona, en
hér er nú ekki búið við sauðfé lengur
og nýir tímar teknir við.“ Síðan skildi
leiðir, ég gekk áfram, nokkuð hugsi
yfir þessu samtali okkar. Seppi lét
sér hins vegar vel líka skógarkerfil-
inn. Af nefi hans og lappalyftingum
mátti ráða að hundar höfðu verið hér
á ferð á undan honum. Ekki gátum
við þó gert þarna langan stans. Fyrr
en varði grillti í léttstígar stelpurnar
koma hlaupandi með hlátrasköllum
niður að bílastæðinu undir Esjuhlíð-
um. Við seppi héldum til baka og
glöddumst með þeim yfir góðum
degi.
Enn eina ferðina hafa á þessu vori
risið upp snarpar deildur um lúpínu.
Skógarkerfill hefur þar einnig komið
við sögu. Rót þessara deilna má
rekja til þess að Svandís Svavars-
dóttir umhverfisráðherra hefur boð-
að að hafnar skuli aðgerðir til að
stemma stigu við útbreiðslu alaska-
lúpínu og skógarkerfils
í landinu. Til grundvall-
ar er lögð skýrsla
Náttúrufræðistofnunar
Íslands og Land-
græðslu ríkisins sem
unnin var fyrir um-
hverfisráðherra og
kynnt í apríl sl. Alaska-
lúpína og skógarkerfill
eru skilgreind sem
framandi, ágengar
plöntutegundir sem
ógnað geta líffræðilegri
fjölbreytni og vistkerf-
um á landi sem þær
breiðast yfir. Meðal tillagna er að
hætt verði að dreifa lúpínu óheft um
landið. Þess í stað verði dreifing
hennar og notkun bundin við stór,
samfelld ógróin svæði þar sem sjálf-
græðsla er lítil og uppgræðsla eða
skógrækt með öðrum aðferðum erf-
iðleikum bundin. Landgræðslu rík-
isins, sem er aðalframleiðandi og
dreifandi á lúpínufræi hér á landi,
verði falið að marka þessi svæði. Þau
er einkum að finna á gosbeltinu í Ár-
nessýslu, Rangárvallasýslu, Skafta-
fellssýslu, Norður-Múlasýslu og í
Þingeyjarsýslum.
Hörðust gagnrýni á þessar til-
lögur hefur komið úr herbúðum
Skógræktar ríkisins og Skógræktar-
félags Íslands. Forsvarsmenn þeirra
skiluðu til umhverfisráðherra skrif-
legum athugasemdum um ofan-
greinda skýrslu Náttúrufræðistofn-
unar og Landgræðslunnar. Einnig
hafa sumir þeirra farið mikinn í
Fréttablaðinu og í bloggheimum.
Ekki skal þvertekið fyrir að þeir hafi
eitthvað til síns máls. Sá er þessar
línur ritar er vistfræðingur og hefur
unnið að rannsóknum á alaskalúpínu
um árabil. Hann er jafnframt einn af
þeim er lögðu á ráðin og unnu að
gerð skýrslunnar sem fór svo mjög
fyrir brjóstið á yfirmönnum skóg-
ræktarmála. Viðbrög þeirra eru ekki
ný af nálinni. Þau voru mjög fyrir-
sjáanleg.
Undanfarna áratugi hafa forsvars-
menn skógræktarstofnana gagnrýnt
mjög og verið allt að því illskeyttir í
garð þeirra sem uppi hafa haft radd-
ir um að fara skuli varlega við inn-
flutning, ræktun og dreifingu er-
lendra plöntutegunda hér á landi.
Sífellt er hafinn upp sami söngurinn í
herbúðum þeirra: íslenska flóran er
fábreytt og lítilfjörleg, gróðurlendi
hér á landi er í tötrum og ekki á vet-
ur setjandi, verstur af öllu er lyng-
mórinn sem er hástig niðurlæging-
arinnar, bjargráðið er óheftur
innflutningur og stórfelld ræktun
nýrra tegunda í landgræðslu og
skógrækt, ágengar tegundir finnast
hvorki hér á landi né erlendis, rann-
sóknir er fást við framandi lífverur
eru hjávísindi, frásagnir og nið-
urstöður er sýna fram á skaða af
þeirra völdum eru að mestu ýkjur,
flestir misskilja Ríó-samninginn um
líffræðilega fjölbreytni (8. grein h)
nema forsvarsmenn skógræktar á
Íslandi, varið ykkur á vistfræðingum
og þeirra skrifum, vistfræðina má
rekja til Ernst Häckel sem hafði
einnig áhrif á mótun hugmyndafræði
nasismans, vistfræðingar og þeir
sem setja vilja skorður við notkun
innfluttra tegunda eru haldnir þjóð-
ernishyggju, þeir eru einhliða í mál-
flutningi sínum og gefa sér fyrirfram
að „allt útlent sé af hinu illa“.
Það vekur furðu að málflutningur
af þessu tagi skuli stöðugt hljóma frá
forsvarsmönnum skógræktar hér á
landi. Mönnum sem fara fyrir op-
inberum stofnunum og félagasam-
tökum sem að mestu eru rekin af al-
mannafé. Er þetta hin opinbera
stefna í landgræðslu og skógrækt
sem rekin er og studd af umhverf-
isráðuneytinu og sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytinu? Að mínu
viti á hún meira skylt við málflutning
sértrúarsöfnuða en almenna stefnu
og reglur í umhverfismálum sem
ríkja og eru virtar á Vesturlöndum.
Aðalsteinn Sigurgeirsson, for-
stöðumaður Rannsóknastöðvar
Skógræktar á Mógilsá, skrifaði
mikla grein í Skógræktarritið árið
2005 um framandi og ágengar teg-
undir í íslenskum skógum og velti
upp þeirri spurningu hvort um raun-
verulega, aðsteðjandi eða ímyndaða
ógn væri að ræða. Þeir sem lesa
greinina velkjast ekki í vafa um að
hvaða niðurstöðu Aðalsteinn kemst.
Inntak greinarinnar og ályktanir eru
mjög í ætt við sönginn sem vísað var
til hér að ofan. Samstarfsmenn og
lærisveinar Aðalsteins hafa margir
farið um greinina mjög lofsamlegum
orðum og hvatt aðra sem illa eru að
sér í þessum fræðum til að kynna sér
efni hennar. Þeirra á meðal má nefna
Sigvalda Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóra Vesturlandsskóga og
skógarbónda í Borgarfirði, sem
greinilega hefur hrifist af röksemda-
færslu Aðalsteins. Sigvaldi leggur til
að greinin verði skyldulesning í nátt-
úrufræðum við Háskóla Íslands og
Landbúnaðarháskóla Íslands. Lest-
ur greinarinnar verki eins og ónæm-
isaðgerð gagnvart hégiljum og gervi-
vísindum er lifa góðu lífi í báðum
skólum, að sögn Sigvalda.
Undirritaður er einn þeirra sem
fóru að ráðum Sigvalda og las því aft-
ur grein Aðalsteins. Þeim sem fást
við rannsóknir er hollt að kynna sér
málin ofan í kjölinn. Þannig bægja
þeir frá sér hégiljunum og ástunda
síður gervivísindi. Eitt af því sem ég
rak augun í við lestur greinar Að-
alsteins eru miklar og tíðar tilvitn-
anir í bók Davids I. Theodoropoulus:
„Invasion Biology: Critique of a
Pseudoscience“ sem út kom árið
2003 hjá Avvar Books-útgáfunni í
Bandaríkjunum. Hugmyndafræði og
röksemdir Theodoropoulus falla ein-
staklega vel að boðskap Aðalsteins
og annarra forsvarsmanna Skóg-
ræktararinnar sem hljómar þessi
misserin. Ég vil hvetja skógrækt-
armenn, vistfræðinga og aðra er láta
sig þessi mál varða til að kynna sér
fræði Theodoropoulus. Einnig hvaða
viðtökur og gagnrýni bók hans fékk
á sínum tíma í fræðaheiminum.
Að mati undirritaðs eru forsvars-
menn Skógræktar ríkisins komnir í
blindgötu í stefnu sinni og málflutn-
ingi um innflutning plantna og notk-
un þeirra í landgræðslu og skóg-
rækt. Engu er líkara en órækt sé
hlaupin í hugsun og gerðir. Það eru
ráðþrota menn sem bera þjóðernis-
hyggju upp á þá sem ekki eru þeim
sammála í einu og öllu. Mál er að
linni.
Eftir Borgþór
Magnússon
» Að mati undirritaðs
eru forsvarsmenn
Skógræktar ríkisins
komnir í blindgötu í
stefnu sinni og málflutn-
ingi um innflutning
plantna og notkun
þeirra í landgræðslu og
skógrækt.
Borgþór
Magnússon
Höfundur er forstöðumaður vist-
fræðideildar Náttúrufræðistofnunar
Íslands. Hann er félagi í Náttúru-
fræðifélagi Íslands. Jafnframt er
hann félagi í Skógræktarfélagi Ís-
lands frá árinu 1984 og hefur lagt
hönd á plóg við skógrækt á óðali feðr-
anna undir Eyjafjöllum um 30 ára
skeið.
Óræktin á Mógilsá
Ljósmynd/Borgþór Magnússon
Ágengur Skógarkerfill breiðist yfir gamalt tún á Mógilsá. Að mati höfundur eru
forsvarsmenn Skógræktar ríkisins komnir í blindgötu í stefnu sinni og málflutn-
ingi um innflutning og notkun framandi plantna í landgræðslu og skógrækt.