Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 29
Dagbók 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 Sudoku Frumstig 4 7 6 1 5 7 2 5 4 6 1 8 2 9 7 9 8 6 4 5 1 4 1 9 5 7 2 5 8 1 3 7 2 1 9 3 8 5 3 5 7 8 4 7 1 9 7 8 4 1 9 8 6 1 2 2 6 5 3 7 1 3 6 1 9 4 7 9 8 3 5 2 4 3 5 7 3 8 2 1 6 5 9 4 5 9 2 8 3 4 7 6 1 6 4 1 5 9 7 8 2 3 8 1 7 4 2 3 9 5 6 2 6 9 7 5 1 4 3 8 3 5 4 9 6 8 2 1 7 9 8 6 3 7 2 1 4 5 1 7 5 6 4 9 3 8 2 4 2 3 1 8 5 6 7 9 3 2 8 5 9 1 6 4 7 6 9 4 8 3 7 5 1 2 1 7 5 6 2 4 3 8 9 8 5 9 3 4 2 7 6 1 2 4 6 7 1 8 9 5 3 7 1 3 9 6 5 8 2 4 9 8 1 4 5 3 2 7 6 5 3 2 1 7 6 4 9 8 4 6 7 2 8 9 1 3 5 7 5 6 9 8 1 2 4 3 3 8 1 4 7 2 9 6 5 9 2 4 3 6 5 7 8 1 4 1 8 5 9 6 3 7 2 5 3 9 7 2 8 6 1 4 6 7 2 1 3 4 5 9 8 8 9 7 2 4 3 1 5 6 2 6 5 8 1 7 4 3 9 1 4 3 6 5 9 8 2 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 24. júní, 175. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín. (Jóhannes 14,15.) Einhvern tímann hefði þótt lang-sótt að ætla að íslenskt lands- lið kæmist á heimsmeistaramót í knattspyrnu, en sú er ekki raunin lengur. Kvennalandsliðið hefur náð hreint ótrúlegum árangri á und- anförnum misserum. Í fyrra komst liðið á Evrópumeistaramótið í Finn- landi og nú á það möguleika á að komast á HM. Víkverji sá landsliðið leika á móti Króatíu á þriðjudags- kvöld. Góð stemming var á vellinum, þótt áhorfendur hefðu mátt vera fleiri. Nokkur harka var í leiknum, en yfirburðir íslenska liðsins voru algerir á öllum sviðum knattspyrn- unnar. Króatar áttu í vök að verjast frá fyrstu mínútu og tókst aldrei að valda usla við íslenska markið. Hólmfríður Magnúsdóttir átti stór- leik, sýndi kraft og áræði, og átti vörn Króatanna engin svör við til- þrifum hennar. Hvað eftir annað skildi hún eftir tvo, þrjá og fjóra varnarmenn og skaut ýmist sjálf eða gaf fyrir. Sjálf uppskar hún tvö mörk, en samherjar hennar hefðu hæglega getað nýtt betur færin, sem hún skapaði fyrir þá. Víkverja fannst sérlega ánægjulegt að fyr- irliða liðsins, Katrínu Jónsdóttur, skyldi takast að skora í leiknum vegna þess að í honum klæddist hún landsliðstreyjunni í 100. skiptið. Það er ekki amalegur árangur og stutt í landsleikjamet Rúnars Krist- inssonar sem er 104 leikir. x x x Næsta verkefni landsliðsins erleikur við Frakka 21. ágúst og þar er að duga eða drepast. Ætli ís- lenska liðið sér að komast á HM verður það að sigra Frakkana með 3 marka mun. Eftir því sem Víkverji kemst næst ríkir ekki sami glund- roði í kvennaliði Frakka og hjá körl- unum, sem fengu háðulega útreið í Suður-Afríku í vikunni. Frakkar eru erfiðasti andstæðingurinn í riðlinum og verða ekki auðunnir, hvað þá með þremur mörkum. Íslenska liðið getur hins vegar sjálft ráðið sínum örlögum, verkefnið er ekki óyfirstíg- anlegt og hvernig sem fer geta landsliðskonurnar borið höfuðið hátt. Síðan er annað mál að hjá körl- unum myndi annað sæti í riðli skila sæti á HM. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 ragna, 4 róar, 7 hrognin, 8 viljugt, 9 greinir, 11 jaðar, 13 skora fast á, 14 matnum, 15 ófrjálsan mann, 17 tanga, 20 skemmd, 22 annmarki, 23 atvinnu- grein, 24 nam, 25 virtur. Lóðrétt | 1 bugða, 2 önd- uð, 3 fífl, 4 tréflögu, 5 ana, 6 nagdýr, 10 synja, 12 vingjarnleg, 13 hug, 15 fámál, 16 hyggur, 18 pannan, 19 trú, 20 skot, 21 uppspretta. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 matvendni, 8 nýtur, 9 tómur, 10 kór, 11 tuðra, 13 akrar, 15 hafts, 18 hrund, 21 tía, 22 freta, 23 dónar, 24 Skipasund. Lóðrétt: 2 altíð, 3 verka, 4 nötra, 5 nemur, 6 snót, 7 þrír, 12 rót, 14 ker, 15 hafs, 16 flesk, 17 stapp, 18 hadds, 19 unnin, 20 durt. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rde2 Be6 8. f4 g6 9. Dd2 Rc6 10. Hd1 h5 11. h3 h4 12. Bf2 Hc8 13. De3 Da5 14. a3 Be7 15. Hd2 Kf8 16. Kd1 Bc4 17. fxe5 Rxe5 18. Db6 Dxb6 19. Bxb6 Bxe2+ 20. Bxe2 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurvegari mótsins, Hjörvar Steinn Grétarsson (2394), hafði svart gegn Emil Szalanczy (2277). 20… Hxc3! 21. bxc3 Rxe4 22. Be3 Kg7 23. c4 Hc8 24. Hd4 Rc3+ 25. Kd2 Rxe2 26. Kxe2 Rxc4 svartur hefur nú góð vinningsfæri en í næstu tveim leikjum leikur hvítur illa af sér og það flýtir fyrir endalokunum. 27. a4? Bf6 28. Hd5? He8 29. Kd3 Rxe3 30. Hxd6 Rf5 31. Hd7 He3+ 32. Kc4 Hc3+ 33. Kd5 b5 34. a5 Re3+ 35. Ke4 Rc4 36. Hf1 He3+ 37. Kf4 Kh6 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Tveir fyrir einn. Norður ♠1085 ♥108532 ♦KG2 ♣ÁG Vestur Austur ♠Á ♠K9743 ♥G9764 ♥K ♦Á5 ♦97 ♣D10742 ♣98653 Suður ♠DG62 ♥ÁD ♦D108643 ♣K Suður spilar 3♦. Vestur er ánægður með skiptinguna og opnar á 1♥ þrátt fyrir knappan styrk. Makker hans svarar á 1♠ og suð- ur stingur sér inn á 2♦. Norður lyftir í 3♦ og þar deyja sagnir. Út kemur ♠Á og hjarta í öðrum slag. Sókn eða vörn? Framhaldið er mjög fyrirsjáanlegt ef suður trompar út. Vestur drepur strax, gefur makker sínum hjartastungu, sem spilar ♠K og spaða til baka. Þetta skil- ar vörninni fimm slögum. Framhjá þessu er aðeins ein leið og hún er þessi: Sagnhafi spilar ♣K í þriðja slag og yf- irdrepur með ás. Spilar næst ♣G og hendir ♥D heima! Almennt flokkast það ekki undir góð viðskipti að henda fríspili í tapspil, en í þetta sinn koma „tveir fyrir einn“. Vörnin fær óvæntan slag á ♣D, en samgangurinn fyrir stungurnar er farinn veg allrar ver- aldar. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Gríptu tækifærið og þiggðu alla þá hjálp sem þér býðst. Notaðu tækifærið til að leita lausna á vandamálum sem tengj- ast fjármálum, sameiginlegum eignum, skuldum og sköttum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þær aðstæður koma upp að þú neyð- ist til þess að segja hvar í flokki þú stend- ur. Það er togað í þig úr öllum áttum en láttu ekkert halda aftur af þér. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Meðan þú hugleiðir lífið og til- veruna gæti öðrum fundist þú utangátta og einangraður. Það verður áfram svo mikið að gera hjá þér að á stundum mun þér finnast nóg um. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert ómótstæðilega heillandi – og ómögulegt að spilla þínu góða skapi. Yfirmaðurinn verður mjög hrifinn. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú þarft að taka afstöðu í erfiðu máli, sem snertir vinnufélaga þinn. Hikaðu því ekki við að fylgja brjóstviti þínu því það svíkur þig ekki. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er alltaf gaman að koma öðrum á óvart. Mundu að ganga frá öllum reikn- ingum áður en þú svo mikið lætur þig dreyma um að eyða peningum í aðra hluti. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert með svo mörg járn í eldinum að þér gefst enginn tími til þess að staldra við og meta stöðuna. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Hafðu fyrst og fremst í huga hvernig þú getur komið máli þínu fram með skilmerkileguum hætti. Einhver ná- kominn þér fær kaupauka eða hlunnindi sem koma þér jafnframt til góða. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Peningum sem þú eyðir í dag til að fegra heimilið er vel varið. Mundu að virða friðhelgi einkalífs annarra líkt og þú vilt að þeir gerir gagnvart þér. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Sýndu varkárni í samskiptum við ókunnuga og varastu að eyða um efni fram. Kynntu þér málin vandlega áður en þú myndar þér skoðun á þeim. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Stundum er eina ráðið að halda að sér höndum og bíða færis. Notaðu dag- inn til þess að koma skipulagi á líf þitt. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú mátt eiga von á því að hitta gamlan vin í dag. Ef þú ert foreldri, hafðu þá í huga að uppeldi trompar menntunina seinna meir. Gleymdu ekki heldur að þú þarft líka tíma fyrir sjálfan þig. Stjörnuspá 24. júní 1000 Kristnitakan. Kristin trú var lögtekin á Alþingi á Þingvöll- um við Öxará. Þar hafði skor- ist í odda með kristnum mönn- um og heiðnum en Þorgeir Þorkelsson Ljósvetningagoði úrskurðaði að „allir menn skyldu kristnir vera“ og sagði: „Höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt er vér slítum í sundur lögin að vér munum slíta og friðinn.“ 24. júní 1967 Gullfaxi, fyrsta íslenska þotan, kom til landsins. Hún var af gerðinni Boeing 727 og voru sæti fyrir 119 farþega. Flug- vélin var seld úr landi árið 1985. 24. júní 1992 Stærsti og elsti lax sem veiðst hefur í á hér á landi veiddist á stöng í Bakkaá í Bakkafirði. Laxinn vó 43 pund og var tal- inn tólf ára. 24. júní 2009 Helga Margrét Þorsteins- dóttir setti Íslandsmet í sjö- þraut kvenna á móti í Tékk- landi, hlaut 5.878 stig, og komst í efsta sæti heimslista 19 ára og yngri. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Afmælisbarn dagsins, Erlingur Garðar Jónasson, er formaður Samtaka aldraða en verið er að reisa 58 íbúðir fyrir aldraða á Sléttuvegi á vegum sam- takanna. „Við byrjuðum á þessu akkúrat í hruninu. Þetta er allt sjálfboðavinna en þetta er mikið og gefandi starf fyrir gamla karla,“ segir hann kátur. Afmælisbarnið spilar golf kl. 05:00 á morgnana og í gær spilaði hann 18 holur einn í morgunbirtunni. Erlingur hefur verið giftur konu sinni í 55 ár og segir slíkt ekki svo algengt í dag. „56 ár síðan ég skaut mér í stelpunni,“ segir hann og hlær en þau hjónin verða að heiman á afmælis- daginn. Í staðinn ætla þau að fagna með barnabörnum sínum en á laugardag verður haldin fermingarveisla og fagnað þar sem tvær ungar stúlkur verða teknar í fullorðinna manna tölu. Erlingur hefur setið í mörgum stjórnum, þ.á m. í bæjarstjórn Egils- staða en einnig í Stykkishólmi og segir það ákveðinn vírus í sér að vera í félagsstarfi. Hann er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði en segist vera óskaplega mikill sveitamaður í sér og þykir honum gott að búa á landsbyggðinni, Egilsstöðum og Stykkishólmi. Náttúrufegurðin sé mikil þar og stutt í algleymið í náttúrunni. gunnthorunn@mbl.is Erlingur G. Jónasson tæknifræðingur 75 ára Mikill sveitamaður í sér Nýirborgarar Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Akranes Dóttir Fann- eyjar Daggar Ólafsdóttur og Guðmundar Sævars- sonar fæddist 14. júní kl. 23.43. Hún vó 17 merkur og var 55 cm löng. Vestmannaeyjar Thelma Lind fæddist 8. desember kl. 17.38. Hún vó 4.074 g og var 55 cm löng. For- eldrar hennar eru Krist- jana Sif Högnadóttir og Ágúst Sævar Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.