Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 fyrir alla sem heitt grill, kaldar sósur Kartaflan er eldfjall,sýrði rjóminn er jökulhetta Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Áhugamenn um listaverk á Seltjarnarnesi fengu draumaveður í Jónsmessugöngu í gærkvöldi þar sem útilistaverk voru skoðuð undir leiðsögn list- fræðingsins Aðalsteins Ingólfssonar. „Við byrjum uppi á hæðinni við kirkjuna og endum niðri í fjöru á stað sem heitir Kisuklappir. Á eftir verður boðið upp á drykk og hákarl,“ sagði Aðalsteinn er Morgunblaðið náði tali af hon- um rétt í þann mund sem haldið var af stað. Menningarnefnd Seltjarnarness sá um skipu- lagningu göngunnar, en að sögn Aðalsteins stóð til að skoða sjö verk. Að göngu lokinni var safnast saman við fjörubál, þar sem Gunnar Kvaran harmonikkuleikari spilaði undir fjöldasöng, auk þess sem boðið var upp á þjóðlegar veitingar. Listfræðingurinn Aðalsteinn Ingólfsson fræddi áhugasama um útilistaverk á Seltjarnarnesi Morgunblaðið/Jakob Fannar Skoðuðu list á Seltjarnarnesi í blíðskaparveðri FRÉTTASKÝRING Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra getur á grundvelli nýsam- þykkra laga ákveðið að óheimilt sé að flytja aflaheimildir úr byggðar- lagi þegar um er að ræða umtals- verðan hluta heildarafla byggðar- lagsins. Um neyðarrúræði er að ræða sem Jón Bjarnason, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, seg- ist vonast til að þurfa ekki að beita, en er ætlað að takmarka neikvæð áhrif af flutningi aflaheimilda. Slæm fjárhagsstaða margra sjáv- arútvegsfyrirtækja í kjölfar efna- hagshrunsins er ein ástæða þess að ráðist var í gerð laganna, skv. upp- lýsingum frá sjávarútvegsráðuneyt- inu, en um tímabundna heimild er að ræða sem gildir út fiskveiðiárið 2011/ 2012. Við umsögn um frumvarpið kom fram að um 20% sjávarútvegs- fyrirtækja eru þegar í miklum greiðsluvanda. Staða margra byggðarlaga verður mjög erfið flytjist aflaheimildir brott, t.d. vegna gjaldþrots eða end- urskipulagningar einstakra sjávar- útvegsfyrirtækja, eins og bent er á í tilkynningu vegna laganna. Það geti haft neikvæð áhrif á aðra atvinnu- starfsemi í byggðarlögunum og þar með lífsgæði og búsetu fólks. Samkvæmt lögunum þurfa hand- hafar aflaheimilda að tilkynna Fiski- stofu áform um framsal eða ráðstöf- un aflaheimildar. Fiskistofa tilkynn- ir svo ráðherra ef tilflutningurinn nemur meira en fimmtungi af heild- araflaheimildum í viðkomandi byggðarlagi. Fái ráðherra slíka tilkynningu hefur hann tvo mánuði til að ákveða hvort hann banni flutninginn eða grípi til annarra ráðstafana. Hugs- unin er að hann noti þann tíma m.a. til að leita vægari úrræða í samstarfi við t.d. kröfuhafa, viðkomandi sveit- arfélag og aðra hagsmunaaðila. Samkvæmt upplýsingum frá ráðu- neytinu gildir heimild ráðherra hvort sem um er að ræða að einn handhafi flytji aflaheimildir sínar úr byggðarlaginu eða að fleiri flytji aflaheimildir á næstu tveimur árum sem samanlagt nema meira en 20% af afla byggðarlagsins. Banni ráðherra að kröfuhafi flytji brott kvóta fyrirtækis sem farið er í þrot, þarf fulltrúi kröfuhafa að finna leið til að nýta aflann í viðkomandi byggðarlagi, t.d. með því að halda gjaldþrota fyrirtæki gangandi. Eftir er þó að útfæra ýmsa þætti er varða framkvæmd og útfærslu laganna, skv. upplýsingum frá ráðuneytinu, svo sem hvað nákvæmlega felist í því að nýta kvóta í ákveðnu byggðarlagi. Getur bannað tilflutning á kvóta  Sjávarútvegsfyrirtæki standa mörg tæpt en fari þau í þrot er talið líklegt að kvótinn verði fluttur  Ráðherra getur gripið inn í flytji handhafar aflaheimilda meira en fimmtung afla byggðarlagsins Morgunblaðið/ÞÖK Ökumaður bifhjóls hlaut djúpt sár á mjöðm og er mögulega axlarbrotinn eftir að hafa ekið á ljósastaur í Jaðarseli um hádegisbilið í gær. Lögregla segir hann hafa misst stjórn á bifhjólinu með þeim afleið- ingum að hann keyrði á ljósastaur- inn. Ökumaðurinn lét sig hverfa af slysstað en lögregla hafði uppi á hon- um síðar. Hann var án ökuréttinda og var hjólið á röngum númerum auk þess sem það var ótryggt. Lögregla gerði manninum að sæta blóðrannsókn sökum hugsanlegrar vímuefnanotkunar en niðurstöður rannsóknar lágu ekki fyrir í gær- kvöldi. hjaltigeir@mbl.is Vélhjólamaður án réttinda ók á og flúði af vettvangi  Missti stjórn á bifhjólinu og ók á ljósastaur Morgunblaðið/Júlíus Í klessu Mótorhjólið virðist gjörónýtt og brot úr því dreifðust víða. Sjávarútvegsfyrirtæki á Norður- og Vesturlandi standa mörg hver sérstaklega illa og eru smá félög gjarnan skuldsettari en hin stærri, skv. upplýsingum blaðsins. Forsendur ráðuneyt- isins um stöðu fyrirtækjanna byggja á upplýsingum frá bönk- unum og LÍÚ, en á grundvelli þeirra telur ráðuneytið fimmt- ung fyrirtækja standa tæpt. Minni félög skuldsettari EKKI ALLIR Í SÖMU STÖÐU Starfshópur um endurskoðun fiskveiðilöggjaf- arinnar vinnur nú hörðum hönd- um að því að ljúka við gerð skýrslu sem átti reyndar að vera tilbúin fyrir nokkrum mán- uðum. Vinnan hefur tafist vegna þess hve lengi þurfti að bíða eftir gögnum sem voru mikilvægar forsendur fyrir vinnu nefndarinnar. Þetta segir Guðbjartur Hann- esson, þingmaður Samfylking- arinnar og formaður starfshópsins. „Við erum búin að vera með tvo fundi í þessari viku og verðum aftur með fund á föstudaginn. Við erum að vinna í ákveðnum köflum í skýrslunni. Svo það er farið að síga á seinni hlutann,“ segir Guðbjartur. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sagt að ekkert verði af áformum ríkisstjórn- arinnar um innköllun og endur- ráðstöfun aflaheimilda næsta haust. Hvort innköllun hefjist 2011 velti að miklu leyti á skýrslu vinnuhópsins. Vilja ljúka málinu sem allra fyrst Guðbjartur Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.