Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 4
4.000.000 ISK 5.975.467 ISK Endurútreikningur gengistryggðra lána Dæmi um bílalán Lántökudagur: 22. júní 2007 | Bílalán - jafngreiðslulán Eftirstöðvar 22. júní 2010 Upprunalegur höfuðstóll 22. júní 2007 JPY 2.000.000 CHF 2.000.000 JPY 3.270.315 CHF 2.705.152 Þegar greitt 22. 6. 2010 3.768.136 kr. Mánaðargreiðsla: 54.022 kr. Mánaðargreiðsla: 129.934 kr. Aðferð 1 Mismunur færður til lækkunar eða hækkunar höfuðstóls. Aðferð 2 Mismunur vaxtareiknaður sérstaklega 1) Eftirstöðvar samningsvextir 2) Eftirstöðvar óverðtryggðir vextir 3) Eftirstöðvar verðtryggðir vextir 4) Eftirstöðvar upprunaleg áætlun Mögulegar eftirstöðvar (í krónum) eftir leiðréttingu: 429.427 1.526.311 1.732.096 585.757 234.507 1.535.509 1.748.461 361.200 20.000.000 ISK 46.821.875 ISK Endurútreikningur gengistryggðra lána Dæmi um íbúðalán Lántökudagur: 22. júní 2007 | Íbúðalán - jafngreiðslulán Eftirstöðvar 22. júní 2010 Upprunalegur höfuðstóll 22. júní 2007 JPY 10.000.000 CHF 10.000.000 JPY 25.661.779 CHF 21.160.096 Þegar greitt 22. 6. 2010 5.850.850 kr. Mánaðargreiðsla: 91.669 kr. Mánaðargreiðsla: 189.763 kr. Aðferð 1 Mismunur færður til lækkunar eða hækkunar höfuðstóls. Aðferð 2 Mismunur vaxtareiknaður sérstaklega 1) Eftirstöðvar samningsvextir 2) Eftirstöðvar óverðtryggðir vextir 3) Eftirstöðvar verðtryggðir vextir 4) Eftirstöðvar upprunaleg áætlun Mögulegar eftirstöðvar (í krónum) eftir leiðréttingu: 15.721.415 22.542.674 24.133.311 16.270.782 15.409.575 22.684.500 24.093.208 15.930.892 FRÉTTASKÝRING Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Ef gengistryggð lán eru endurút- reiknuð eftir lægstu óverðtryggðu vöxtum Seðlabankans kunna eftir- stöðvar þeirra að sexfaldast miðað við núverandi stöðu lánanna. Í kjölfar dóma Hæstaréttar í málum Lýsingar og SP fjármögnunar hafa lánafyrir- tækin borið fyrir sig óvissu um stöðu gengistryggðra lána og því mörg slegið innheimtu á frest. Margir fræðimenn telja annmörk- um háð að breyta gildandi samning- um, þ.e. að núverandi réttarstaða sé sú að lánasamningarnir skuli standa óbreyttir með samningsvöxtum án gengistryggingarinnar. Stjórnvöld velta nú fyrir sér hvort grípa eigi til endurútreiknings lánanna eða láta lánasamningana standa óbreytta fyr- ir utan gengistryggingarákvæði sem dæmd voru ólögmæt. Hér til hliðar getur að líta helstu hugmyndir að endurútreikningi á gengistryggðum lánum en skiptar skoðanir eru um hvaða aðferð skuli beita. Útreikningana gerði lögfræði- stofan Nordik Legal. Ef lánasamningur telst ógildur og skuldari hefur ofgreitt lánardrottni sínum, gera vaxtalög ráð fyrir því að hann eigi rétt á endurgreiðslu ásamt vöxtum ef annað er ekki tekið fram. Við endurútreikning lánanna hér til hliðar er með aðferð 1 ekki litið til þessara vaxta því dómur hefur ekki fallið þess efnis. Með aðferð 2 er litið til þessara vaxta og þeir einnig dregn- ir frá eftirstöðvunum. Gjörólíkar niðurstöður Dæmið sem hér er tekið með bíla- lán er miðað við 4.000.000 kr. geng- istryggt lán sem tekið er þann 22. júní 2007. Ef einstaklingur hefur alltaf staðið í skilum væru eftirstöðvar láns- ins nú 5.975.467 kr. ef dómar Hæsta- réttar hefðu ekki fallið um ólögmæti gengistryggingarinnar en þessi ein- staklingur hefur nú þegar greitt 3.768.136 kr. í mánaðarlegum afborg- unum. Ef samningsvextir eru látnir standa óbreyttir eftir dóma Hæsta- réttar skuldar þessi aðili 429.427 kr. ef ekki er litið til vaxtatekna af of- greiddum afborgunum. Ef gengið er út frá því að skuldari eigi kröfu um vexti af endurgreiðslunni sem nýttir eru til niðurgreiðslu eftirstöðva, sem er réttarstaðan í dag, skuldar sá hinn sami einungis 234.507 kr. Þessi vaxta- kjör gera ráð fyrir breytilegum vöxt- um en lánveitandi hafði nær undan- tekningarlaust rétt til að breyta samningsvöxtum til samræmis við breytingar á markaðsvöxtum á er- lendum gjaldeyrismörkuðum. Nefndur hefur verið sá möguleiki að endurreikna lánasamninga, eins og þeir hafi borið lægstu óverð- tryggðu vexti frá upphafi. Líklegt þykir að Hæstiréttur taki afstöðu til þessarar leiðar á næstu mánuðum. Ef þessi leið verður farin skuldar einstaklingurinn 1.535.509 kr. eða allt að sexfaldri upphæð miðað við réttarstöðuna í dag. Ef lánunum verður breytt í verð- tryggð lán með 5% verðtryggðum vöxtum skuldar aðilinn 1.748.461 kr., en sú staða er sambærileg við þá sem tóku „venjulegt lán“ á sama tíma. Fjórði möguleikinn er sá að greiðsluáætlun skuldarans er látin standa. Þ.e. sú upphæð er einungis greidd sem upphafleg greiðsluáætl- un, sem útbúin var við lántöku, er lát- in gilda út greiðslutímabilið. Miðað við ofgreiddar afborganir stæði þá lánið í 585.757 kr. en ef vaxtatekjur af endurgreiðslukröfunni eru dregnar af eftirstöðvunum skuldar hann 361.200 kr. Tekur til allra gengistrygginga Gunnar Egill Egilsson, lögfræðing- ur hjá Nordik Legal, telur dóma Hæstaréttar líka taka til húsnæðis- lána enda hafi verið dæmt um lög- mæti allra gengistrygginga en ekki gengistrygginga bílalána sérstak- lega. „Dómurinn tekur til allra þeirra samninga sem í dag eru algengastir, þ.e. að aðili skuldi jafnvirði íslenskra króna í ákveðnum myntum.“ Munar miklu á vaxtakjörum  Dómar Hæstaréttar lækkuðu eftirstöðvar gengistryggðra lánasamninga og bættu stöðu skuldara  Endurútreikningur lána kann að hafa mikil áhrif á skuldir þeirra sem högnuðust á dómunum 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 ostur Ríkur af mysupróteinum 9% aðeins Prófaðu nýja braðgóða Fjörostinn, fituminnsta kostinn í ostaúrvali dagsins. Skúli Á. Sigurðsson skulias@mbl.is Frumvörp um greiðsluaðlögun ein- staklinga og veðkrafna, umboðs- mann skuldara og tímabundin úr- ræði fyrir þá sem sitja uppi með tvær fasteignir til heimilisnota verða öll borin undir Alþingi til lokaum- ræðu í dag á sérstökum aukafundi þingsins. Að sögn Sigríðar Ingi- bjargar Ingadóttur, varaformanns félags- og tryggingamálanefndar, fara frumvörpin nánast eins efnis- lega frá nefndinni og þau komu til hennar. Nefndin fundaði um frum- vörpin í gær. „Þetta eru almennt ekki efnis- breytingar, þetta eru breytingar sem varða skýrleika og slíkt, lagfær- ingar og tæknilegar útfærslur“ segir Sigríður Ingibjörg. Innan nefndar- innar sé samstaða um mikilvægi þess að frumvarpið verði að lögum sem fyrst. Engin átök séu um málin heldur sé unnið sé að því í samein- ingu að gera úrræðin sem skilvirkust og aðgengilegust fyrir verst stöddu heimili landsins. Þrotamenn bíða til hausts Frumvarp um breytingu á gjald- þrotalögum og fyrningarlögum, sem ætlað er að bæta stöðu þeirra, sem hafa orðið gjaldþrota, gagnvart kröfuhöfum sínum, verður ekki lagt fyrir á aukafundi Alþingis. Felur frumvarpið í sér þá breytingu á lög- unum að fyrningarfrestur á kröfum á hendur þrotamönnum verði fjögur ár og rofni ekki nema kröfurnar séu til komnar vegna ólögmætra athafna þrotamanns. Sömu sögu er að segja af frum- varpi til breytingar á lögum um með- ferð einkamála um heimild til hóp- málsókna; ekki tókst að ljúka afgreiðslu frumvarpanna úr allsherj- arnefnd. Stefnt hafði verið að því að frumvörpin yrðu tilbúin til þingmeð- ferðar í dag. „Við eigum eftir að fá álit réttar- farsnefndar á báðum frumvörpun- um, það náðist ekki í tæka tíð. Það er þó samkomulag um það í nefndinni að þessi mál verði afgreidd í sept- ember,“ segir Róbert Marshall, for- maður allsherjarnefndar, og segir að útfæra þurfi nokkur atriði frumvarp- anna betur. Mál skuldara fyrir þing  Greiða atkvæði um lög um úrræði fyrir fólk í erfiðleikum  Bætt staða þrotamanna og hópmálsóknir bíða til haustsins Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Róbert Marshall Sturla Jóns- son endur- skoðandi hjá Nordik Legal, hafði umsjón með útreikn- ingunum sem vísað er til hér til hliðar. „Við tökum tillit til þess að á ein- hverjum tímapunkti hefur of lít- ið verið greitt inn á höfuðstól- inn út af því að gengis- tryggingin var skuldurum hagstæð. Þannig vaxtareiknum við líka körfur bankans þegar skuldari hefur greitt of lítið en það er búið að greiða svo mikið umfram að það dælist svona inn á höfuðstólinn,“ segir Sturla sem telur mikilvægt að fólk leiti til þriðja aðila við endurútreikn- ing lána til að gæta réttar síns. Tillit tekið til allra þátta NORDIK LEGAL Sturla Jónsson endurskoðandi Mál er varða ágreining sem hef- ur vaknað í kjölfar dóms Hæsta- réttar um gengistryggð lán fá flýtimeðferð í dómskerfinu verði frumvarp sem lagt er fram á Alþingi í dag samþykkt. Í greinargerð með frumvarpinu, sem Sigurður Kári Kristjánsson er fyrsti flutningsmaður að en allur þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins stendur að baki, er bent á að í kjölfar þess að geng- istrygging íslenskra lána var úr- skurðuð ólögmæt, hafi risið upp ágreiningur, t.d. um fordæmis- gildi dómanna og hvernig haga skuli vaxtaútreikningi við end- urreikning lánanna. Leggur til flýtimeðferð LEYSA ÞARF ÁGREININGINN Gengistryggð lán » Hæstiréttur dæmdi gengis- tryggingu lána ólögmæta í málum Lýsingar og SP- fjármögnunar. » Eftirstöðvar gengistryggðra lána eru því mun lægri í dag en þær voru fyrir dóma Hæsta- réttar. » Viðskiptaráðherra leitar nú að leið til að endurútreikna lánin. Það kann að auka skuldir lántaka til muna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.