Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
A
T
A
R
N
A
Nú eru allar
Siemens
ryksugur á
tilboðsverði.
Líttu inn
og gerðu
góð kaup!
Umræður í Alþjóðahvalveiði-ráðinu eru sérstakar og ekki
eru atkvæðagreiðslurnar lakari. Á
einum stað sitja „hvalveiði-
þjóðirnar“. Annars staðar fyrrver-
andi hvalveiðiþjóðir. Í þriðja hópn-
um eru þjóðir og ein sýnu stærst
sem berjast á móti hvalveiðum en
leyfa þó tilteknum hópi eigin lands-
manna hvalveiðar með heima-
tilbúnum rökum. Svo eru þjóðir sem
aldrei hafa komið nærri hvalveiðum
og reyndar
þjóðir sem
aldrei hafa
séð fisk
nema soð-
inn.
Og svo eru þarna sagðar þjóðirsem hafa gott upp úr öllu sam-
an.
Ríkisútvarpið sagði frá því á dög-unum í hneykslunartón að sum-
ar þjóðir fengju greitt fyrir sín at-
kvæði og Japanir borguðu, bæði í
stóru og smáu.
Það smálega snerist ekki um háarupphæðir en féll vel að frísk-
legri fréttamennsku. En svo var
sagt að þjóðir gætu fengið tugi millj-
óna fyrir sín atkvæði og væri jafnvel
þróunaraðstoð slíku braski tengd.
Af hverju kíkir ekki Ríkisútvarpiðá hvað íslensk stjórnvöld gerðu í
öryggisráðsmálinu forðum? Þar
fengu stjórnarherrar sem Ísland
hafði aldrei fyrr eða síðar átt sam-
skipti við upphæðir sem Japan hefði
aldrei greitt fyrir sín atkvæði.
Og ekkert bendir reyndar til að Ís-land hafi fengið þau atkvæði
sem það keypti fyrir ógnar fé.
Ríkisendurskoðun sagði ekkert.Þingið hefur ekki einu sinni
spurt. Er Japan orðið hin nýja Alb-
anía?
Af hverju Japan?
Veður víða um heim 23.6., kl. 18.00
Reykjavík 17 léttskýjað
Bolungarvík 12 skýjað
Akureyri 12 alskýjað
Egilsstaðir 8 rigning
Kirkjubæjarkl. 13 skýjað
Nuuk 11 léttskýjað
Þórshöfn 13 skýjað
Ósló 21 heiðskírt
Kaupmannahöfn 19 léttskýjað
Stokkhólmur 22 heiðskírt
Helsinki 20 heiðskírt
Lúxemborg 24 heiðskírt
Brussel 25 heiðskírt
Dublin 20 skýjað
Glasgow 18 skýjað
London 27 heiðskírt
París 25 heiðskírt
Amsterdam 23 léttskýjað
Hamborg 22 heiðskírt
Berlín 21 heiðskírt
Vín 22 skýjað
Moskva 26 heiðskírt
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 32 heiðskírt
Barcelona 23 léttskýjað
Mallorca 23 léttskýjað
Róm 24 léttskýjað
Aþena 23 léttskýjað
Winnipeg 20 alskýjað
Montreal 22 alskýjað
New York 28 skýjað
Chicago 23 skúrir
Orlando 32 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR
24. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:57 24:05
ÍSAFJÖRÐUR 1:36 25:36
SIGLUFJÖRÐUR 1:19 25:19
DJÚPIVOGUR 2:11 23:49
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
„Við bara vísum í útreikninga Hag-
stofu Íslands, sem er að finna á
heimasíðu okkar, sem sýna svart á
hvítu að veltuhröðu vörurnar, eins
og matur, fatnaður og skór, eru
þegar farnar að lækka,“ segir Andr-
és Magnússon, framkvæmdastjóri
Samtaka verslunar og þjónustu.
Í gær gagnrýndi verðlagseftirlit
ASÍ kaupmenn fyrir að lækka ekki
verð þrátt fyrir samfellda styrkingu
krónunnar frá áramótum. Engin
merki væru um að veltuhraðar
vörur væru farnar að lækka eins og
kaupmenn hefðu sagt að myndi ger-
ast.
„Verslunin hleypti ekki út í verð-
lagið þeim gífurlegu áhrifum sem
urðu af því þegar gengið féll, sér-
staklega seinni hluta árs 2008.
Verslunin tók á sig verulega af-
komuskerðingu,“ segir Andrés.
Enn fremur benti verðlagseftirlit-
ið á að flestir innfluttir vöruflokkar
hefðu hækkað um eða yfir 50% und-
anfarin tvö og hálft ár, á sama tíma
og gengi krónunnar veiktist um ríf-
lega 70%. Innfluttar mat- og
drykkjarvörur hefðu hækkað um
tæplega 70% frá ársbyrjun 2008. Þó
svo veltuhraði þeirra vörutegunda
sé mikill hefði verðlag þeirra nánast
verið óbreytt undanfarna mánuði
þrátt fyrir hagstæðara gengi. ASÍ
sagði hreint út að ekki væri hægt að
sjá að haldið hefði verið aftur af
verðhækkunum til neytenda við fall
krónunnar, ekki að því marki sem
verslunarmenn segjast hafa tekið á
sig skellinn.
Segir virka samkeppni
á markaði
Samtök verslunar og þjónustu
vísa í tölur frá Hagstofunni sem
sýna að á milli mánaða í vor hafi föt
og skór lækkað um 0,66% og matur
og drykkjarvörur um 0,72%. Að-
spurður játar Andrés að það sé ekki
mikil lækkun. En hann segir
ómögulegt að deila um hvort vorur
lækki nógu hratt eða ekki. Virk
samkeppni sé við lýði á mörkuðum
landsins og menn hafi ekki misst
trúna á hana. „Það er bara útilokað
fyrir mig að meta það. Samkeppnin
er það afl og það aðhald sem við höf-
um til að þetta fari eftir þessum
hefðbundnu leikreglum markaðar-
ins. Það er bara keppt um hylli
neytenda eins og áður.“
Samkeppni skili lækkunum
ASÍ: Kaupmenn hækka verð við fall krónu en tregir að lækka er hún styrkist
Vörur með mesta veltuhraðann eru farnar að lækka, segja talsmenn verslunar
2008 2009 2010
Verðlag innfluttra vara
Jan. 2008 – maí 2010 (Jan. 2008 = 100)
Heimild: Seðlabankinn
200
180
160
140
120
100
80
J F M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D J F M A M
Innfluttar mat- og drykkjarvörur
Húsgögn, heimilisb. o.fl.
Föt og skór
Nýir bílar og varahlutir
Gengisvísitala ISK
Dr. Gunni verður
ekki stjórnar-
formaður Strætó
bs. þar sem að-
eins aðalmenn í
sveitarstjórn eða
framkvæmda-
stjóri sveitarfé-
lags mega sitja í
stjórn félagsins.
Um þetta ritar
Dr. Gunni (Gunn-
ar Hjálmarsson) á vef sinn og segir
að Einar Örn Benediktsson, borg-
arfulltrúi Besta flokksins, verði
væntanlega formaður stjórnar
Strætó. Dr. Gunni var hinn 15. júní
sl. kjörinn formaður Strætó en get-
ur ekki tekið sætið þar sem hann er
varaborgarfulltrúi. Hann segir á
vef sínum að hann sé „ekkert sár og
svekktur – hvað þá bitur og með
laskaða sjálfsmynd“.
„Ekkert sár
og svekktur“
Gunnar
Hjálmarsson