Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stanley McChrystal hershöfðingi, yfirmaður bandaríska heraflans í Afganistan, var kallaður „Páfinn“ þegar hann var yfirmaður sérsveita bandaríska hersins og var þá skír- skotað til þess að höfuðstöðvar yfir- stjórnar sérsveitanna hafa lengi ver- ið kallaðar Vatíkanið. Páfa-gælunafnið var álitið hæfa McChrystal sérlega vel þar sem hann þótti sameina strangan mein- lætalifnað munka og stálvilja manns sem hafði yfirbragð hins óskeikula leiðtoga. McChrystal hefur getið sér orð fyrir að vera sérlega agaður og vanafastur. Sagt er að hann geri sér aldrei dagamun, borði alltaf eina máltíð á dag, sofi í fjórar klukku- stundir á nóttunni og hlaupi tæpa 12 kílómetra á hverjum degi. Hershöfðinginn er einnig sagður vera afburðagreindur en ljóst er þó að hann getur varla talist óskeikull eftir að hafa þurft að biðjast afsök- unar á orðum sem höfð eru eftir hon- um og nánustu aðstoðarmönnum hans í grein í tímaritinu Rolling Stone sem kom út í gær. McChrystal hershöfðingi viðurkenndi að hann hefði gerst sekur um „dómgreindar- brest“ og var kallaður á teppið hjá Barack Obama í Hvíta húsinu. For- setinn tilkynnti síðar að hann hefði ákveðið að víkja hershöfðingjanum frá. Þjóðaröryggisráðgjafinn sagður vera trúður Ástæðan er sú að hershöfðinginn hafði gagnrýnt embættismenn for- setans og gefið til kynna að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með Obama. Í greininni talar McChrystal m.a. hæðnislega um Joe Biden, varafor- seta Bandaríkjanna, þegar hers- höfðinginn er spurður um hann. „Ert þú að spyrja um Biden varafor- seta? Hver er það?“ svaraði hers- höfðinginn. „Sagðir þú „Bite Me“?“ spurði þá einn aðstoðarmannanna. McChrystal gagnrýndi Karl Eikenberry, sendiherra Bandaríkj- anna í Kabúl, taldi hann hafa svikið sig þegar bandarísk stjórnvöld fjöll- uðu um beiðni hershöfðingjans um að stórfjölga bandarískum hermönn- um í Afganistan á síðasta ári. Í greininni er haft eftir aðstoðar- manni McChrystals að James Jones, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkja- forseta, sé „trúður sem er rígfastur í árinu 1985“. Ennfremur kemur fram að McChrystal er lítt hrifinn af Richard Holbrooke, sendimanni Bandaríkja- stjórnar í Afganistan og Pakistan. „Ó, nei, ekki enn einn tölvupóstinn frá Holbrooke … Ég vil ekki einu sinni opna hann,“ sagði McChrystal. Obama í erfiðri stöðu Í greininni virðist hershöfðinginn vera gagnrýninn á forsetann þegar hann lýsti fyrsta fundi þeirra eftir að hann var gerður að yfirmanni Bandaríkjahers í Afganistan fyrir ári. McChrystal lýsti fundinum sem „tíu mínútna myndatökutækifæri“. „Obama vissi greinilega ekkert um hann, hver hann var. Hann virtist ekki hafa mikinn áhuga. Stjórinn varð fyrir vonbrigðum,“ sagði að- stoðarmaður hershöfðingjans. Greinin setti forsetann í mikinn vanda og hann tók nokkra áhættu með því að víkja hershöfðingjanum frá. Obama þurfti að gera það upp við sig hvort hann gæti treyst McChrystal eftir að hershöfðinginn sýndi embættismönnum forsetans virðingarleysi. Obama þurfti að sýna myndugleika sem for- seti án þess að fá herinn á móti sér eða kynda undir efasemdum um hæfni sína til að gegna hlut- verki sínu sem æðsti yfirmaður hersins. Hershöfðingjanum vikið frá  Yfirmaður bandaríska hersins í Afganistan kom Obama forseta í vanda Reuters Alvöruþungi Robert Gates varnarmálaráðherra hlýðir á Barack Obama forseta ræða mál McChrystals hershöfðingja á ríkisstjórnarfundi í gær. 16 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 Hlutfall þeirra sem lifa í sárri fátækt hefur lækkað í þróunar- löndunum, eink- um í Asíu, sam- kvæmt árlegri skýrslu Samein- uðu þjóðanna um hvernig miðað hefur í viðleitninni til að ná mark- miðum sem sett voru á leiðtoga- fundi samtakanna um síðustu alda- mót. Í skýrslunni kemur fram að hlut- fall þeirra, sem lifa á minna en 1,25 dollurum, jafnvirði 160 króna, á dag lækkaði úr 46% frá viðmið- unarárinu 1990 í 27% árið 2005. Ár- angurinn hefði verið mestur í Kína og Suður- og Suðaustur-Asíu. Gert er ráð fyrir því að fátæktar- hlutfallið lækki í 15% fyrir árið 2015 eins og stefnt var að. Markmiðin voru sett í tilefni af árþúsundamótunum til að bæta lífs- kjör fólks í þróunarlöndunum. Með- al annars var stefnt að því að draga úr fátækt og uppræta hungur, ná alþjóðlegum markmiðum um grunnmenntun, stuðla að jafnrétti og styrkja konur, draga úr barna- dauða, bæta heilsu mæðra, kljást við alnæmi, malaríu og aðra sjúk- dóma, auka aðgang að hreinu drykkjarvatni og tryggja sjálfbæra þróun. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að þótt tekist hefði að draga úr fátæktinni hefði gengið of hægt að ná mark- miðunum, m.a. vegna efnahags- kreppunnar í heiminum. Þó hefði ýmislegt áunnist, meðal annars hefði hlutfall barna sem ganga í skóla hækkað, einkum í Afríku. Hlutfall fátækra lækkar Færri lifa við örbirgð í þróunarlöndum Betlað í Manila Flóð hafa kostað a.m.k. 211 manns lífið og 119 til viðbótar er saknað eftir mikið úrhelli í sunnan- verðu Kína. Veðurstofa landsins spáði í gær áframhaldandi úrhelli á svæðinu næstu daga. Íbúi Fuzhou-borgar í Jiangzi-héraði ríður hér uxa á götu eftir að á flæddi yfir bakka sína. Reuters Ekkert lát á mannskæðum flóðum í Kína Ákveðið hefur verið að flytja námubæinn Kiruna í Norður-Svíþjóð og 18.000 íbúa hans. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Kir- una í vikunni til að greiða fyrir nýrri járnnámu, að sögn sænska dagblaðsins Dagens Nyheter. Bærinn var reistur á svæði þar sem mikið járn er í jörðu en vandamálið er að hætta er á jarð- vegshruni í miðbænum ef byrjað verður að bora og sprengja göng til að vinna málminn. Gert er ráð fyrir því að bærinn verður fluttur á næstu 30-40 árum og fyrstu húsin verði flutt innan tveggja ára. Námufyrirtækið LKAB á að standa straum af meginhluta kostnaðarins. „Við höfum ekki enn reiknað út hvað þetta mun kosta,“ hefur Dagens Nyheter eftir Lars-Eric Aaro, aðstoðar- framkvæmdastjóra námufyrirtækisins. Ákveðið var árið 2004 að stefna að því að flytja bæinn en deilt var um hvar hann ætti að vera. Bæjarstjórnin náði loks samkomulagi um að flytja hann í austur. „Námuvinnslan getur líka haft áhrif á nýja bæ- inn,“ hafði héraðsfréttablaðið Norrbottens Kuriren eftir bæjarstjóranum Kenneth Stålnacke. „Ég vil vera hreinskilinn og viðurkenni að ef til vill þarf að flytja bæinn aftur.“ Bærinn var stofnaður árið 1900 og þar eru unnar um 26 milljónir tonna af járni á ári. Ætla að flytja 18.000 manna bæ  Námubærinn Kiruna í Norður-Svíþjóð á að víkja fyrir nýrri járnnámu Barack Obama tilkynnti síðdeg- is í gær að hann hefði ákveðið að fallast á afsagnarbeiðni Stanleys McChrystals og vildi að David Petraeus hershöfðingi tæki við af honum sem yfir- maður bandaríska heraflans í Afganistan. Petraeus var yfir- maður bandaríska herliðsins í Írak. Gert er ráð fyrir því að her- málanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings komi saman í næstu viku til að hefja yfir- heyrslur vegna tilnefning- arinnar. Obama sagði að stefna Bandaríkjastjórnar í málefnum Afganistans myndi ekki breyt- ast. Hann sagði brotthvarf McChrystals nauðsynlegt til að tryggja einingu í yfirstjórn hersins og traust milli stjórnvalda í Washington og yfirmanna herliðsins í Afg- anistan. Forsetinn kvaðst ekki geta liðið sundur- lyndi í yfirstjórn hers- ins nú þegar Banda- ríkjaher stæði frammi fyrir erf- iðri baráttu í Afganistan. Petraeus á að taka við SEGIR ÓEININGU ÓLÍÐANDI Stanley McChrystal hershöfðingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.