Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 175. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Bruðlurum bjargað 2. Donovan hetja Bandaríkjanna 3. Defoe skaut Englendingum áfram 4. Nýjasta lýtaaðgerðin »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistarhátíðin Pönk á Patró verð- ur haldin í fyrsta sinn um helgina í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði og svo aftur 7. ágúst næstkomandi. Sér- hugsuð hátíð fyrir börn og unglinga, segir skipuleggjandi hennar. »33 Tónlistarhátíð fyrir börn og unglinga  Listahátíðin Jónsvaka hefst á morgun, en á henni verður boð- ið upp á ýmsa list- viðburði. Meðal þess sem boðið er upp á er að Ragn- heiður Bjarnarson sýnir tvö frum- samin íslensk dansverk í Nýlistasafn- inu um næstu helgi: Þráðarhaft á laugardag kl. 18 og Kyrrja á sunnudag kl. 14. »31 Sýnir tvö frumsamin íslensk dansverk  Úrslit í Gaddakylfunni 2010, glæpasagnasamkeppni tímarits- ins Mannlífs og Hins íslenska glæpafélags, voru tilkynnt í gær. Verðlaunin í ár hlýtur Halldór E. Högurður fyrir söguna Innan fjölskyldunnar en átta bestu sögurnar birtast í Mannlífi sem kemur út í dag. Úrslit Gaddakylf- unnar tilkynnt Á föstudag og laugardag Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og væta af og til S- og SV- lands, en annars bjart að mestu. Hiti 12 til 18 stig, en svalara á annesjum N- og A-lands. Á sunnudag Austlæg átt, 8-13 m/s syðst á landinu og við N-ströndina, annars hægari. Dálítil rigning sunnantil, en annars skýjað með köflum. Hiti 10 til 17 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning með köflum N- og A-lands, annars léttskýjað að mestu. Líkur á síðdegisskúrum S- og SV-lands. Þurrt í kvöld. Hiti 7 til 19 stig, hlýjast á S-landi. VEÐUR KR komst áfram í 8-liða úr- slit VISA-bikars karla í knattspyrnu í gærkvöld með 2:1 sigri á Fjölni eftir að hafa lent undir í seinni hálfleik. Sigurinn var þó fyllilega verðskuldaður. Valur lenti einnig í vand- ræðum gegn Víkingi R. en komst að lokum áfram líkt og Víkingur Ó., sem leikur í 2. deild, og Stjarnan og Þróttur R. Þrír leikir fara fram í kvöld. »4 Reykjavíkurveldin sluppu fyrir horn Englendingar sluppu í 16-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar í fótbolta með því að sigra Slóvena, 1:0, í Suð- ur-Afríku í gær. Þeim tókst þó ekki að vinna C-riðilinn, það gerðu Banda- ríkjamenn með því að vinna Alsír 1:0 á marki í uppbótartíma. Fabio Ca- pello, landsliðsþjálfari Englands, fagnaði gífurlega með sínum mönn- um í leikslok. »3 England og Bandaríkin komust í 16-liða úrslit Þýskaland og Gana tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum á HM í knattspyrnu í gærkvöldi úr D-riðli en Serbar og Ástralar sitja eftir með sárt ennið. Gana er fyrsta Afríkuþjóðin á þessu móti sem kemst í 16-liða úrslit. Þjóð- verjar mæta Englendingum í næstu umferð og sigurlið þess leiks leikur annaðhvort við Argentínu eða Mexíkó í 8-liða úrslitum. »2-3 Gana í 16-liða úrslit fyrst Afríkuþjóða ÍÞRÓTTIR Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Vesturbæjarlaug hefur endurheimt gersemi sína. Í gær var nýtt fiska- búr afhjúpað og stendur í anddyri sundlaugarinnar. Búrið er hug- arfóstur félags Vesturbæinga. Meðlimir félagsins brettu upp erm- ar og ákváðu að gefa hverfinu sínu það sem það hafði saknað svo lengi. Gleðigjafinn í anddyrinu Lengi vel stóð fiskabúr í anddyri Vesturbæjarlaugar. Skömmu eftir að sundlaugin var opnuð á fyrri hluta sjöunda áratugarins, lagði arkitektinn Gísli Halldórsson til að fiskabúr yrði sett upp fyrir gesti laugarinnar. Hann hannaði búrið sem var lengi vel eitt helsta að- dráttarafl Vesturbæjarlaugar- innar. Einkum þótti yngri gestum laugarinnar mikið til búrsins og íbúa þess koma. Að lokum var búr- ið fjarlægt, en ástæða þess var fyrst og fremst hið mikla umstang sem búrið krafðist. Það voru einmitt áðurnefndir yngri gestir sem höfðu frumkvæði að nýja búrinu. Að vísu teljast þeir ekki lengur til yngri gesta. Í dag mynda þeir vináttufélag Vestur- bæjar sem nefnist Mímir. Lífguðu bernskuminningar við Einar G. Guðmundsson er einn fé- lagsmanna. Hann segir að hug- myndin hafi kviknað í kjölfarið á hversdagslegum umræðum um gömlu tímana. „Við hugsuðum með okkur að við gætum ekki alltaf nöldrað um hvernig hlutirnir voru áður. Okkur langaði að gera eitthvað upp- byggilegt,“ segir Einar, sem hafði yfirumsjón með verkefninu. „Fiskabúrið var lítið og saklaust mál, sem þó hefur stærri merkingu vegna þess frumkvæðis sem íbú- ar sýndu þegar það var upphaflega sett upp.“ Þegar Vest- urbæjarlaugin var byggð var það að hluta til gert fyrir samskot íbúa Vesturbæjar. Nýja fiskabúrið var alfarið fjár- magnað með frjálsum framlögum Vesturbæinga og velunnara sund- laugarinnar. Kostnaðurinn er hátt í milljón krónur. Að baki verkefninu liggur fjöldi vinnustunda. Einar seg- ir að allir hafi gefið vinnu sína. Látum umhverfið okkur varða Einar kveðst sérstaklega ánægð- ur með sögulega skírskotun verk- efnisins. „Þetta minnir á þá tíma þegar borgarar létu nærumhverfi sitt sig varða. Það er gott að sjá íbúa taka þátt í að móta umhverfi sitt í sam- ráði við yfirvöld.“ Einar er vongóður um að fiska- búrið muni auka veg Vesturbæjar- laugar í sundlaugaflórunni. „Einhver sagði, að Vesturbæjar- laug væri eins og gömul hefðarfrú. Hún á að fá að eldast í friði, án þess að nokkur reyni að yngja hana upp. Hún þarf engar rennibrautir, hún er góð eins og hún er.“ Endurheimtu hverfisgersemina  Vesturbæjarlaug fær nýtt fiskabúr  Íbúar stóðu fyrir framkvæmdinni Morgunblaðið/Kristinn Sundlaug innan sundlaugar Nýja fiskabúrið er gríðarlega stórt. Það rúmar um 900 lítra af vatni og mikinn fjölda litskrúðugra fiska. „Mér datt í hug að nýta hina rúm- góðu forstofu laugarinnar til að gera eitthvað til að stytta fólki stundir á meðan það beið í bið- salnum,“ segir Gísli Halldórsson. Gísli hannaði upprunalega búrið sem var fjarlægt á níunda ára- tugnum. Gísli er einn þekktasti arkitekt þjóðarinnar og á að baki glæstan feril. Gísli er afar ánægður með endurkomu fiskabúrsins. „Það er vel þegið að búrið sé komið aftur og ég fagna því mjög,“ segir hinn 96 ára gamli Gísli. Hann gat því miður ekki verið við- staddur afhjúp- unina. Fagnar framtakinu GÍSLI HALLDÓRSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.