Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 ✝ Bragi Jóhannssonfæddist á Heið- arhöfn á Langanesi hinn 7. október 1931. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 18. júní 2010. Foreldrar Braga voru Jóhann Snæ- björn Snæbjörnsson trésmíðameistari og Lára Lárusdóttir hús- móðir. Systkini Braga eru Erla, Arnþrúður (lát- in), Hörður, Baldur, Birna, Hermann, Sigrún, Snorri, Lárus og Trausti. Bragi kvæntist Kristínu Jónas- dóttur árið 1956. Foreldrar Krist- ínar voru Jónas Kristjánsson kaup- maður og Ingveldur Teitsdóttir húsmóðir. Bróðir Kristínar er Teit- ur Jónasson. Börn Braga og Krist- ínar eru Inga Lára, maki Björgvin Óskar Bjarnason, og Oddný Þór- unn, maki Shaban A. Tbeiaa. Afa- börn Braga eru Bragi Þór, Eva Rós, Kristín Sif, Bjarni Freyr og Birta Rán (Inga Lára). Og Sandri (Oddný Þórunn). Langafabörn Braga eru Davíð Andri, Díana Brá og Bjarki (Bragi Þór). Sunna Krist- viðgerðum á úrum og skartgripum til rafeinda- og sjónvarpsviðgerða. Að ógleymdri Vegagerðinni. Sú stofnun fékk að njóta allra hæfi- leika og krafta Braga Jó til hins ýtrasta og telst heppin að hafa haft slíkan starfsmann í sínum ranni. Braga var sýnt það traust að leggja Gjábakkaveginn fyrir Þjóðhátíðina á Þingvöllum 1974 vegna verklagni sinnar og gerði það eins og honum var einum lag- ið. Bragi sinnti sínu starfi hjá Vegagerðinni af alúð, samvizku og skyldu þrátt fyrir erfið veikindi síðustu árin. Hann kvartaði aldrei. Frekar reyndi hann að létta lund þeirra sem í kringum hann voru með glettni sinni og kankvísi. Bragi var mikill fjölskyldumaður og varla hægt að finna samhentari hjón en þau Kristínu. Heimili þeirra hjóna var ávallt opið öllum, jafnt stórfjölskyldunni sem öðrum. Börn hændust að Braga og elskuðu hann enda var hann endalaust glaður og þolinmóður þegar hann var að leika við þau. Það gilti einu hvort þau voru honum skyld, tengd eða ekki. Bragi fór ekki í mann- greinarálit. Þau voru mörg börnin í gegnum tíðina sem fengu að finna fyrir hjartahlýju hans og ljúf- mennsku. Og muna hana til full- orðinsára. Útför Braga fer fram í Borgar- neskirkju í dag, 24. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 11. ín og Jóhannes Bragi (Eva Rós). Bragi ólst upp á Þórshöfn á Langanesi en flutti á unglings- árum með fjölskyldu sinni til Borgarness árið 1946. Þar starf- aði hann við ýmis störf, t.d. fyrir Kaup- félagið gamla, KB, lengi sem mjólkurbíl- stjóri en síðan sem löggæslumaður fyrir sýslumannsembættið og frá 1968 sem starfsmaður Vegagerðar ríkisins og alveg frá öndverðu sem farsæll starfsmaður og „altmuligman“ hjá Vg og þá sem verkstjóri. Orðtækið Snæjari (þ.e. afkomendur Jóa Snæ) er notað hér um slóðir þegar lýsa þarf einhverjum sem leysa þarf einhverja tækniþraut með skyn- seminni einni saman og með verk- lagni á öllum meiðum tækninnar án þess þó að hafa lært sérstaklega til þess. Og Bragi Jó var einfald- lega „Snæjari par excellence“ og sá hagleiksmaður sem margir köll- uðu til þegar bjarga þurfti sumu sem úrskeiðis fór, alveg frá tré- smíðum, pípulögnum eða ör- Pabbi minn var hetjan mín. Hann var besti pabbi í heimi. Ég var fyrsta barnabarnið hjá báðum öfum mínum og ömmum og þar af leiðandi lítil dek- urrófa. Pabbi gat allt. Hann saumaði á mig föt og smíðaði leikföng handa mér, sem eru listaverk. Fyrstu árin í sínum búskap bjuggu mamma og pabbi hjá foreldrum hennar. Síðan byggði pabbi þeim reisulegt hús við hliðina á ömmu og afa. Árið 1962 flytja þau í nýbyggða húsið sitt og systir mín kemur í heim- inn ári seinna. Litla fjölskyldan en full- komin. Árið 1964 deyr afi Jónas og foreldr- ar mínir taka Ingu ömmu til sín á heimilið. Pabbi byggir síðan litla íbúð fyrir Ingu ömmu við húsið okkar. Svona var pabbi. Ég hef skólagöngu við Bifröst árið 1968 og eftir fyrra námsárið eignast ég Braga Þór, sem foreldrar mínir taka að sér að miklu leyti meðan ég klára seinni veturinn í náminu þar sem Bif- röst var heimavistarskóli. Annað var ekki til umræðu. Bragi Þór varð strax augasteinninn hans pabba eins og öll hin barnabörnin hans, sem eru 6 tals- ins. Pabbi fór að missa heilsuna fyrir um 20 árum og hafa verið skin og skúrir í þeim efnum allar götur síðan. Hann stundaði vinnu þrátt fyrir það eða allt þar til hann komst á eftir- launaaldurinn. Hann hefur oft þessi ár horfst í augu við dauðann, en alltaf sigrað þar til nú. Þegar langafabörnin litu dagsins ljós urðu þau strax sólargeislarnir hans og gleðigjafar enda var hann mjög barngóður maður. Þau eru nú fimm talsins. Yngsta langafabarnið fæddist í apríl sl. og náði pabbi að vera viðstaddur skírnina. Frá síðustu áramótum höfum við í fjölskyldunni horft upp á verulega erf- iðan tíma í lífi okkar, þegar við vissum að nú færi tíminn að styttast hjá hon- um. Pabba bauðst að dvelja á Dvalar- heimili aldraðra þar sem mamma gat fengið að vera hjá honum eins og hún vildi. Þetta var það eina í stöðunni fyrir hann og ég er þess fullviss að þetta hefur lengt hans líf um einhverja mán- uði vegna alúðar og frábærrar umönn- unar alls þess góða fólks sem að því komu. Kann ég þeim öllum bestu þakkir fyrir. Sérstakar kveðjur til Lindu, sem honum þótti svo vænt um. Ég vil einnig þakka Kristínu Karls- dóttur alla elskuna og fyrirbænirnar sem hún bað fyrir pabba minn. Starfsfólki A-deildar Sjúkrahúss Akraness vil ég þakka alla hjálpina í gegnum árin og þá sérstaklega þessa síðustu viku, sem hefur verið okkur að- standendum mjög erfið. Guð veri með ykkur öllum. Að lokum. Takk, elsku Guð fyrir að taka allar þjáningarnar frá elsku pabba labba mínum. Ég hitti hann á grænu grundunum einn góðan veður- dag. Ó, ljúfi Guð, ég leita þín, þú læknar, græðir meinin mín. Þú geymir mig, ég gleði finn og gætir mín, ó Drottinn minn. Þú ert mitt skjól, og skjöldur hér ég skal því reyna að fylgja þér. Þú ert mín líkn og ljós í þraut og leiðir mig á lífsins braut Ég legg minn faðir líf og önd með ljúfum hug í þína hönd. Drottinn blessa land og lýð oss leiði hönd þín alla tíð. (Finnbogi G. Lárusson) Blessuð sé minning pabba míns. Inga Lára Bragadóttir. Nú þarf ég að kveðja þig, elsku afi minn. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Það var aldrei langt í gleðina og grínið hjá þér afi minn og ég á eftir að sakna þín svo mikið. Í gegnum árin hef ég dáðst að því að afi minn getur allt, hann er svo klár og hæfileikaríkur, ég dáist enn og mun alltaf dást að þér. Ég vona að þér líði vel núna og að þú getir núna gengið, hlaupið og gert það sem þú vilt án þess að vera bund- inn af sjúkdómi eða líkamlegum höml- um. Ég mun aldrei aldrei gleyma þér, afi minn, og ég vildi óska að börnin sem ég mun einhvern tímann eignast hefðu verið svo heppin að þekkja afa Braga því að hann var einstakur og yndislegur maður og þau eiga sko eftir að heyra mikið um af hvaða einstaka fólki þau eru komin. Ég vona að þegar þú lítur niður á mig frá himnum, verðir þú stoltur af mér. Ég skal passa ömmu Lillu fyrir þig eins vel og ég get, elsku afi minn, þannig að þú þarft engar áhyggjur að hafa. Elska þig alltaf og að eilífu. Þín Kristín Sif. Jæja, elsku bróðir minn. Þá er komið að kveðjustund í bili. Betri, ljúfari og yndislegri bróður er bara alls ekki hægt að eiga. Hef verið að hugsa og ég minnist ekki að okkur hafi nokkurn tímann orðið sundurorða á lífsleiðinni – skrítið en satt. Þú ert minn elsti bróðir af sjö bræðrum. Þegar ég var lítil þá trúði ég því lengi að þú hefðir verið svo lítill að þú hefðir komist í vindlakassa og sængin þín hefði verið bómull, en þú fæddist ofurlítill, elskan mín. En margur er knár þótt fæðist smár, það sannaðir þú, elsku bróðir. Bara sem dæmi smíðaðir þú það fallegasta sem ég hef séð, „brúðuhús“ með öllum hús- gögnum handa fallegu litlu dóttur þinni, henni Ingu Láru. Brúðuhúsið var ekkert annað en völundarsmíði. Eins varst þú ekki í vandræðum með að sauma á hana jólakjól og ekki var kastað til höndum við hann, þvílík dýrð sem kjóllinn var, ég hafði aldrei heyrt að karlmenn saumuðu fyrr. En þú varst ekkert venjulegur, gast allt – allt. Ég var svo heppin á yngri árum að vera ráðskona hjá þér í vegavinnu, með yngstu börnin mín, Magga, Snæ- björn og Kolbrúnu sem þú kallaði gjarnan „Kolbein kaftein“ – það var gælan ykkar. Ég held að ég geti staðið við það að flokkurinn okkar var eins og stórt heimili og heimilisfólkið var karl- menn og börn. Þið Kristín eignuðust tvær dætur með 12 ára millibili, yndislegar stúlkur sem báðar búa í Borgarnesi. Börnin voru alltaf þitt yndi og þín gæfa var að eignast barnabörn og barnabarna- börn. Börnin mín nutu þess líka að þekkja þig frá ungum aldri og 3 þeirra frá upphafi lífsins. Ég á þér svo margt að þakka, elsku Bragi minn. Við tölum um það seinna. Mamma okkar og pabbi eignuðust 11 börn, Erlu, Braga, Þrúðu, Hölla, Baldur, Birnu, Hermann, Sigrúnu, Snorra, Lalla og Trausta. Stór hópur af góðu og duglegu fólki. Þrúða okkar kæra systir féll frá 21. mars 1990. Þetta eru mínar hugsanir til þín, „gullið mitt“, eins og þú sagðir oft við mig Bragi minn. Við hittumst fyrir „hinumegin“. Elsku Kristín mágkona mín, ég óska þér friðar og styrks til að sættast við löng og ströng veikindi Braga. Guð gefi þér styrk og frið. Kæru systur Inga Lára og Oddný Þórunn, þið eigið minningu um góðan föður, sem vildi allt fyrir alla gera og er minnst fyrir ljúfmennsku sína. Öllum barnabörnum og barna- barnabörnum sendi ég mínar samúð- arkveðjur með minningu um undur- góðan mann. Elsku bróðir minn, ég trúi því að vel hafi verið tekið á móti þér elskulegur með opna arma. Eins og ég segi: „Við hittumst fyrir hinumegin.“ Þetta er frá mér til þín og þinna. Birna systir. Bragi Jóhannsson ✝ Flosi Óskarssonvar fæddur 30. desember 1946 á Ísa- firði. Hann lést á heimili sínu, Þverholti 9 í Mosfellsbæ, þann 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Valgerður Hanna Jó- hannsdóttir, f. 29. jan- úar 1922 á Eyr- arbakka, d. 28. ágúst 2007, og Óskar Að- alsteinn Guðjónsson, rithöfundur, f. 1. maí 1919 á Ísafirði, d. 1. júlí 1994. Bræður Flosa eru Gylfi, f. 5.6. 1948, kvæntur Sigríði Konráðs- dóttur, og Bragi, f. 11. janúar 1951, d. 18. febrúar 2002. Systur Flosa samfeðra eru Sigríður Ósk, f. 23.10. 1939, var gift Hermanni Sigfússyni, f. 29. júní 1937, d. 7. júní 2009, og Halldóra Björt, f. 21.9. 1943, gift Guðmundi Jónssyni. Flosi var ókvæntur og barn- laus. Flosi flutti sjö ára gamall með for- eldrum sínum frá Ísa- firði til Galtarvita í V- Ísafjarðarsýslu og ólst þar upp. Hann stund- aði nám við Iðnskól- ann í Reykjavík og í vélsmiðjunni Héðni og lauk prófi í vél- virkjun. Eftir það lá leiðin í Vélskóla Íslands. Flosi starf- aði alla tíð sem vélstjóri til sjós. Síð- ustu ellefu árin var hann vélstjóri á skipum Eimskipafélags Íslands. Útför Flosa fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 24. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Fósturfaðir minn er látinn. Við bjuggum ekki lengi í sama húsi, u.þ.b. 5 ár, en þá tengdumst við órjúfanlegum böndum. Eitt sumar leystu Flosi og móðir mín af foreldra hans á Galtarvita, en faðir hans var vitavörður, Óskar Aðalsteinn Guð- jónsson. Það var skemmtilegur tími sem við áttum þar, fórum við í gönguferðir upp að stíflu og vatni, sem var upp á fjalli. Við fórum líka út á sjó að veiða og naut ég náttúrunnar og samvistum við Flosa vel. Ég varð frekar seint læs og um haustið í þriðja bekk lofaði Flosi mér reiðhjóli ef ég yrði læs fyrir jól. Um jólin vor- um við að taka upp pakkana, þegar það var búið áttaði ég mig á að eng- inn pakki var frá Flosa og mömmu, en þá hafði Flosi laumast út og mamma kallaði á mig að koma fram og mér fannst þetta eitthvað skrítið, þar stóð þá Flosi með hjól handa mér og varð ég mjög glöð. Hann hafði staðið við orð sín eins og hann gerði alltaf, ef hann sagði eitthvað þá stóð hann við það. Út á Reykjanesvita kom ég oft, þar var móðir Flosa, Valgerður Hanna Jóhannsdóttir fyrsti kven- vitavörðurinn, og var ég þar í öllum fríum,sem barn, ein eða með Flosa. Foreldrar Flosa reyndust mér vel og þegar gestir vildu sjá vitann, tók ég upp á því að fara með þeim og hljóp ég þá upp og niður vitann nokkrum sinnum á dag. Nokkrum sinnum á ári var farið að „litla vita“ og hljóp ég þá með Flosa til að hafa við honum. Þar skiptum við um perur og hreinsuðum glerið. Ég fylgdi honum allt sem ég gat, þegar hann var í landi tók hann mig með sér í bæjarferðir. Hann reyndist mér góður fósturfaðir. Flosi var alinn upp í Galtarvita ásamt bræðrum sínum og var það mjög sérstakt og einkenndi líf þeirra. Flosi lærði að njóta einver- unnar og að grúska. Hann tók allt í sundur, tæki og vélar, og varð það til þess að hann varð vélstjóri. Hann fór ungur að heiman til Reykjavíkur í nám og á sjóinn. Fyrri hluta starfs- ævinnar var hann á fiskiskipum en seinni áratugina á flutningaskipum, lengi hjá Eimskip. Mér finnst Flosi hafa farið of fljótt, við hefðum getað átt meiri tíma saman. Við vorum byrjuð að fara í leikhús og ætluðum að gera það einu sinni á ári. Margt gerðum við hjónin með honum sem við gerðum ekki með öðrum s.s. að vera með kartöflugarð með Flosa og Hönnu. Nutum við hjónin þess að vera í samskiptum við þau. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með Flosa og minningin um hann lif- ir. Ásta Ísafold. Flosi frændi minn Óskarsson hef- ur kvatt þennan heim. Hann bar fyrst fyrir sjónir ungs frænda, sem kom burstaklipptur til sumardvalar í kalda stríðinu til Óskars afabróður síns, Hönnu konu hans og sonanna Flosa, Gylfa og Braga. Þau bjuggu vestur á Galtarvita, í Keflavík vestra þaðan sem veðurskeytin bárust. Flosi var elstur Galtarvitabræðra, grannur og dökkhærður með festu- legan alvörusvip þrátt fyrir ungan aldur, en örskammt í brosið. Ég kom fimm ferðir vestur í vor- byrjun og kvaddi jafnoft með haust- skipum. Ég sá aldrei veturinn á Galt- arvita sem er í mínum huga Paradís á jörð. Litla fjölskyldan sinnti vita- vörslunni og veðurathugunum árið um kring, fjarri annarri manna- byggð. Slíkt er ekki á allra færi og Keflavíkin var þeirra konungsríki. Flosi stóri frændi minn hafði að baki æskuár á Hornbjargsvita, alinn upp við ysta útsæ og því sannur vita- sveinn. Flosi er í minningunni síles- andi heimsbókmenntir og hagur á járn, smíðar til dæmis fullveðja gufu- vél úr olíudunk og öðru tilfallandi efni. Hann kennir okkur Braga að draga upp bát á spili og rífa í sundur geirnegldar spýtur með góðlegu of- beldi. Hann kann að gera við ljósa- vélina og þegar við Bragi etjum kappi við hann með trésverðum uppi á hlöðuþakinu, klífur Flosi skylm- andi upp ókleifan vegg og drepur okkur báða með bros á vör. Hann þekkir klettabelti Öskubaksins eins og lófann á sér og leiðir Reykjavík- urpiltinn einn ógleymanlegan dag upp á sjálfa Bergkonungshöll sem gnæfir í miðju hjarta hamrastálsins. Flosi fór sínar eigin leiðir, var sér- lundaður eins og sumir kjósa að kalla það. Hann gerðist um tíma græn- metisæta sem var ekki einfalt mál á afskekktum vita þar sem sá til Hala- miða, en Flosa brást ekki bogalistin, enda nytin svo kjarngóð í Galtarvita- kúnum að rjóminn var heiðgulur. Flosi kom suður til Reykjavíkur að læra vélsmíði í Héðni og var óskap- lega ræktarsamur við ungan frænda sinn. Við hittumst iðulega á heimili afa míns og ömmu á Njálsgötunni og ég man eftir bíóferðum í Gamla Bíó, þar sem Flosi bauð í stúku, keypti konfekt og skenkti óspart. Flosi var líka kommi sem fór mjög í taugarnar á Njálsgötufólkinu og hvikaði aldrei í mótbyr hinna borgaralegu gilda. Lífið er ekki skrifað fyrirfram seg- ir einhvers staðar. Ég þakka Flosa frænda mínum fyrir að hafa haft góð og gefandi áhrif á mig á réttum stað á réttum tíma. Hann hvatti mig ung- an til að lesa bókina um góða dátann Sveik og þó að þeir Sveik og Flosi hafi ekki verið líkir, minnist ég ætíð Flosa þegar ég les Sveik og Sveiks þegar ég hugsa um Flosa frænda minn Galtarvitabróður. Hann er mér ógleymanlegur maður enda glugga ég oft í Sveik. Blessuð sé minning Flosa Óskarssonar. Valgeir Guðjónsson. Eins og marglit blóm á engi óendanleikans er kærleikur hugsana minna til þeirra sem farnir eru Dýrmætar minningar líða hjá. Hér er ekkert sem sýnir í gjörninga þoku og sárustu sorgum en hvar sem þú ert er ég hjá þér. Kveðja frá systkinunum, Ósk, Björt og Gylfi. Flosi Óskarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.