Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 11
Daglegt líf 11 „Þau entust í 15 til 20 ár og jafnvel lengur, á meðan önnur inn- flutt tæki sem þau kepptu við, entust ekki nema í tíu ár. Enn í dag eru heimili og sumarbústaðir þar sem RAFHA-tæki eru í fullri notkun,“ segir Karl Rúnar og bæt- ir við að árið 1960 hafi samkeppnin harðnað og RAFHA hætti að framleiða ísskápa, frysti- kistur, þvottavélar og ýmis sérsmíðuð tæki fyrir mötu- neyti. „Þegar Ís- land gekk í EFTA þá lækkuðu tollar á innfluttum vörum en ekki toll- ar á því hráefni sem RAFHA þurfti að flytja inn. Á sama tíma var gríðarleg verðbólga á Íslandi og spenna á vinnumarkaðinum. Allt hafði þetta þau áhrif að RAFHA- verksmiðjan dró úr framleiðslunni. Undir það síðasta voru aðallega framleiddar eldavélar og eldhús- viftur, meira að segja til útflutn- ings. Fyrir rúmum tuttugu árum, eða árið 1989, var verksmiðjan svo lögð niður.“ Með glampa í augum Karl Rúnar segir að fólk á öll- um aldri njóti sýningarinnar, þó með ólíkum hætti sé. „Yngra fólkinu finnst þessi tæki flott og „kúl“ og það hefur gefið mörgum RAFHA-tækjum Morgunblaðið/Árni Sæberg Svo fögur Karl Rúnar hallar sér að flottri RAFHA-eldavél með snúnum plötum sem kölluð var ameríska týpan. nýtt hlutverk, notar til dæmis ís- skápana sem fataskápa eða ann- arskonar hirslur. Eldra fólkið, sem man eftir þessum tækjum frá sínum sokkabandsárum og notaði þau hvern dag í langan tíma, það fær glampa í augun. Þeir sem unnu í verksmiðj- unni fyllast fortíðarþrá við það að sjá þetta og njóta þess að rifja upp gamla tíma.“ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 Hótel í miðbænum. Góður aðbúnaður. 295 dkr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk Sofðu vel! Í Kaupmannahöfn Tómatar eru eitt mikilvægasta hrá- efni matargarðs Miðjarðarhafsins og stundum þarf lítið annað en góða, þroskaða tómata líkt og í þessari suður-ítölsku uppskrift. 8 tómatar (heilsutómatar eða plómutómatar) skornir í grófa bita 1 rauðlaukur, skorinn gróft niður 2-3 hvítlauksgeirar 8 basilblöð, rifin niður þurrkað óregano ólívuolía í hæsta gæðaflokki salt og pipar Saxið tómatana og laukinn. Bland- ið saman í skál. Pressið hvítlaukinn og blandið saman við. Rífið basil yfir og kryddið með þurrkuðu óreganó. Hellið ólívuolíu yfir, saltið og piprið. Best er að gera salatið að minnsta kosti korteri áður en það er borið fram þannig að allt bragðið nái að blandast. Þetta salat er gott eitt og sér, með nýbökuðu brauði. Eða sem meðlæti með grilluðu kjöti. Þá þarf eiginlega ekkert annað. Steingrímur Sigurgeirsson Uppskriftin Suður-ítalskt tómatasalat Fleiri uppskriftir má finna á Matur og vín-vef Morgunblaðsins: mbl.is/ matur og á vinotek.is Margir halda að RAFHA hafi einvörðungu framleitt eldavélar en það er langt því frá. Árið 1960 hafði RAFHA framleitt 86 þúsund eintök af 30 tegundum af raftækjum. 1952 byrjaði RAFHA að framleiða ryksugur og á svipuðum tíma var þvottavélin Mjöll framleidd í samstarfi við vélsmiðjuna Héðin, en það var nýjung að tvö iðnfyrirtæki ynnu saman. Á sjötta áratugnum framleiddi RAFHA stóra spennubreyta, kæla og frystitæki, bæði fyrir heimili og stór mötuneyti. Einnig stór hitaborð og stórar pönnur til að steikja mat á sem og smærri raftæki. 30 tegundir raftækja RAFHA VAR MIKLU MEIRA EN ELDAVÉLAR Sænskt par neitar að gefa upp hvors kyns tveggja og hálfs árs barn þeirra er. Hefur sú ákvörðun þeirra vakið mikla athygli, segir á vefsíðunni Thelocal.se. Foreldrar barnsins, sem eru bæði 24 ára, tóku þessa ákvörðun þegar barnið fæddist. Aðeins örfáir, t.d. þeir sem hafa skipt um bleiur á barninu, vita hvors kyns það er. Ef einhver spyr segja foreldrarnir að þau deili ekki þeim upplýsingum. Ákvörðunin á rætur sínar í fem- ínískum hugmyndum um að kynhlut- verkið sé mótað af samfélaginu. For- eldrarnir gæta þess að nota aldrei kynbundin orð yfir barnið og kalla það aðeins nafni þess. Í viðtalinu við foreldrana er barnið kallað Pop sem er ekki rétt nafn þess. „Við viljum að Pop alist upp frjáls- ari og verði með þessu forðað frá því að verða þröngvað inn í sérstakt kyn- hlutverk. Það er grimmd að fæða barn inn í þennan heim með bláan eða bleikan merkimiða á enninu,“ segir móðir Pop. Með því að halda kyninu leyndu telja foreldrarnir að þau geti forðað Pop frá því að haga sér eins og ætlast er til að hans eða hennar kyn hagi sér og að Pop muni ekki ætlast til þess að fólk hagi sér á ákveðinn hátt eftir því hvort það er kvenkyns eða karl- kyns. Foreldrar Pop segja samt að hann eða hún viti að það er lík- amlegur munur á strákum og stelp- um. „Ég trúi því að sjálfstraustið og persónuleikinn sem Pop hefur mótað muni haldast fyrir lífstíð,“ segir móð- ir Pop. Í fataskáp Pop er bæði að finna buxur og kjóla og barnið fær að ákveða sjálft að morgni hverju það klæðist. Gætt er líka að því að hár- greiðsla Pop vísi ekki til ákveðins kyns. Að dylja kyn barnsins finnst mörg- um vera grimmd, hættulegt, óþarfi og skrítið en aðrir styðja þessa ákvörðun og telja einstaklinginn verða sterkari fyrir vikið. Börn Gefa ekki upp kyn barnsins Morgunblaðið/Jim Smart Stelpa og strákur Skiptir máli í hvorum flokknum börnin alast upp? Bónus Gildir 24. - 27. júní verð nú áður mælie. verð Nýr ferskur ananas, 1,9 kg....... 298 398 157 kr. kg Ferskt spínat, 200 g ................ 359 398 1.795 kr. kg Kjörfugl ferskur heill kjúklingur.. 565 598 565 kr. kg E.s frosið broccolimix ............... 298 359 298 kr. kg Bónus ferskir kjúklingaleggir ..... 479 539 479 kr. kg Bónus ferskir kjúklingabitar ...... 398 449 398 kr. kg OS samlokuostur í sneiðum ......1.157 1.465 1.157 kr. kg Bónus frostpinnar, 15 stk......... 198 298 13 kr. stk. Ks. frosið lambalæri í sneiðum .1.259 1.398 1.259 kr. kg Bónus pylsur ........................... 598 719 598 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 24. - 26. júní verð nú áður mælie. verð Svínakótilettur úr kjötborði ....... 998 1.398 998 kr. kg Lambainnralæri úr kjötborði ..... 2.498 2.998 2.498 kr. kg Hamborgarar 2x115 g m/ brauði .................................... 358 438 358 kr. pk. Grillaður kjúklingur .................. 790 970 790 kr. stk. FK kjúklingabringur .................. 1.781 2.375 1.781 kr. kg Ferskur kjúklingur frá Ísfugli ..... 722 963 722 kr. kg SS mexikó grísakótilettur ..........1.430 1.788 1.430 kr. kg Fjallalambs lambalærisneiðar ... 2.249 2.998 2.249 kr. kg Fjallalambs lambasirloinsneiðar 1.949 2.598 1.949 kr. kg Hagkaup Gildir 24. - 27. júní verð nú áður mælie. verð Holta ferskur kjúklingur ............ 594 849 594 kr. kg Ísl. Naut ungnautahakk 4% fita 1.387 1.849 1.387 kr. kg VSOP lambalæri án rófubeins... 1.942 2.428 1.942 kr. kg VSOP lambatvírifjur.................. 1.998 2.498 1.998 kr. kg Ísl grís kryddleginn grísahnakki. 1.049 1.398 1.049 kr. kg Holta indverskir kjúklingaleggir . 647 995 647 kr. kg Holta Texas kjúklingabringur ..... 1.796 2.395 1.796 kr. kg Jói fel nautakótilettur ............... 1.679 2.398 1.679 kr. kg Fanta Exotic, 0,5 ltr ................. 99 149 99 kr. stk. Rex bitar, 250 g...................... 329 448 329 kr. stk. Kostur Gildir 24. - 27. júní verð nú áður mælie. verð Kjarnafæði jurtakr. lambalæri ...1.469 2.098 1.469 kr. kg SS. bláberja lærisneiðar ..........2.263 2.828 2.263 kr. kg Ali hunangskótilettur ................1.924 2.565 1.924 kr. kg Aro þvottaduft, 10 kg ..............1.959 2.798 196 kr. kg Great Value fíkjukex, 454 g ...... 349 499 349 kr. stk. Hunts tómatsósa, 1,020 g ....... 217 289 217 kr. stk. Kirkland grænmetisolía, 4,73 ltr .......................................... 1.114 1.485 236 kr. ltr Krónan Gildir 24. - 27. júní verð nú áður mælie. verð Grísahnakki úrbeinaðar sneiðar 998 1.698 998 kr. kg Grísakótilettur ......................... 899 1.498 899 kr. kg Grísakótil. í hvítlauk/rósmarín .. 899 1.498 899 kr. kg Grísalundir.............................. 1.398 2.598 1.398 kr. kg Nautagrillsteik New York........... 1.749 3.498 1.749 kr. kg Krónu kjúklingabringur .............1.598 1.798 1.598 kr. kg Holta bringur í hvítlauk/ rósmarín................................. 1.899 2.395 1.899 kr. kg SS nautakótilettur argentínskar. 1.787 2.248 1.787 kr. kg Melónur gular ......................... 129 190 129 kr. kg Normande brauð ..................... 249 399 249 kr. stk. Nóatún Gildir 24. - 27. júní verð nú áður mælie. verð Lamba framhryggjasneiðar ....... 1.499 1.998 1.499 kr. kg Grísahnakki í hvítlauk/rósmarín 998 1.498 998 kr. kg Lamba Rib Eye........................ 3.198 3.998 3.198 kr. kg Laxaflök beinhreinsuð .............. 1.798 1.998 1.798 kr. kg Íslenskt úrvals hrefnukjöt ......... 1.598 1.798 1.598 kr. kg Ísl M. kjúklingabringur ............. 1.799 2.398 1.799 kr. kg Goða BBQ grísarif.................... 1.278 1.598 1.278 kr. kg Stjörnu kartöflusalat, 390 g ..... 198 279 198 kr. pk. Baguette brauð, 330 g ............ 149 279 149 kr. stk. Helgartilboðin Eitt af tækjunum mörgu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.