Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 20
20 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 Atli Gíslason for- maður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd- ar skýtur skildi fyrir fiskveiðistjórnarstefnu ríkisstjórnarinnar í grein hér í Morg- unblaðinu, sl. fimmtu- dag. Það er fallega gert af honum og vel meint, enda vænt- anlega fáir sem verða til slíks, að vonum. Til- efni skrifa Atla er grein sem ég skrifaði hér í blaðið þann 8. júní sl. og hann hefur sitthvað við að athuga. Meginefni greinar Atla er umfjöll- un um svo kallaða aflareglu við fisk- veiðistjórnun. Hún gengur í sem fæstum orðum út á að veitt er til- tekið hlutfall af veiðistofni. Slík afla- regla hefur verið í gildi við þorsk- veiðar allt frá fiskveiðiárinu 1995/1996 og lengst af hefur verið miðað við 25% nýtingarhlutfall. Afla- reglan hefur tekið allnokkrum breytingum, sem þá hafa jafnan ver- ið ræddar, enda er hér um að ræða mikið mál. Af hverju þetta pukur með aflaregluna? Eitt fyrsta verk núverandi rík- isstjórnar var að ákvarða slíka afla- reglu við þorskveiðar. Ákvörðunin var mjög afdráttarlaus. Hún fól í sér að veiða skyldi 20% af viðmið- unarstofni þorsks, en það er sá hluti stofnsins kallaður sem er 4 ára og eldri. Í ákvörðuninni fólst líka að þessari stefnu skyldi fylgt í fimm fiskveiðiár, frá og með því fisk- veiðiári sem hófst 1. september sl. Jafnframt þessu var ákveðið að fela Alþjóða- hafrannsóknaráðinu, ICES, að taka út þessa aflareglu. Tilgangurinn var augljós. Að tryggja aflaregluna betur, auka trúverðugleika hennar og festa í sessi. Um efnisatriði þess- arar ákvörðunar rík- isstjórnarinnar má vita- skuld sitthvað segja. Það gerði ég ekki í grein minni frá 8. júní sl. En ég gagnrýndi harðlega leyndarhyggjuna sem markaði þessa ákvörðun og ekki að tilefnislausu. Það hef ég gert áður, meðal annars í umræðum á Alþingi, en ég hef m.a lagt fram þingmál til þess að varpa ljósi á þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Einhverra hluta vegna kaus rík- isstjórnin og ráðherra málaflokksins að fara með þessa ákvörðun sína eins og mannsmorð. Hennar var ekki að nokkru getið eftir að Haf- rannsóknastofnunin hafði gefið út tillögur sínar um hámarksafla, í júní- byrjun í fyrra. Ráðherrann nefndi hana hvergi einu nafni í fjölmiðlum þar sem hann tjáði sig um tillögur stofnunarinnar. Á Sjómannadaginn þar sem hann að vonum gerði nið- urstöðu Hafrannsóknastofnunar- innar að umtalsefni gat hann ákvörð- unar ríkisstjórnarinnar í engu. Fyrir vikið hófust í fjölmiðlum umræður og vangaveltur um hver yrði heildar- afli næsta fiskveiðiárs í einstökum fisktegundum, þar með talið í þorski. Engin tilraun var gerð til þess að leiðrétta þessa umræðu. Bara þagað. Það var ekki fyrr en sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis fundaði með Hafrannsóknastofn- uninni, að mínu frumkvæði, að þessi mál komust upp á yfirborðið. Í kjöl- farið óskaði ég eftir að sjá bréf sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra til ICES og þannig varð málið loks opinbert. Svona vinnubrögð eru leynd- arhyggja og ekkert annað og eru til þess fallin að afvegaleiða og beina síðan allri umræðu inn á skakkar brautir. Þetta er því afar gagnrýn- isvert. Aflaregla já – en hvernig? Rétt er það síðan hjá Atla Gísla- syni að í stjórnarsáttmála rík- isstjórnarinnar er aflaregla nefnd og að hún eigi að marka nýtingarstefn- una. En varla sætir það tíðindum? Það geta trauðla talist fréttir að rík- isstjórnin ætli sér að fylgja aflareglu af einhverju tagi, svo sem gert hefur verið í 15 ár? Ég veit líka að rík- isstjórnin pukraðist ekki með stjórn- arsáttmála sinn, enda varla gerlegt, þó stjórnvöld þau sem nú sitja,leiki sér í feluleik með ólíklegustu hluti, gagnvart þinginu og almenningi, eins og allir vita og sjá. Og einmitt vegna þess að kveðið er á um mótun aflareglu í stjórn- arsáttmálanum hefði verið eðlilegt að upplýsa það mál þegar ákvörðun lá fyrir um fyrirkomulagið og stefn- una. Ekki síst vegna þess að sú stefnumótun var afdráttarlaus og átti að gilda næstu 5 árin og óskað hafði verið eftir gæðavottorði frá ICES. Í grein sinni rekur Atli að ég hafi sem sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra markað mjög aðhalds- sama aflareglu. Það er mikið rétt og um forsendur hennar fjallaði ég í grein í Morgunblaðinu 15. júní sl. Markmið þeirrar ákvörðunar var uppbygging hrygningar- og nýting- arstofns, sem við erum nú meðal annars að sjá afrakstur af. Sú stefnumörkun var meðal annars studd af þingflokki Vinstri grænna á þeim tíma. Breytt aflaákvörðun í ársbyrjun 2009 Við efnahagshrunið á haustdögum árið 2008 breyttust aðstæður í öllum okkar þjóðarbúskap. Það var við þær aðstæður sem ég, með stuðningi ríkisstjórnarinnar, ákvað að slaka á hinni aðhaldssömu nýtingarstefnu, en ganga ekki í neinu á okkar mik- ilvægasta nytjastofn, þorskinn. Það er sú ákvörðun sem tók gildi 16. jan- úar 2008. Frá henni greindi ég með svofelldum orðum sem tala fyrir sig sjálf og kalla ekki á frekari útskýr- ingar: „Heildaraflamark verður því 160 þúsund tonn á yfirstandandi fisk- veiðiári, í stað 130 þúsund tonna sem áður hafði verið ákveðið. Með þess- ari ákvörðun er stefnt að nokkru hægari uppbyggingu viðmið- unarstofns og hrygningarstofns en áður hafði verið áformað. Þessi ákvörðun er tekin í ljósi þeirra efnahagserfiðleika sem þjóð- arbúið á við að etja og með hliðsjón af jákvæðari vísbendingum um stöðu þorskstofnsins sem fram komu í stofnmælingu botnfiska sl. haust. Í þeirri mælingu kom fram að heildar- vísitala þorsks væri mun hærri en undanfarin ár. Jafnframt er gert ráð fyrir að á næsta fiskveiðiári verði heildar- aflamark í þorski eigi lægra en 160 þúsund tonn. Þótt uppbygging viðmiðunar- og hrygningarstofn þorsks verði hæg- ari en fyrirhugað var, er þessi ákvörðun í samræmi við yfirlýst markmið um sjálfbærar veiðar á þorski sem og öðrum nytjastofnum hér við land.“ Þetta eru staðreyndirnar Hvað sem þessu líður segja stað- reyndirnar athyglisverða og mikla sögu. Fsikveiðidánarstuðullinn er sá lægsti sem við höfum séð í hér um bil hálfa öld, sem endurspeglar snar- minnkandi sókn í þorskinn. Fisk- veiðidauði, sem er afli sem hlutfall af viðmiðunarstofni, er núna um 22%, en var 35-40%. Þetta segir ekki litla sögu. Hrygningarstofninn hefur vaxið um tvo þriðju frá matinu sem fram fór árið 2007 og veiðistofninn um 60% á sömu kvarða mælt. Þetta er ekki lítill árangur og sannarlega mjög marktækur og uppörvandi. Og hvað sem orðaskiptum okkar Atla Gíslasonar líður, getum við vænt- anlega sammælst um að þetta hlýtur að teljast til marks um að þorsk- stofninn sé í góðum vexti og sem gæti lofað góðu um framtíðina að þessu leyti ef vel verður á málum haldið. Leyndarhyggja um aflareglu Eftir Einar K. Guðfinnsson Einar K. Guðfinnsson » Svona vinnubrögð eru leyndarhyggja og ekkert annað og eru til þess fallin að afvega- leiða og beina síðan allri umræðu inn á skakkar brautir. Höfundur er alþingismaður, fyrrver- andi sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra. Dómur hæstaréttar varðandi lögmæti gengistryggðra lána veldur því að rétt- arríkið Ísland und- irgengst nú eina mestu prófraun fyrr og síðar, þegar reynir á hvort grunnstoðir réttarrík- isins haldi. Grípi lög- gjafarvaldið inn í at- burðarásina er ekki lengur um að ræða þrískiptingu valds á Íslandi. Stað- reyndin er sú að stjórnvöld og stór- fyrirtæki eru tveir armar þar sem ein höndin þvær hina. Fyrstu við- brögð við niðurstöðu hæstaréttar og sjálfsettar afskriftarreglur bank- anna fram að því, sýna glöggt að að- haldið verður að koma utan frá. Sjálfsettar afskriftarreglur bank- anna, sem hafa hlotið þegjandi sam- þykki fjármálaráðherra, hefðu (hafa) leitt til stórfelldrar eignaupp- töku og millifærslu eigna. Fjár- málaráðherra hefur auk þess riðið á vaðið sem æðsti yfirmaður Lands- bankans og árangurstengt inn- heimtu á lánum bankans. Með því hefur hann tekið upp aðferðir þeirr- ar hugmyndastefnu sem hann hefur harkalega gagnrýnt og reyndar talið eina höf- uð ástæðu fyrir hruninu. Þessi hátt- semi minnir um margt á viðsnúning hans í Icesave málinu. Hann lætur þannig langtíma- hagsmuni bankans, sem fara saman við hagsmuni viðskiptavin- arins, víkja fyrir skammtímahags- munum starfsmanna bankans og tilvonandi eigenda hans, en þeir felast í því að hámarka innheimtur hvað sem það kostar. Dæmi um eignaupptökuna Eignaupptakan sést best ef tekið er dæmi um tvo aðila, A og B sem keyptu eins fasteign á sama tíma fyrir hrun á 100 mkr. Aðili A átti enga eign fyrir kaupin og fékk 90% erlent lán, en B átti jafndýra skuld- lausa eign fyrir og tók 70% erlent lán á nýju eignina. Miðað við verð- fall á fasteignamarkaði þá er ekki fjarri lagi að núverandi 110% verð- gildi eignarinnar sé um 70 milljónir. Ef gert er ráð fyrir að erlendu lánin hafi hækkað um 100%, þá skuldar A eftir hækkun lánanna 180m og B skuldar 140m. Samkvæmt afskrift- arreglum bankanna afskrifa þeir niður í 110% af markaðsvirði eign- arinnar. Þannig á A rétt á 110m af- skrift (180-70m) og skuld hans þannig afskrifuð niður í 70 milljónir, en B á hins vegar einungis rétt á 25% leiðréttingu höfuðstóls, þar sem hann átti fyrir aðra skuldlausa eign og þarf þ.a.l. að borga af 105m láni (140-35m). Gefum okkur að markasverð fasteignarinnar hækki upp í 90m á næstu 5 árum. Á þessum 5 árum hefur A end- urgreitt 17,5m af sinni 70m afskrif- aðir skuld og skuldar hann því 52,5m. B hefur hins vegar greitt 26,3m af sinni 25% leiðréttu skuld, eða 8,8m meira en A, en skuldar eft- ir sem áður 78,8 milljónir. Að 5 ár- um liðnum á A því 37,5m í sinni fasteign, en B á ekki nema 11,5m. Að teknu tillit til upprunalegs eigin fjár og afborganna á þessum 5 árum þá sést að A sem lagði upprunalega 10m til kaupanna, á að 5 árum liðn- um 27,5 milljónir nettó í sinni eign, en B sem lagði til 30m á -27,5m (-18,75-8,75) í sinni eign, þegar 8,8m umframgreiðsla B er tekin með í reikninginn. Eins og sést í töflunni þá hafa 27,5m verið færðar frá B til A með aðstoð bankans. Fjárhags- staða B er þannig 55m verri en A eftir 5 ár. Norrænt velferðarsamfélag Er þetta hið réttláta norræna vel- ferðarsamfélag sem fjármálaráð- herra lagði upp með, þar sem reglum er þannig háttað að hægt er að fara ofan í vasa náungans og mis- muna þegnunum? Ætlaði hann að byggja endurreisn hins „Nýja Ís- lands“ á slíkri eignaupptöku, þar sem bankarnir fengu að klóra yfir eigin mistök í glæfralegum lánveit- inum með því að verja sig og þann sem lagði minna til kaupanna og tók meiri áhættu á kostnað þess sem fór varlega og átti eitthvað undir sér? Endurreisn bankakerfisins Hvers vegna tók fjármálaráð- herra ekki á stærsta vanda heimila og fyrirtækja með samræmdum af- skriftum áður en hann lét bankana af hendi? Skorti áræðni, eða var tímapressan eftir pólitísku skjóli frá vandamálinu orðin óbærileg og það keypt með útgáfu veiðileyfis á ís- lensku þjóðina, þar sem söluhvatinn byggði á væntingum um miklar endurheimtur lána? Viðvör- unarljósin eru reyndar þegar farin að blikka þar sem skuldabréf á gömlu bankanna seljast nú á marg- földu upphafsgengi. Á sama tíma og bankarnir eru reknir með milljarða hagnaði skýtur það skökku við að ekkert svigrúm sé til afskrifta. Bankarnir munu áfram róa öllum árum að hinni ósvífnu ráðagerð sinni um að láta lýðinn borga brús- ann og mega ekki komast upp með, í samvinnu við stjórnvöld, að kippa stoðum undan réttarríkinu og varpa boltanum endurtekið til hæstaréttar þar til ásættanleg niðurstaða fæst. Fjármálaráðherra ætti að þessu sinni að halda uppteknum hætti , láta reka á reiðanum og skjóta sér undan erfiðum ákvörðunum með því að grípa ekki inní og þiggja þá ut- anaðkomandi hjálp sem honum nú berst frá hæstarétti en barst síðast frá forsetanum í Icesave-málinu. Hann verður hins vegar að átta sig á að undirstaða hins opinbera og banka er fólkið og fyrirtækin í land- inu, ekki öfugt. Hér verður engin endurreisn, fyrr en tekið hefur ver- ið á skuldavanda heimila og fyr- irtækja með augun opin. Ef rík- istjórnin öll hvorki skilur þetta, né sér, þá átti hún ekkert erindi í stjórnarráðið. Stórfelld eignaupptaka Eftir Guðlaug Örn Þorsteinsson »Er þetta hið réttláta norræna velferð- arsamfélag sem fjár- málaráðherra stefnir að...? Guðlaugur Örn Þorsteinsson Höfundur er rekstrarverkfræðingur. A B Kaupverð 100m. kr. 100 m. kr. Uppr. lán 90% 70% 90 m. kr. 70 m. kr. Stökkbr.lán 180 m. kr. 140 m. kr. Afskrift 110 m. kr. 35 m. kr. Staða Amiðað við B eftir 5 ár að teknu tilliti til eigin fjárframlags og 5 ára afborganna af lánum: Nettó eign Lán- Markaðs- Nýtt Afb. á Eftirst. Eignar- Eigið Nettó B afb. m.t.t. eiginfjár takandi verð afskr. lán 5 árum Láns hlutur fé eign umfr.A og afb. A 90 70 17,5 52,5 37,5 10 27,5 0 27,5 B 90 105 26,3 78,8 11,3 30 -18,75 -8,75 -27,5 Allar tölur í milljónum króna Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréf- um til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyr- irtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.