Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 32
sjálfir tónleikarnir hefjast seinna um daginn. Foreldrapössun Á meðan krakkarnir eru í tónlist- arsmiðjunni verður boðið upp á pössun fyrir foreldrana í bíóinu í bænum. „Við ætlum að sýna Rokk í Reykjavík og Gargandi snilld yfir daginn. Fengum góðfúslegt leyfi frá Friðriki Þór og Ara Alexander til að sýna þær á hátíðinni. Svo ætlum við að reyna að sýna Heima þegar Ami- ina spilar seinna í sumar. Krakk- arnir geta þarna sett foreldrana í pössun á meðan þau fara og skemmta sér á tónleikunum. Það vill svo skemmtilega til að á sama tíma verður markaður í næsta húsi þar sem ýmislegt forvitnilegt verður á boðstólum og hann er alveg tilvalinn fyrir eldri gesti hátíðarinnar. Auð- vitað verða líka tónleikar seinna um kvöldið fyrir þá sem eldri eru en auðvitað eru allir stilltir krakkar vel- komnir með.“ Haldin tvisvar í sumar Eins og fram hefur komið verður hátíðin Pönk á Patró haldin tvisvar núna í sumar. Fyrst núna um helgina og svo aftur 7. ágúst. Jóhann segir hugmyndina á bakvið tvær dagsetningar vera að oft henti ein dagsetning ekki öllum og því var ákveðið að halda hátíðina tvisvar og gefa þannig sem flestum tækifæri til að komast til Patreksfjarðar. -En eru börn og unglingar mikið í pönkinu? „Pönkið í Pönk á Patró er meira um athöfnina sjálfa og frumleika. Það vísar ekki beint til tónlistar- innar því á hátíðinni verður hún margbreytilegri en bara pönk eða ræflarokk. Tónlistin verður þó skil- yrðislaust í aðalhlutverki og ávallt frumleg og framsækin.“ Sannar mikilvægi góðra styrktaraðila Jóhann segir eina af for- sendunum fyrir hátíðinni hafa verið að hægt væri að að bjóða upp á dag- skemmtunina og tón- leikana fyrir krakkana frítt, þar sem þau gætu komið og upplifað nýja og uppbyggilega hluti. Önnur for- semda hafi verið að hægt væri að að borga öllum listmönnunum fyrir að koma og taka þátt í hátíðinni. „Það er bara hægt með styrkjum og við fengum góða styrki t.d. frá menningarráði Vestfjarða, Barnamenningarsjóði og Vest- urbyggð, “ segir Jóhann að lokum og vonast til að sjá sem flesta fyrir vest- an um helgina og síðar í sumar. Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is Tónlistarhátíðin Pönk áPatró verður haldin ífyrsta sinn núna á laugar-daginn í Sjóræningjahús- inu á Patreksfirði og svo aftur 7. ágúst næstkomandi. Fysta hljóm- sveitin sem kemur fram á hátíðinni er hljómsveitin Pollapönk, en hún er skipuð þeim Halla og Heiðari úr Botnleðju og Arnari og Guðna úr Ensími. Hljómsveitin Amiina mun svo spila á seinni hluta hátíðarinnar síðar í sumar. Jóhann Ágúst Jóhannsson, skipu- leggjandi Pönks á Patró, segist hafa verið með hugmyndina að tónlistar- hátíðinni í maganum um nokkurt skeið og ákveðið að láta af henni verða eftir að hann var viðstaddur heimildarmyndahátíðina Skjaldborg á Patreksfirði fyrir nokkrum árum. „Þetta kom þannig til að ég fór á Skjaldborg þegar hún var haldin í annað sinn. Þá hafði ég kynnst Öldu Davíðsdóttur í námi í menningar- stjórnun á Bifröst og hún var að byggja upp rekstur Sjóræningja- hússins í bænum. Þegar ég kom inn í húsið hugsaði ég með mér að hérna yrði að halda tónleika og þá kviknaði hugmyndin að Pönki á Patró.“ Tónlistarhátíð fyrir börn og unglinga Jóhann byrjaði að þróa hátíðina sem verkefni í námi sínu, en þá hafði hún verið hugsuð sem venjuleg tón- listarhátíð „Í vetur stundaði ég nám í við- burðastjórnun á Hólum og ákvað að endurvekja hugmyndina og bjó til nokkur módel af henni. Ég valdi eitt módel sem var hugsað sérstaklega fyrir börn og unglinga. Taldi að það hlyti að vera hægt að gera eitthvað annað og nýrra en bara tónlistar- hátíð af gamla skólanum. Þá fannst mér líka tilvalið að vera með hátíð sem væri aðallega fyrir börn og ung- linga en að á sama tíma væri líka nóg um að vera fyrir foreldrana, “ segir Jóhann. Hver og einn viðburður á hátíð- inni verður einstakur en ramminn verður alltaf sá sami. Um daginn fer fram tónlistarsmiðja fyrir börn og unglinga í Sjóræningjahúsinu í bænum. Þar fá krakkarnir tækifæri til að kynnast þeim tónlist- armönnum sem koma fram á hátíðinni. Þeir munu sýna þeim hljóðfæri og fræða gesti um tónlist sína. Spurningum krakk- anna verður svarað og boðið verður upp á snarl til að hlaða batteríin áður en Boðið upp á pössun fyrir foreldrana í bíóinu á Patró  Tónlistarhátíð fyrir börn og unglinga á Patreksfirði um helgina 32 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010  Hljómsveitin For a Minor Reflec- tion spilar á morgun í plötubúðinni Havarí í Austurstræti kl. 17. Þar munu þeir leika lög af glænýrri breiðskífu , Höldum í átt að óreiðu. Á sama tíma bætist við nýtt verk á sumarsýningu gallerí Havarís. Verkið heitir „Æ“ og er eftir Siggu Rún, nema í grafískri hönnun. For a Minor Reflection og „Æ“ í Havarí Fólk Hópurinn Parabólur mun flytja tónlistargjörn- inginn „Glópera“ í listasafni Reykjavíkur í Hafn- arhúsinu kl. 21 í kvöld, að lokinni tískusýningu PopUp Verzlunar. Atburðirnir eru báðir á veg- um Jónsvöku-hátíðarinnar, sem hefst í dag. Sigtryggur Baldursson, einn af meðlimum hópsins, segir gjörninginn vera sérstakt tónlist- ar sjónarspil og í raun óð til glóperunnar. „Það er verið að fasa hina gamaldags glóperu út, en hún hefur lengst af verið táknmynd fyrir góðar hugmyndir. Við ætlum að kveikja á per- unni í þessu verki.“ Að sögn Sigtryggs liggur margra daga vinna á bak við verk sem þetta, en það komi ekki að sök því vinnan sé skemmtileg. „Það er að hluta til búið til á staðnum.Verkið okkar hefur ákveð- inn strúktúr og svo er impróvíserað inn í hann. Í Hafnarhúsinu munum við breyta signölum frá slagsverkshljóðfærum yfir í rafmagn sem keyrir glóperu. Glóperan varpast svo upp á hljóðfærin í leiðinni.“ Parabólu-hópurinn hefur komið fram á ýms- um viðburðum hér á landi, sem og á erlendri grund. „Í september síðastliðnum opnuðum við Carnegie-listaverðlaunin í Kaupmannahöfn, og í október norræna helgi í kúltúrhúsi í Stokkhólmi. Þetta er svolítið stórt og brjálæðislegt sem við gerum og því hentaði það vel.“ Sigtryggur segir hópinn vera að sækja í sig veðrið og áætla að fremja fleiri gjörninga á Ís- landi í sumar. „Við stefnum á að koma fram á Menningarnótt í Reykjavík og svo standa sjálfir fyrir einum við- burði. Það er samt eitt sem angrar okkur á sumrin, og það er hversu bjart er úti. Þess vegna getur verið erfitt að stjórna birtunni, því þetta eru vídjó-performansar, segir Sigtryggur og slær síðan á létta strengi: „Það er spurning hvort Reykjavíkurborg láti okkur í té einhvern helli innan borgarmarkanna.“ hugrun@mbl.is Parabólur kveikja á perunni á Jónsvöku Frumlegir Parabólur fara ótroðnar slóðir og því má búast við einstökum gjörningi í kvöld. Á vefsíðu hópsins, www.parabolur.com, má finna ýmsar upplýsingar, ásamt myndböndum af fyrri gjörningum.  Þorbjörn Guðmundsson, með- limur hljómsveitarinnar Limited Copy, fer þann 3.júlí í loftið með Electro þátt sem ber nafnið Ruc- kus. Þátturinn verður á dagskrá öll laugardagskvöld kl. 21 á nýstofn- uðu netútvarpsstöðinni Rás 3. Þar mun hann fá plötusnúða hvaðan- æva úr heiminum til þess að leika listir sínar, og því óhætt að segja að þátturinn verði með hinu fjölbreyti- legasta móti. Þorbjörn áætlar að vera með viðburði í kringum þátt- inn, þar á meðal vefsíðu og blogg. Þátturinn Ruckus verður aðgengi- legur á stafrænu formi á vefsíðunni www.ras3.is. Electro þáttur á nýrri útvarpsstöð  Útvarpsmaður Bylgjunnar, Siggi Hlö, sendi nýverið frá sér lagasafn- ið Meira veistu hver ég var?. Þar hefur hann valið 56 lög sem finna má á þremur plötum, en safnið er framhald af fyrra lagasafni út- varpsmannsins góðkunna, „Veistu hver ég var“, sem kom út í fyrra. Ný safnplata komin út frá Sigga Hlö PÖNKIÐ Á PATREKSFIRÐI Pönk á Patró Jóhann Ágúst Jóhannsson fer af stað með tónlistarhátíð fyrir börn og unglinga um helgina á Patreksfirði. Morgunblaðið/Matthías Árni Ingimarsson Dagskrá sumarsins Hljómsveitin Pollapönk ríður á vaðið og mun spila á Pönk á Patró laugardaginn 26. júní næstkomandi. En þá munu Halli, Heiðar og félagar leiða börn og fullorðna í allan sannleikann um pönk og polla en sveitin er nýbúin að senda frá sér glænýja plötu uppfulla af hressu pollapönki. Dr. Gunni hefur boðað komu sína og mun stjórna Popp-Punkts spurningakeppni um helgina fyrir börn og fullorðna. Laugardaginn 7. ágúst mun síðan hljómsveitin Amiina spila í Sjóræningjahúsinu og flytja frumsamda tónlist við sígildar hreyfiklippimyndir Lotte Reiniger um þau Þyrnirós, Ösku- busku og Aladdín og mun hinn ísfirski 7oi hita upp fyrir Ami- inu. Frítt er inn á dagskrá og tónleika um daginn en inn á kvöldtónleikana kostar 1000 krónur fyrir fullorðna.  Jónsvökuhátíðin verður sett í Hinu húsinu kl.15 í dag, en hún stendur til sunnudagsins 27. júní. Listamenn og -hópar koma fram víðsvegar um borgina í dag og verða sannkallaðir stórtónleikar haldnir í kvöld á NASA. Þar munu flytjendurnir Útidúr, Árstíðir, Rökkurró, For a Minor Reflection, Ólafur Arnalds og Sin Fang Bous stíga á svið. Nánari upplýsingar á www.jons- vaka.is Listahátíðin Jónsvaka hefst með látum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.