Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 „The A-Team setur sér það einfalda markmið að skemmta áhorfendum sínum með látum, og henni tekst það með stæl. Ekta sumarbíó!” -T.V. - Kvikmyndir.is ÞEIR VORU PLATAÐIR - ÞEIR VORU SVIKNIR - HEFNDIN ER ÞEIRRA MISSIÐ EKKI AF FYRSTU STÓRMYND SUMARSINS! SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI „Sumarið er komið með kúlnaregni” -S.V. - Mbl. „Brjálaður hasar” -J.I.S. - DV HHH T.V. - Kvikmyndir.is Sími 462 3500 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI HHHH „Ofursvöl Scarface Norðurlanda“ Ómar Eyþórsson X-ið 977 Grown Ups kl. 5:50 - 8 - 10 LEYFÐ The A-Team kl. 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára Sýnd kl. 10:20 Sýnd kl. 4, 6 og 8 Sýnd kl. 4 - ÍSLENSKT TAL ÞEIR VORU PLATAÐIR - ÞEIR VORU SVIKNIR - HEFNDIN ER ÞEIRRA MISSIÐ EKKI AF FYRSTU STÓRMYND SUMARSINS! Sýnd kl. 5:40, 8 og 10 „Sumarið er komið með kúlnaregni” -S.V. - Mbl. „The A-Team setur sér það einfalda markmið að skemmta áhorfendum sínum með látum, og henni tekst það með stæl. Ekta sumarbíó!” -T.V. - Kvikmyndir.is „Brjálaður hasar” -J.I.S. - DV FÓR BEINT Á TOPPINN Í BRETLANDI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 H E I M S F R U M S Ý N D Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greið með kreditkorti tengdu Aukakrónum www.laugarasbio.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 gdu Aukakrónum! Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Útvarpsstöðin Kaninn hóf göngu sína 1. september í fyrra með höf- uðstöðvar á Keflavíkurflugvelli þar sem gamla Kanaútvarpið var staðsett og útvarpsstöðin dregur nafn sitt af. Nú hefur verið ákveðið að flytja höf- uðstöðvar Kanans til Reykjavíkur og verður hann í Skeifunni 7, í turni hússins sem hýsir m.a. verslunina Elko. Hinar nýju höfuðstöðvar verða vígðar á mánudaginn, 28. júní. Einar Bárðarson, útvarpsstjóri Kanans, segir ástæðuna fyrir flutn- ingunum þá að nýir aðilar séu að koma að rekstrinum og að í raun hafi þessi flutningur verið skref sem menn sáu fyrir sér að taka fyrr eða síðar. Einar segir ótímabært að nefna hverjir hinir nýju rekstrarað- ilar séu, þar sem hópurinn sé enn í mótun. Eins og Mogginn – Nú er nafnið á stöðinni dregið af staðsetningunni, Vellinum og Kana- útvarpinu, eruð þið ekki að eyði- leggja að vissu leyti hugmyndina að baki stöðinni með því að flytja hana? „Nei, þetta er bara eins og þegar Morgunblaðið flutti úr miðbænum, allt hefur sinn stað og stund,“ svar- ar Einar. Þá séu 98% af við- skiptavinum Kanans á höfuðborg- arsvæðinu, þ.e. auglýsendur, og gott að komast nær þeim. – Verður einhver breyting á dag- skrárgerðinni í kjölfar þessara flutninga? „Nei, ég geri nú ekki ráð fyrir því. Flestir af þeim sem verið hafa „on air“ hafa náttúrlega keyrt frá höfuðborgarsvæðinu þannig að það verður kannski auðveldara að sækja vinnu, ef eitthvað er.“ Nýir tímar Einar segir þetta nýja tíma fyrir Kanann. „Kaninn hefur sent út frá Keflavík síðan 1951 þannig að þetta verður bara spennandi,“ segir hann. – Og innkoma nýrra rekstr- araðila þýðir væntanlega að meiri peningur fer í reksturinn og að staða stöðvarinnar verður þá betri? „Já, svona vonandi léttir aðeins á rekstrinum, já.“ Kaninn flytur til Reykjavíkur  Útvarpsstöðin Kaninn fer af Vellinum í Skeifuna  Nýir aðilar komnir að rekstrinum en engin breyting á dagskrá Eins og Kani Kynningarmynd af Einari Bárðarsyni útvarpsstjóra fyrir útvarps- stöðina hans Kanann, nú í Skeifunni. www.kaninn.is Gamanmyndin Grown Ups, eða Full- orðnir, verður frumsýnd í dag og skartar hún mörgum sprelligosum í aðalhlutverkum, þeim Adam Sand- ler, Kevin James, Chris Rock, Rob Schneider og David Spade en leik- konurnar eru ekki eins þekktar fyr- ir gamanleik, þær Salma Hayek, Maria Bello og Maya Rudolph. Grínmynd þessi segir af fimm körl- um og æskuvinum sem hafa ekki hist í háa herrans tíð. En nú gefst tækifæri til að rifja upp gömul kynni því heiðra skal látinn körfu- knattleiksþjálfara sem þjálfaði þá fyrir margt löngu. Félagarnir ákveða að eyða saman helgi með eiginkonum og börnum við stöðu- vatn eitt, á sama stað og þeir fögn- uðu körfuknattleikstitli fyrir ein- hverjum áratugum. Endurkynnin gera þeim ljóst að þó þeir séu orðn- ir fullorðnir hafi hegðun þeirra lítið breyst frá því þeir voru stráklingar að leika sér. Erlendir dómar eru fáir um mynd- ina á netinu enn sem komið er. Vef- urinn Rotten Tomatoes hefur tínt saman fjóra neikvæða dóma, þ.e. „rotna“, og engan jákvæðan og Village Voice gefur myndinni 30 stig af 100 mögulegum. Fullorðnir að leik Gamanleikararnir í Grown Ups í vatnsskemmtigarði. Fullorðnir sprelligosar FRUMSÝNING»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.