Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 23
svo dýrmætt er tíminn sem ég fékk með Nirði þegar ég varð eldri og vitrari, hann hafði alltaf svo mikinn áhuga á því sem maður var að læra og hvað maður ætlaði sér að gera. Rödd hans mun ekki lengur hljóma heima hjá okkur, en hann mun ávallt vera í hjörtum okkar. Ég stari svo hugsandi kvöld eftir kvöld á kvikandi grúa af stjarnanna fjöld, því enginn veit enn hvað þær geyma. Ó, gæti ég lyft mér og litið þar inn og leitað hvort framliðni hópurinn minn á nú í einni þar heima. (Halla Eyjólfsdóttir) Núna, kæri Njörður, ert þú orð- inn einn af stjörnunum, ég bið kær- lega að heilsa. Elsku Kidda, Jón Tryggvi og Hróðný, hugur minn er hjá ykkur. Sara Matthíasdóttir Náinn vinur og samverkamaður í nær hálfa öld er fallinn frá. Þegar skyggnst er til baka og rýnt í orsakir þess að leiðir okkar lágu til Akraness er ljóst að rætur þess liggja í verkfalli verkfræðinga í op- inberri þjónustu árið 1961. Björgvin Sæmundsson, er þá gegndi stöðu bæjarverkfræðings á Akranesi lét af starfinu og stofnaði verkfræðifyrir- tæki til þess að tryggja bæjarfélag- inu áframhaldandi þjónustu óháð verkfallinu. Undirritaður var ráðinn sem tæknimaður til Akraneskaup- staðar í hans stað. Ári síðar er Björgvin settist í stól bæjarstjóra var Njörður ráðinn til að sinna verk- fræðistofunni. Þar hófust okkar fyrstu kynni sem urðu enn nánari með stofnun Verkfræði- og teiknistofunnar hf. Þá settumst við Njörður hlið við hlið og höfum í reynd setið hlið við hlið fram á síðustu ár undir ýmsum formerkj- um, ef undan eru skilin þau árin er hann gegndi forstöðu þróunarfélags- ins Sérsteypunnar. Njörður var sérlega vandvirkur verkfræðingur. Verkefnin sem hann þurfti að takast á við voru afar fjöl- breytt. Auk allra venjulegra íbúð- arbygginga má nefna gatnagerð, all- ar tegundir veitulagna, landbrots- varnir, hafnargerð, skipasmíðastöð og iðnaðarhús hvers konar, fiskeld- is-stöð auk opinberra bygginga svo sem skóla, dvalarheimila og sjúkra- húss og hvers kyns skipulagsmála. Hvert sem verkefnið var, setti hann sig vandlega inn í það og tókst á við það af þeirri fagmennsku, sem hon- um var svo eðlileg. Hann átti gott með að eiga sam- skipti við fólk. Því var eðlilegt að honum væri falið leiðtogahlutverk. Hann var því í forstöðu fyrir Verk- fræði- og teiknistofunni, uns hann tók að sér stjórn Sérsteypunnar, og síðari starfsárin veitti hann síðan útibúi Almennu verkfræðistofunnar á Akranesi forstöðu. Hann var ekki maður æsinga og stórra orða, heldur kom fram af hóg- værð og ákveðni. Við sem áttum því láni að fagna að starfa með honum, nutum stjórnunar hans og skipu- lagningar við dagleg störf og góðlát- legrar stríðni, þegar vel lá við höggi. Þegar ég nú við leiðarlok lít yfir farinn veg blasir við mér afrakstur fagmanns, sem lagði allan sinn metnað í að skila vönduðu verki er þjónaði þeim kröfum sem gera þurfti til þess, og sem tókst það ætl- unarverk sitt. Ég sé einnig á bak einstökum samstarfsmanni og vini sem ég hef fengið að starfa með nær allan minn starfsaldur á þann veg að hvergi hefur borið skugga á. Slíkt er svo sannarlega ekki sjálfsagt. Um leið og ég þakka bið ég góðan Guð að blessa minningu einstaks fé- laga og veita Kristrúnu, Hróðnýju og Jóni Tryggva huggun og styrk í þeirra miklu sorg. Jóhannes Ingibjartsson. Hann Njörður er fallinn frá og mig langar að kveðja hann með þessum fallegu orðum: Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (G.V.G.) Takk fyrir allt, minning þín mun alltaf lifa í huga mínum. Elsku Kidda, Jón Tryggvi, Elisa- beth, Hróðný og Snorri, ég votta ykkur mína dýpstu samúðarkveðjur. Megi guð veita ykkur styrk á þess- um erfiðu tímum. Inga Jóna Þórsdóttir. Látinn er félagi okkar Njörður Tryggvason byggingarverkfræðing- ur. Það var hópur bjartsýnna ungra manna sem hóf nám í byggingar- verkfræði við Háskóla Íslands haustið 1957. Á þeim árum voru fáir í hverjum árgangi þannig að góð vin- átta myndaðist strax meðal okkar í hópnum og hefur haldist æ síðan. Eftir þriggja ára nám hér heima lá leiðin til Kaupmannahafnar til að ljúka meistaranámi í greininni en það stóð ekki til boða hér heima. Hópurinn dreifðist til búsetu um borgina en á daginn komu allir sam- an í skólanum og fór meiri hluti dags fram á teiknistofunni, þar sem við vorum allir saman innan um frænd- ur vora Dani og Færeying einn. Þetta var eins og meðalstór bekkur í grunnskóla og jókst samheldni okk- ar landanna með hverju misserinu sem leið. Eins og gengur höfðu ein- hverjir okkar orðið fjölskyldumenn í leiðinni en það breytti engu. Allir voru velkomnir allsstaðar og var oft glatt á hjalla í hópnum. Við námslok í upphafi árs 1963 urðu nokkur þáttaskil þar sem ein- hverjir okkar urðu eftir í Kaup- mannahöfn og hófu að starfa þar en flestir fóru rakleitt heim. Njörður var einn þeirra og settist að á Akra- nesi og starfaði þar síðan við ráð- gjafarstörf á ýmsum sviðum bygg- ingarverkfræði. Notkun íslensks sements var Nirði ofarlega í huga og beindust starfskraftar hans einkum að þeim efnum hina síðari áratugina og starfaði Njörður lengi hjá Sem- entsverksmiðjunni hf. Félagsstörfum sinnti Njörður jafnframt vinnunni eins og hans var von og vísa enda félagslyndur að eðl- isfari. Hann tók virkan þátt í bæj- armálum Akraness og sinnti öðrum félagsmálum, var m.a. forseti Rót- aryklúbbs Akraness um tíma. Fráfall Njarðar kom okkur skóla- félögunum mjög á óvart, en því er ekki að neita að aldurinn segir til sín og verður ekki að gert. Njörður er þriðji félaginn úr fámennum hópi sem við kveðjum nú og er hans sárt saknað. Kristrúnu eiginkonu hans og börnum þeirra sendum við innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls Njarðar. F.h. skólafélaga útskrifaðra frá DTH 1963, Finnur Jónsson.  Fleiri minningargreinar um Njörð Tryggvason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 Legsteinar ehf, Gjótuhrauni 8 Hafnarfirði, Sími: 571 0400 legsteinar@gmail.com ✝ Jónas Jónssonfæddist á Seyð- isfirði 31. janúar 1942. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt 15. júní 2010. Foreldrar hans voru Guðbjörg Guð- mundsdóttir og Jón Árnason, skipstjóri. Systkini Jónasar eru Geir f. 20. sept- ember 1919, maki Ell- en Jonsson, Jakobína f. 28. apríl 1922, d. 18. október 1988, maki Garðar Waage. Arnbjörg f. 19. ágúst 1923, maki Markús Waage, Guðmundur f. 6. október 1925, d. 23. febrúar 2006, maki Ingunn Stef- ánsdóttir, Bjarni f. 4. desember 1928, d. 4. desember 1996, maki Sólveig Ölversdóttir. Jónas fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur 4 ára gamall og ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík, nánar til- tekið á Nesvegi 50. Lengst af vann hann í Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi og lauk starfsævinni hjá Sorpu. Jónas verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag, 24. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Skjótt skipast veður í lofti, Jón- as frændi. Þú sem hafðir nánast alla tíð verið heilsuhraustur og vinnusamur. Fyrir tæpum tveimur árum síðan þurftir þú þó að leggj- ast undir skurðarhnífinn. Ég man að við ræddum þá óvæntu stöðu og þú sagðir mér frá smávægilegri læknisaðgerð sem hafði verið framkvæmd mörgum áratugum áð- ur. Að öðru leyti varstu alltaf sprækur enda duglegur að taka lýsi og vítamín. Daglegt sund og göngutúrar héldu þér einnig í góðu formi. Þú varst útiverumaður. Kyrrseta var ekki þín deild. Hreyf- ing og vinna var partur af daglegri rútínu þinni og það þýddi ekki fyr- ir neinn að ætla sér að breyta dagsskipulagi þínu. Mættir sam- viskusamlega til vinnu hvern morgun um áratuga skeið. Það voru verkamannastörf sem ótví- rætt flokkuðust til erfiðisvinnu, síðan var það sund, loks var tekinn strætó í bæinn og við tóku göngu- ferðir um bæinn þveran og endi- langan. Iðulega varst þú ekki heima hjá þér. Það þýddi ekkert að hringja í þig fyrr en seint á kvöldin því eins og þú sagðir: „…og hvað á maður svo að gera einn heima?“ Til þess að ná í þig gat maður þó leitað þig uppi á ákveðnum sundstöðum borgarinn- ar, athugað Múlakaffi eða gert til- raun til að hitta þig röltandi í mið- bænum, oftast varstu klæddur íþróttabúningi með íþróttatösku sem var eins og framlenging af hendinni og ómissandi partur af ásýnd þinni. Íþróttaáhugi þinn var mikill og íþróttir voru það afl sem sameinaði okkur frændur, brúaði aldursbil okkar og gerði okkur að vinum, trúnaðarvinum eins og þú sagðir oft. Knattspyrnan var þar efst á blaði. Þú varst forfallinn aðdáandi knattspyrnuliðanna Liverpool og KR en við gátum þó sameinast um annað lið sem ekki var jafnvel þekkt í knattspyrnuheiminum. Það var liðið þitt. Knattspyrnulið starfsmannafélags Áburðarverk- smiðjunnar. Þetta lið var um árabil eitt sigursælasta firmalið landsins undir þinni stjórn. Margir bikarar komu í hús á þessum árum og kokkurinn í mötuneytinu hafði vart undan að láta smíða nýjar hirslur undir verðlaunagripina. Það eru mörg minnisstæð atvik frá þessum tíma. Hróp þín af hliðarlínunni hvöttu okkur leikmennina áfram. Þú lést okkur hafa það óþvegið ef við vorum ekki að standa okkur í leiknum og settir okkur hiklaust í leikbann ef við gleymdum okkur í gleðskap kvöldið fyrir leik. Aginn bar árangur og allir leikmenn vildu gera sitt besta, ekki síst fyrir þig. Við fundum vel hversu miklu máli firmaliðið skipti þig og allir hlýddu „stjóra“, eins og þú varst gjarnan kallaður á gullaldarárum knatt- spyrnuliðsins. Stjóri, nú er leik þínum lokið. Dómarinn hefur flautað til leiks- loka í lífi þínu. Ég er þó viss um að englarnir þarna uppi taka vel á móti þér og framlengja leikinn. Ég þakka þér fyrir samveruna í gegn- um árin, frændi. Guð geymi þig. Guðmundur Ingi Guðmundsson. Okkur langar að minnast elsku- legs móðurbróður okkar með örfá- um orðum. Það var stutt á milli okkar bæði í aldri og vegalengdum þegar við vorum börn. Jónas var stóri frændi og við fengum frá honum skíða- sleða, skauta og annað þess háttar er hann óx frá því. Langamma sem bjó á Nesveg- inum hjá afa og ömmu, kenndi okkur öllum að spila Vist og Manna og sagði sögur á meðan hún kembdi ull og spann, og alltaf vorum við saman í sveit vestur á Hrafnseyri við Arnarfjörð en þar bjó Jagga frænka, systir Jónasar. Þar naut Jónas sín mjög vel og eignaðist marga vini og var alltaf mikill Vestfirðingur í sér. Jónas var ræðinn og hafði mjög gaman af að umgangast fólk enda átti hann marga vini og kunningja. Hann var tryggur KR- ingur fram í andlátið enda var KR heimilið miðstöð barna og unglinga í Skjól- unum í þá daga. Hann var svo heppinn að búa á Nesveginum sem var í gamla daga hlutlaust svæði, en oft var rígur milli Granaskjóls og Sörlaskjóls. Eftir skylduna fór Jónas á sjó og í byggingavinnu þar til að hann fór að vinna í Áburð- arverksmiðju ríkisins en þar unnu ansi margir úr fjölskyldunni, þar á meðal við, Jagga og Guðmundur bróðir hans. Jónas vann þar í tugi ára og var mjög áhugasamur um fótboltalið Áburðarverksmiðunnar og tók að sér þjálfun liðsins og gerði það af lífi og sál. Hann endaði starfsævina í Sorpu og líkaði mjög vel við þann vinnu- stað. Jónas stundaði sund og heitu pottanna af ástríðu og var mikill göngumaður. Það kom okkur því í opna skjöldu þegar hann fékk al- varlegt hjartaáfall fyrir einu og hálfu ári. Hann virtist hafa náð sæmilegri heilsu en hann fékk slæma sýkingu sem dró hann til dauða á aðeins einni viku. Blessuð sé minning hans Halla, Ágústa og Guðný. Jónas Jónsson ✝ Björn Eyþórssonvar fæddur í Reykjavík 16. nóv- ember 1930. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 17. júní 2010. Foreldrar Björns voru þau Ástríður Sveinína Björnsdóttir húsmóðir, f. 13. sept- ember 1891, d. 18. október 1969, og Ey- þór Guðjónsson, bók- bindari og verkamað- ur, f. 12. janúar 1886, d. 2. desember 1959. Björn átti 5 systur, sem allar lifa ut- an ein: 1) Sigrún, f. 24. ágúst 1919; 2) Margrét, f. 10. janúar 1921; 3) Áslaug, f. 20. nóvember 1922; 4) Ingibjörg, f. 20. ágúst 1925, d. 30. apríl 2010; 5) Sveinbjörg, f. 19. september 1926. Þann 1. janúar 1956 kvæntist Björn Torfeyju Margréti Steinsdóttur frá Ísafirði, f. 24. ágúst 1928. Þau eiga tvo syni: 1) Stein Bjarka, f. 23. ágúst 1957; 2) Eyþór Hrein, f. 15. apríl 1959. Kona Ey- þórs er Ingunn Þor- steinsdóttir, og eiga þau 3 börn: a) Darra, f. 1985, b) Dagnýju Yrsu, f. 1988, og c) Ægi, f. 1990. Björn ólst upp í for- eldrahúsum að Lauga- vegi 46B í Reykjavík, gekk í Austurbæj- arskólann og síðar í Iðnskólann í Reykja- vík, þar sem hann tók sveinspróf í vélsetn- ingu árið 1951. Vann hann að iðn sinni upp frá því í ýmsum prentsmiðjum, m.a. í Prentsmiðju Morgunblaðsins í 12 ár, en seinast í prentsmiðjunni Grafík í Kópavogi. Björn stundaði ýmsar íþróttir á yngri árum en átti við vanheilsu að stríða seinustu æviárin. Björn verður kvaddur frá Lang- holtskirkju í dag, 24. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Nú hefur Bubbi bróðir minn kvatt þetta líf. Hann var yngstur okkar systkinanna og eini bróðir- inn. Þegar ég minnist míns kæra bróður er mér efst í huga ljúf- mennska hans og gæði. Þessir mannkostir fóru ekki framhjá nein- um sem kynntust honum . Vil ég kveðja þig, elsku bróðir minn, með eftirfarandi ljóðlínum. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíl í friði. elsku bróðir minn. Þín systir, Margrét. Ég kynntist Birni Eyþórssyni í Glímufélaginu Ármann þar sem við æfðum hnefaleik hjá Guðmundi Ara- syni. Björn var mikill íþróttamaður og drenglundaður í orðsins fyllstu merk- ingu og alltaf hress og kátur. Við vor- um jafnaldrar, fæddir 1930 og í sama þyngdarflokki í hnefaleikum en þar var hann mér langtum fremri og náði undragóðum árangri, ég álít hann snjallasta hnefaleikara sem við höfum átt hingað til. Það er ekki vafi á að hann átti fullt erindi á Ólympíuleika hefði hann átt kost á því. Hraði hans og leikni var með afburðum. Björn skildi hnefaleika rétt, þetta var hnefa- LEIKUR sem krafðist mikillar kunn- áttu og hugsunar til að ná góðum ár- angri. Björn hafði mikinn áhuga á bók- menntum, sérstaklega ljóðum og kunni mikið af ljóðum því minnið var gott. Við fórum nokkuð í ferðalög, meðal annars fórum við tveir á reiðhjólum vestur um Mýrar og Borgarfjörð og var skemmtilegt að heyra hann fara með ljóð og viðeigandi vísur eftir okk- ar bestu skáld. Ekki vissi ég þó til að hann fengist við að yrkja sjálfur en finnst það þó ekki ólíklegt eftir næmi hans og þekkingu á skáldskap. Björn kvæntist ágætri konu, Tor- feyju Steinsdóttur. Þar fór saman áhugi á bókmenntum, en Torfey fékkst talsvert við þýðingar, einkum á leikritum sem voru flutt hér í útvarpi. Þau eignuðust tvo syni, Eyþór lækni og Stein sem starfar á pósthúsinu. Kynni mín af þeim hjónum eru orðin löng og þar duldist mér ekki hve sam- band þeirra var gott og hefur nú Tor- fey misst mikinn vin. Ég samhryggist henni og fjölskyldunni innilega. Ég minnist Björns sem eins hins ágætasta ljúfmennis sem ég hef kynnst. Sigurður H. Jóhannsson. Björn Eyþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.