Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 hefur opið umhverfis landið Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is Verið velkomin til okkar í sumar: Blanda í Húnavatnssýslu: Dimmir hratt á draugaslóð – málverkasýning Baska Búrfell í Þjórsárdal: Gengið að verki – ljósmyndasýning Jakobs Jakobssonar Andlit Þjórsdæla – líf í Þjórsárdal í 1100 ár Þjóðveldisbærinn – Lifandi vitni um húsakynni á þjóðveldisöld Krafla í Mývatnssveit: Kröflueldar – kvikmynd og fræðsla um orku í iðrum jarðar Laxá í Aðaldal: Hvað er með Ásum? – goðafræði og höggmyndir Hallsteins Sigurðssonar Ljósifoss við Sog: Náttúran í hönnun – samstarfsverkefni með Hönnunarmiðstöð Íslands Végarður í Fljótsdal: Framkvæmdin við Kárahnjúka í máli og myndum. Ferðir inn í Fljótsdalsstöð Allar stöðvar: Raunveruleikatékk – hringferð um landið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík Landsvirkjun býður alla velkomna í stöðvar sínar í sumar. Í stöðvum Landsvirkjunar umhverfis landið má kynna sér orkuvinnslu úr vatnsafli og jarðvarma. Samhliða orkufræðslu er boðið upp á sýningar af ýmsum toga, meðal annars í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Hönnunarmiðstöð Íslands. Komdu í heimsókn í sumar Við tökum vel á móti þér Opið alla eftirmiðdaga í sumar. Aðgangur ókeypis. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 10 16 39 Albert fursti af Mónakó og Charlene Wittstock, fyrrum landsliðskona Suður-Afríku í sundi, eru trúlofuð. Witt- stock verður því fyrsta krónprinsessa Mónakó frá því Grace Kelly bar þann titil, en hún lést árið 1982. Fursta- dæmið hefur sent frá sér tilkynningu þessa efnis, að prinsinn, sem er 52 ára, ætli að kvænast Wittstock en hún er 32 ára. Wittstock hefur einnig starfað sem grunnskóla- kennari, auk þess að keppa fyrir þjóð sína í sundi. Albert og Wittstock kynntust árið 2000 í Mónakó þegar hún tók þátt í sundkeppni þar. Wittstock keppti fyrir S-Afríku á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 en hún hlaut gullverðlaun á Afríkuleik- unum árið 1999, í 100 metra skriðsundi. Wittstock hefur búið í Mónakó seinustu tíu ár, þ.e. frá því að hún kynntist Alberti. Albert heitir fullu nafni Albert Alexandre Louis Pierre Grimaldi og varð fursti árið 2005. Albert fursti trúlof- aður Wittstock Seinfeld ósáttur við hegðun Gaga Reuters Fullmikil frekja Lady Gaga hafði það náðugt í stúkunni hans Seinfelds á hafnaboltaleik. Leikarinn og grínistinn Jerry Seinfeld er ekk- ert sérstaklega hrifinn af tónlistarkonunni Lady Gaga. Hann lét þau ummæli falla í við- tali á bandarískri útvarpsstöð, að Lady Gaga væri fífl, en tónlistarkonan kom sér fyrir í lúxusstúku Seinfelds á hafnaboltaleik New York Mets 10. júní sl., án þess að hafa fengið leyfi fyrir því frá honum. Þó hafði hún fengið sæti á besta stað við völlinn. „Þessi kona er fífl. Ég þoli hana ekki. Ég trúi því ekki að menn hafi leyft henni að vera í stúkunni minni sem ég borgaði fyrir,“ sagði Seinfeld en mun þó ekki hafa verið mikið niðri fyrir. Merkilegt væri að verðlauna fólk fyrir hroka. Þó Sein- feld hafi slegið á létta strengi í viðtalinu sagðist hann ekki skilja athyglisþörf Gaga. Bandaríski tón- listarmaðurinn Jay-Z hefur verið lögsóttur af einkaþotnaleig- unni Air Plat- inum sem fer fram á 250.000 dollara greiðslu frá honum, um 32 milljónir króna. Jay-Z er sagður skulda fyr- irtækinu 137.000 dollara og krefst það auk þess 100.000 dollara í skaðabætur. Reikningurinn er frá því í fyrra en þá á Jay-Z að hafa flogið í einkaþotu í 18 klukkustund- ir og kostaði hver klukkustund 4.500 dollara. Þá segir fyrirtækið að tónlist- armaðurinn hafi ekki greitt fyrir þjónustu um borð upp á 3.000 doll- ara og lúxusferð til Englands sem kostaði 24.200 dollara. Heild- arskuldin nemi 137.485 dollurum. Lögsóttur vegna skuld- ar við einkaþotnaleigu Jay-Z Mark Oliver Everett úr hljómsvet- inni Eels lenti heldur betur í því í Lundúnum á dögunum þar sem hann var á gangi í Hyde Park. Eve- rett eða E eins og hann kallar sig var stöðvaður af lögregluþjónum sem töldu hann vera hryðjuverka- mann sem leitað var að í borginni. Eftir nokkurt þras tókst honum að sannfæra lögreglumennina um að þeir færu mannavillt og var honum sleppt stuttu seinna. Í samtali við vef tónlistarblaðsins NME sagði Everett að allir menn með stutt hár og mikið skegg væru ekki hryðju- verkamenn. Sumir þeirra væru bara rokkarar eins og hann. Töldu söngvara Eels hryðjuverkamann Leikstjórinn David Cronenberg er sagður vinna að kvikmyndagerð skáldsögunnar As She Climbed A- cross the Table eftir Jonathan Let- hem. Í henni segir af manni einum ástföngnum af samstarfskonu sinni sem er eðlisfræðingur. Sú hefur bú- ið til e.k. tómarúm, er heltekin af því og hverfur í það. Kvikmynd um konu sem hverfur í tómið Trúlofuð Albert og Wittstock hafa opinberað trúlofun sína. Menning 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.