Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Mikil óvissaer uppi íöryggis- málum sjómanna nú þegar stefnir í að enn fækki þyrl- um Landhelg- isgæslunnar. Í fyrradag greindi Morgunblaðið frá því að í næstu viku væri útlit fyrir að björgunarþyrla Landhelg- isgæslunnar yrði aðeins ein eftir að einni þyrlu yrði skilað til lánveitenda og óvíst væri hvort reglubundinni skoðun á þriðju þyrlunni yrði lokið. Þegar sú kemur úr skoðun verða hér tvær þyrlur, en staðan er þó verri en svo, því að Landhelgisgæslan nær að- eins að manna 1,3 vaktir, sem þýðir að yfirleitt er aðeins hægt að nota aðra þyrluna, jafnvel þó að báðar séu í gangi. Í lok apríl sl. fóru fram ut- andagskrárumræður á Al- þingi um öryggismál sjó- manna og þar kom fram í máli dómsmála- og mannréttinda- ráðherra að áætlanir um lág- marks þyrlubjörgunarþjón- ustu gerðu ráð fyrir að hér væru fjórar þyrlur. Þyrlu- kostur og mönnun hans væri hins vegar svo rýr að í allt að tíu daga á ári væri engin þyrla tiltæk og aðeins ein þyrla í allt að einn mánuð á ári. Í umfjöllun ráðherra kom einnig fram að ráðgjaf- arnefnd ráðuneytisins hefði nýlega skilað skýrslu um stöðu þyrlumála og nið- urstaðan væri sú að til að tryggja ásætt- anlegan björg- unarviðbúnað þyrfti að verja 425 milljónum króna til viðbótar á ári í þyrluþjónustuna. Ráðherra sagði að þetta væru gífurlegir fjármunir og það „blasir ekkert við hvaðan þeir eiga að koma“. Staðreyndin er að vísu sú að það blasir alveg við hvaðan þessir fjármunir gætu komið. Þessi fjárhæð er til að mynda aðeins brot af því sem rík- isstjórnin eyðir nú í að sækja um aðild að Evrópusamband- inu þó að enginn áhugi sé á því hér á landi að fara þangað inn. Ríkisstjórn sem eyðir milljörðum króna í að sækja um aðild að Evrópusamband- inu, þó að vitað sé að Íslend- ingar vilji ekki þangað inn, getur ekki á sama tíma haldið því fram að ekki séu til fjár- munir til að tryggja sjómönn- um viðunandi öryggi við störf sín. Ríkisstjórnum ber að for- gangsraða og forgangsröðun er aldrei mikilvægari en við erfiðar aðstæður í efnahags- málum. Vandinn er hins veg- ar sá að núverandi ríkisstjórn lætur aðallega stjórnast af margvíslegum ranghug- myndum í bland við stórkost- legt úrræðaleysi. Þetta er af- skaplega vond blanda sem skýrir vafalaust hvers vegna rökrétt lausn blasir aldrei við ráðherrum ríkisstjórn- arinnar. Fé er sóað um leið og sagt er að ekki sé hægt að bæta öryggi sjómanna } Öryggi sjómanna er verulega ábótavant Forsprakkarríkisstjórnar- innar segja engan ágreining um að forystumenn allra flokka vilji borga Icesave-skuldbindingarnar. Sömu tugguna hafa frétta- menn beggja ljósvaka- miðlanna uppi. Öll þjóðin vill standa við sínar skuldbind- ingar. En það þýðir ekki að þjóðin vilji eða telji sig eiga að axla ábyrgð á skuldum einka- aðila, sem engin lögmæt rík- isábyrgð var fyrir. Það er auð- vitað forkastanlegt að um- boðsmenn íslenskrar þjóðar skuli vísvitandi blanda í eina niðurstöðu sjónarmiðum sem eru algjörlega öndverð. En því miður er sú gjörð orðin næsta fyrirsjáanleg. Framganga fyrrnefndra fjölmiðla er á hinn bóginn mikið undrunarefni, svo ekki sé kveðið fastar að. For- menn Sjálfstæð- isflokks og Fram- sóknarflokks hafa rétt einu sinni vísað rangtúlkunum Öss- urar Skarphéðinssonar á orð- um þeirra og viðhorfum á bug. Bjarni Benediktsson bendir á að eitt sé að vilja að borga það sem mönnum ber og annað að láta undan ólögmætum kröf- um. Sigmundur Davíð segir enn og aftur að Íslendingar vilji standa við sínar skuld- bindingar allir sem einn en það hvíli engin skuldbinding á íslenska ríkinu vegna Icesave. Sjálfsagt mun Össur halda rangfærslum sínum áfram. En munu fjölmiðlarnir gera það líka? Samkór rangfærslna ríkisstjórnar og ákveðinna fjölmiðla} Vísvitandi rangfærslur Í lokabólu síðustu aldar, sem kölluð var netbólan, komst mjög í tísku að útvista vinnu, en svo var það kallað þegar fólk í fjarlægum löndum var fengið til að vinna verk á ódýrari hátt en hægt var heimafyrir. (Á Íslandi hafa menn reyndar löngum farið þá leið að færa verk út á land þar sem hægt er að vinna þau á dýrari hátt en á höf- uðborgarsvæðinu og kallast byggðastefna, en það er önnur saga). Framan af var það ýmisleg forritunarvinna sem unnin var í öðrum löndum og dæmi um fyr- irtæki sem voru kannski aðeins með yfirstjórn og móttöku í vestrænu landi en forritun og hönnun fór meira og minna fram í þriðjaheims- ríki. Eftir að netbólan sprakk dró heldur úr þesslags útvistun, en sú högun að fela fólki á Indlandi og fleiri láglaunaríkjum að svara í síma varð æ vinsælli. Sá hængur var á þeirri högun að við- skiptavinir fyrtust stundum við þegar einhver svaraði í símann sem varla kunni tungumálið sem svara átti á, fór bara með utanbókarlærdóm og gat ekkert gert ef samtalið fór út af því sporinu. Bandarísk fyrirtæki fundu svarið við því: Til urðu geysi- stórar símamiðstöðvar sem líkja eftir bandarísku um- hverfi, þar sem starfsmenn tala ensku eins og innfæddir (þ.e. innfæddir Bandaríkjamenn), eru á sama tímabelti og þau fylki sem þeir þjóna, fylgjast vel með fréttum og íþróttum á viðkomandi svæði til að geta haldið uppi sam- ræðum við þá sem hringja. Starfsmennirnir lifa í þykjustu- landi, en þó líður þeim ekki eins og þeir séu þykjustufólk; þeir búa í Tirunalveli eða Vis- akhapatnam, en haga sér eins og þeir búi í bandarískri stórborg – taka upp bandarísk nöfn, hanga á bandarískum diskótekum eða bandarískum kaffihúsum og kaupa inn í banda- rískum stórmörkuðum. Í Andhra Pradesh-fylki á Indlandi (Tir- unalveli eða Visakhapatnam eru í Andhra Pra- desh) eru þau störf sem tengjast hringi- miðstöðvum hátæknistörf (svona álíka og þegar menn mæra öll hátæknistörfin sem fylgja munu rekstri gagnavera hér á landi), en vestur í Bandaríkjunum eru þau almennt talin láglaunastörf og frekar litið niður til þeirra sem vinna við slíkt. Ýmsum þykir þessir íbúar þykj- ustuheims lifa í lygi, fastir í þrælavinnu sem gefur ekkert af sér nema peninga. Já, einmitt, ekkert nema peninga. Á síðasta hálfa öðrum áratug hefur dregið mjög úr fátækt í þróunarlöndum eins og fram kom í frétt á mbl.is í gær: Samkvæmt árlegu mati Sameinuðu þjóðanna hefur íbúum þróunarlanda sem lifa á undir 160 kr. á dag að meðaltali fækkað úr 46% árið 1990 í 27% árið 2005. Búist er við að hlutfallið verði 15% árið 2015. Hvernig hefur þessu verið náð, spyr eflaust einhver, en svarið er hér að ofan; með vinnu í sálarlausum hringi- miðstöðvum, þrælavinnu í verksmiðjum, láglaunapuði á saumastofum og svo má lengi telja. Allt til þess að við fáum vörur og þjónustu á lægra verði – og er það ekki hið besta mál? arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Líf í þykjustulandi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Anna Sigríður Einarsdóttir annaei@mbl.is G ert er ráð fyrir að um 450 ný hjúkrunarrými fyrir aldraða verði tek- in í notkun á næstu tveimur til þremur ár- um. Með þeim 44 nýju rýmum sem tekin voru í notkun hjá Hrafnistu í Boðaþingi í Kópavogi í marsmánuði sl. verða nýju rýmin því tæplega 500 talsins. En Boðaþing var fyrsta nýja, sérhannaða hjúkrunarheimilið sem tekið hafði verið í notkun á höfuðborgarsvæðinu í átta ár. 90 rými til viðbótar verða tekin í notkun hjá Mörk – hjúkrunar- heimili Grundar við Suðurlands- braut nú í sumarlok. „Við fáum lyklana afhenta 1. júlí og byrjum að taka á móti fólki 3. ágúst,“ segir Gísli Páll Pálsson, framkvæmda- stjóri heimilisins og kveður mikla tilhlökkun ríkja. Bætt aðstaða fyrir þá sem hafa vistun Þó 135 ný rými séu tekin í notkun á þessu ári fjölgar hjúkrun- arrýmum á höfuðborgarsvæðinu ekki. Mörkin tekur við fólki af Vífilsstöðum og Víðinesi, sem lokað verður 1. september, sem og 18 ein- staklingum sem nú dvelja á Land- spítalanum. Í Boðaþingið flutti hins vegar heimilisfólk af Hrafnistu í Reykjavík og dvalarheimili í Kópa- vogi. Sama á við um stærsta hluta þeirra hjúkrunarrýma sem reist verða á næstu árum. Félags- og tryggingamálaráðuneytið gerði í maímánuði samninga við bæjaryf- irvöld í Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Garðabæ, Reykjanesbæ, Borgar- byggð, Fjarðarbyggð og Akureyri um byggingu 287 nýrra hjúkrunar- rýma. Sveitarfélögin byggja hjúkr- unarheimilin með láni frá Íbúðar- lánasjóði og sjá um reksturinn. Ríkið greiðir síðan sinn hluta bygg- ingarkostnaðar og vaxta, 85%, til baka á fjörutíu árum í formi leigu. Samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélögunum teljast 93 þessara hjúkrunarrýma sem viðbót við þau sem þegar eru í notkun og verða 55 þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Mest munar væntanlega um 30 rými í Hlaðhömrum í Mosfellsbæ sem hefjast á handa við byggingu á í haust. En ekkert hjúkrunarheimili fyrir aldraða er starfrækt í sveitar- félaginu í dag. „Það verður kær- komið að fá hjúkrunarheimilið því Mosfellsbæingar hafa til þessa þurft að leita út fyrir sveitarfélag- ið,“ segir Jóhanna Hansen bæjar- verkfræðingur. Gert er ráð fyrir að byggingu verði lokið vorið 2012 og er kostnaður áætlaður 940 milljónir kr. Boðaþing stækki um helming Kostnaðarmat félags- og tryggingamálaráðuneytisins vegna byggingar hjúkrunarrýmanna nem- ur 9,5 milljarði kr. samkvæmt upp- lýsingum frá ráðuneytinu, en auk áður nefndra hjúkrunarheimila hafa einnig verið uppi áætlanir á Sel- tjarnarnesi um byggingu 30 hjúkrunarrýma. Samningar þess efnis hafa þó ekki enn verið undir- ritaðir. Síðari hluti byggingar hjúkrun- arheimilisins að Boðaþingi í Kópa- vogi er ekki á borði ráðuneytisins. En áætlanir eru uppi um að stækka þetta nýja heimili um helming og mun það þá geta hýst 88 einstak- linga. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort rými fyrir nýja vistmenn verði í byggingunni þegar hún rís eða hvort húsið muni hýsa vistmenn annarra hjúkunarheimila í eigu Hrafnistu. „Það liggur ekki fyrir á þessu stigi,“ sagði viðmælandi blaðsins. „Framkvæmdir eru ekki hafnar og ekki vitað hvenær þær gera það, þó vissulega vonumst við til að geta lokið byggingu Boða- þings á næstu 2-3 árum.“ Hjúkrunarrými sem rísa fyrir aldraða á næstu árum Ný hjúkrunarrými Viðbótarrými 45 1 Akureyri 32 0 Borgarnes 30 12 Fljótsdalshérað 30 25 Reykjanesbær 30 0 Seltjarnarnes* * Samningar ekki undirritaðir ** Þar af 44 rými tekin í notkun í mars sl. 30 30 Mosfellsbær 90 0 Reykjavík 60 5 Hafnarfjörður 60 20 Garðabær 88 0 Kópavogur** Yfir hundrað ný rými en samt enginn viðbót Í byrjun þessa árs voru um 200 eldri borgarar á biðlista eftir hjúkrunarrými, en á vormán- uðum 2008 voru þeir ríflega 500. Breytingar sem gerðar voru 2008 á mati á þörf eldri borgara fyrir hjúkrunarrými leiddu til þess að æ fleiri njóta heima- hjúkrunar eða annarrar þjónustu heimafyrir. Sú breyting á vist- unarmati hefur þó sætt nokkurri gagnrýni. Boðuðu stjórnvöld því í upphafi þessa árs að endurskoða ætti framkvæmdaáætlunina frá 2008, en ljóst má telja að slík endurskoðun gæti haft áhrif á lengd biðlista. Samkvæmt upplýsingum frá félags- og tryggingamálaráðu- neytinu er sú endurskoðun þó ekki enn hafin. Endurskoðun í biðstöðu VISTUNARMAT ÓBREYTT Ný rými Samningar undirritaðir vegna hjúkrunarheimilisins Markar sem opnað verður í ágústbyrjun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.