Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 ✝ Njörður Tryggva-son bygging- arverkfræðingur fæddist á Akureyri 28. janúar 1937. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi þann 18. júní 2010. Foreldrar hans voru Tryggvi Jónsson búfræðingur og af- greiðslumaður á Ak- ureyri, f. 18. febrúar 1899 á Hrafnagili í Eyjafirði, d. 9.júlí 1965 og Hallgríma Árnadóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1898 í Traðarholti, Stokkseyr- arhreppi, Árnessýslu, d. 4. desem- bere 1977. Systkini Njarðar eru Jón Viðar, f. 18. september 1925, Jó- hanna, f. 16. janúar 1929, d. 7. októ- ber 1999, Hrafnhildur, f. 30. janúar 1932. Njörður kvæntist 2. nóvember 1963 Kristrúnu Jónsdóttur, f. 9. byggingarverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1963. Njörður starfaði sem verkfræðingur á Verk- fræðistofu Björgvins Sæmunds- sonar á Akranesi 1963-64. Hann stofnaði og rak, ásamt öðrum, Verkfræðistofuna á Akranesi 1964- 67 og síðan Verkfræði- og teikni- stofuna hf. á Akranesi, ásamt öðr- um, 1967-87. Njörður var for- stöðumaður Sérsteypunnar hf. á Akranesi 1985-94 og verkfræð- ingur hjá Sementsverksmiðjunni hf frá 1994-1995. Eftir það keypti hann ásamt félaga sínum gömlu verkfræðistofuna, sem þeir síðan seldu Almennu Verkfræðistofunni og starfaði hann hjá þeim á Akra- nesi þar til hann lauk störfum árið 2007. Njörður var formaður atvinnu- málanefndar Akraness 1970-77 og sat í skipulagsnefnd 1986-90. Hann sat í yfirkjörstjórn Akraness 1970- 86 og var formaður hennar 1974- 86. Þá var hann ritari Rótaryklúbbs Akraness 1973-74 og forseti 1975- 76. Útför Njarðar fer fram frá Akra- neskirkju í dag, 24. júní 2010, og hefst athöfnin kl 14. desember 1941 í Reykjavík, tannsmiði. Foreldrar Kristrúnar voru Jón Þorvaldsson skipstjóri í Reykjavík, f. 24. apríl 1900 í Hjarðardal í Dýra- firði, d. 31. maí 1965 og Ingibjörg Þórð- ardóttir, f. 22. apríl 1903 á Laugabóli, Nauteyrarhreppi, d. 26. maí 1977. Njörður og Krist- rún eignuðust tvö börn, þau eru: 1) Jón Tryggvi Njarðarson prófessor í efnafræði f. 2. febrúar 1970 á Akra- nesi, maki Elisabeth Eigenberg list- fræðingur. 2) Hróðný Njarðardóttir byggingarverkfræðingur f. 21. mars 1972 á Akranesi, maki Snorri Gunnarsson hagfræðingur. Njörður varð stúdent frá MA 1957. Hann lauk fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ 1960 og prófi í Það er ekkert orð nógu sterkt til að lýsa söknuði mínum. Pabbi var ekki bara pabbi minn heldur líka besti vinur minn. Þau voru ófá skipt- in þar sem ég skreið upp í á milli mömmu og pabba þegar ég gat ekki sofið sem barn og bað hann um að segja mér sögur frá því hann var barn í sveitinni, sérstaklega frá kindunum. Ég gat hlustað á pabba segja sömu sögurnar aftur og aftur, svo skemmtilega sagðir hann frá. Pabbi var ótrúlegur orkubolti, alltaf að. Hann lagði sig hundrað prósent í allt sem hann gerði og vildi gera allt vel. Hvort sem það var vinnan, húsið, garðurinn, sagnfræði eða annað sem fangaði huga hans. Hann var ötull að hjálpa okkur systkinunum við lærdóminn og fannst gaman að rifja upp. Og hvílíkt stálminni pabbi hafði, það var eins og hann hefði tölvukubb í hausnum með allri sinni skóla- göngu. Pabba fannst gaman að grúska og takast á við ögrandi hluti, þá naut hann sín best. Hann gat legið enda- laust yfir hlutunum til að finna bestu lausnina. Það var mjög gaman að sjá hann í einbeitingarhamnum því hann hafði þann kæk að vera með munninn galopinn en vissi ekkert af því. Við mamma hlógum oft að þessu. Það var góður siður sem pabbi og mamma byrjuðu á þegar við systk- inin vorum yngri að láta hvert okkar útbúa afmæliskort handa þeim sem átti afmæli. Þessum sið hefur síðan ávallt verið haldið og hafa tengda- börnin byrjað að gera kort líka. Pabbi var bestur í kortagerðinni, lagði sig mikið fram, hugsaði mikið hvað hann ætlaði að teikna eða klippa. Síðustu árin var hann farinn að fá mikla samkeppni frá tengda- syni sínum og var hann mjög ánægð- ur með það og enn metnaðarfyllri að láta hann ekki sigra sig. Pabbi safn- aði öllum kortunum í möppu og er ómetanlegt að eiga slíkt í dag og geta skoðað og rifjað upp. Ég man þegar ég fór að skrá mig í Háskólann og pabbi sagðist ekki myndi vilja hafa áhrif á það í hvað ég ætti að fara. Ég kom heim og sagðist vera kominn í rafmagnsverkfræði og hann var ánægður en enn ánægðari var hann þegar, hálfu ári seinna, ég breytti yfir í byggingarverkfræði. Hann talaði alltaf um okkur sem kollega og studdi mig ávallt í því sem ég gerði og stappaði í mig stál- inu. Hann sagði alltaf að ég gæti allt sem ég vildi, yrði bara að hafa trú á mér. Ég var ekki mjög gömul þegar pabbi byrjaði að kalla mig blómið sitt og hann gerði það ávallt síðan. Hann stríddi mér oft í búðum þegar ég var unglingur með því að kalla mig blómið svo aðrir heyrðu og ég reyndi að sussa á hann. Það síðasta sem hann sagði við mig var „ég elska þig, blómið mitt“. Það voru sannarleg forréttindi að eiga pabba fyrir pabba, ég hefði ekki getað pantað betri. Mamma og pabbi voru samrýnd hjón og gerðu flest saman, eins og að spila golf. Við systkinin vorum alltaf númer eitt hjá þeim og það var ekkert sem þau gerðu ekki fyrir okkur. Það er mikið skarð sem myndast þegar einn fellur frá í svona samrýmdri lít- illi fjölskyldu, en við getum huggað okkur við góðar og fallegar minn- ingar sem eru sannarlega ómetan- legar. Hróðný. Faðir minn var einstakur maður. Hann ólst upp á Akureyri sem yngsta barnið í yndislegri og sam- stæðri fjölskyldu og átti þar dásam- lega æsku. Fjölskylda pabba lagðist á allar árar af krafti til að hann gæti orðið sá fyrsti í fjölskyldunni til að klífa hæstu hæðir menntastigans. Þessi nýja leið, sem hófst við Menntaskólann á Akureyri leiddi hann næst til Reykjavikur þar sem hann lauk fyrrihlutaprófi í verkfræði við Háskólann og síðan til Kaup- mannahafnar í framhaldsnám. Námsár í Danmörku voru vendi- punktur í lífi föður míns, ekki vegna námsins og skemmtilegs félagsskap- ar heldur vegna þess að hann var svo skynsamur að kynnast og falla fyrir ungri íslenskri dömu (Krist- rúnu Jónsdóttur), sem stuttu síðar varð eiginkona hans. Þegar ég lít aftur á lífsferil pabba, þá er engin spurning að ekkert sem að hann gerði jafnaðist á við þá ákvörðun að giftast mömmu. Ferð þeirra hjónakornanna bar þau síðan til Akranes snemma á sjötta ára- tugnum, þar sem þau hafa síðan bú- ið. Við systkinin bættust í heimilið 1970 og 1972. Pabbi var yndislegur faðir, gerði allt fyrir okkur og vann stanslaust í því síðan við komum í heiminn að við værum ekki aðeins elskuð og studd en líka gefið tækifæri til að kynnast og upplifa eins margt og kostur var á. Hans frjóa ímyndunarafl, orka, dugnaður og ótæmandi áhugi á að afla sér þekkingar og upplýsinga um hvað sem honum fannst áhugavert gerði líf okkar systkinanna mjög spennandi og hafði mikil áhrif á okk- ar uppvöxt og hvar við stöndum í dag. Ég væri ekki í þeirri skemmti- legu fagstöðu sem ég er í dag ef það væri ekki fyrir stuðning, hvatningu og fordæmi föður míns. Pabbi var góður teiknari og í mín- um huga mikill listamaður. Það var mamma sem opnaði augu hans fyrir listunum og var það ástríða þeirra síðustu áratugina. Við systkinin nut- um þessa skemmtilega áhugamáls frá unga aldri því að þau tóku okkur með sér á listasýningar, söfn, heim- sóknir til listamanna og um víðan heim. Pabbi sá til þess að við lærð- um og skynjuðum vel þessi listaund- ur sem við vorum að upplifa. Yfir víðtækan og skemmtilegan starfsferil sinn tókst pabbi á við margskonar skemmtileg vandamál sem tengdust húsum, höfnum, jarð- skjálftum, vegaframkvæmdum, þró- un nýrra efna og margt annað. Það sem hann naut mest var að hanna og teikna hús og ég veit það fyrir víst að ef það er eitthvað sem hann sá eftir var það að hafa ekki orðið arki- tekt. Ég er viss um að hann hefði notið sín vel á því sviði eins og þau hús sem hann hannaði gefa til kynna og enn frekar vegna þeirrar ótrú- legu ánægju sem ég veit að hann hafði af hönnunarferlinu til enda- punkts. Húsið okkar á Akranesi sem pabbi hannaði og hélt stöðugt áfram að betrumbæta er dásamlegt minn- ismerki um þessa hæfileika hans í mínum huga. Það var sannarlega yndislegt fyrir okkur stolt systkinin að geta sagt frá slíkum afrekum föð- ur okkar. Ég sakna þín sárt, pabbi minn, heimurinn er ekki sá sami án þín. Ég lofa að gera mitt besta á minni lífs- leið svo að þú getir verið stoltur af mér. Jón Tryggvi. Í nokkrum orðum vil ég minnast tengdaföður míns Njarðar Tryggva- sonar. Kynni okkar hófust eftir að við Hróðný drógum okkar saman. Móttökurnar sem ég mætti hjá tengdaföður mínum einkenndust strax af hlýju og áhuga. Við reynd- umst fljótt eiga vel skap saman og deila sérviskulegum áhuga á ýmsum hlutum sem meðal annars birtist í áskrift að sömu tímaritunum. Áhugasvið Njarðar voru víðfeðm og spönnuðu frá fornbókmenntum til nútímamyndlistar. Sturlunga og Njála voru í miklu uppáhaldi og reyndi hann að verða sér úti um flest sem um þær var skrifað. Hann stundaði málverkasýningar og söfn af miklum þrótti og safnaði sjálfur myndlist af ástríðu. Það var gaman að ræða við Njörð, bæði um menn og málefni. Hann hafði gaman af að segja frá og hlusta á aðra. Í áköfum samræðum átti hann til að skjóta inn ábendingum sem kröfðu viðmælandann um and- artaks umhugsun og kölluðu fram hlátur að henni lokinni. Stundum gerðu slíkar athugasemdir mæðg- urnar þar að auki orðlausar af hneykslun. Þegar við Njörður kynntumst var komið undir lok starfsævi hans. Þróttur hans og fjör var hins vegar ekki að lokum komið. Hann gekk á fjöll og annaðist viðhald og endur- bætur bæði á eigin húsi og húsum barna sinna og sinnti áhugamálum sínum. Síðustu vikur var heilsunni kippt frá honum og það leiddi til ótímabærs andláts. Njörður varð því ekki gamall maður og tíminn sem við vorum samferða var allt of stuttur. Snorri. Njörður er fallinn frá og þá er svo margt sem kemur upp í huga manns, svo mörg góð minningabrot sem leita á hugann. Ég man fyrst eftir Nirði þegar ég var bara smáskott, eina barnabarnið á meðal fullorð- inna niðri í Tjarnargötu. Njörður var giftur systur pabba, Kiddu og voru þau oft á þessum uppvaxtarár- um mínum hjá ömmu í Tjarnargötu þar sem ég bjó með foreldrum mín- um. Þar var ég umvafin visku full- orðinna og fannst oft gaman að spjalla við þau. Njörður var þar eng- in undantekning og gaf sér tíma til að spjalla við mig á léttum nótum. Skemmtilega gamansamur og uppfullur af fróðleik, þannig kom hann mér og fjölskyldu minni fyrir sjónir. Góður og vandaður maður sem gaf sér góðan tíma til að hlusta á börn og fullorðna, sjá möguleika þeirra og gefa góð ráð. Við sitjum ríkari eftir kynni okkar við Njörð og vonum að það sem við lærðum skili sér áfram til næstu kynslóða. Seinni árin hafa heimsóknir farið í að ræða heimsmál og listir. Njörður var ákaflega mikill listunnandi og naut þess að fara á sýningar og drekka í sig form og liti. Við gátum rætt um alla heima og geima þannig að umræðan varð aldrei einsleit. Og ekki voru kaffihúsaferðirnar síðri. Þá leið tíminn hratt í umræðu okkar um menn og málefni. Börnin okkar Matthíasar, Þór, Sara og Hera hafa öll fengið að kynnast góðum ráðum Njarðar. Ég veit að sá áhugi sem Njörður og Kidda sýndu því sem þau voru að gera, eins og að gefa sér tíma til að koma og fylgjast með þeim í upp- færslum á skólaleikritum o.þ.h. var mikils metinn. Við geymum þann fjársjóð sem kynni okkar af Nirði eru og minn- umst hans með hlýju og virðingu. Blessuð sé minning hans. Við sendum Kiddu, Jóni Tryggva, Elisabeth, Hróðnýju og Snorra okk- ar dýpstu samúðarkveðju. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum) Með kveðju, Guðrún Þórsdóttir, Matthías Árni Jóhannsson og börn. Það erfiðasta sem fylgir mínu dýr- mæta lífi er kveðjustund. Ég er aldr- ei tilbúin að kveðja og svo er sökn- uðurinn svo sár. Og það var sárt að Njörður þurfti að kveðja, þessi lífs- glaði maður sem var mér og minni fjölskyldu svo kær. Mín sterkasta minning af honum Nirði, frá því að ég var ung stelpa er handartakið hans, það var svo sterkt og þétt og auk þess var það þessi skemmtilega rödd sem hljómaði um húsið þegar hann talaði. En það sem mér finnst Njörður Tryggvason                          ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR SVEINBJÖRNSSON, Krummahólum 6, Reykjavík, áður Grundarfirði, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 25. júní kl. 13.00. Kristín V. Þórðardóttir, Björn Karl Þórðarson, Jón Örn Þórðarson, Sigríður Svansdóttir, Erna Hlín Þórðardóttir, Rúnar Þrúðmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra, LILJA BERNHÖFT, áður til heimilis að Meistaravöllum 11, Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Grund við Hringbraut mánu- daginn 21. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 30. júní kl. 11.00. Baldur Sigurðsson, Eva Benediktsdóttir, Gísli Sigurðsson, Guðrún Hólmgeirsdóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Guðmundur Bjarnason, Þóra Bjarnadóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR AXELSSON, Valdarási, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Hvamms- tanga, sunnudaginn 20. júní. Útför hans fer fram frá Víðidalstungukirkju, laugardaginn 26. júní kl. 14.00. Hulda Ragnarsdóttir, Axel Rúnar Guðmundsson, Bogey Erna Benediktsdóttir, Heiðrún Nína Axelsdóttir, Anna Elísa Axelsdóttir, Grétar Gústavsson, Guðný Bech, Linda Björk Grétarsdóttir, Lára Björg Grétarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.