Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
SÝND Í SMÁRABÍÓI
S.V. - MBL
VIDDI, BÓSI LJÓSÁR OG HIN LEIKFÖNGIN ERU KOMIN AFTUR
Í STÆRSTU OG BESTU TOY STORY MYNDINNI TIL ÞESSA.
HHHH
"TOY STORY 3 ER ÞAÐ BESTA SEM ÉG HEF SÉÐ
Í BÍÓ Á ÞESSU ÁRI HINGAÐ TIL OG ÉG GET EKKI
BEÐIÐ EFTIR AÐ SJÁ HANA AFTUR!"
- T.V. KVIKMYNDIR.IS
HHHHH
- P.H. BOXOFFICE MAGAZINE
"...ÁN EFA MYNDIN SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ Í
SUMAR"
"...BESTA TOY STORY MYNDIN TIL ÞESSA
- MEIRI HLÁTUR, MEIRA FJÖR, MEIRA DÓT Í
FRÁBÆRI ÞRÍVÍDD"
"MEISTARAVERK!
LANGBESTA MYND ÁRSINS!"
“ÓMENGUÐ SNILLD YST SEM INNST.”
“HÚN HEFUR SVO SANNARLEGA ALLA BURÐI
TIL AÐ VERÐA VINSÆLASTA OG BESTA MYND
SUMARSINS”
HHHHH
S.V. - MBL
STÓRKOSTLEG SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
SÝND Í SMÁRABÍÓI
Grown Ups kl. 8 - 10:20 LEYFÐ Leikfangasaga 3D kl. 3:30 - 5:45 íslenskt tal LEYFÐ
Grown Ups kl. 5:40 - 8 - 10:20 LÚXUS Toy Story 3D kl. 3:30 - 5:45 enskt tal / ótextað LEYFÐ
The A-Team kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára Húgó 3 kl. 4 íslenskt tal LEYFÐ
Get Him to the Greek kl. 5:30 - 8 - 10:25 B.i. 12 ára Robin Hood kl. 8 B.i. 12 ára
Grown Ups kl. 6 - 9 LEYFÐ Snabba Cash kl. 6 - 9 B.i. 16 ára
The A-Team kl. 6 - 9 B.i. 12 ára Get Him to the Greek kl. 6 - 9 B.i. 12 ára
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
FRÁ LEIKSTJÓRA FORGETTING SARAH
MARSHALL OG FRAMLEIÐANDA KNOCKED UP
KEMUR EIN KLIKKAÐASTA
GRÍNMYND SUMARSINS
H E I M S F R U M S Ý N D
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti teng
AF LISTUM
Vernharður Linnet
linnet@simnet.is
Þegar Þórarinn Óskarssonhélt upp á áttræðisafmælisitt á dögunum vorum við
enn minnt á hve stutt saga djassins
er á Íslandi, en fyrsta íslenska
hljómsveitin með djassi í nafni sínu,
sem við vitum öll deili á, var Jazz-
band Reykjavíkur, stofnað 1928. Þó
hafði orðið komið fyrr fyrir í hljóm-
sveitarnöfnum auk þess sem
trommusettið var oft kallað „jass“.
Jazzband Reykjavíkur spilaði að
vísu ekki djass heldur dansmúsik,
stundum með sveiflu, og eini félagi
hljómsveitarinnar sem gat spunnið
var píanistinn Aage Lorange.
Það var ekki fyrr en Hótel Borg
var reist 1930 og Jóhannes fjöl-
bragðaglímukóngur hóf að fá enska
hljómsveitarstjóra til landsins að
alvörudjass tók að heyrast og fyrstu
íslensku djassleikararnir komu til
sögunnar: Sveinn Ólafsson, Vil-
hjálmur Guðjónsson og Jóhannes
Eggertsson. Aage Lorange var líka
með djassskotna hljómsveit þarsem
Poul Bernburg var á trommur og
Þorvaldur Steingrímssn blés í altó-
saxófón og klarinett, en hann er ný-
djassdanshljómsveit danska fiðl-
arans Eli Donde. Hann hefur bás-
únunám sitt hjá Birni R. Einarssyni
1947. Saga hans er lík sögu margra
frumherja íslensks tónlistarlífs.
Hann vann jafnan fullan vinnudag,
en lék jafnframt með djass- og dans-
hljómsveitum, eigin hljómsveitum
og lúðrasveitum og á árunum 1950
til 1954 var hann básúnuleikari með
Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Það er eftir að skrifa sögu þess-
ara manna og sögu djasstónlistar á
Íslandi, en margan fróðleik er að
finna í sögunni af lífshlaupi Guð-
mundar Steingrímssonar, Papa
Jazz, sem Árni Matthíasson skráði.
Guðmundur varð áttræður í fyrra og
telst, eins og Þórarinn, til annarrar
kynslóðar íslenskra djassleikara og
spilar enn; fullur af eldmóði og lífs-
gleði.
Íslandsdjassinn á níræðisaldri
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Djassarinn Þórarinn Óskarsson fagnaði áttræðisafmæli sínu á dögunum.
látinn, síðastur frumherjanna.
Þegar breski herinn steig á land
á Íslandi var hljómsveitarstjórinn á
Borginni, Jack Quinet, handtekinn
fyrir liðhlaup og Þórir Jónsson fiðl-
ari og saxisti gerðist hljómsveit-
arstjóri. Þetta er fyrsta alíslenska
djasslitaða danssveitin og sem betur
fer hafa varðveist upptökur með
henni. Aftur á móti verður að telja
hljómsveit Björns R. Einarssonar,
sem hóf að leika dixieland og sving í
Listamannaskálanum 1945 fyrstu ís-
lensku djasshljómsveitina og í af-
mælinu hans Þórarins spilaði pían-
istinn í því bandi, Árni Ísleifs, og
sjálfur hljómsveitarstjórinn, Björn
R. Einarsson, blæs enn með Stór-
sveit Öðlinganna, sem Guðmundur
Norðdahl stjórnar, en Guðmundur
blés á Borginni eftir stríð, unglings-
piltur. Þeir þremenningar eru allir á
níræðisaldri.
Í afmælinu hans Þórarins léku
þrjár hljómsveitir sem hann spilar
enn með: Stórsveit Öðlinganna,
Dixílandhljómsveit Árna Ísleifs og
Lúðrasveit Reykjavíkur. Djassinn
er blanda afrískra og evrópskra tón-
listarhefða og þó að blúsinn hafi leik-
ið þar stærsta hlutverkið voru lúðra-
sveitirnar mikilvægar í fæðingar-
sögunni og Jón Múli kallaði stór-
sveitirnar gjarnan lúðrasveitir og
þar áttu djassmenn jafnan athvarf.
Meðal þess sem Stórsveit Öð-
linganna flutti í afmælinu var tæpur
helmingur nýrrar vikudagasvítu
Árna, sem er blúsmettuð sving-
tónlist, og eru ekki margir Íslend-
ingar sem hafa skrifað fyrir stór-
sveit og þegar við eigum stórsveit í
fremstu röð, Stórsveit Reykjavíkur,
væri ekki úr vegi að hún flytti þetta
verk Árna.
Þegar Þórarinn Óskarsson fæð-
ist er búið að leggja niður Jazzband
Reykjavíkur og á Hótel Borg spilar
» Þó hafði orðiðkomið fyrr fyrir í
hljómsveitarnöfnum
auk þess sem trommu-
settið var oft kallað
„jass“.