Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 31
Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 Varsjárbandalagið heldur tvenna tónleika á Café Rosen- berg, Klapparstíg, um helgina, á föstudag og laugardag. Hljómsveitina skipa þau Hall- ur Guðmundsson, bassi og söngur, Jón Torfi Arason, trompet, gítar og söngur, Karl Pestka, fiðla og söngur, Magn- ús Pálsson, klarinett og söng- ur, Sigríður Ásta Árnadóttir, harmonikka og söngur, og Steingrímur Guðmundsson, trommur. Á tónleikunum sem bera yfirskriftina Bætir, hressir og kætir, mun hljómsveitin leika lög ættuð frá Austur-Evrópu sem og lög eignuð gyðingum. Tónleikarnir hefjast kl. kl. 22.00. Tónlist Varsjárbandalagið á Café Rosenberg Karl Pestka Tríó Árna Heiðars Karlssonar heldur tónleika í stofu nób- elsskáldsins á Gljúfrasteini næstkomandi sunnudag kl. 16.00. Með Árna Heiðari í tríóinu leika Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Tríóið mun leika tónsmíðar Árna Heiðars sem er meðal annars að finna á plötunni Mæri sem kom út fyrir tæpu ári hjá Dimmu forlagi, en sú plata var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem besta plata ársins 2009 í flokki djassplatna. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Tónlist Stofutónleikar Tríós Árna Heiðars Árni Heiðar Karlsson Nú stendur sumartónleikaröð Jómfrúarinnar og verður út júlí. Á næstu tónleikum, sem verða á Jómfrúartorginu næst- komandi laugardag kl. 15.00, syngur danska djass- söngkonan Cathrine Legardh. Með henni leika þeir Sigurður Flosason á saxófón, Eyþór Gunnarsson á píanó, Þor- grímur Jónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Tón- leikarnir standa til kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Cathrine Legardh lærði jazzsöng í Skotlandi og Bandaríkjunum og gaf út sína fyrstu breiðskífu fyrir tveimur árum. Hún vinnur nú að plötu með Sigurði Flosasyni. Tónlist Cathrine Legardh á Jómfrúartorginu Cathrine Legardh Gísli Hrafn Magnússon og Unnar Gísli Sigurmundsson, sem starfar undir listmannsnafninu Júníus Meyvant, standa fyrir sýningu á skúlptúrum og akrýlverkum í Gall- erí Tukt í Hinu Húsinu og hefst næstkomandi fimmtudag. Gísli Hrafn, sem er 23 ára nemi við mót- un í Myndlistarskóla Reykjavíkur, sýnir skúlptúrverk sem unnið er í postulín og leirtengd efni og hann nefnir Svo á jörðu sem á himni, en grunnhugmynd verksins er unnin út frá versum í fyrstu Mósebók. Júníus Meyvant er listamaður og tónlistarmaður og hyggst sýna akr- ýlverk í Gallerí Tukt. Sýningin verður opnuð kl. 15:00 á fimmtudaginn og þá hyggjast þeir Gísli Hrafn og Júníus flytja tónlist- argjörning við verk sín ásamt Mukkaló. Sýning þeirra félaga stendur til 27. júní. Samsýning Gísli Hrafn Magnússon og Júníus Meyvant. Myndlist og tónlist í Tukt Gísli Hrafn og Júníus Meyvant sýna mynd- verk á Jónsvöku Árni Matthíasson arnim@mbl.is Listahátíðin Jónsvaka hefst á morg- un, en á henni verður boðið upp á ýmsa listviðburði. Meðal þess sem boðið er upp á er að Ragnheiður Bjarnarson sýnir tvö frumsamin ís- lensk dansverk í Nýlistasafninu um næstu helgi; Þráðarhaft á laugardag kl. 18.00 og Kyrrja á sunnudag kl 14.00. Aðgangur er ókeypis. Ragnheiður samdi bæði verkin, en annað þeirra er útskriftarverkefni hennar frá dansbraut Listaháskóla Íslands vorið 2009. Hún hefur unnið við danslist mörg undanfarin ár og var meðal annars meðlimur í dans- hópnum Íslensku hreyfiþróun- arsamsteypunni. Kyrrja verður nú flutt öðru sinni, en það var frumsýnt í lok maí. Þetta er aftur á móti í fyrsta sinn sem Þráðarhaft er sýnt utan veggja Listaháskólans, en það var lokaverk- efni Ragnheiðar. Hún segir þó að verkið hafi breyst nokkuð frá því hún sýndi það í Listaháskólanum og þróast. Innri saga og ytri „Mér þykir mjög vænt um þetta verk, enda mótaði það mig sem lista- mann, sýndi mér hvað hægt er að gera margt innan listgreinarinnar.“ Í sem stystu máli segir innri sagan frá söngkonunni Móey sem er nýbúin að gera út plötu og heldur tónleika til að kynna hana. Innri saga þess er svo í textunum sem sungnir eru tónleik- unum, en í þeim segir frá prinsessu sem er í klóm durta og viðleitni henn- ar að sleppa úr þeirri prísund. Sýn- ing er þannig upp sett að áhorfendur taka þátt í henni án þess þó að verða beinlínis varir við það að sögn Ragn- heiðar. Um Kyrrju segir hún að verkið snúist um tvíhyggjuna, um það að til þess að himnaríki geti verið til þurfi líka að vera til helvíti – „hvernig við upplifum andstæð hugtök, dauða- syndirnar sjö, það hvernig við kom- um fram við náungann og einnig er ég að fjalla um siðferði manna al- mennt og spurninguna um það hvað það sé að vera siðferðislega vondur.“ Ýmsir koma að verkunum aðrir en Ragnheiður og hún segist hafa átt góða samvinnu við fjölmarga í að setja saman verkin og að koma þeim á svið. Í Þráðarhafti semur Örn Eld- járn tónlistina, en hún sér um annað, texta, hreyfingar, sviðsmynd og bún- inga, en í seinna verkinu, Kyrrju, á Hjördís Árnadóttir hugmyndina með henni, Jóhann Friðgeir Jóhannsson samdi tónlistina og Snæbjörn Brynj- arsson texta. dans, sviðsmynd og búningar eru úr smiðju Ragnheiðar. Morgunblaðið/Golli Mótun Þráðarhaft, lokaverkefni Ragnheiðar Bjarnarson frá Listaháskól- anum, verður frumflutt utan veggja skólans um helgina. Frumsýna íslensk dansverk Danshöfundurinn » Ragnheiður Bjarnarson er félagi í danshópnum Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunni. » Hún var í fyrsta útskrift- arárganginum frá dansbraut Listaháskóla Íslands vorið 2009. » Ragnheiður vinnur nú að dansverki sem frumsýnt verð- ur á Bæjarlistahátíð í Mos- fellsbæ.  Ragnheiður Bjarnarson með tvö dansverk í Nýlistasafninu á Jónsvöku Hafnfirðingarnir Eyjólfur Eyjólfs- son tenór, Ágúst Ólafsson barítón og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó- leikari verða með tónleika í Selinu á Stokkalæk næstkomandi sunnudag kl. 16.00. Þau ætla að flytja ýmis ein- söngslög auk laga af plötunni Alda- blik sem þau gáfu út í tilefni af hundrað ára afmæli Hafnarfjarðar árið 2008. Eyjólfur Eyjólfsson býr í Hollandi en dvelur á landinu í sumar við tónleikahald víðsvegar á landinu en hann var að syngja á tónleikum á Vestfjörðum ásamt Ástríði Öldu og var hann að vanda hress er Morgun- blaðið náði af honum tali. „Við vorum að klára tónleika á mánudaginn fyrir vestan þar sem ég og Ástríður fluttum lög af diskum sem við gáfum út í tilefni af afmæli Hafnarfjarðar ásamt Ágústi. Efnis- skráin verður svipuð á tónleikunum í Selinu á Stokkalæk í Rangársveit- inni sem er afskaplega merkilegt menningarsetur. Ágúst bætist auð- vitað aftur í hópinn en við höfum öll þekkst mjög lengi eða síðan við vor- um saman í Tónlistarskólanum í Hafnarfirði þegar við vorum yngri. Sú staðreynd er önnur meginfor- senda þessara tónleika auk þess sem Ástríður er mjög tengd inn í Selið.“ Eyjólfur, Ágúst og Ástríður Alda munu bjóða tónleikagestum að heyra rjómann af íslenskum ein- söngsperlum. „Þessir tónleikar eru einskonar óður til íslenskrar sveita- menningar en við ætlum að flytja lög eins og Draumalandið, Í fjarlægð og Maístjörnuna.“ Óður til íslenskrar sveita- menningar á Stokkalæk Morgunblaðið/G.Rúnar Einsöngsperlur Eyjólfur Eyjólfsson, Ástríður Alda Sigurðardóttir og Ágúst Ólafsson verða með tónleika í Selinu á Stokkalæk á sunnudag  Einsöngsperlur og Hafnarfjarðarlög á tónleikum í Selinu Sunnudaginn 27. júní verður Stóri Nobilidagurinn haldinn hátíðlega í Langholtskirkju. Stúlknakórinn Graduale Nobili stendur fyrir fjöl- skylduhátíðinni en dagurinn er skipulagður sem fjáröflun fyrir kór- inn sem heldur utan á kóramót þann 5. júlí næstkomandi. Þetta verður í annað sinn sem kórinn tekur þátt í alþjóðlegu kóra- keppninni í Llangollen í Wales en hann unnu til tvennra verðlauna á sama móti í fyrra. Að þessu sinni er stefnan tekin á gullverðlaun. Hátíðin hefst að lokinni messu í Langholtskirkju eða kl 12.30. Stúlk- urnar halda tvenna tónleika yfir daginn þar sem þær munu flytja sömu dagskrá og þær verða með á mótinu í Wales. Tónlistin verður í fyrirrúmi á hátíðinni en ýmislegt annað má finna sér til afþreyingar svo sem leiktæki fyrir börn, köku- sölu og fatamarkað þar sem kór- félagar ætla að selja fötin sín til að fjármagna ferðina. Hátíðin er öllum opin en aðgangs- eyrir er 1.000 kr. Stefnt á gull  Graduale Nobili safnar fyrir kóramóti Morgunblaðið/Jakob Fannar Fjáröflun Stúlknakórinn Graduale Nobili stendur fyrir fjölskylduhátíð. Parabólur mun flytja tónlistargjörninginn „Glópera“ í listasafni Reykjavíkur. 32 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.