Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 Í dag, fimmtudag kl. 20:00, stendur Vinafélag Krýsuvíkurkirkju fyrir stuttri en táknrænni helgistund í Krýsuvík að kvöldi Jónsmessu. Sr. Gunnþór Ingason og sr. Þórhallur Heimisson stýra henni við grunn Krýsuvíkurkirkju sem brann þann 2. janúar sl. Helgistundin miðar að því að viðhalda helgihaldi í Krýsu- vík þrátt fyrir kirkjubrunann. Eftir helgistundina verður farið í stutta göngu um Krýsuvíkurtorf- una undir leiðsögn Jónatans Garð- arssonar og boðið síðan í kvöldkaffi í Sveinssafni, húsi málarans. Þar stendur yfir nýopnuð málverkasýn- ing, sem nefnist „Charlottenborg- arárin“. Allir eru velkomnir. Helgistund í Krýsu- vík á Jónsmessu Í dag, fimmtu- dag, mun Njörð- ur P. Njarðvík ganga með gest- um um Þingvelli. Jafnframt flytur hann erindið „Dvergmál djúp og löng, Þing- vellir í huga þjóðar.“ Þar mun Njörður fjalla um hvernig Þingvellir og saga þeirra birtast í ljóðum og textum skálda frá mismunandi tíma. Hann ræðir sögu þjóðarinnar, vonir og von- brigði sem tengjast ártölunum 930, 1874 og 1944 og hugmyndir um lýð- veldi og stjórnarskrá. Gönguferðin hefst við fræðslumiðstöðina Hakið kl: 20:00 og eru allir velkomnir. Gönguferð um Þingvelli í kvöld Njörður P. Njarðvík ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Sá síðasti af stofnendum veitingastaðarins Bautans 1971 hefur nú selt hlut sinn í fyrir- tækinu. Það er Hallgrímur Arason, en kaup- endur eru hjónin Guðmundur Karl Tryggva- son og Helga Árnadóttir sem hafa átt veitingastaðinn með Hallgrími og eiginkonu hans, Guðrúnu Ófeigsdóttur, undanfarin ár.    Fyrsta embættisverk Geirs Kristins Aðal- steinssonar sem forseta bæjarstjórnar var að flytja ávarp í Lystigarðinum á þjóðhátíð- ardaginn. Hann sagðist aldrei hafa tekið sjálf- an sig of hátíðlega og upplýsti því með bros á vör að sjö ára sonur hans, Viktor Ernir, hefði lýst því yfir daginn áður að hann myndi aldrei kalla pabba sinn pabba framar – bara forseta.    Tónlistarskólinn á Akureyri verður á þriðju hæð menningarhússins Hofs sem tekið verður í notkun í sumar. Þar verða kennslu- stofur nefndar eftir tónskáldum sem tengjast Akureyri og Norðurlandi.    Veitingastaður sem verður í Hofi heitir 1862 nordic bistro. Þar mun vísað til ársins sem Akureyri fékk kaupstaðarréttindi.    Í tilefni þess að 40 ár eru síðan Led Zep- pelin hélt tónleika á Íslandi stígur hljóm- sveitin Dúndurfréttir á svið á Græna hatt- inum í kvöld og leikur lög sveitarinnar goðsagnakenndu. Annað kvöld verða fé- lagarnir í Dúndurfréttum á sama stað og leika músík Pink Floyd, Deep Purple, Uriah Heep og fleiri.    Sniglabandið verður með 25 ára afmælis- tónleika á hattinum á laugardagskvöld.    Arctic Open-golfmótið hefst á Jaðarsvelli í dag og lýkur aðfaranótt laugardags. Óhætt er að hvetja áhugafólk um blóðrautt sólarlag til að kíkja við því spáin er góð. Þátttakendur eru um 160 að þessu sinni, þar af 36 útlend- ingar.    Akureyrarhlaup KEA og UFA fer fram á laugardaginn. Ræst er kl. 10 við Átak. Geir er ekki lengur pabbi, bara forseti Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Það mjakast Hringtorg við aðalinngang menningarhússins Hofs var malbikað í gær. 80% Málning - fyrir íslenskar aðstæður Þeir sem til þekkja nota Steinvara 2000 eða Steintex á steinsteypu og múrverk utanhúss. Íslenskt veðurfar, íslensk vöruþróun, íslensk útimálning. *Hlutfall málarameistara sem eru í viðskiptum við Málningu hf. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Heimsmeistaramótið í fótbolta 2010 hefur varla farið fram hjá nokkrum manni en mótið stendur yfir í fjórar vikur. Ýmist er fólk yfir sig hrifið af viðburðinum en aðrir áhugalitlir og bíða jafnvel spenntir eftir að þessu ljúki. Ríkisútvarpinu hafa borist kvartanir, bæði frá þeim sem finnst vera of mikið um fótbolta í dagskrá sjónvarpsins og frá þeim sem finnst vera of lítið um fótbolta. Páll Magn- ússon, útvarpsstjóri Rúv, segir kvartanir sem borist hafa vera álíka margar frá báðum hliðum. Erfitt er að mæla viðhorf fólks eft- ir fjölda hringinga til Rúv segir Páll en samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent Gallup yfir uppsafnaða tíðni áhorfs í íslensku sjónvarpi fyrir síðustu viku kemur í ljós að HM á sex sæti af tíu vinsælustu dagskrár- liðunum. Fréttir, sem venjulega eru ofarlega á lista, detta niður í 9. sæti á listanum. „Við hvetjum þá sem finnst ekki gaman að horfa á þetta til umburð- arlyndis þessar fjórar vikur á fjög- urra ára fresti, enda er dagskrá svo sem ekki mikið riðlað,“ segir Páll. Dagskráin á Rúv raskast örlítið en fréttir eru sendar út um klukku- stund fyrr eða kl. 18:00. Smekkur fólks er mismunandi og segir Páll að reynt sé að gera sem best við sem flesta. Hann telur að best væri mál- um fyrirkomið ef Rúv væri með sér- staka íþróttarás til að sýna megnið af þessum viðburði. „Sjálfsagt munum við gera það þegar við erum komin í stafræna dreifingu. Það væri svolítið sérkennilegt af okkar hálfu að setja þetta inn á dreifikerfi sem er með svo takmarkaða útbreiðslu. Það væri bara lítill hluti af sjónvarpsáhorfend- um sem næðu sendingu. [Eins] yrði það rosalega dýrt,“ segir Páll. „En þegar Rúv verður komið í stafræna dreifingu sem verður ábyggilega fyrir næstu heimsmeistara- keppni, ef út í það er farið, þá munum við alveg örugglega sýna megnið af viðburðum á sérstakri rás“. Ekki stendur því til að stofna einhverskonar Rúv-sport- sjónvarpsstöð enn sem komið er en það mun líklegast verða að veruleika í náinni framtíð. Stórtap frétta fyrir fótbolta  Með stafrænni dreifingu verður Rúv-sport jafnvel að veruleika fyrir næsta HM  HM á sex af tíu efstu sætum í áhorfskönnun Gallup og fréttir detta í 9. sætið 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. HM2010 (England-Bandaríkin) | Sjónvarpið HM2010 (Brasilía-Fílabeinsströndin) | Sjónvarpið HM2010 (Frakkland-Úrúgvæ) | Sjónvarpið Setningartónleikar HM í fótbolta | Sjónvarpið Landsleikur í handbolta - þri | Sjónvarpið Lífið (Life) | Sjónvarpið HM2010 (Argentína-Nígería) | Sjónvarpið HM2010 (Ítalía-Nýja Sjáland) | Sjónvarpið Fréttir kl. 19 (meðaltal) | Sjónvarpið Landsl. í handbolta -mið | Sjónvarpið 55,1% 51,6% 45,0% 41,9% 38,0% 37,3% 35,8% 34,7% 34,4% 33,7% Uppsafnað áhorf (topp 10) Jafnréttisstofu hafa á und- anförnum dögum borist ábend- ingar og kvartanir vegna skorts á sýnileika kvenna við lýsingar á HM í Suður-Afríku. Samkvæmt þessu virðast karlar vera í aðal- hlutverki leikskýrenda hér- lendis og það dæmi er nefnt, að allir leikskýrendur séu karlar hjá Rúv. Páll Magnússon útvarpsstjóri segist geta tekið undir þetta að mörgu leyti og vildi hann sjálfur sjá fleiri konur taka þátt í spjall- þáttum um leikina. Páll telur skýringar vera á skorti kvenna í leikskýringum. Hann segir það hafa verið vandkvæðum bundið að fá konur til þess að taka að sér þetta verkefni. Hann tekur þó fram að með þess- um skýringum sé ekki verið að afsaka málið, en svo virðist sem erfitt hafi verið að fá konur í þetta hlut- verk. Skortur á kvenfólki BOLTALÝSINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.