Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 1
HÆGT AÐ TÝNAST ÚT UM ALLT Á ÍSLANDI ÁBYRGÐIR RÍKISINS ÞÚSUNDIR MILLJARÐA MEÐ ÓBILANDI ÁHUGA Á FORNBÍLUM VIÐSKIPTABLAÐ 6 LINCOLN Í UPPÁHALDI 10SÖNGVARI SPIRITUALIZED 32 Fréttaskýring eftir Bjarna Ólafsson Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn fengi 34,6% at- kvæða ef kosið yrði til Alþingis nú, samkvæmt niðurstöðum könnunar, sem Miðlun ehf. framkvæmdi fyrir Morgunblaðið í júní. Flokkurinn hef- ur því bætt við sig tæplega ellefu pró- sentustigum frá fylgi sínu í síðustu al- þingiskosningum, í apríl 2009, og hátt í fimm prósentustigum frá könnun Capacent í maí. Á meðan Vinstrihreyfingin – grænt framboð heldur kjörfylgi sínu nokkurn veginn, með 21,5% fylgi, eft- ir að hafa mælst stærri í könnunum undanfarin misseri, tapa Samfylking- in og Framsóknarflokkurinn tals- verðu fylgi frá því í kosningunum. Þannig segjast 23,8% aðspurðra myndu kjósa Samfylkinguna ef kosið yrði nú. Flokkurinn fékk hins vegar rétt tæplega 30% fylgi í síðustu kosn- ingum. Langt með að helminga fylgið Þá fer Framsókn langt með að helminga kjörfylgi sitt, en flokkurinn átti endurkomu í kosningunum með 14,8%, eftir að hafa aðeins hlotið tæp- lega 12% fylgi í kosningunum 2007. Sú velgengni er nú á undanhaldi og hefur fylgið hrunið af flokknum mið- að við niðurstöður Miðlunar. Segjast 7,6% nú myndu kjósa Framsóknar- flokkinn. Hreyfingin hefur 5,9% fylgi nú og er því nokkru undir kjörfylgi sínu. Hún bætir hins vegar verulega við sig frá því í könnun Capacent í maí, þegar hún mældist aðeins með um 2% fylgi. Af þeim sem vildu kjósa annað en flokkana á þingi sagðist rúmur helm- ingur vilja Besta flokkinn. Sjálfstæðisflokkur í sókn  Tæpum 11% yfir kjörfylgi á meðan VG heldur í horfi en Samfylking tapar fylgi  Framsóknarflokkur hefur nærri helmingað fylgið frá síðustu alþingiskosningum MMiklar sviptingar »6 Fylgi flokkanna 34,6% 21,5%23,8% 7,6% 5,9% D V S B O Bátverjarnir tveir á handfærabátnum Sigrúnu SU 166 voru sannarlega ekki einir á báti þegar þeir sigldu heim í Fáskrúðsfjörð. Mikill mávahópur fylgdi þeim til lands og gerðust einhverjir ágengari en aðrir. Líklegast fylgdu þeir sjómönnunum ekki til að veita þeim félagsskap. Sennilegra þykir að borið hafi vel í veiði og mávarnir hafi ætlað að auð- velda sér vinnuna þennan daginn. Bátverjarnir ekki einir á báti Morgunblaðið/Ómar Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, útilokar ekki að grípa þurfi til fjöldatakmarkana í deildum skólans vegna fyrirhug- aðs niðurskurðar í framlögum frá ríkinu. Skólanum ber lögum sam- kvæmt að taka á móti öllum stúd- entum sem standast inn- tökukröfur en Kristín leggur áherslu á að ekkert hafi verið ákveðið í þessu efni enn. Umræður um þetta neyð- arúrræði séu enn á hugmyndastigi. Fjárskortur Háskóla Íslands og annarra háskólastofn- ana kemur á versta tíma fyrir hugverkageir- ann, vaxandi atvinnugrein sem sér fram á mikil tækifæri til útflutn- ings, enda hafa talsmenn hans áhyggjur af því að tæknifólk muni skorta. Ari Kristinn Jónsson, rektor Há- skólans í Reykjavík, telur stöð- una alvarlega en hann óttast að hæft fólk kunni að fara úr landi, takist ekki að nýta tækifærin í greininni. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra kveðst ekki hafa heyrt um hugmyndir að fjöldatakmörk- unum við HÍ. »6 Háskóli Íslands skoðar hvort takmarka þurfi fjölda nýnema vegna niðurskurðar  Miðað við þró- un fasteigna- verðs í Hong Kong og Macau á undanförnu ári er óhætt að full- yrða að í stað þess að tapa yfir þremur millj- örðum króna hefðu skilanefnd Glitnis og Sjóvá hagnast um yfir tíu milljarða ef kaupunum á 68 lúxusíbúða turni í Macau hefði ekki verið rift. Heildarsamningurinn var upp á um 100 milljónir bandaríkjadala eða um 13 milljarða króna á núvirði og hafði Sjóvá greitt um þriðjung af samningnum þegar kaupunum var rift og samið um verð sem þá var um 25% undir markaðsverði. »4 Verulegur hagnaður hefði orðið í stað töluverðs tjóns  Fari fjármálafyrirtæki að til- mælum Seðlabankans og Fjármála- eftirlitsins og miði vexti af lánum sem áður voru gengistryggð með ólögmætum hætti við lægstu vexti sem Seðlabankinn gefur út gætu vextir í einhverjum tilfellum þre- faldast. Er þá lögð til grundvallar sú túlkun fjölda sérfróðra lögfræð- inga að dómur Hæstaréttar um ólögmæti verðtryggingar raski ekki öðrum ákvæðum samninga en þeim sem lúta að gengistryggingu. Aðstoðarbankastjóri Seðlabank- ans segir að verði tilmælunum fylgt muni það tryggja stöðugleika fjár- málakerfisins. Hann segir að fái samningsvextir að standa muni það á endanum bitna á almenningi. Efnahags- og viðskiptaráðherra segir stjórnina hafa heimildir innan úr dómskerfinu fyrir því að helstu spurningum um gengislánin verði mögulega svarað snemma í haust. »16, Viðskipti Vextir á myntkörfu gætu nær þrefaldast –– Meira fyrir lesendur fylgir með Morgu nblaði nu í da g Sjötíu og sex starfsmönnum verk- takafyrirtækja verður sagt upp nú um mánaðamótin vegna fyrirséðs verkefnaskorts. Fimmtíu missa vinnuna hjá Ístaki en tuttugu og sex hjá Eykt. Uppsagnirnar taka gildi 1. október en fyrirtækin binda vonir við að draga megi þær til baka ef ný verkefni fást. Árni Jóhannsson, forstöðumaður mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðn- aðarins, segir uppsagnirnar ekki koma sér á óvart. „Við erum bara með hryggð í brjósti. Við vitum þetta og höfum talað um þetta. Sumir hafa talið okkur kalla „úlfur, úlfur“ en nú er hann bara kominn og byrjaður að éta. Þetta er bara það sem gerist þegar allt er stopp,“ segir Árni sem kveðst ekki bjart- sýnn á þróun mála. „Þetta heldur bara áfram ef ekki tekur að birta til. Það er ekkert sem eykur okkur bjartsýni í augnablik- inu. Það eru engar opinberar fjár- festingar, tiltölulega lítið að gerast í stóriðjunni nema hjá ISAL og svo er náttúrlega líka þessi einkenni- lega staða út af þessum hæstarétt- ardómum,“ segir Árni. »14 Sjötíu og sex sagt upp hjá verktakafyrirtækjum  Stofnað 1913  151. tölublað  98. árgangur  F I M M T U D A G U R 1. J Ú L Í 2 0 1 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.