Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 Maður hefur óneitanlega á til- finningunni, þeg- ar rennt er í gegnum gagnrýni um þessa aðra endurkomuplötu Eminem (sú fyrri, Relapse, kom út í fyrra), að fólki vilji að Eminem mis- takist. Enda er varla til hollari nær- ing fyrir meinfýsnina en að fylgjast með mönnum með stærilæti og upp- blásið egó hrasa. Sú var tíðin að Em- inem réð lögum og lofum í rapp- heimum en ríki hans leið undir lok haustið 2004 eftir að platan Encore kom út. Eftir það tók Eminem sér frí, sagðist ætla að einbeita sér að útgáfumálum en festist þess í stað í neti eitulyfjafíknar. Á Relapse (orðið sem áfengis- og fíkniefnafræðin nota yfir fall) gerði hann þennan tíma upp og nú er komið að batanum eða Recovery, því skeiði þar sem fíkill- inn er búinn að finna fótum sínum forráð og er að ná persónulegum ár- angri og þroska. Auðvitað er útilokað að Eminem nái aftur þeim hæðum sem hann átti að venjast í upphafi ferils. Ímyndum okkur að Bítlarnir hefðu komið sam- an aftur árið 1975 og skotið út einum eða tveimur plötum. Heiminum hefðu þeir varla breytt aftur en ekki er loku fyrir það skotið að tónlistin hefði verið sæmileg og vel það. Nokkurn veginn það sama gildir um hann Eminem okkar. Tónlistin hérna, nei rímurnar og rappið öllu heldur, er drífandi og hart; flutt af einhverju sem kalla mætti knýjandi þörf. Tónlistin sjálf er hins vegar la la, taktar og hljóðbútar sveiflast frá því að vera andlausir yfir í að rúlla þekkilega undir hasarrímum Em- inem. Gestir á borð við Lil Wayne og P!nk gera svo lítið umfram það að ljá límmiðanum á umslaginu nafn sitt. Niðurstaðan er því hvorki né; kon- ungssætið verður varla endurheimt, en strákurinn hefur greinilega þörf fyrir að tjá sig og gerir það enn bara býsna vel. Ef Eminem getur sætt sig við að dreifa boðskapnum til nokkuð færri viðtakenda en áður, og sýnir um leið æðruleysi og auðmýkt, á hann kost á fínasta bata. Í góðum bata? Eminem - Recovery bbbnn Arnar Eggert Thoroddsen Barátta Er Eminem lentur á báðum? Hann á a.m.k. kost á fínum bata. Can’t Be Tamed er þriðja plata fyrrverandi ung- stirnisins Miley Cyrus, en með henni hefur hún sagt skilið við Disney-risann fyrir fullt og allt. Plötuumslagið segir allt sem segja þarf, Cyrus er orðin „vonda stelpan“ eða það vill hún alla vega láta hlust- endur sína halda. Platan er ekki upp á marga fiska, enda fer hún hér eftir sömu formúlu og helstu tyggjópopp- söngkonur nútímans á borð við Brit- ney Spears og Christina Aguilera. Fyrsta hlustun er í raun ekki fyrsta hlustun, því lögin hefur maður heyrt þúsund sinnum áður. Þessi unga söngkona hefur þó ansi góða söng- rödd, en þar sem hún er einungis 17 ára er beinlínis ógerningur fyrir eldri hlustendur að gefa grænt ljós á textasmíði hennar og „hegðun.“ Það er líka bara allt í lagi því markhópur Cyrus er yngri kynslóðin. Ég verð þó að viðurkenna að það er alveg hægt að detta í stuðið með Cyrus, sérstaklega á svokölluðu „girls night out,“ en þá þurfa nokkrir kokteilar að hafa komið við sögu … allnokkrir. Týpísk tyggjó- poppplata Miley Cyrus- Can’t Be Tamed bbnnn Hugrún Halldórsdóttir Hinn magnaði bandaríski gítar- leikari Ry Cooder hefur stillt strengi sína sam- an við hljómsveit- ina Chieftains á plötunni San Patricio en auk þess kemur fjöldi góðra gesta við sögu, m.a. sveitin Los Folkloristas, söng- konan Linda Ronstadt, Los Tigres del Norte og leikarinn Liam Neeson svo fáeinir séu nefndir. Paddy Molo- ney, forsprakki hinnar írsku The Chieftains, ritar grein í plötubækl- ing með býsna langri söguskýringu um stríðið milli Bandaríkjanna og Mexíkó á árunum 1846-48, nánar til- tekið herdeild liðsforingjans John Riley sem gekk í lið með óvininum og hlaut nafnið herdeild heilags Pat- reks, en platan er nefnd eftir þeim dýrlingi upp á spænsku, San Patri- cio. Plata þessi geymir söngva her- deildarinnar, að sögn Moloneys, og mætti lýsa tónlistinni sem írsk- mexíkóskri. Það kann að hljóma ein- kennilega en þessi ólíka tónlist smellur oftast nær bráðvel saman og ekki síst fyrir ilmandi gítarleik Cooders. Mexíkó, Írland og Cooder The Chieftains með Ry Cooder - San Patricio bbbbn Helgi Snær Sigurðsson Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Killers kl. 3:30 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára Leikfangasaga 3D kl. 3:30 - 5:45 íslenskt tal LEYFÐ Killers kl. 8 - 10:10 LÚXUS Toy Story 3D kl. 3:30 - 5:45 enskt tal / ótextað LEYFÐ Grown Ups kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 LEYFÐ The A-Team kl. 8 - 10:40 B.i. 12 ára Grown Ups kl. 3:30 - 5:45 LÚXUS Get Him to the Greek kl. 8 - 10:25 B.i. 12 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI H E I M S F R U M S Ý N D SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI -T.V. - Kvikmyndir.is ÞEIR VORU PLATAÐIR - ÞEIR VORU SVIKNIR - HEFNDIN ER ÞEIRRA MISSIÐ EKKI AF FYRSTU STÓRMYND SUMARSINS! -S.V. - Mbl. -J.I.S. - DV SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Sími 462 3500 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Killers kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Grown Ups kl. 8 LEYFÐ The A-Team kl. 10 B.i. 12 ára Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti teng

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.