Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 19
Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 n o a t u n . i s H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t Ö ll ve rð er u bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill u og /e ða m yn da br en gl Í MATSELDI NA GRÆNT SVALANDI OGGOTT ÍSLENSKT KÍNAKÁL, PAKKAÐ 447KR./KG MATREIÐSLURJÓMI 0,5 L 219 KR./STK. ÍSLENSKAR AGÚRKUR 179KR./STK. SVALI, APPELSÍNU OGEPLA, 3 X 250ML 129 KR./PK. Við gerum meira fyrir þig JARÐARBER 250G, BOX KR./PK. GRÍSAKÓTILETTUR KRyddAÐAR AÐEIGINVALI KR./KG 998 28% afsláttur 1398 299 BESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, varð fyrir miklu pólitísku áfalli þegar forsetaefni sem hún valdi, Christian Wulff, náði ekki kjöri í embætti forseta Þýskalands fyrr en í þriðju tilraun á sérstakri kjörmannasamkomu í gær. Christian Wulff, forsætisráðherra Neðra-Saxlands, fékk 600 atkvæði í fyrstu atkvæðagreiðslunni en þurfti að fá meirihluta atkvæða, eða 623, til að ná kjöri í fyrstu atrennu. Helsti keppinautur hans, Joachim Gauck, fékk 499 atkvæði. Úrslitin benda til þess að 44 kjörmenn úr stjórnar- flokkunum hafi kosið Gauck eða set- ið hjá. Í annarri atkvæðagreiðslunni vantaði Wulff átta atkvæði til að ná kjöri og því þurfti að kjósa í þriðja skipti. Hann þurfti ekki að fá meiri- hluta atkvæða í þriðju atkvæða- greiðslunni og náði loks kjöri með 625 atkvæðum, 56% greiddra at- kvæða. Gauck er fyrrverandi prestur og afhjúpaði glæpi austurþýsku öryggislögreglunnar Stasí þegar hann var yfirmaður stofnunar sem hefur umsjón með skjalasafni Stasí. Gauck, sem er sjötugur, naut stuðn- ings stjórnarandstöðunnar en lýsti sér sem óháðu forsetaefni. Kosningin fór fram á sérstakri kjörmannasamkomu, Bundesver- sammlung, sem er skipuð þingmönn- um Sambandsþingsins og jafnmörg- um fulltrúum sem kosnir eru af þingum sambandslandanna sextán. Reuters Niðurlút Angela Merkel og forsetaefnið Christian Wulff hlýða á úrslit ann- arrar atkvæðagreiðslu kjörmannasamkomu í þinghúsinu í Berlín í gær. Úrslit forsetakjörsins áfall fyrir Merkel  Forsetaefni kanslarans náði ekki kjöri fyrr en í þriðju atkvæðagreiðslu á sérstakri kjörmannasamkomu Þing Finnlands greiðir í dag at- kvæði um hvort byggja eigi tvo kjarnakljúfa í landinu. Fyrir eru fjórir kjarnakljúfar í tveimur kjarnorkuverum og verið er að byggja fimmta kljúfinn sem verður tekinn í notkun árið 2012. Nær 30% af raforkuframleiðsl- unni koma frá kjarnorkuverunum. Stjórnin samþykkti í apríl sl. tillögu um að heimila byggingu sjötta og sjöunda kjarnakljúfsins. Stuðnings- menn tillögunnar á þinginu lögðu áherslu á að kjarnakljúfar yllu ekki losun gróðurhúsalofttegunda og að kjarnorkuverin fjölguðu störfum í landinu. Andstæðingar tillögunnar sögðu hins vegar að nota ætti féð til að nýta endurnýjanlega orkugjafa. Fyrr í mánuðinum afnam þing Svíþjóðar 30 ára bann við nýjum kjarnakljúfum og heimilaði allt að tíu nýja kljúfa í stað eldri sem tekn- ir verða úr notkun. Vill nýja kjarnakljúfa Heimildir: International Nuclear Safety Center, Eurostat, World Nuclear Association *Meðal þeirra eru ef til vill kjarnakjúfar sem hafa verið lokaðir eða eru í byggingu. KJARNORKA Í ESB-LÖNDUM Þing Finnlands greiðir í dag atkvæði um tillögu ríkisstjórnar landsins um að byggðir verði tveir kjarnakljúfar til viðbótar í landinu Tékkland 31,8% Slóvakía 57,7% Ungverjal. 37,0% Rúmenía 17,3% Búlgaría 35,0% Litháen 71,1% Frakkland 76,3% Spánn 18,8% Ítalía Finnland 29,6% Svíþjóð 42,6% Þýskaland 23,3% Holland 3,9% Belgía 53,7% Bretland 13,5% Slóvenía 38,3% Ekki starfræktir / lokaðir Í bygginguStarfræktir*Kjarnakljúfar Hlutfall raforku úr kjarnorku- verum af raforkuframleiðslunni í löndum ESB árið 2008 25% 50% Fjórir kjarnakljúfar Finn- lands eru á meðal afkasta- mestu kjarnakljúfa heims Loviisa Tveir kjarnakljúfar Olkiluoto Tveir kljúfar og einn til viðbótar í byggingu Meirihluti Þjóðverja vill nú að evr- an verði lögð niður og markið tekið upp að nýju í Þýskalandi, ef marka má nýja skoðanakönnun. Um 51% aðspurðra kvaðst vilja fá þýska markið aftur en 30% vildu halda evrunni. Um 19% höfðu ekki gert upp hug sinn eða vildu ekki svara spurningunni. Óánægjan með evr- una hefur aukist í Þýskalandi eftir að ríkisstjórn Angelu Merkel kansl- ara samþykkti að koma Grikkjum til hjálpar vegna gífurlegra skulda þeirra. Vilja fá þýska markið aftur AUKIN ÓÁNÆGJA MEÐ EVRUNA Í ÞÝSKALANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.