Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 Framkvæmdum er nú að ljúka við nýjan þjónustuskála fyrir ferða- menn í Seltúni í Krýsuvík. Tvö sal- erni eru nú á staðnum en að auki er þjónustuhús Reykjanesfólksvangs og Hafnarfjarðarbæjar þar sem starfsmenn Reykjanesfólksvangs og starfsmenn þjónustumiðstöðv- arinnar auk sumarhópa Vinnuskól- ans hafa aðstöðu. Í næstu viku mun vinnuflokkur á vegum Umhverfis- stofnunar vinna í Seltúni, lagfæra göngustíga og tréverk, mála húsin og fleira sem til fellur. Tveir aðrir vinnuhópar koma í fólkvanginn í sumar, annar fer í að laga göngu- stíga að hellinum Leiðarenda og hinn í að mála og taka til hendinni í Krókamýri við Vigdísarvelli. Aukin þjónusta Í dag, fimmtudag, verður opnaður sumarmarkaður á Thorsplani í Hafnarfirði. Hann verður opinn fimmtudaga, föstudaga og laug- ardaga frá kl. 11-18 í sumar. Markaðurinn, sem er í samstarfi við Rauða krossinn og Deigluna, er tilraunaverkefni og því eru húsin leigð út án endurgjalds. Einnig verða tvö hús við Græna kaffihúsið í Hellisgerði og geta áhugasamir selt þar varning af ýmsu tagi. Enn eru laus hús og er áhuga- sömum bent á að auglýst er eftir einstaklingum, félagasamtökum, verslunum eða öðrum sem vilja taka þátt í að skapa markaðs- stemningu í miðbæ Hafnarfjarðar og/eða í Hellisgerði í sumar. Sumarmarkaður opnaður á Thorsplani Skógrækt ríkisins og Skógræktar- félag Íslands boða til kynningar í fundarsal hins síðarnefnda í Skúla- túni 6 í Reykjavík, fimmtudaginn 1. júlí, kl. 14:00 á umsögn um lúpínu- skýrslu Náttúrufræðistofnunar Ís- lands og Landgræðslu ríkisins. Skýrslan og athugasemdir við hana verða formlega kynntar á fundinum og fyrirspurnum svarað af fulltrúum Skógræktar ríkisins og Skógræktarfélags Íslands. Allir eru velkomnir á fundinn. Rætt um lúpínu Í tilefni af 80 ára afmæli Landspít- alans efnir listmuna- og minjadeild spítalans til sýningar í elsta hluta Landspítalans við Hringbraut. Alexandrína, drottning Danmerkur og Íslands, lagði hornstein að bygg- ingu Landspítala við hátíðlega at- höfn þann 15. júní 1926. Fyrsti sjúk- lingurinn var síðan lagður inn á spítalann þann 20. desember 1930. Á sýningunni er leitast við að varpa ljósi á aðdraganda byggingar Landspítala, fyrstu starfsárin og á listaverkaeign spítalans. Sýningin verður uppi til 20. desember nk. Afmælissýning á Landspítala Munið vinsælu gjafabréfin okkar        Prijon Millenium Hraðskreiður og skemmtilegur trefjabátur. Lengd 505 sm, breidd 59 sm, þyngd 20,5 kg. Burður 125 kg. Millenium er sérlega vel búinn. Þægilegt og gott sæti, tvær stórar lestar auk daglúgu sem auðvelt er að komast í. Prijon Millenium er klár fyrir stýri. Prijon Millenium er til gulur / hvítur. Verð aðeins 319.000 Prijon Proteus Hraðskreiður og rásfastur trefjabátur. Hefur fengið mikið lof. Lengd 520 sm, breidd 57 sm, þyngd 21 kg. Burður 140 kg. Nýjasti trefjabáturinn frá Prijon. Betur búinn en mun dýrari bátar. Þægilegt og gott sæti. Tvær stórar lestar og daglúga. Prijon Proteus er klár fyrir stýri. Prijon Proteus er til appelsínugulur / hvítur. Verð aðeins 329.000 Prijon Seayak Mest keypti sjókayak á Íslandi frá upphafi. Lend 490 sm, breidd 58 sm, þyngd 28 kg. Burður 120 kg. Sterkbyggður plastbátur, tilvalinn fyrir byrjendur og lengra komna. Vel búinn bátur með þægilegu sæti. Tvær stórar lestar og daglúga. Prijon er klár fyrir stýri. Prijon Seayak er til í tveim litum, gulur og rauður. Verðlækkun frá fyrra ári. Verð nú aðeins 199.900 Prijon Kodiak Vinsæll bátur. Stóri bróðir Seayak og hentar stærri og þyngri ræðurum. Lengd 518 sm, breidd 59 sm, þyngd 28 kg. Burður 150 kg. Sterkbyggður og stöðugur bátur, tilvalinn fyrir byrjen- dur og lengra komna. Vel búinn með þægilegu sæti. Tvær stórar lestar og daglúga. Prijon Kodiak er klár fyrir stýri. Kodiak er til í tveim litum, gulur og rauður. Verðlækkun frá fyrra ári. Verð nú aðeins 199.900 Kayakarnir fást í Sportbúðinni Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Raforkukostnaður hefur hækkað gríðarlega hjá meðalheimilum frá ágústmánuði 2008. Meðalhækkun nemur allt að þriðjungi en miklar hækkanir á fastagjöldum fyrir flutn- ing og dreifingu eru meginorsakir hækkananna. Slík fastagjöld hafa hækkað um allt að 125% á síðustu tveimur árum að því er fram kemur í nýrri úttekt Alþýðusambands Ís- lands á raforkuverði til heimila. Þá kemur þar fram að raforkukostn- aður heimila í dreifbýli er mun hærri en í þéttbýli. OR með lægsta kostnaðinn Rafmagnsreikningurinn hefur hækkað mest hjá notendum Rarik og Orkubús Vestfjarða sem búsettir eru í dreifbýli en meðalheimilið í dreifbýli á svæði Orkubús Vest- fjarða greiðir 78.600 kr. á ári fyrir raforku til almennra heimilisnota en á dreifbýlissvæði Rarik er kostn- aðurinn tæplega 74.600 kr. á ári og hefur í báðum tilvikum verið tekið tillit til niðurgreiðslu ríkisins á raf- orku í dreifbýli. Athygli vekur að heildarkostn- aður fyrir dreifingu, flutning og raf- orku til meðalheimilis í þéttbýli sem notar fjögur þúsund kílówattstundir af rafmagni á ári er hæstur hjá við- skiptavinum Rarik, tæpar 62.800 kr. á ári. Lægstur er kostnaðurinn hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem nemur 48.250 kr. á ári. Munurinn er þannig 14.550 kr. á ári eða um 30%. Raforkureikningi heimilis má skipta í tvo hluta. Annars vegar er greitt fyrir flutning og dreifingu til þeirrar dreifiveitu sem hefur einka- leyfi á viðkomandi svæði. Hins vegar er greitt fyrir raforkuna sjálfa en hvert heimili getur valið sölufyrir- tæki. Orkubú Vestfjarða í dreifbýli hefur hækkað fastagjald sitt hvað mest síðustu tvö árin eða um tæp 125% en Rarik einungis um tæp 3%. Mögnuð aukning á raforkukostnaði  Meðalheimili greiðir allt að 30% meira fyrir raforku en fyrir 2 árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.