Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 14
INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 Anna Sigríður Einarsdóttir annaei@mbl.is Töluverður fjöldi íslenskra flug- manna starfar hjá írska lággjalda- flugfélaginu Ryanair og flugu tveir þeirra í gær fyrstu ferð Ryanair til Watry-flugvallar í nágrenni Disn- eylands í Frakklandi. „Við erum um tuttugu íslenskir flugmenn hér og ég veit að fleiri eru að bætast í hópinn,“ segir Arnar Már Baldvinsson, flugstjórinn í ferðinni. Með honum flaug gamall flugnemi hans, Jóhann Valdimarsson. „Við höfum ekki flogið saman í tíu ár,“ segir Arnar Már og kveður gaman að fá gamla nema til samstarfs. Lítið er um atvinnu fyrir flug- menn heima og því hafa margir leit- að út fyrir landsteinana. „Ryanair á von á nokkrum hundruðum flugvéla sem þarf að manna og svo bætast ný- ir áfangastaðir við í hverjum mán- uði.“ Arnar Már, sem er í launalausu leyfi hjá Icelandair, hefur verið hjá Ryanair í tæp tíu ár. Hann segir töluvert um að íslenskir flugmenn hafi samband við sig og leiti upplýs- inga um flugfélagið. „Mér var sagt upp á sínum tíma og fór hingað út 2001 og er eiginlega búinn að vera hjá Ryanair síðan.“ Nokkrir íslensku flugmannanna störfuðu áður hjá Icelandair eða Atlanta. Fyrir flesta er þetta hins vegar fyrsta starfið. „Fólk klárar þetta dýra nám og hefur svo um fátt að velja. Sérstaklega sl. tvö ár þegar Ryanair hefur verið eitt fárra flug- félaga sem hafa verið að bæta við fólki.“ Arnar Már segir vinnuálag ekki meira en hann bjó við heima og kannast ekki við álagið á starfsfólk sem lýst var í nýlegri heimildamynd um Ryanair. „Þetta eru fleiri vinnu- stundir, en á móti kemur að við vinnum eftir fastri vaktaáætlun sem sveiflast lítið og felst í fimm daga vinnu og svo fjögurra daga fríi.“ Sjálfur fer hann jafnan heim til Ís- lands í fríunum. „Síðan er ekki verið að segja fólki upp og það veitir mikið öryggi.“ Litlar sveiflur og engar uppsagnir Reuters Fjölga fólki Enn er verið að ráða fólk til starfa hjá Ryanair.  Um 20 íslenskir flugmenn hjá Ryanair og fleiri á leiðinni Í júnímánuði fengu 54 flugmenn Icelandair uppsagnarbréf frá flug- félaginu. Uppsögnin á að taka gildi 1. sept- ember nk. Eru þetta fleiri flug- menn en sagt var upp hjá fé- laginu veturinn 2009-2010. Stjórn Félags íslenskra atvinnu- flugmanna hefur lýst undrun sinni á uppsögnunum, sérstaklega í ljósi þess að aukning er í áætlunarflugi hjá Icelandair næsta vetur og jafn- framt liggi nú þegar fyrir leigu- flugsverkefni fyrir veturinn sem lofi góðu. Taki allar þessar 54 uppsagnir gildi verða alls 90 flugmenn í upp- sögn hjá félaginu. Uppsagnir taki gildi í haust FÆKKA FLUGMÖNNUM HJÁ ICELANDAIR Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Sjötíu og sex manns var sagt upp af verktakafyrirtækjum nú um mánaðamótin. Fimmtíu manns misstu vinnuna hjá Ístaki en tutt- ugu og sex hjá Eykt. Páll Daníel Sigurðsson, sviðs- stjóri framkvæmdasviðs hjá Eykt, segir fyrirtækið hafa reynt að halda sínum starfsmönnum í vinnu en kveður hópinn sem nú missir vinnuna vera lungann af smiðum fyrirtækisins. „Þetta er vegna fyr- irséðs verkefnaskorts. Auðvitað vonast maður til þess að það taki að birta til en maður sér ekkert í stöðunni í dag,“ segir Páll Daníel. Kolbeinn Kolbeinsson, fram- kvæmdastjóri Ístaks, segir mán- aðamótin hafa verið fyrirtækinu þung. „Við höfum þurft að segja upp, því miður. Það eru fimmtíu manns um þetta leyti,“ segir Kol- beinn sem kveður stöðuna á Ís- landi í dag erfiða fyrir verktaka- fyrirtæki. Staðan verri en búist var við „Markaðurinn er svo gersamlega steindauður hér einu og hálfu ári eftir hrun að við sjáum fram á þessa stöðu. Við skulum vona að það breytist,“ segir Kolbeinn sem vonar að hægt verði að draga upp- sagnirnar til baka. „Ég sagði það nú við okkar fólk að ég vonaði að við þyrftum ekki að standa við þetta þegar upp væri staðið, að við fengj- um eitthvað að gera hérna heima. En þetta er staðan í dag. Það er ekkert byggt og lítið sem leigist. Þessi staða er miklu verri en ég gat ímyndað mér fyrir einu og hálfu ári. Þetta leggst bara út af hérna heima, það kemur ekkert nýtt.“ Vonar að draga megi til baka Kolbeinn kveður fyrirtækið þó reyna hvað það geti til að halda í starfsfólkið. „Nú eru einhver verkefni komin í útboð, þau útboð verða opnuð í ágúst, vonandi fáum við eitthvað út úr því. Þá vænkast okkar hagur, en kannski fá einhverjir aðrir aðilar það, þá get ég ekki staðið að þessum hópi manna sem nú er sagt upp, því miður. Við reynum að gera allt sem við getum til að halda í okkar starfsmenn en þegar við höfum ekkert í hendi og það er þriggja mánaða uppsagnarfrestur á mjög stórum hópi, þá verðum við að gera það sem við gerum,“ segir Kolbeinn. Fjöldauppsagnir hjá verktakafyrirtækjum  Sjötíu og sex missa vinnuna vegna mikils verkefnaskorts 50 uppsagnir hjá ÍSTAK. 26 uppsagnir hjá Eykt. ‹ UPPSAGNIR Í JÚLÍ › » Morgunblaðið/RAX Verkefnaskortur Mörgum smiðum var sagt upp en lítið er um verkefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.