Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 29
Dagbók 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 Sudoku Frumstig 6 8 6 9 1 4 3 1 9 6 2 3 1 4 7 9 3 9 7 1 8 8 2 4 9 4 2 1 7 8 6 6 9 1 8 5 2 4 9 2 1 4 7 4 5 9 5 1 9 4 2 8 1 1 6 8 5 2 1 9 5 8 3 2 4 1 9 4 6 2 8 9 8 3 4 7 1 2 6 7 5 1 8 9 4 3 3 8 5 4 9 6 2 1 7 1 9 4 3 2 7 8 5 6 7 2 3 9 8 5 4 6 1 9 4 6 1 3 2 7 8 5 5 1 8 7 6 4 3 2 9 4 5 1 8 7 3 6 9 2 6 7 9 2 4 1 5 3 8 8 3 2 6 5 9 1 7 4 4 8 9 1 6 2 3 5 7 6 1 3 8 5 7 9 4 2 7 5 2 3 9 4 1 6 8 9 7 1 4 2 6 8 3 5 2 3 8 7 1 5 6 9 4 5 4 6 9 8 3 7 2 1 8 2 4 6 3 1 5 7 9 3 9 5 2 7 8 4 1 6 1 6 7 5 4 9 2 8 3 3 4 8 5 2 7 6 1 9 9 2 6 1 8 3 4 5 7 1 5 7 4 9 6 3 2 8 2 6 9 7 3 5 1 8 4 7 8 4 2 1 9 5 3 6 5 1 3 6 4 8 9 7 2 8 9 5 3 7 4 2 6 1 6 7 1 9 5 2 8 4 3 4 3 2 8 6 1 7 9 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 1. júlí, 182. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Guð hefur uppvakið oss í Kristi Jesú og búið oss stað í himin- hæðum með honum. (Ef. 2, 6. ) Sumarið á Íslandi er stutt og þaðborgar sig að nýta það. Vík- verji þekkir fólk, sem helst vill vera alls staðar á sumrin. Þegar það er í bænum vill það vera í sveitinni og öfugt. Löngu skipu- lagðar ferðir til útlanda verða allt í einu að þjófi, sem stelur sumrinu og björtu nóttunum, sem nær væri að njóta uppi á Íslandi en í meng- aðri stórborg eða á skítugri sand- strönd við skólplitað haf. Þessa klemmu má yfirfæra á flestallt, sem hægt er að taka sér fyrir hendur. Þetta er vandi frelsisins til að geta valið á milli þess, sem mað- ur tekur sér fyrir hendur. Um leið og eitt er valið er öðru sleppt. Sá sem stendur frammi fyrir slíku get- ur hins vegar huggað sig við það að hann er ekki svo fastur í viðjum vanans að hann sé hættur að líta upp. Frelsið er vitaskuld tignarlegt og voldugt hugtak, en nær auðvitað jafnt til þess smáa sem hins stóra og þegar best lætur er óskert svo fremi að það sé ekki misnotað til að skerða frelsi náungans. x x x Víkverji var nýlega staddur þarsem Hringbrautinni sleppir vestur í bæ skömmu eftir miðnætti. Erindið var að nýta sér þá þjón- ustu Nóatúns að hafa opið allan sólarhringinn og birgja sig upp af sætindum og nasli fyrir körfubolta- leik, sem fara átti fram þá um nótt- ina í annarri heimsálfu. Þarna við sjávarsíðuna er venjulega hávaða- rok og strekkingur, en þessa kvöld- stund var nánast logn, sólin að setjast og bleikrauður himinninn speglaðist í haffletinum. Það var eins og við blasti eldhaf og höfðu vegfarendur lagt bílum sínum tvist og bast til að skoða útsýnið. Þetta var sjón, sem átti heima á póst- korti, nema hvað hún hefði aldrei skilað sér á ljósmynd án þess að verða væmin. Tíu mínútum síðar var þetta sjónarspil horfið, aðeins örmjó, rauð rönd eftir við sjón- deildarhringinn þar sem sólin var að hverfa og þeir, sem nú áttu leið fram hjá, höfðu ekki hugmynd um af hverju þeir rétt misstu. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 götumál, 4 ve- sældarbúskapur, 7 ávöxt- ur, 8 styrk, 9 tannstæði, 11 nabbi, 13 skjóla, 14 bjarta, 15 bjarndýrshíði, 17 munnur, 20 borða, 22 hnappur, 23 afkvæmi, 24 hvalaafurð, 25 lifir. Lóðrétt | 1 skjögra, 2 ímugustur, 3 hlaupalag, 4 stirð af elli, 5 æðar- fugl, 6 brengla, 10 frá- leitt, 12 flýtir, 13 flík, 15 stykki, 16 slagbrand- urinn, 18 votur, 19 sér eftir, 20 hlífi, 21 tómt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 rummungur, 8 lóðar, 9 fæðir, 10 inn, 11 tíran, 13 aurum, 15 stúfs, 18 Eddur, 21 lof, 22 gubba, 23 illum, 24 farkostur. Lóðrétt: 2 urðar, 3 mærin, 4 nefna, 5 Urður, 6 slit, 7 gröm, 12 arf, 14 und, 15 segl, 16 útbía, 17 slark, 18 ef- ins, 19 dældu, 20 rúma. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Bc5 6. c3 O-O 7. d4 Ba7 8. Bg5 h6 9. Bh4 exd4 10. cxd4 d6 11. Bxc6 bxc6 12. Rbd2 g5 13. Rxg5 hxg5 14. Bxg5 He8 15. Da4 Hb8 16. Hae1 He6 17. e5 dxe5 18. dxe5 Hxb2 19. Bxf6 Dd4 20. Da3 Hxf6 21. exf6 Hxd2 Staðan kom upp á hinu árlega of- urskákmóti í Poikovsky í Rússlandi sem kennt er við Anatoly Karpov, fyrr- verandi heimsmeistara í skák. Ísr- aelski stórmeistarinn Emil Sutovsky (2661) hafði hvítt gegn bandarískum kollega sínum Alexander Onischuk (2699). 22. He8+! Kh7 23. Hh8+! vinn- ingsleikurinn en hvítur hefði orðið mát eftir 23. Hxc8?? Dxf2+ 24. Hxf2 Hd1#. 23… Kg6 svartur hefði orðið mát eftir 23… Kxh8 24. Df8+ Kh7 25. Dg7#. 24. Dg3+ Kxf6 25. Hxc8 Hd3 26. Dg8 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Í léttu skapi. Norður ♠KG8 ♥ÁG ♦ÁD1032 ♣Á54 Vestur Austur ♠D9642 ♠Á10753 ♥K2 ♥-- ♦G7654 ♦8 ♣6 ♣DG98732 Suður ♠-- ♥D109876543 ♦K9 ♣K10 Suður spilar 7♥ dobluð. Ísland mætti Þjóðverjum í 11. um- ferð EM og vann 24-6 í eftirminnileg- um leik. Tölvuforritið, sem sá um gjöf- ina, var í óvenju léttu skapi og dreifði spilunum fjörlega. Flatar grandhendur voru ekki á matseðlinum. Í síðasta spili leiksins tók Sigurbjörn (Bessi) Har- aldsson upp nílit í hjarta. Magnús Eið- ur Magnússon vakti í norður á 2♣, sem er þeirra aðferð til að sýna jafnskiptar 18-19 punkta hendur. Ýmislegt fleira getur leynst í opnuninni og því ákvað austur að ræna rými og stökk í 4♣. Bessi sagði 4♥ og Magnús 5G, sem áskorun í sjö. Bessi afþakkaði boðið með 6♥, en austur var ekki hættur og fórnaði í 6♠. Þá endurskoðaði Bessi al- slemmuboð makkers og sagði 7♥. Austur doblaði, en Bessi svínaði fyrir ♥K og tók þrettán slagi: 2.470 og 18 IMPar til Íslands. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Gættu þess að taka þig sjálfan ekki of hátíðlega heldur leyfðu hlutunum að þróast af sjálfu sér. Önnun barna er þér eðlislæg. (20. apríl - 20. maí)  Naut Gleði, rómantík, ánægja og hvers kyns skemmtanir ráða ríkjum í dag. Vertu samt ekki þvermóðskan uppmáluð. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þorsti þinn sýnir að einhverjum þínum grunnþörfum hefur ekki verið svarað. Og fyrrverandi elskhugar finna nýja elskhuga. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú þarft að gefa þér góðan tíma til þess að velta ýmsum vandamálum fyrir þér. Vertu þolinmóður því þú hefur allt með þér. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Sjónrænir kraftar þínir eru á fullu. Litlu, hugulsömu atriðin sem þú sinnir á hverjum degi vega þyngra en stopul róm- antísk viðleitni. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Um leið og meyjan heldur að hún viti við hverju hún á að búast, fara að- stæður úr böndunum. Krafturinn liggur í loftinu. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Hvers kyns hugmyndir heilla þig. Eftir öll þau grettistök sem þú hefur lyft í lífinu er ekki nema von að leitað sé til þín. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er mögulegt að snúa göll- um þínum upp í kosti. Ef þið haldið að þið séuð ekki nægilega listræn skuluð þið njóta fallegs umhverfis og verka annarra. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Afkastageta þín minnkar vegna ótta við að tapa! Reyndu að átta þig á því af hverju þú ert hrædd/ur við að tapa og sættu þig við það. Fáðu vini þína til liðs við þig. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Nú og á næstu vikum er upp- lagt fyrir þig að ræða við stjórnendur og yfirboðara. Allt í einu eru umburðarlyndi og samúð ofarlega á listanum. Reyndu að vinna í einrúmi ef þú mögulega getur. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Nú verðurðu að halda þér til hlés og ýta frá þér fólki sem tekur frá þér orku. Stórhuga ráðagerðir krefjast allra heilafrumna sem þú hefur yfir að ráða. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þér finnast öll spjót standa á þér og þig langar mest að draga þig í hlé. Geymdu stórinnkaup sem tengjast vinnunni þar til á morgun. Stjörnuspá 1. júlí 1886 Landsbanki Íslands, fyrsti banki á landinu, hóf starfsemi í Reykjavík. Fyrst í stað var hann opinn tvo daga í viku, tvo tíma í senn. Bankinn var til húsa við Bakarastíg en nafn stígsins breyttist fljótlega í Bankastræti. 1. júlí 1931 Þýska loftskipið Graf Zeppelin kom til Reykjavíkur með póst og tók hér fyrsta flugpóst til útlanda. Það hafði einnig kom- ið til landsins ári áður. 1. júlí 1958 Hámarkshraði bifreiða í þétt- býli var aukinn úr 30 kílómetr- um í 45 kílómetra á klukku- stund, samkvæmt nýjum umferðarlögum, og utan þétt- býlis úr 60 í 70 kílómetra. Jafnframt var bílprófsaldur lækkaður úr 18 árum í 17 ár. 1. júlí 2000 Tveggja daga hátíð hófst á Þingvöllum til að minnast þess að eitt þúsund ár voru síðan kristni var lögtekin hér á landi. Gestir voru taldir 17-30 þúsund. Á hátíðarfundi á Lög- bergi samþykkti Alþingi að stofna Kristnihátíðarsjóð. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… María Sól Kristjánsdóttir og Þóra María Sigurjónsdóttir héldu tom- bólu við Bónus, Mosfellsbæ. Þær söfnuðu 4.700 kr. sem þær færðu Rauða krossinum. Hlutavelta „Ég ætla bara að vera kát, það er ekkert annað planað,“ segir Ásta Márusdóttir um það hvernig hún hyggst fagna aldarfjórðungsafmæli sínu í dag. Tímamótin leggjast vel í Ástu og kveðst hún ekki finna neinn reginmun á sér þrátt fyrir þau. Ætlar hún að halda norður í Skagafjörð í tjaldúti- legu í dag en þangað á hún ættir sínar að rekja. Hittir hún þar nokkra vini sína og ætlar að hafa það gott á heimaslóðunum. Ásta stundar nám í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og í sumar vinnur hún að BS-verkefni sínu. Að auki vinnur hún á Snorrastöðum á Snæfellsnesi við hestatamningar. Hún er mikil hestamanneskja og það urðu henni nokkur vonbrigði að landsmóti hestamanna skyldi vera aflýst. „Það var svolítill bömmer en maður fer bara næsta ár,“ segir Ásta brött. Afmælisbarnið segir ekki mikið standa til beinlínis í tilefni afmæl- isins. Þar sem hún á afmæli um hásumar og fólk er gjarna í sumar- fríum og vant við látið segir hún að ekki hafi skapast mikil hefð fyrir veisluhöldum á afmælisdeginum. Þó segist hún mögulega ætla að baka afmælisköku, enda um stórafmæli að ræða. skulias@mbl.is Ásta Márusdóttir 25 ára Kát og bakar kannski köku Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.