Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Enn er hátíð í bæ! Bíladagar og stúd- entadagar að baki og þá renna upp knatt- spyrnudagar. Í gær hófst árlegt N1-mót KA fyrir stráka í 5. aldursflokki og eru keppendur um 1.500; fleiri en nokkru sinni. Þessi hátíð er þar með stærsta knattspyrnumót sem haldið hefur verið á Íslandi, að sögn mótshaldara.    Þetta er í 24. skipti sem KA-menn halda mótið, sem áður var kennt við Esso. Til leiks mæta 168 lið frá 35 félögum. Með þjálfurum og liðsstjórum eru þátttakendur um 1.800.    Boðið verður upp á snilldartakta á KA- vellinum en líklega ekki síður á Þórssvæðinu þar sem heldri knattspyrnukempur eigast við á árlega Pollamóti. Þar eru líka fleiri kepp- endur en áður og þátttaka í kvennaflokki slær öll met. „Gamla“ fólkið er líklega betur á sig komið hér á landi en áður...    Samkvæmt spánni verður sólarlaust og rigning næstu daga hér í höfuðstaðnum. Sem betur fer á að vera nokkuð hlýtt og lygnt. Kannski maður eigi að vera feginn; kominn með strengi í úðarahöndina og lóðin samt að skrælna.    Ljótu Hálfvitarnir halda þrenna tónleika á Græna Hattinum um þessa helgi; fimmtudag, föstudag og laugardag.    Djasstríóíð Hrafnaspark og Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari halda tónleika í Deigl- unni í kvöld.    Útvarpsstöðin Radiophonic er nú starf- rækt á Akureyri og sendir út á fm-tíðninni 101,7. Það eru krakkar úr Vinnuskólanum sem starfa á stöðinni en hún er samstarfsverkefni skólans og félagsmiðstöðvarinnar. Sent er út frá klukkan átta að morgni til miðnættis. Út- sendingar hófust 9. júní og sent verður út þar til 15. ágúst. Alls fengu 30 unglingar starf á stöðinni, nú eru þar 15 og jafnmargir síðar í sumar. Knattspyrnudagar, úr- valsdjass og hálfvitar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Radiophonic Nokkrir útvarpsmannanna. Sitjandi er Aron Rósinberg Antonsson og stand- andi, frá vinstri, Telma Hrund Davíðsdóttir, Hákon Guðni Hjartarson, Árni Víðir Jóhannesson, Gunnlaugur Víðir Guðmundsson (forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar) og Tómas Ólafsson. Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is „Það er og verður alltaf til hagsbóta fyrir Íslendinga að hér sé lifandi sam- keppni,“ segir Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri hjá Atlantsolíu. „Ef það væri bara eitt olíufélag hér myndi það leiða til stöðnunar, fákeppni og kostnaður neytenda myndi margfald- ast.“ Í Morgunblaðinu í gær kom fram að m.a. vegna samkeppni á milli olíu- félaga hafa a.m.k. einhver þeirra of- fjárfest í bensínstöðvum. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, sagði kostnaðinn af því lenda á neytendum. „Samkeppnin kostar helling,“ sagði hann. „Það verður að líta á ummæli for- stjóra stærsta olíufélags landsins í ljósi þess að það er hans hagur að ekki verði byggðar fleiri bens- ínstöðvar,“ segir Hugi. „Eðli málsins samkvæmt hefur Atlantsolía þurft að leita eftir lóðum undir stöðvar sínar, en stærðin á lóðunum undir okkar stöðvar er ekki nema um einn tíundi af meðalstærð lóða hinna félaganna. Ef N1 hefur offjárfest, þá er það á þeirra valdi að hagræða og laga sig að markaðnum. Þessum orðum forstjór- ans er hins vegar beinlínis ætlað að sporna gegn því að Atlantsolía fái fleiri lóðir.“ Betri þjónusta og lægra verð Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, er einnig ósammála því að samkeppnin komi niður á neyt- endum. Án samkeppni olíufélaganna væri þjónustan verri, vöruúrval bens- ínstöðvanna minna og verðið hærra. „Ég get hins vegar tekið undir að bensínstöðvar séu óþarflega margar á Íslandi og að það hefur verið gríð- arleg offjárfesting í þeim á síðustu ár- um.“ Sú offjárfesting hafi hins vegar ekki orðið hjá Skeljungi, sem hafi ekki byggt upp neinar þjónustustöðvar í langan tíma heldur frekar sjálfs- afgreiðslustöðvar undir merkjum Orkunnar. Hann bendir á að kostnaðurinn við að reisa og reka sjálfs- afgreiðslustöðvar sé ekki nema brot af kostnaðinum sem fylgir stærri stöðvum. „Offjárfestingar olíufélaganna liggja fyrst og fremst í stærra verslunarhús- næði, en ekki í dælum og tönkum,“ segir Einar Örn. Sú þróun að sjálfsafgreiðslu- stöðvar taki við af þjónustustöðvum þekkist einnig víða erlendis, bendir Hugi á. Í Danmörku hafi til að mynda 100 mönnuðum stöðvum verið breytt í ómannaðar eða lagðar niður á síð- ustu fimm árum. Í Bandaríkjunum sé sambærileg tala 2.500 stöðvar. Hann segist ekki vera í vafa um að þetta sé þróun sem muni halda áfram. „Ég held að síðasta stóra, mannaða bensínstöðin hafi verið byggð.“ Villandi samanburður Í Morgunblaðinu í gær kom fram að í Reykjavík væri um það bil ein bensínstöð á hverja 2.700 íbúa, sam- anborið við eina stöð á hverja 25.000 íbúa í Evrópu. Einnig kom fram að samkvæmt úttekt borgarinnar væru líklega hvergi í Evrópu jafn fáir íbúar um hverja stöð. Hugi telur hins vegar að réttara sé að bera Ísland saman við t.d. Banda- ríkin í þessum efnum, enda sam- göngukerfið íslenska líkara hinu bandaríska en því í Evrópu þar sem sporvagnar og neðanjarðarlestir eru útbreiddar. Vestra eru 160 þúsund bensínstöðvar, sem þýðir að ein bens- ínstöð er fyrir rúmlega 1.800 íbúa. Verðbreytingum fjölgað mjög „Með tilkomu Atlantsolíu breyttist margt,“ segir Hugi. Hann bendir á að áður en félagið kom á markað voru um 9 til 12 verðbreytingar á hverju ári og munaði aðeins um eina krónu á bensínlítranum eftir því hvort hann var keyptur á mönnuðum stöðvum eða ómönnuðum. Eftir að Atlantsolía kom á markað hafi fjöldi verðbreytinga margfaldast; voru t.d. 90 á síðasta ári og stefnir í enn fleiri í ár. Þá bendir Hugi á að verðmunur eftir því hvort eldsneytið er keypt á sjálfsafgreiðslu- eða þjón- ustustöð hefur á þessu ári farið upp í allt upp í tólf krónur á lítrann, eins og sagt hefur verið frá. „Ég skil því vel að forstjóri stærsta olíufélags landsins sé hugsi yfir því að samkeppnin sé orðin harkalegri. En nú þarf bara hver og einn að horfa í eigin rann og athuga hvort hann geti hagrætt einhvers staðar.“ Einar Benediktsson, forstjóri Olíu- verzlunar Íslands, varð ekki við beiðni blaðsins um viðtal. Segja neytendur hagnast á samkeppni olíufélaganna  Bensínstöðvar of margar og fjárfestingar of miklar, segir forstjóri Skeljungs 1.000 m radíus umhverfis bensínstöðvar í Reykjavík Heimild: Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar Olís ÓB Skeljungur Orkan N1 Egó Atlantsolía 1.000 m radíus Icelandair hefur ákveðið að bæta tvö hundruð flugferðum við vetraráætlun sína, að því er fram kemur í til- kynningu frá fé- laginu. Áætlun vetrarins er þannig 14% um- fangsmeiri en sl. vetur. Að meðaltali verða áttatíu og tvö flug á viku frá Íslandi á tíma- bilinu frá nóvember og út mars. Helsta breytingin er fjölgun á flugferðum bæði til borga í Evrópu og Norður-Ameríku. Þá mun félag- ið fljúga, í fyrsta sinn, til München, í lok janúar. „Eldgosið í vor dró mjög úr bókunum tímabundið en Norður-Atlantshafsmarkaðurinn hefur verið sterkur. Nú sjáum við að bókanir Íslendinga til útlanda eru að aukast og bókanir til lands- ins í haust lofa góðu í kjölfar kynn- ingarátaksins Inspired by Iceland,“ segir Birkir Hólm Guðnason, fram- kvæmdastjóri Icelandair. Icelandair bætir tvö hundruð flugferðum við vetraráætlun Birkir Hólm Guðnason Sú upphæð sem Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, nefndi sem byggingarkostnað tónlistar- hússins Hörpu, í frétt í Morg- unblaðinu í gær, átti við um kostn- að frá því fyrra byggingarfélag tónlistarhússins fór í þrot og þar til byggingunni verður lokið. Það kostar um 17,7 milljarða að klára Hörpu frá því byrjað var á verkinu aftur, sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið í gær. Þetta sé sú kostnaðartala sem liggi til grund- vallar leigunni og reksturinn þurfi að standa undir. „Það var áður búið að setja í bygginguna 10 milljarða, framreiknað, sem voru afskrifaðir að mestu,“ sagði Pétur. Heild- arbyggingarkostnaður nemur því um 28 milljörðum en ekki 17,7 milljörðum. Inni í þessum kostnaði er reiknað með fjármagnskostnaði, þ.e. lánum til 35 ára, að sögn Péturs. Átti við um kostnað frá gjaldþrotinu Samkvæmt nýjum tölum frá umferðarstofu eru 250.498 ökutæki í umferð á landinu öllu. Íbúar landsins eru 318 þúsund, samkvæmt tölum Hagstof- unnar, en þar af hafa 242 þús- und náð 17 ára aldri. Því er meira en eitt ökutæki á hvern íbúa sem hefur aldur til að keyra. Ef hins vegar er miðað við landsmenn alla eru 790 um hver 1.000 ökutæki. Á höfuðborgarsvæðinu eru 144.944 ökutæki í umferð en þar búa tæplega 201 þúsund, þar af 154 þúsund sautján ára eða eldri. Því eru 940 höfuðborgarbúar sem hafa aldur til að keyra um 1.000 öku- tæki. Ökutæki á alla sem hafa aldur ÍSLENDINGAR BÍLAÞJÓÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.