Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 30
30 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ALÓHA! ÉG ÁKVAÐ AÐ HAFA STRANDARÞEMA Í KVÖLD MIG KLÆJAR REYNDAR DÁLÍTIÐ UNDAN ÞESSU STRÁPILSI ÉG HEFÐI EKKI ÁTT AÐ FARA Á FÆTUR Í DAG BÍDDU HÆGUR, FÉLAGI! SEGÐU, „ELSKU FALLEGA SYSTIR MEÐ FALLEGA BROSIÐ, MÁ ÉG FÁ SMÁKÖKU?“ ELSKU FALLEGA SYSTIR MEÐ FALLEGA BROSIÐ, MÁ ÉG FÁ SMÁKÖKU? FYRIR SMÁKÖKUR SEGI ÉG HVAÐ SEM ER ÉG VISSI ALLTAF AÐ HRÓLFUR GÆTI SÉÐ FYRIR FJÖLSKYLDUNNI SINNI... HELGA, ÉG ER KOMINN HEIM FRÁ SKOTLANDI GALLINN ER BARA SÁ AÐ FJÖLSKYLDAN GETUR EKKI LIFAÐ Á VISKÍI ER SATT AÐ ÞÚ REYNIR AÐ FÁ KRAKKA TIL AÐ BIÐJA UM ÓDÝRAR JÓLAGJAFIR? EF ÞÚ VISSIR ÞAÐ EKKI ÞÁ ERUM VIÐ AÐ REKA VERSLUN! KANNSKI ÆTTI ÉG BARA AÐ HÆTTA PABBI HENNAR ÖDDU FÆR VINNU YFIR JÓLIN NÚ ERU ERFIÐIR TÍMAR. ÉG HÉLT AÐ FÓLKI ÞÆTTI VÆNT UM ÞAÐ ER EKKI LÍKA GOTT AÐ SÝNA VIÐ- SKIPTAVINUM OKKAR AÐ OKKUR SÉ EKKI SAMA UM ÞÁ EN HANN GETUR EKKI STÖÐVAÐ BYSSUKÚLU! ÞAÐ KEMUR EKKI TIL GREINA AÐ ÉG TAKI ÞÁTT Í MORÐI! ÚÚPH! HANN BJARGAÐI FYRRVERANDI KONUNNI MINNI OG JAMESON ÞAÐ ER FRÁBÆRT AÐ VERA HÉRNA UPPI! ÞAÐ ER ALLT FULLT AF ORMUM! Þankar Einar Kristinn Guð- finnsson fór mikinn á Alþingi Íslendinga í morgun. Þrátt fyrir að áætluð framlenging þinghalds væri að mestu leyti til bjargar útbrunnum heimilum landsins, þá fór hann villt um vangerða vegi landsins, þó einkum á vegum hans heima- slóða, sem ekki var vanþörf á. Ekki mælti hann eitt orð um vand- ræði heimilanna. Von- andi er hann ekki á flæðiskeri staddur, þau eru kannske ekki eins holótt hans fjármála- viðskipti eins og hann lýsti með sanni vegum vítt og breitt um Vest- firði. Kólnar nú í kolunum karlinn orðinn hryggur. Hossast nú í holunum helst til mikið styggur. Heimilin eru grafin, gleymd, gangur mála dofinn. Þau mega líða angur, eymd, alþingisstefnan klofin. Ekki gat ég fylgst með framhaldi hans máls, því Ríkisútvarpið rændi mig því frelsi, sem ég hélt mig hafa, til að fylgjast með mál- um sem þar eru rædd, og í staðinn kom sjón- varp frá boltaleikjum, sem er nú ekki minn smekkur. Það er lúa- legt að við sem úti á landi búum séum ekki eins rétthá og aðrir landsmenn, en við verðum að borga sjón- varpsgjaldið fyrir því. Ég vona bara, að vanda þeirra heimila, sem bágast eru stödd, verði komið í lag sem allra allra fyrst. Ég er ekki verst stödd, þótt ég væri rænd aleigunni þegar ég hætti búskap og varð að taka lán, sem hækkar og hækkar, til þess að eiga húsaskjól í ellinni. Með virðingu fyrir lífinu, Kristjana Sigríður Vagnsdóttir. Hálsfesti tapaðist Hálsfesti úr ljósu rafi (amber) týnd- ist í síðustu viku í Reykjavík. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band við Katrínu í síma 865-5186. Ást er… … flóð og fjara. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Boccia kl. 9.30, leikfimi kl. 11. Helgistund fellur niður í júlí. Árskógar 4 | Leikfimi kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fundur með þátttakendum í ferð um- Vestfirði verður á morgun fimmtudag kl. 13.30. Félagsstarf Gerðubergi | Vegna sum- arleyfa starfsfólks fellur starfsemi og þjónusta niður frá og með 1. júlí. Í fé- lagsmiðstöðinni Árskógum er hádegis- verður, panta þarf með dags fyrirvara í s. 535-2700. Nánari uppl. í Þjónustu- miðstöð Breiðholts, sími 411-1300. Hraunsel | Rabb og samvera kl. 9, vatnsleikfimi kl. 14.10. Dagsferð um Borgarfjörð 21. júlí. www.febh.is Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Böðun fyrir hádegi, boccia kl. 10, fé- lagsvist kl. 13.30, verðlaun, kaffisala. Norðurbrún 1 | Sýning á ljósmyndum eftir Bergþór Sigurðsson. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa- vinnustofan opin og spilað. Miðsumarferð 5. júlí á Gullfoss og Geysi - Brúárhlaðir - Flúðir og kaffi Hótel Heklu. Uppl. og skráning í síma 411-9450. Pétur Stefánsson bregður á leik ílimru: Oft dreymir hænurnar hanana og Húngerði Ameríkanana. – Er skeði sá fjandi þeir fluttust úr landi, þá fór hún að kaupa sér banana. Það er gaman að lesa Reginfjöll að haustnóttum eftir Kristján Júl- íusson. Frásögnin er einlæg og ná- kvæm og viðfangsefnið með orðum Halldórs Laxness, sem ritar for- mála: „Bók Kjartans á Skáldstöðum Efri er einkum og sérílagi um það sem gerist í sjálfum honum af því að stíga inní þessa mynd sem hann hefur einlægt haft fyrir augum heima á bæarhellunni, þessi fjöll sem hann þekkir í sjón einsog þau gnæfa á björtum degi í sveitinni; þau hafa dregið hann inní veruleik sinn.“ Kjartan lýsir því meðal annars er hundur úr nágrenninu, svartur að lit, stökk yfir trjágarðsgirðinguna og beit kindina Dimmu, sem lá í blóði sínu í garðinum hjá tré, hreyf- ingarlaus. Kjartan brá þegar við, snaraðist út og tók vesalings lambið og bar inn. En lífi þess varð ekki bjargað. Lokaorð bókarinnar fellu af því tilefni: „Ég veit, að Dimmu litlu sakna ég sárlega allt til dauð- ans. Það er ekki alltaf gott að lifa í endurminningunum. Í öðrum heimi, elsku kind, áttu góða daga, þar við bláa bunulind blómin sérðu í haga.“ Vísnahorn pebl@mbl.is Af könum og kind Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.