Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 Júnímánuður hefur verið ein- staklega hlýr og það skýrist í dag, þegar Veðurstofan birtir yfirlit sitt, hvort hitamet hafi fallið. Einar Sveinbjörnsson veð- urfræðingur hefur verið að rýna í hitatölur og segir að í Stykk- ishólmi, þar sem mælt hefur verið samfellt frá 1845, gæti júní mögu- lega orðið sá hlýjasti. „Ef það fer svo heyrði það tvímælalaust til stórtíðinda í veðurfarssögunni,“ segir Einar. Hlýtt var 2007 og eins árið 2003. Þá fór meðalhitinn í Hólminum yfir 10°C, sem gerist ekki oft. Áður gerðist það árin 1941 og 1939. „Við bíðum spennt“ Sama er með Reykjavíkurhitann í júní að sögn Einars. Mánaðarmet kann að verða slegið og hitinn stefnir í það að fara þó nokkuð yfir 11°C, líkt og gerðist árið 2003. „Við bíðum spennt yfirferðar Veðurstofunnar strax eftir mán- aðamótin,“ segir Einar. Maí var einnig mjög hlýr í Reykjavík. Meðalhitinn mældist 8,2 stig og er það 1,9 stigum ofan með- allags. Ívið hlýrra var í maí 2008, en þessir tveir maímánuðir eru þeir hlýjustu frá 1960 í Reykjavík. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Blíða Veðrið hefur leikið við lands- menn í nýliðnum mánuði. Júní hefur verið sér- lega hlýr Skýrist í dag hvort hitamet hafa fallið Kríuvarpið virðist ekki vera komið langt en er þó í fullum gangi eins og er samkvæmt upplýs- ingum Freydísar Vigfúsdóttur, líffræðings hjá Náttúrufræðistofnun. Hún segir varpið á Snæ- fellsnesi hafa byrjað seint en þar er hún að vinna að rannsóknum um þessar mundir. Hún segir ungana vera að klekjast þessa dagana og verið sé að mæla þá. Öllu máli skiptir að nóg æti sé til staðar þegar ungarnir klekjast en það hefur ver- ið vandamál undanfarið vegna skorts á æti á mökunartíma og hafa margir ungar drepist úr hor. Fyrstu dauðu ungarnir hafa nú fundist á sunnanverðu Snæfellsnesi. Freydís segist ekki vera bjartsýn en næstu vikur skeri úr um hvort varpið hafi gengið vel. Morgunblaðið/Ómar Skortur á æti oft vandamál fyrir kríur á mökunartíma Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Tölur um umsóknir 10. bekk- inga í grunnskólum liggja fyr- ir. Í ár sóttu 96,5% nemenda um skólavist í framhaldsskól- um og fengu 95% þeirra inni í skólum í 1. og 2. vali,“ segir Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra, spurð hvernig innritunin hafi gengið. Að sögn Katrínar breytist hlutfallið lítið á milli ára en hún leggur áherslu á að bæði árin hafi árgangarnir úr grunnskólunum verið óvenjustórir. Katrín bætir því við að enn sé eftir að afgreiða umsóknir eldri nemenda um vist í framhalds- skólum en hún tekur fram að þar sé ekki ein- ungis um kvöldskóla að ræða. Því liggi þær tölur ekki fyrir. Ríflega átta af hverjum 10 fá fyrsta valkost Katrín segir 82% umsækjenda úr 10. bekk hafa fengið inni í 1. vali og að nýtt fyrirkomulag, þar sem búseta hafi aukið vægi, hafi leitt til þess að fleiri fái inni í hverfisskólum en í fyrra. Þeim 5% nemenda sem ekki fengu inni í 1. og 2. vali hafi verið boðið upp á vist í öðrum skólum. „Við teljum að þetta hafi gengið betur fyrir sig en í fyrra. Við munum yfirfara ferlið og leita leiða til að bæta það enn frekar fyrir næsta ár.“ Ríflega átta af hverjum tíu fengu inni í fyrsta valkosti  Fleiri komast í framhaldsskóla í hverfinu sínu en í fyrra  Allir fá skólavist Katrín Jakobsdóttir Stórir árgangar » Af hlutfallslegum fjölda umsókna má ráða að 4.513 nemendur hafi útskrifast úr grunnskólum í ár og að þar af hafi 158 ekki sótt um vist í framhaldsskóla, eða 3,5%. » Menntamálaráðherra kvaðst ekki hafa upplýsingar um einkunnaþröskuld ein- stakra framhaldsskóla á hraðbergi. » Til þess að komast inn í Verzlunarskól- ann í fyrra þurfti tæplega 8,5 í með- aleinkunn. Á hverjum degi til 3. ágúst í sumar fær einn dælulykilshafi áfyllinguna endurgreidda. Sæktu um dælulykil á www.atlantsolia.is SUMARLEIKUR ATLANTSOLÍU EINN HEPPINN Á DAG FÆR FRÍA ÁFYLLINGU ÍS L E N S K A /S IA .I S /A O L 50 59 6 06 /1 0 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Rannsókn stendur yfir á orsökum sprengingarinnar sem varð í járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga að kvöldi þriðjudags og leiddi til dauða starfsmanns. Starfsmaðurinn var fluttur mikið slasaður á Landspít- alann í Fossvogi þar sem hann lést af sárum sínum. Sprengingin varð í einum ofna verksmiðjunnar og olli því að maðurinn varð fyrir eldi og málmslettum. Slökkvi- lið Akraness réð niðurlögum eldsins og stóð vakt eftir slysið. Rannsóknin er unnin á vegum Vinnueftirlitsins og lög- reglu í samvinnu við Elkem. Tveir sérfræðingar á vegum fyrirtækisins eru komnir hingað til lands frá Noregi gagngert til að skoða aðstæður. Að auki hefur starfs- mönnum verksmiðjunnar verið veitt áfallahjálp. Svæðið þar sem sprengingin varð hefur verið skil- greint sem hættusvæði og fór engin vinna þar fram í gær. Ekki er vitað til þess að aðrir starfsmenn hafi verið í hættu en það er í skoðun. „Við munum skoða málið alveg frá grunni en þetta er alvarlegasta slys sem við höfum lent í,“ segir Einar Þor- steinsson, forstjóri Elkem á Íslandi sem rekur járn- blendiverksmiðjuna. Hann ítrekaði það að hugur starfs- manna væri fyrst og fremst hjá aðstandendum hins látna þessa stundina. Maðurinn sem lést hefði verið vanur og góður starfsmaður. Einar segir ítarlegum verkferlum fylgt við rannsókn slyssins og það sé mikilvægt að komast til botns í málinu. Koma þurfi í veg fyrir að slys á borð við það sem varð á þriðjudaginn endurtaki sig. hjaltigeir@mbl.is Sérfræðingar rannsaka  Maður lést eftir sprengingu á Grundartanga Maðurinn sem lést eftir að sprenging varð í ofni járn- blendiverksmiðju Elkem hét Óskar Stefánsson. Ósk- ar var þrítugur að aldri, fæddur 3. ágúst 1979 og bú- settur í Reykjavík. Hann lætur eftir sig dóttur á þrettánda ári. Óskar hafði unnið í rúm tvö ár hjá járnblendiverk- smiðju Elkem, hóf þar störf árið 2008. Nafn hins látna ANDLÁT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.