Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 fyrsta augnatillit og líf okkar var samofið sterkum böndum frá fyrstu augnablikum úr lífi hennar. Litli gleðigjafinn fangaði hjarta okkar allra og vorum við afskaplega þakk- lát fyrir Sylvíu „litlu“. Hún var mik- ill orkubolti og var alltaf dugleg og vildi „bjarga öllum heiminum“ eins og oft var gantast með. En hjartað rúmaði marga og var hún alltaf tilbúin að opna það. Þú vannst það inn að vera frumburður Dússýjar og fyrsta barnabarn ömmu Mörtu og afa Harðar. Því fylgdi mikil virðing og ábyrgð, þú áttaðir þig mjög fljótt á því. Enda varst þú mikið elskuð af þínum frændsystkinum sem komu á eftir þér. Nú hverfur sól í haf og húmið kemur skjótt. Ég lofa góðan Guð, sem gefur dag og nótt, minn vökudag, minn draum og nótt. Þú vakir, faðir vor, og verndar börnin þín, svo víð sem veröld er og vonarstjarna skín, ein stjarna hljóð á himni skín. Lát daga nú í nótt af nýrri von og trú í myrkri hels og harms og hvar sem gleymist þú á jörð, sem átt og elskar þú. Kom, nótt, með náð og frið, kom nær, minn faðir hár, og leggðu lyfstein þinn við lífsins mein og sár, allt mannsins böl, hvert brot og sár. (Sigurbjörn Einarsson) Elsku frænka mín, ég bið Guð að geyma þig. Guð blessi Guðmund, foreldra þína, systur, frændur og frænkur. Kveðja, hin mamman, Jóhanna frænka. Mér brá mikið að heyra þessar leiðinlegu fréttir og trúi varla að ég sé að skrifa minningargrein um unga frænku mína. Mér þótti alltaf vænt um þig og það hefur aldrei breyst. Við bröll- uðum margt saman þegar við vorum yngri, þá átti ég heima í Ferjubakk- anum. Þá komstu oft með Sunnu Karenu og uppáhald þitt, komst með hana til að Aníta hefði leik- félaga. Enda ekta þú að hugsa um alla. Þú hafðir gaman af því að sjá um eldamennskuna, enda góður kokkur, og við hin nutum þess að borða mat sem þú hafðir búið til. Ég gleymi aldrei þegar þú klipptir mig, átti að- eins að særa hárið, en það varð heldur styttra en það átti að vera. Svona gátum við verið uppátækja- samar. Guð, hvað er erfitt að skrifa um þig, ég sé varla fyrir tárum. Ég bara get þetta ekki og vil þetta ekki. En ekki get ég breytt neinu svo ég verð að fá að kveðja þig. Mikið á ég eftir að sakna þín. Ég hef ekki enn komist yfir sorgina vegna Sylvíu ömmu okkar og mun aldrei gera það, ég sakna hennar enn svo mikið. Ég veit af þér í góð- um höndum hjá henni og mun sakna ykkar mikið. Nú eruð þið nöfnurnar að „blómast“ eitthvað, það væri ykk- ur líkt. Við brölluðum mikið hjá ömmu Sylvíu líka, það var alltaf gaman hjá ömmu Sylvíu. Manstu þegar við fór- um í ferðalagið með ömmu og pabba þínum og fleirum? Ég man þó eftir því að við vorum alltaf að stelast í eldhúsið sem þarna var, til að finna okkur ætan bita. Við kunnum, sko, að bjarga okkur, ég verð að spyrja pabba þinn hvert við fórum. Man bara eftir öllu innan dyra og hvað við brölluðum. Ég gæti skrifað endalaust um okkur en það er bara svo erfitt. Og mikið vorkenni ég foreldrum þínum, systrum og kærasta, hugur minn og hjarta er hjá þeim. Erfitt er hjá mér en, guð, hvað þá fyrir þau. Enda vorum við að missa mikla og góða manneskju úr okkar lífi og enginn getur sætt sig við slíkan missi. Ég kveð þig með söknuði, Sylvía mín. María Antonía Jónasdóttir. Elsku stóra frænka, hvíl þú í friði. Lífið er skrítið, það fæðist engill inn í fjölskylduna og andartaki síðar kveður annar. En svona er lífið býst ég við. Við Thelma vitum varla hvað við eigum að segja og erum varla að átta okkur á því að þú ert ekki leng- ur meðal okkar. Það er stutt síðan ég heimsótti ykkur Gumma í Grindavík og þá varst þú lasin, ég hélt að þú værir með flensuna en hver veit nema það hafi verið eitt- hvað alvarlegt. En þótt þú værir las- in þá varst þú hress eins og alltaf þegar við hittumst, alltaf brosandi, alltaf kát og alltaf stutt í stríðnina. Mér verður alltaf minnisstætt hversu góð þú varst við okkur þegar Kristófer okkar fæddist, þér fannst hann strax yndislegur og þú sýndir honum og okkur meiri hlýju en margir þó svo að við hefðum ekki verið í miklu sambandi í gegnum ár- in. Þú þurftir þess ekki en gerðir það samt því að væntumþykjan gagnvart okkur var mikil af þinni hálfu þótt hún hafi og sé ekki alltaf sýnd í verki eins og virðist tíðkast innan þessarar stóru fjölskyldu okk- ar. Störfin sem þú vannst með þeim sem minna mega sín eru virðing- arverð og munu börn okkar Thelmu fá að heyra um Sylvíu frænku, það er á hreinu. Okkur finnst sárt að litla prinsessan okkar sem fæddist daginn áður en þú fórst frá okkur geti ekki hitt og knúsað Sylvíu frænku. Ég vil ekki hafa þetta lengra og ég vil ekki hafa þetta yfirborðs- kennt, ég veit að þú ert komin á betri stað og fylgist með restinni af okkur í fylgd ömmu og afa. Við elsk- um þig og þú munt ávallt lifa í hjarta okkar. Hvíl þú í friði. Kristinn, Thelma, Kristófer og Kristinsdóttir. Kæra Sylvía frænka. Ég veit eiginlega ekkert hvað ég á að skrifa þér því ég trúi því ekki að þú sért farin. Þegar ég var yngri og búin að sætta mig við þá staðreynd að ég yrði aldrei íþróttagúrú eins og hún systir mín, þá ákvað ég að þegar ég yrði eldri ætlaði ég að verða alveg eins og þú, alltaf með flottar neglur í háhæluðum skóm með fullt af glingri og ótrúlega töff tösku í stíl svo auðvitað ætlaði ég að vera algjör raðari með góðan smekk á gömlum mublum, ákveðin og vita hvað ég vildi, þ.e.a.s. díva eins og Sylvía frænka. Ég á ennþá kökuna sem þú bak- aðir fyrir mig fyrir útskriftina mína, appelsínusúkkulaðikexkakan sem amma gerði alltaf, ég held að ég muni ekki leyfa neinum að klára hana. Mér fyndist þá að einhver væri að taka part af þér frá mér, eins undarlegt og það hljómar. Ég óskaði mér í gær að væri miðill svo ég gæti fengið að hitta þig aftur og sagt öllum fréttir af þér, en þá vær- irðu víst aldrei alveg farin. Ég vildi svo innilega að þú værir ekki farin, Sylvía mín, þú varst svo mikill gleðigjafi, hvert sem þú fórst fékkstu einhvern fúlíus til þess að brosa eða gerðir einhverjum glaðan dag, nema kannski þegar einhver var að stríða litlu frændsystkinun- um þínum eða litlu systur þinni en þá var þér mæta, einnig mætti nefna alla voffana sem þú hefur tek- ið að þér í gegnum tíðina sem eng- inn annar vildi, það var sko ekki til neitt illt í þínu hjarta, elsku Sylvía mín. Þeir deyja víst ungir sem guð- irnir elska og þú varst svo sann- arlega elskuð. Þín litla frænka, Maríanna. Elsku frænka mín, stóra systir, vinkona, verndari, Sylvían mín. Ég sakna þín, ég sakna þín og aft- ur ég sakna þín. Ég hef endurtekið þessi orð svo oft í þeirri von að þú birtist í dyragættinni minni eins og svo oft áður og segir mér að þetta sé draumur. Það var ekki fyrr en ég settist niður og byrjaði á þessari grein að þetta skall á mér, þessi draumur er veruleiki. Þú ert farin frá okkur. Í fyrstu var það eina sem kom upp í huga mér: hvernig á ég að lifa án þín? Hver þekkir mig bet- ur en ég sjálf, veit alltaf þegar eitt- hvað bjátar á hjá mér, kemur og knúsast með mér og huggar mig? Hver fer með í ævintýralega leið- angra með alla voffana okkar, hverj- um á ég að herma eftir núna, hvern- ig á ég að klippa mig, hver á að bjarga heiminum með mér eða hvernig, hvað, ég veit ekki. Ég gerði svo mikið með þér við hlið mér, við samtaka, tók varla ákvörðun án þín, vildi alltaf vera eins og þú, dívan mín, fallega brosið, fallegu augun, fallegu freknurnar þínar, titrandi hláturinn og þessi yndislegi per- sónuleiki sem lýsti upp allt umhverf- ið hvert sem þú fórst. Ég vildi alltaf vera eins og þú. Ég er svo þakklát fyrir að þú vissir hvað ég elskaði þig mikið, hvað ég leit upp til þín og hvað ég vildi alltaf vera eins þú, því þú stríddir mér oft á því. Ég er svo þakklát að ég fékk að eiga allar þessar yndislegu minningar um þig, endalausa leynileiðangra þar sem við sátum saman með öllum dýr- unum okkar og skipulögðum hvern- ig við gætum bjargað heiminum, fyrir utan að við vorum búnar að plana hvað við ætluðum að vera pirrandi saman á elliheimilinu, hlið við hlið, alltaf á bjöllunni. Þú varst svo góð við mig, gerðir allt fyrir mig óumbeðin og aldrei ætlaðist þú til að fá eitthvað í staðinn. Ást þín hefur alltaf verið svo skilyrðislaus og ég óska þess svo heitt að þú hefðir séð þig í gegnum augun mín og vitað hversu mikið ég dáði þig og dýrkaði. Eins og þú kallaðir mig svo oft: „Hey þú þarna blábína augalína, ekkert svona, þú getur ekki blikkað mig, þú ert ekki lengur lítil með krullur og risa blá augu.“ Þú varst alltaf til staðar til að vernda mig, að- stoða mig og hlúa að mér, í gegnum veikindi mín varstu mér stoð og stytta. Aldrei dæmdir þú mig fyrir neitt og var erfitt fyrir mig að koma þér á óvart, stundum ætlaði ég að segja þér svakalegt leyndó um kjá- naprikin mín og beið eftir svip frá þér en í hvert skipti hlóstu og sagð- ir: „Heldurðu að ég þekki þig ekki, litli dekurrass.“ Þó svo tíminn þinn hér hafi verið alltof stuttur er ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig í lífi mínu í þann tíma sem þú varst með okkur og hafa fengið að kynnast þér á svo marga vegu. Þú munt alla tíð vera hluti af mér og eiga stóran part í hjarta mér, minning þín mun lifa sterk og verður þín ávallt minnst hvert sem ég fer. Á elliheimilinu verð ég kannski ein, en ómetanlegar sögur okkar og ævintýri munu lifa með mér og munu börn og barna- börn og barnabarnabörn öll vita hver þú varst, hetjan mín, hún Sylvía frænka. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska, það er enginn eins og þú. Ég trúi því að þú sért ekki hrædd, Marta amma og allir englarnir séu þarna með þér. Ég ætla ekki að kveðja þig, því minning þín mun lifa í mér um alla tíð, ég segi sjáumst seinna elsku Sylvía frænka mín. Þín bláabína augalína, Marta Kristín. Elsku Sylvía okkar, við erum ekki að trúa því að þú sért farin. Við sitj- um hérna saman og erum orðlausar. Við erum að fara í gegnum mynda- albúmin okkar frá Flórída þar sem við vorum allar au pair árið 1997, og erum að rifja upp allar þær góðu stundir sem við áttum saman og eru þær margar. Þó að við höfum ekki verið í miklu sambandi undanfarin ár þá munt þú alltaf eiga sérstakan stað í hjörtum okkar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Elsku Gummi, Dússý, Sigurþór og fjölskyldur Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi Guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði, elsku Sylvía okkar. Þínar vinkonur, Elísabet, Kolbrún, Sigrún og Halla. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSGERÐAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR, Byggðavegi 86, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildarinnar í Kópavogi, Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafaþjónustu og deildar 11E á Landspítalanum, fyrir veittan stuðning og aðhlynningu. Haraldur Magnússon, Sigurbjörg Haraldsdóttir, Þorvaldur Rafn Kristjánsson, Anton Haraldsson, Sverrir Haraldsson, Magnús Orri Haraldsson, Sigurbjörn Haraldsson og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, PÁLS GESTSSONAR skipstjóra frá Siglufirði, Tjarnarbóli 6, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans á deild 11 E og hjúkrunarþjónustu Karitas fyrir frábæra umönnun. Anton Valur Pálsson, Rakel Guðný Pálsdóttir, Gunnlaugur Ingimundarson, Svanbjörg Pálsdóttir, Mia Bergström, Sjöfn Pálsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Kristjana Pálsdóttir, Andrés Bjarnason, Gestur Pálsson, Linda Guðlaugsdóttir, Árni Valur Antonsson, Marleen van Geest, Björg Finnbogadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MATTHILDAR ÞÓRHALLSDÓTTUR húsfreyju í Ártúni, Grýtubakkahreppi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyflækninga- deildar 1, Sjúkrahússins á Akureyri og Kvenfélaginu Hlín. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Sveinn Sigurbjörnsson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hve- nær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynn- ingu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í inn- sendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda mynd- ina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minning- argreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.