Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 10
Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Þ etta byrjaði allt árið 1942 þegar ég var átta ára gamall, þá bjó ég á Klapparstíg og var að flýta mér upp á Skóla- vörðuholt því það stóð til hverf- abardagi okkar strákanna á Klapp- arstíg og þar í kring á móti strákunum í Norðurmýrinni, svo þetta var áríðandi. Ég flýtti mér mikið upp Skóla- vörðustíginn með sverðið mitt en þegar ég kom til móts við Hvíta bandið, sem var þarna lítill spítali, hljóp ég út á götuna og í því kemur Ford 31 niður götuna og keyrir á mig. Bremsur á þeim bílum voru ekki fljótvirkar svo hann keyrir yfir vinstri fótinn á mér fyrst og nær að bremsa á þeim hægri. Ég var dreg- inn inn á spítalann en þetta var ekk- ert alvarlegt, það flettist skinn af báðum fótum. Það alvarlega í þessu var að sverðið brotnaði. Þessi af- skipti mín af bílum eða bílunum af mér urðu til þess að ég fékk bíla- dellu. Svoleiðis hófst þetta,“ segir Þorsteinn Baldursson, áhugamaður um fornbíla og einn af stofnendum Fornbílaklúbbs Íslands, um upphaf bíladellu sinnar. Nýlega birtist auglýsing frá Þorsteini í Morgunblaðinu þar sem hann auglýsti sex fornbíla til sölu, en það er það allt fornbílasafn hans. „Ég er 75 ára og nenni ekki lengur að eiga sex bíla svo ég ætla að selja nokkra. Ég hef fengið mikil viðbrögð við auglýsingunni, menn hafa áhuga en fæstir hafa peninga. Áhuginn á fornbílum er stöðugt vax- andi, þegar þú kaupir þér venjuleg- an bíl lækkar hann um helming í verði á stuttum tíma en þessir bílar verða dýrari og dýrari með hverju árinu. Það er markaður fyrir þá er- lendis og ég hef fengið fyrirspurnir þaðan en ég vil helst að bílarnir séu hér,“ segir Þorsteinn og augljóst er að bílarnir eru honum hjartfólgnir. Hillman fyrsti bíllinn - Hvenær eignaðist þú þinn fyrsta bíl? „Ég var þá í Versló, það var árið 1952, árið sem ég tek bíl- prófið. Ég keypti Hillman með Gylfa Kristinssyni vini mínum. Bíllinn var þeirri náttúru gæddur að það var hægt að keyra hann niður brekkur en hann gat ekki runnið niður brekkur, hann var eitthvað tregur. Við áttum hann stutt en næsti bíll sem við fengum var bíll sem Hafliði bíóstjóri í Gamla bíó átti,“ segir Þor- steinn og stendur í því upp og dreg- ur fram myndaalbúm. Í því eru ein- göngu bílamyndir frá ýmsum tímum, snyrtilega raðað upp og bíla- tegund og ár skrifað við hverja mynd. „Hér er Hillmaninn sem gat ekki runnið, þetta er Bjuik sem ég elskaði, svo er hér Bronco frá Óttari í Eimskip og þetta er bíll eins og sá sem keyrði yfir mig. Ég hef átt sömu tegund, hann fór á safn í Skagafirði,“ segir Þorsteinn um leið og hann bendir á myndirnar. Þar má sjá jeppa, kagga og fjölskyldubíla. - Hvað hefur þú átt marga bíla um ævina? „Fornbíla hef ég átt um tuttugu en önnur bílaeign er óteljandi,“ svar- ar Þorsteinn. „Ég hef náttúrlega alla tíð verið með áhuga á fornbílum en ég byrjaði á þessari dellu af alvöru um 1970, þá fer ég að kaupa bíla. Ég var aðeins í því að gera upp sjálfur, en aðallega í því að redda peningum og varahlutum til að klára þá.“ Borgarstjóri fæddist í einum - Hvernig komust bílarnir í þín- ar hendur? „Það var allur gangur á því. Þennan átti Ólafur Þorsteins- son, læknir á Siglufirði og föður- Og þá kviknaði bíladellan Þorsteinn Baldursson er með ólæknandi bíladellu eins og hann orðar það sjálfur. Dellan hófst þegar Ford 31 ók á hann átta ára gamlan á leið í mikinn hverfa- bardaga á Skólavörðuholtinu. Þorsteinn hefur nú auglýst þá sex fornbíla sem hann á til sölu en hverjum þeirra fylgir mikil saga og tilfinningar. Lincoln Uppáhaldsbíll Þorsteins sem fjölskyldan bannaði honum að selja. Á ferðinni Þorsteinn með Erik Alberti, barnabarni sínu, í gömlum Willys. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is *Árleg meðalávöxtun frá 15.01.2001 til 3 .0 .2010. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. Við öflum fyrir þig 10, % 100%RÍKISTRYGGING ÁRLEGMEÐALÁVÖXTUN* Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 Reykjavík Sími: 460 4700 I www.iv.is I iv@iv.is 3 1 5 10 Daglegt líf Nú þegar bensínverðið er rokið upp úr öllu valdi borgar sig að fylgjast vel með hvar er ódýrast að fylla á tank- inn. GSMbensín er verðkönnunar- þjónusta fyrir bensín- og olíuverð. Upplýsinga um verð olíufélaganna er aflað reglulega og er verðið á þeim tíu stöðvum sem hafa lægst verð hverju sinni birt á vefsíðunni. Það er verðið hjá Atlantsolíu, N1, Orkunni, ÓB Bensíni, Olís og Skeljungi sem er birt á síðunni. Verðið er flokkað eftir landshlutum sem eru: höfuðborgarsvæðið, suð- vesturhornið, Suðurland, Austurland, Norðurland, Vestfirðir og Vesturland og smellir maður á hvern landshluta til að sjá hjá hvaða stöð lægsta veðr- ið er. Verðið er miðað við sjálfs- afgreiðslu án afsláttar. Þetta er góð síða fyrir bíleigendur. Vefsíðan www.gsmbensin.is Morgunblaðið/Jim Smart Bensínstöð Dælt á bílinn. Hvar er lægsta bensínverðið? Full ástæða er til að hvetja fólk til að skoða Brúðuheima, menningar- og listamiðstöðina nýju sem er í Eng- lendingavík í Borgarnesi. Á brúðusafninu, sem er risastórt, er hægt að rifja upp gömul kynni við persónur eins og Einar Áskel og aðra snillinga. Brúðuleikhúsmaðurinn Bernd Ogrodnik er hagleiksmaðurinn sem hefur smíðað brúðurnar en Hildur kona hans á einnig stóran þátt í að skapa þennan töfraheim sem gleður ekki síður fullvaxið fólk en lágvaxin börn. Á hverjum sunnudegi í sumar klukkan 14:00 er hægt að sjá lifandi brúðuleiksýningar á Pétri og úlfinum. Óhætt er að mæla líka með kaffi- húsi þeirra hjóna þar sem hægt er að sitja úti á palli og njóta útsýnis. Endilega... ...hittið Einar Áskel Morgunblaðið/RAX Góður Einar Áskell er vænn piltur. Salat er létt og sumarlegt og hér fylgir hugmynd að góðu og einföldu sumarsalati sem bera má fram eitt og sér eða t.d. með grilluðu kjöti. Blandað salat, t.d. rucola, lamb- hagasalat, lollo rosso 1 lúka graskersfræ, þurrristuð á pönnu 1/2 lúka kóríanderblöð parmigiano-ostur, gróft rifinn vinaigrette Skerið niður salatið ef þarf. Ristið graskersfræin á pönnu (án olíu) þar til þau hafa „poppað“. Setjið í skál, hellið vinaigrette yfir, blandið vel saman. Klippið kóríander yfir. Rífið niður parmigiano-ost á grófu hliðinni á rifjárninu, stráið yfir. Ef salatið er borið fram eitt og sér hentar ferskt og svolítið skarpt hvít- vín vel, t.d. góður Sauvignon Blanc, hvort sem er franskur frá Sancerre eða Bordeaux eða þá Nýja heiminum. Steingrímur Sigurgeirsson Uppskriftin Sumarsalat með graskersfræj- um, parmesan og kóríander Fleiri uppskriftir má finna á Matur og vín-vef Morgunblaðsins: mbl.is/ matur og á vinotek.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.