Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að lána- stofnanir hafi á ár- unum fyrir hrun boðið fram ólöglega vöru í formi lána sem veitt voru í íslenskum krón- um bundin við gengi erlendrar myntar. Þessi niðurstaða styðst við þau rök að þar sem ákvæði laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, heimila ekki sér- staklega þess háttar verðtrygging- argrunn séu umrædd samnings- ákvæði ólögmæt. Dómurinn er athyglisverður vegna þeirrar hylli sem þessi tegund samningagerðar naut en með henni gátu lánastofn- anir flutt gengisáhættu sem stafaði af erlendum lántökum yfir á við- skiptavini sína sem nutu góðs af í formi lægri vaxta. Er því vel hugs- anlegt að báðir samningsaðilar hafi álitið réttlætanlegt að víkja ofan- greindum lögum til hliðar til hags- bóta fyrir skuldara eins og heimilað er í 2. gr. laganna. Stýrivextir Seðla- banka Íslands voru einatt gagn- rýndir af forkólfum atvinnulífs og neytendasamtaka sem og ráðlegg- ingar bankans gegn gengistryggðum lánum þeirra sem voru með tekjur í innlendri mynt. Í ljósi vaxtafrelsis hér á landi og ofuráherslu dóma- og fræða- samfélags lögfræðinnar á lögmæt- isreglu þarf heldur ekki að koma á óvart að eftirlitsstofnanir hafi kosið að ráða fólki heilt í stað þess að koma vilja sínum á framfæri með boði og bönnum. Engum bar heldur skylda til þess að taka gengistryggt lán þótt aðstæður lántakenda sem sam- anstóðu af ýmsum stéttum þjóð- félagsins, þ.m.t. lögfróðum aðilum, hafi verið misaðkallandi og fjárfest- ingarnar misjafnlega vel grundaðar. Eftir hrun fjármálakerfisins stóðu margir þeirra sem tóku gengis- tryggð lán illa særðir vegna falls ís- lensku krónunnar sem var umfram það sem þeir máttu gera ráð fyrir við upphaf lántöku sinnar. Leiða má líkur að því að sá mikli harm- leikur og e.t.v. einnig óbilgirni kröfuhafanna hafi öðru fremur ráðið þeirri afdráttarlausu niðurstöðu dómsins að ógilda umrædda lána- skilmála, niðurstaða sem sumum þykir boða sigur réttarríkisins yfir óvönduðum stjórnarháttum. Dómur Hæstaréttar skildi við álitaefnið á þann veg að nú ríkir rétt- aróvissa um hvernig gera eigi upp gengistryggða samninga og hefur það blásið upp væntingar hjá lántök- um um að eftir allt saman fái þeir lánin á kostakjörum. Þessar vænt- ingar virðast af umræðunni að dæma vera óraunhæfar með tilliti til hags- muna ríkisins, innlendra lánastofn- ana, erlendra kröfuhafa og lántaka í íslenskum krónum. Frá sjónarhóli laganna virðast þessar væntingar hins vegar eiga við rök að styðjast þar sem rétturinn kaus að ógilda að- eins verðtryggingarákvæði samn- inganna en þegja þunnu hljóði um hvaða áhrif sú niðurstaða hefði á gildi þeirra í heild eða uppgjör greiðslna sem þegar höfðu verið inntar af hendi. Þögnin þýðir það að vaxtaprósentan stendur eftir óhreyfð og erfitt er að halda því fram að gengnum dómnum að lánveit- endur eigi heimtingu á því í nýju dómsmáli að hún verði hækkuð þeg- ar hinir sömu máttu vita að geng- istrygging var ólögmæt við upphaf samningagerðar. Þá er álitamál að það fáist staðist að miða vaxtakjörin við 18. gr. laga um vexti og verð- tryggingu. Ekki þarf að koma á óvart að í kjölfar dómsins rigni tilboðum frá lögmannsstofum til þeirra sem nú eiga rétt á að fá leiðréttingu sinna mála, jafnvel frá sömu stofum og fram að hruni töldu ekkert at- hugavert við gengistryggð lán. Að líkindum þurfa því fleiri hæstarétt- ardómar að falla til að óvissu sé eytt enda er ekki vitað hversu margir samningar munu á endanum þurfa endurskoðunar við. Fyrir þá sem aðhyllast kenningar um að dómstólar fari með hlut í laga- setningarvaldinu, þ.e. setji reglur í stað þess að leita uppi reglur, hlýtur framangreind niðurstaða að vera ein sú afturvirkasta lagasetning sem sögur fara af og vekur spurningar um hvort íslenskur veruleiki hafi fyr- ir hrun verið einn samfelldur draum- ur. Að mati rannsóknarnefndar Al- þingis einkenndist tímabilið af þröngri lagahyggju sem Hæstirétti virðist hafa verið í mun að afsanna í málinu með því að telja að takmark- anir á samningafrelsi megi réttlæta með vísan til löggjafarviljans eins og hann birtist í greinargerð en ekki skýrum lagatexta. Kannski þýðir þetta að héðan í frá verður ekki hægt að gagnálykta, eins og lögfræðingum er tamt, að það sem ekki er bannað samkvæmt skýrum texta laganna sé heimilt. Að mati undirritaðs hefði verið heppilegra, eins og atvikum var hátt- að, að meta samningana gilda með tilliti til réttarvitundar og þeirra við- skiptahátta sem tíðkuðust fyrir hrun, en breyta efni þeirra á grund- velli 36. gr. samningalaga, nr. 7/1936, og þá m.a. með hliðsjón af íslenskri neysluverðsvísitölu. Niðurstaða Hæstaréttar um að meta geng- istryggingu ógilda minnir á kosningu Besta flokksins, sem var draumi lík- ust, dálítið fyndin og skemmtileg. Hæstiréttur er næstbestur Eftir Eirík Áka Eggertsson »Niðurstaða Hæsta- réttar um að meta gengistryggingu ógilda minnir á kosningu Besta flokksins, sem var draumi líkust, dálítið fyndin og skemmtileg. Eiríkur Áki Eggertsson Höfundur er lögfræðingur. Í Sunnudagsmogg- anum 20. júní sl. var greinin: Eitt sinn, ávallt – skáti og lögga. Ég fæddist 1945, sama ár og Steini Pje og Óli Ásgeirs, og gekk í sama barnaskóla en þeir voru viðmælendur í greininni. Í ofan- greindri grein kemur fram eftirfarandi til- vitnun: „„Þegar við vorum í skólanum ríkti þar mikil stéttaskipting; sjálfur upplifði ég það til dæmis að fá aldrei að taka þátt í skólaskemmtun, ég fékk ekki að ganga í kórinn og var settur í bekk með öðrum krökkum frá fátækum heimilum. Okkur var haldið til hlés.“ Ólafur tók aftur á móti þátt í skólaskemmtun á hverju ári. Faðir hans var yfirmaður hjá KEA og Óli kom því af „góðu heim- ili“ eins og sagt var. Hann segist aldrei hafa gert sér grein fyrir þess- ari mismunun fyrr en Steini nefndi hana mörgum árum eftir að skóla- göngu þeirra lauk.“ Ég vil gera eftirfarandi athuga- semdir við það sem kemur fram í þessari tilvitnun. Fyrst er að nefna að okkar skólaár voru þeir heið- ursmenn Hannes J. Magnússon og Eiríkur Sigurðsson skólastjóri og yf- irkennari. Það breytist ekki fyrr en skólaárið 1957-1958 (síðasta ár okk- ar í barnaskóla) þegar Eiríkur verð- ur skólastjóri í Oddeyr- arskóla og Tryggvi Þorsteinsson tekur við sem yfirkennari. Í greininni er eftirfar- andi tilvitnun: „Vinur minn Tryggvi Þor- steinsson, skólastjóri og skátaforingi, og kennarar hans völdu í bekkina eftir því hversu vel megandi foreldrar barnanna voru.“ Þessu er ég ósammála og tel raunar þessa lýsingu vera fjarri sannleik- anum. Að þessir menn hafi ástundað það að níðast á börnum sem komu frá efnaminni heimilum er fjarstæða í mínum huga. Ég kom sjálfur frá heimili þar sem ekki var mikið um peninga og upplifði ég aldrei að mér væri mismunað í skólanum vegna þess. Ég hef rætt við tvo kennara sem enn eru á lífi og byrjuðu sinn kennaraferil í barnaskólanum um 1955. Báðir þessir kennarar stað- festu að börnum hefði verið raðað í bekki eftir lestrarkunnáttu fyrst og fremst en það mun hafa viðgengist í mörgum skólum á þessum árum. Ég er þeirrar skoðunar að allt starfsfólk skólans hafi gert sitt besta til að koma okkur til manns. Þetta fólk er flest látið núna og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Ofangreindar tilvitnanir eru vafasamar að því leyti að margir sem þær lesa geta ályktað að það sé allt satt og rétt sem þar kemur fram. Ég tel svo ekki vera. Tryggvi Þorsteinsson er einn til- greindur í ofangreindri blaðagrein. Í mínum huga var hann einstakur hugsjónamaður, ekki óumdeildur, enda einstaklega kraftmikill og skapstór. Að mínu mati er það fjarri sanni að hann hafi hyglað börnum efnameiri foreldra á kostnað þeirra efnaminni. Ekki veit ég af hverju Steini komst ekki í kórinn eins og hann nefnir í greininni. Ég tel mig geta fullyrt að það hafi eingöngu verið Björgvin Jörgensson sem valdi krakka í kórinn og hef ég þá trú að hann hafi valið í kórinn út frá hæfi- leikum og raddgæðum. Það voru gerðar miklar kröfur í kórnum, enda var hann þekktur fyrir fallegan söng. Ég vil benda þeim á sem þekkja til kórsins að skoða mynd af honum. Ef það er gert má komast að raun um að það er af og frá að ein- göngu börn efnaðra foreldra hafi komist í kórinn. Það er von mín að það sjónarhorn sem hér kemur fram varpi ljósi á mismunandi upplifun af skólagöngunni á þessum árum. Ég í það minnsta á eingöngu góðar minn- ingar frá þessum skólaárum. Önnur upplifun af skólagöngu í Barnaskóla Akureyrar Eftir Stefán Gunnlaugsson » Að þessir menn hafi ástundað það að níð- ast á börnum sem komu frá efnaminni heimilum er fjarstæða í mínum huga. Stefán Gunnlaugsson Höfundur var nemandi í Barnaskóla Akureyrar 1952-1958. Samtök fjárfesta starfa í þágu almenn- ings með það að mark- miði að berjast fyrir hagsmunum smærri hluthafa og sparifjár- eigenda og hafa gert það allt frá stofnun. Samtökin hafa beitt sér fyrir gegnsæi á mark- aði, bættum reglum og eftirliti og réttarvernd smárra hluthafa og sparifjáreigenda. Samtökin hafa beitt sér gegn hækk- un skatta á sparnað með það fyrir augum að efla hag almennings sem vill leggja fyrir, t.d. fyrir kaupum á íbúðarhúsnæði eða til elliára. Sam- tökin hafa aldrei beitt sér fyrir sér- hagsmunum af neinu tagi. Stórfelld hækkun á skatti á fjármagnstekjur hefur nú leitt til þess að höfuðstóll sparifjáreigenda rýrnar að teknu til- liti til verðbólgu og skattheimtu rík- isins. Samtökin lögðu sig fram um að afstýra þeim málalokum en barátt- unni fyrir réttlátri og sanngjarnri skattheimtu á þessu sviði er hvergi nærri lokið. Samtökin hafa beitt sér fyrir mála- ferlum við bankana vegna misnotk- unar stærri hluthafa á aðstöðu sinni gagnvart smærri hluthöfum. Nið- urstaða þeirra málaferla hefur leitt í ljós alvarlega misbresti í löggjöf um vernd smærri hluthafa. Hagsmunir smærri hluthafa eru fyrst og fremst hagsmunir al- mennings. Þessir hags- munir almennings felast meðal annars í að sam- keppnislöggjöf sé virt og Samkeppnisstofnun gegni hlutverki sínu sem best. Í þessu ljósi er langt seilst í grein eftir Jón Þór Ólafsson, stjórn- málafræðing, í Morgunblaðinu 28. júní að halda því fram að störf Gylfa Magnússonar, efnahags- og við- skiptaráðherra, í stjórn Samtaka fjárfesta kasti rýrð á störf hans í Samkeppniseftirlitinu sem og störf hans sem ráðherra. Ekkert er fjær sanni enda hafa Samtök fjárfesta fyrst og fremst að markmiði að gæta hagsmuna almennings í fjárhags- legum málefnum. Samtök fjárfesta - samtök í almannaþágu Eftir Bolla Héðinsson Bolli Héðinsson »… enda hafa Samtök fjárfesta fyrst og fremst að markmiði að gæta hagsmuna al- mennings í fjárhags- legum málefnum. Höfundur er formaður Samtaka fjárfesta. Í tilefni af viðtali sem Ingvi Hrafn Jónsson átti við Ragnar Árna- son, prófessor við Há- skóla Íslands, í júní 2010 um fyrningarleið- ina sem núverandi rík- istjórn ætlaði að hefja 1. september á þessu ári, er nauðsynlegt að koma fram með nokkr- ar athugasemdir. Áður en lengra er haldið er rétt að benda á að prófessor Ragnar lagði til þá dauðans dellu, að hætta þorsk- veiðum árið 2007 í þrjú til fjögur ár til þess að fá meiri afla síðar. Málið er að það hefur hvergi í heiminum tekist að geyma fisk í sjónum til að fá meira seinna. Samkvæmt Ragnari Árna- syni prófessor eru bara ókostir við áætlaða fyrningarleið. Í því sambandi er rétt að benda á að hann er einn þeirra fræðimanna hjá HÍ sem eru hugmyndafræðingar núverandi gjaldþrota kvótakerfis og hefur haft atvinnu af því að standa vörð um kerfið. Fyrir utan kennslu við HÍ hef- ur Ragnar haft það að aukastarfi af halda fyrirlestra hér heima og er- lendis þar sem hann hefur farið með öfugmæli um hversu vel það hefur reynst. Það eru nokkrir þættir sem Ragn- ar Árnason prófessor ræðir aldrei í fyrirlestum sínum né gerði hann það í viðtalinu við Ingva Hrafn sem ann- aðhvort vegna vanþekkingar sinnar eða af öðrum hvötum sá ekkert tilefni til að spyrja Ragnar um eitt eða neitt. Þetta eru þættir sem eru mjög mik- ilvægir fyrir almenning í landinu, þó svo að þeir séu feimnismál hjá núver- andi handhöfum kvótans sem greiða Ingva Hrafni fyrir að sjónvarpa áróðri. Nú eftir búsáhaldabyltinguna ættu menn samt að hafa áttað sig á því að fólkið í landinu mun ekki sætta sig við að hagsmunir fárra séu teknir fram yfir heildarhagsmuni og að auðlindir landsins verði færðar fáum fyrir ekki neitt. Ragnar hélt því fram að bæði útgerðarfyrirtækin og þjóðfélagið myndi verða fyrir miklum skaða ef fyrningarleiðin yrði farin. Hann hélt því fram að efnahagur þjóðfélagsins alls myndi versna því tekjur til sveitarfélag- anna minnkuðu. Hann gaf sér að kvóti myndi færast frá sveitarfélög- unum en útskýrði það ekkert frekar hvernig það myndi eiga sér stað. Hann hélt því fram að útgerðarfélögin myndu tapa á fyrningu en gleymdi að minnast á það að landsmenn myndu græða þegar útgerðarmenn greiða fyrir leigu á sameiginlegri auðlind landsmanna í ríkissjóð. Ekki greindi Ragnar frá kostum þess að sveitarfélög sem hafa misst kvóta gætu rétt sinn hlut og náð vopnum sínum aftur. Ragnar gleymdi að tala um mannréttindaálit Sameinuðu þjóðanna og að það beri að virða atvinnufrelsi sjómanna. Hann gleymdi að tala um þá menn sem eiga núna eða hafa lítinn kvóta og eru leiguliðar kvótahafa og leigja af þeim þorsktonnið á 285 kr. Ragnar minnist aldrei í fyrirlestrum sínum hér heima eða erlendis á brottkastið sem fylgt hefur kerfinu frá upphafi og ekki sá Ingvi Hrafn neina ástæðu til að spyrja hann út í það í fyrr- nefndum þætti. Ragnar minntist ekki á að megnið af arði útgerðarinnar sem nú er skuldug fer í að greiða eitt- hvað upp í vexti af a.m.k. 600 millj- arða skuld greinarinnar við lána- stofnanir en ljóst er að drjúgur hluti þess fjár rennur beint úr landi. Með uppstokkun á kerfinu og hæfi- legri leigu veiðiheimilda rynnu þær greiðslur í sameiginlegan sjóð lands- manna. Í lokin er rétt að spyrja hvort Háskóli Íslands geri ekki nokkrar faglegar kröfur til þeirra sem skreyta sig með nafni Háskóla Íslands? Að gefnu tilefni Eftir Grétar Mar Jónsson Grétar Mar Jónsson »Með uppstokkun á kerfinu og hæfilegri leigu veiðiheimilda rynnu þær greiðslur í sameiginlegan sjóð landsmanna. Höfundur er skipstjóri og ritari Frjálslynda flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.