Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 32
32 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010  Ensk-franska sveitin The Fancy Toys, Ragnheiður Gröndal söng- kona og Guðmundur Pétursson gítarleikari efna til fernra tón- leika á Norðurlandi og í Reykjavík daga 7.-10. júlí. Með í för verða kvikmyndatökumenn sem hyggjast gera heimildarmynd um Íslands- ferðina. Þetta fjölþjóðlega sam- starf hefur vakið athygli í Bret- landi en það þykir afar áhugaverður tónlistarkokkteill enskra, franskra og íslenskra áhrifa. Tónleikaferðalagið hefst á Græna hattinum á Akureyri 7. júlí og lýkur í Reykavík hinn 10. á Kaffi Rósenberg. Halda tónleika á Norð- urlandi og í Reykavík Fólk Gamalkunna hljómsveitin Kolrassa krókr- íðandi kemur saman eftir margra ára hlé á rokkhátíðinni Eistnaflugi í Neskaupstað dag- ana 8.-10. júlí. Söngkona hljómsveitarinnar, Elíza Geirsdóttir Newman, er nýkomin til landsins en hún er nú búsett í Lundúnum. „Við ætlum að prófa þetta og athuga hvern- ig stemningin er. Það eru örugglega tíu ár síð- an við komum síðast saman. Það verður gam- an að sjá hvort kemestríið er þarna ennþá eða hvort við förum strax að rífast,“ segir Elíza og hlær. „Við erum að fara að æfa núna. Ég er búin að vera með þetta á ipodinum mínum á repeat. Þetta er allt geymt ofan í skúffu einhvers stað- ar, en er að rifjast upp.“ Að sögn Elízu mun hljómsveitin spila lög af þremur fyrstu plötunum, Drápu, Kynjasögum og Köld eru kvennaráð. „Við tökum þetta bara í sumarfríinu, sem gerir þetta skemmtilegra,“ segir Elíza og slær á létta srengi: „Þeir sem þora að koma á Eistnaflug munu ekki sjá eftir því.“ Elíza heldur tónleika ásamt tónlistarmann- inum og upptökustjóranum Gísla Kristjánssyni og hljómsveitinni Of Monsters and Men á Kaffi Rósenberg í kvöld kl. 20. Þar mun hún flytja lög af plötu sinni Pie in the Sky ásamt því að taka slagarann „Eyjafjallajökull“ sem vakti heimsathygli fyrir skömmu. Elísa segir að hún muni einnig dusta rykið af enn eldri slögurum ef stuðverður fyrir því. hugrun@mbl.is Kolrassa krókríðandi snýr aftur Kolrassa 18 ára gömul mynd af sveitinni.  Einn af þekktari hönnuðum Dana um þessar mundir, Henrik Vibskov, snýr aftur á Seyðisfjörð í sumar og stýrir listasmiðju á listahátíðinni LungA sem haldin er dagana 12.-18. júlí, en hann stýrði svipuðu verkefni á hátíðinni í fyrra. Smiðjan mun þó ekki bara snúast um fatahönnun. Vibskov er einnig þekktur fyrir hönnun sína, innsetningar, myndlist og tónlist, en hann er partur af tónleika- hljómsveitinni Trentemøller ásamt Anders Trentemøller og Mikael Simpson. Henrik Vibskov snýr aftur á LungA  Í maí síðastliðnum hélt hin sí- vinsæla hljómsveit Mannakorn tvenna tónleika í Háskólabíói. Skemmst er frá því að segja að uppselt var á hvora tveggja tón- leikana og komust færri að en vildu. Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn með öðrum tónleikum í Há- skólabíói laugardaginn 16. október þar sem farið verður yfir feril hljómsveitarinnar. Í aðalhlutverki verða að vanda þeir Magnús Ei- ríksson og Pálmi Gunnarsson, sem hafa verið kjölfestan í bandinu frá stofnun þess og þeim til halds og trausts verður sami hópur og spil- aði í maí, þar á meðal söngkonan Ellen Kristjánsdóttir. Almenn miðasala hefst í dag kl. 10 á Miði.is og öllum sölustöðum Miði.is. Miðaverð er 4.400 kr. og eingöngu verður selt í númeruð sæti. Aðeins 900 miðar eru í boðið. Miðasala hafin á tón- leika Mannakorns Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Það er að sönnu fengur að hing- aðkomu sveitarinnar Spiritualized sem leidd er af Jason nokkrum Pierce, en hún er aðalnúmerið á tón- leikunum sem fram fara í Hljóm- skálagarðinum í Reykjavík í kvöld að undirlagi Inspired by Iceland átaksins. Spiritualized mun koma fram ásamt tveimur strengjakvar- tettum, þ. á m. hinum íslenska Ami- ina. Hvar eru norðurljósin? Sveitin var stofnuð fyrir tuttugu árum síðan og snerist fljótlega upp í að verða eins manns verkefni Pierce sem fær til sín tilfallandi aðstoð- armenn. Pierce var áður í rokksveit- inni Spacemen 3, einni áhrifaríkustu neðanjarðarsveit Bretlands á níunda áratugnum og hafði hún mikil áhrif á skóglápssenuna svokölluðu sem samanstóð af hljómsveitum eins og My Bloody Valentine, Ride og Chap- terhouse. Meistaraverk Spiritualized er platan Ladies and Gentlemen We Are Floating in Space (1997) og er sveitin í dag ein helsta költsveit Bretlandseyja, tónlistarnerðir bíða jafnan óþreyjufullir eftir fréttum af næstu skrefum Pierce sem hefur á undanförnum árum haldið til- komumikla tónleika með sveit sinni á forvitnilegustu stöðum, m.a. uppi á toppi tvíburaturnanna og á norð- urpólnum. „Við komum hingað fyrir tveimur árum síðan til að gera myndband með TrueNorth,“ segir Pierce, of- ursvalri og letilegri röddu. „Við komum á tengingum og eignuðumst vini en það gekk hins vegar illa að bóka fyrir okkur tónleika.“ Aðspurður um hughrifin við það að sjá Ísland í fyrsta skipti poppar upp kunnuglegt – en ánægjulegt – svar. „Það er ótrúlega fallegt hérna er það ekki?“ segir hann eins og ekkert sé sjálfsagðara. „Þegar maður er að ferðast getur maður verið staddur í fallegustu borg heims en samt verið inni á hóteli allan tímann vegna tón- leikaskuldbindinga. Þegar ég var hérna síðast hafði ég hins vegar tækifæri til að drekka í mig feg- urðina; horfa á norðurljósin o.sfrv. Við komum reyndar með það að markmiði að elta þau uppi og þau birtust okkur svo loksins síðasta daginn.“ Pierce hlær við þegar hann er spurður að því hvort hann líti á sig sem nokkurs konar ambassador fyr- ir ímynd Íslands, en Inspired by Ice- land átakið var sett í gang til að bæta hana … Ný plata í smíðum „Já, þú segir nokkuð …nei, ég get ekki sagt að ég líti á mig sem ein- hvern sendiherra. En mér finnst landið virkilega fallegt. Það er eitt- hvað mjög dularfullt við það, það er eins og maður geti týnst út um allt hérna.“ Pierce læðir því að lokum til blaðamanns að ný plata sé í smíðum, en sú síðasta, Songs In A&E, kom út fyrir tveimur árum síðan. „Ég er að hljóðrita um þessar mundir,“ segir hann. „Þetta er dálít- ið skrítið, því að venjulega loka ég mig af þegar ég er að búa til plötur. En ég gerði undantekningu vegna þessara mjög svo sérstöku tónleika. Við erum með ágætis vinatengsl til Íslands og í mínum huga var ekki fræðilegur möguleiki á því að bakka út úr þessu.“ Enginn ambassador Jason Pierce, leiðtogi Spiritualized, er hrifinn af Íslandi og finnst landið virkilega fallegt. Dagskráin fyrir þennan einstaka viðburð er fýsileg í meira lagi. Sjálfir tónleikarnir verða haldnir í Hljómskálagarðinum í Reykjavík og verða þeir sendir út beint á net- inu í bland við myndskeið sem tek- in hafa verið sérstaklega upp fyrir viðburðinn, með íslenskum og er- lendum tónlistarmönnum í ís- lenskri náttúru. Í Hljómskálagarðinum spila Amiina, Damien Rice, Dikta, Glen Hansard, Hafdís Huld, Hilmar Örn Hilmarsson, Steindór Andersen og Páll á Húsafelli, Lay Low, Mammút, Parabólur, Pondus, Seabear og Spiritualized: AcousticMainlines. Í netútsendingu verða For a Minor Reflection, Gus Gus, Hjaltalín og Retro Stefson. Tónleikarnir eru öllum opnir og ókeypis og eru Íslendingar hvattir til að fjölmenna á þá. Dagskráin hefst klukkan 20 í kvöld og stend- ur til 23. Mikill áhugi er á þessum tón- leikum eins og sjá má á Fésbókar- svæði átaksins sem og á Tíst-síðu hennar. Útlendingar virðast ætla að sækja tónleikana í nokkrum mæli og er fólk að melda sig sam- an á netinu hvað bílfar og annað varðar. DAGSKRÁIN Damien Rice Að draga inn fegurðina  Spiritualized eru aðalnúmerið á tónleikum Inspired by Iceland  „Ég er eng- inn ambassador,“ segir Jason Pierce, „en landið er alveg afskaplega fallegt“ Íslendingar og Íslandsvinir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.