Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 35
Hvanndalsbræður Eru gleðigjafar miklir og ná til allra aldurshópa. Lög Hvanndalsbræðra erutil þess gerð að maður fáiþau á heilann. Á nýjustuplötu þeirra, sem er þeirra sjötta og heitir einfaldlega Hvanndalsbræður, eru tólf lög sem auðvelt er að fá á heilann. Það þýðir líklega að þau eru grípandi og skemmtileg. Fjögur þeirra eru þeg- ar orðin landsmönnum kunn: „La la lagið,“ „Vinkona,“ „Fjóla“ og „Gleði og glens.“ Hvanndalsbræður hafa verið þekktir fyrir einhverskonar grall- aralegt þjóðlagarokk en eru fjöl- breyttari á þessari plötu, þar má jú finna grallararokkið en svo eru popp, reggí og aðrar tónlist- arstefnur allar í bland. Fyrsta lag plötunnar á fyrrver- andi pönkarinn Dr. Gunni, nefnist það „Vinsæll“ og er það flottur sum- arsmellur með skemmtilegum og sönnum texta. Sjálfur konungur sveitaballa- poppsins, Einar Bárðarson, á eitt lag á plötunni, „Plöturnar“. Er það poppað í hans anda, ágætis smellur sem hefði alveg getað ómað hjá hljómsveitum eins og Skítamóral eða Á móti sól. Hvanndalsbræðrum fara svona sveitaballapoppsmellir líka vel úr hendi. „Mikki refur“ er stórskemmtilegt lag, refurinn er vel túlkaður í söngnum og á lagið eflaust eftir að heyrast í skógarrjóðrum víða í sum- ar þar sem fólk kemur sér í stuð í útilegunni. „Gleði og glens“ þekkja flestir úr Söngvakeppni Sjónvarpssins þar sem þeir félagar komust í úrslit, mér hefur alltaf þótt þetta fínt lag og tilvalið til að koma sér úr fýlunni. „Hreinsaðu hugann“ er reggísleg- inn hughreystingarsöngur sem sýn- ir og sannar að Hvanndalsbræður eru ekki bara í djókinu, þeir geta samið reggíballöður á alvarlegri nótum. Upptalin lög eru bara dæmi um þá fjölbreytni sem einkennir plöt- una, önnur lög eru ekkert síðri og sum betri en ofantalin. Textarnir við lögin eru ekkert slor og þótt þeir séu margir hverjir einfaldir hafa þeir heilmikið að segja. Það er fjallað um lífið og til- veruna og tekið á því sem hefur ver- ið að gerast í samfélaginu eins og í laginu um hann Jón sem virðist vera hálfgerður lúser en endar á því að standa uppi sem sigurvegari enda verða allir gjaldþrota nema hann. Á plötunni Hvanndalsbræður eru ekki flóknar lagasmíðar, en þær eru skemmtilegar og grípandi með góð- um textum og vel útsettar. Eini galli plötunnar er hvað nánast öll lögin festast auðveldlega í hausnum á manni, áður en við er litið er mað- ur farinn að raula lögin með sjálfum sér. Hvanndalsbræður eru lífs- nauðsynleg hljómsveit okkur Ís- lendingum, hún höfðar til breiðs aldurshóps, flytur gleðipopp af bestu gerð og tekur sig ekki of há- tíðlega. Þetta er platan til að hafa í spilaranum þegar hringurinn verð- ur keyrður í sumar, hún bætir, hressir og kætir. Gleði og glens er allra meina bót Geisladiskur Hvanndalsbræður - Hvanndals- bræður bbbbn Sena 2010 INGVELDUR GEIRSDÓTTIR TÓNLIST MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 ÞEIR VORU PLATAÐIR - ÞEIR VORU SVIKNIR - HEFNDIN ER ÞEIRRA MISSIÐ EKKI AF FYRSTU STÓRMYND SUMARSINS! „Brjálaður hasar” -J.I.S. - DV „The A-Team setur sér það einfalda markmið að skemmta áhorfendum sínum með látum, og henni tekst það með stæl. Ekta sumarbíó!” -T.V. - Kvikmyndir.is „Sumarið er komið með kúlnaregni” -S.V. - Mbl. Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20 SÝND Í SMÁRABÍÓI VIDDI, BÓSI LJÓSÁR OG HIN LEIKFÖNGIN ERU KOMIN AFTUR Í STÆRSTU OG BESTU TOY STORY MYNDINNI TIL ÞESSA. HHHH "TOY STORY 3 ER ÞAÐ BESTA SEM ÉG HEF SÉÐ Í BÍÓ Á ÞESSU ÁRI HINGAÐ TIL OG ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ SJÁ HANA AFTUR!" - T.V. KVIKMYNDIR.IS HHHHH - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE "...ÁN EFA MYNDIN SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ Í SUMAR" "...BESTA TOY STORY MYNDIN TIL ÞESSA - MEIRI HLÁTUR, MEIRA FJÖR, MEIRA DÓT Í FRÁBÆRI ÞRÍVÍDD" "MEISTARAVERK! LANGBESTA MYND ÁRSINS!" “ÓMENGUÐ SNILLD YST SEM INNST.” “HÚN HEFUR SVO SANNARLEGA ALLA BURÐI TIL AÐ VERÐA VINSÆLASTA OG BESTA MYND SUMARSINS” HHHHH S.V. - MBL STÓRKOSTLEG SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI HHHH „Ofursvöl Scarface Norðurlanda“ Ómar Eyþórsson X-ið 977 Killers kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára Get Him to the Greek kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára Grown Ups kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ Snabba Cash kl. 6 B.i. 16 ára Robin Hood kl. 9 B.i. 12 ára Sýnd kl. 4 Sýnd kl. 4 - ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum www.laugarasbio.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 gdu Aukakrónum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.