Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 Nýlegar sveitarstjórnarkosn-ingar og í kjölfarið ný skoð- anakönnun sem Morgunblaðið birtir í dag eru váleg tíðindi fyr- ir Samfylkinguna. Flokkurinn var stofnaður til að keppa við Sjálfstæðisflokkinn og sú spuna- kenning var búin til að þessir tveir flokkar væru „tveir turn- ar“ sem kepptu um forystu í landsmálunum.     Spuninn vareinkum sett- ur fram til að Samfylkingin skyggði á aðra vinstri- og miðju- flokka og heppnaðist um hríð.     Nú er staðan breytt og Sam-fylkingin getur með engu móti látið sem hún keppi um for- ystuhlutverkið í íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn galt af- hroð í sveitarstjórnarkosning- unum og nýja könnunin sýnir að stuðningur við hann á landsvísu er einnig hruninn.     Í kosningunum í apríl í fyrrafékk Samfylkingin tæplega 30% fylgi og 20 þingmenn, en nú mælist flokkurinn með innan við 24% fylgi og mætti búast við að tapa fimm þingmönnum.     Á sama tímabili hefur stuðn-ingur við Sjálfstæðisflokkinn vaxið úr tæpum 24% í tæp 35% og flokkurinn gæti gert ráð fyrir að bæta við sig sex þingmönn- um.     Vandi Samfylkingarinnar er aðflokkurinn hefur misst tengsl við þjóðina í hverju málinu á fætur öðru, ekki síst í ESB- og Icesave-málum. Auk þess leiðir flokkurinn ráðalausa ríkisstjórn sem landsmenn finna að er ekki á vetur setjandi. Váleg tíðindi fyrir Samfylkinguna Laugavegi 47, sími 552 9122 Laugavegi 47, sími 551 7575 M b l1 15 14 73 fimmtudag, föstudag og langan laugardag 25% afsláttur af buxum og skyrtum Skyrtu- og buxna- sprengja Veður víða um heim 30.6., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Bolungarvík 10 skýjað Akureyri 16 léttskýjað Egilsstaðir 12 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 9 alskýjað Nuuk 8 skýjað Þórshöfn 9 skýjað Ósló 16 skýjað Kaupmannahöfn 19 skýjað Stokkhólmur 23 léttskýjað Helsinki 24 heiðskírt Lúxemborg 28 heiðskírt Brussel 27 heiðskírt Dublin 20 skýjað Glasgow 22 heiðskírt London 25 heiðskírt París 30 heiðskírt Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 22 heiðskírt Berlín 26 heiðskírt Vín 29 léttskýjað Moskva 24 heiðskírt Algarve 28 léttskýjað Madríd 33 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 30 léttskýjað Aþena 25 skýjað Winnipeg 20 skýjað Montreal 17 skýjað New York 23 heiðskírt Chicago 21 léttskýjað Orlando 32 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 1. júlí Fjara m Flóð REYKJAVÍK 3.20 0,7 9.21 ÍSAFJÖRÐUR 5.23 0,3 11.12 SIGLUFJÖRÐUR 1.25 DJÚPIVOGUR 0.30 0,5 6.22 AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 Andri Karl andri@mbl.is Þó að efnahags- og viðskiptaráðu- neytið taki heilshugar undir fram- komna gagnrýni á fyrirtæki sem bjóða upp á svokölluð smálán þykir vandséð að starfsemi þeirra verði bönnuð. Vísar ráðuneytið þá sérstak- lega til alþjóðlegra skuldbindinga sem Ísland hefur gengist undir með aðild sinni að EES-samningnum. Neytendasamtökin sendu Gylfa Magnússyni, efnahags- og viðskipta- ráðherra, bréf í lok síðasta árs þar sem þeim tilmælum var beint til hans, að gripið yrði til aðgerða gegn því sem samtökin nefna okurlána- starfsemi. „Lán sem þessi hafa verið harðlega gagnrýnd í nágrannalönd- um okkar enda beinist markaðssetn- ingin aðallega að yngri neytendum og þeim sem hafa lítið handa á milli, auk þess sem ekki er hægt að tala um annað en okurvexti,“ sagði í bréfi samtakanna og einnig að kvartanir hefðu borist vegna þeirra. Þegar ekkert svar hafði borist ítrekuðu samtökin fyrirspurn sína í lok maí sl. Starfsemin sætir ekki einokun Um miðjan mánuð barst svo svar ráðuneytisins. Segir í því, að þó svo vilji stæði til að gera starfsemi smá- lánafyrirtækja leyfisskylda og láta hana lúta strangara eftirliti, t.d. með því að fella hana undir lög um fjár- málafyrirtæki, virðist regluverk Evrópusambandsins setja því skorð- ur. „Samkvæmt þeim lögum er veit- ing útlána sem fjármögnuð eru með endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi leyfisskyld starfsemi. Smálán eru ekki fjármögnuð með þessum hætti.“ Þá segir í bréfi ráðuneytisins að örðugt sé að bregðast við starfsemi smálánafyrirtækja. „Skilmálar fyrir- tækjanna eru, þegar í upphafi, ljósir neytendum. Þeir bera með sér hinn gríðarlega háa lánakostnað. Ráðu- neytinu virðist því sem treysta verði á dómgreind neytenda.“ Ráðuneytið tekur fram að Neyt- endasamtökin geti gegnt lykilhlut- verki í að upplýsa neytendur um smálánin en einnig er bent á að starf- semin sætir ekki einokun og „sé það ætlun neytenda að verða sér úti um lánsfé þá eru ýmsar aðrar leiðir fær- ar í þeim efnum.“ Ráðuneyti segir að dómgreind verði að treysta  Smálánastarfsemi verður ekki bönnuð Morgunblaðið/Ernir Ekki hægt Í bréfi ráðuneytis segir að starsfemin verði ekki stöðvuð. Okurlánin » Tíu þúsund króna smálán í 15 daga kostar 2.500 kr. » Tuttugu þúsund króna lán kostar 4.750 kr. » Þrjátíu þúsund króna lán kostar 7.000 kr. » Fjörutíu þúsund króna lán kostar 9.250 kr. » Kostnaðurinn við minnsta lánið er því 25% sem svarar til 600% kostnaðar á árs- grundvelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.