Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 Dýrahald 5 mán. Am. cocker spaniel tík til sölu Dimma er 5 mán. am. cocker tík sem leitar að góðu framtíðarheimili. Uppl. hjá ræktanda í s. 845-6678. www.eldhuga.com Garðar Túnþökusala Oddsteins  Lóðaþökur  Fótboltaþökur  Golfvallargras  Holtagróður Steini, s. 663 6666 Kolla, s. 663 7666 visa/euro Hljóðfæri Dúndurtilboð!!!! Kassagítarar: 1/4 stærð 10.900 pakkinn með poka, strengjasetti og stilliflautu. Kassagítartilboð: Kr. 49.900 m. pickup, innbyggður tuner, 10w magnari, poki, snúra, ól, aukastrengjasett og E - Media kennsluforrit í tölvu. Rafmagns- gítarpakkar frá kr. 33.900. Þjóðlagagítar frá 17.900. Hljómborð frá kr. 8.900. Kassagítar kr. 11.900. Þjóðlagagítarpakki á 19.900 með poka, ól, stilliflautu, auka streng- jasetti og E - Media kennsludisk. Gítarinn, Stórhöfða 27, sími 552 2125, www.gitarinn.is Til sölu Ódýr blekhylki og tónerar í HP, Dell, Brother, Canon og Epson. Send samdægurs beint heim að dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150. Sjá nánar á blekhylki.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Ýmislegt Glow & blikkvörur fyrir útisamkomur í sumar, farðu inn á www.hafnarsport.is og skoðaðu úrvalið. Heitir pottar Sími 565 8899 GSM 863 9742 www.normx.is normx@normx.is Blómaskór. Margir litir. Eitt par 1.200 kr., tvö pör 2000 kr. Ný sending af kínaskóm kr. 1500 Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 44. Sími 562 2466. ...þegar þú vilt þægindi Kr. 12.990,- Klossar. Litir: Svart - Hvítt stærð 36- 46 Bonito ehf. Praxis Faxafeni 10, 108 Reykjavík Sími: 568 2878 Opnunartimi: mánud- fimmtud kl. 11.00 - 17.00 föstudaga kl. 11.00 -15.00 www.praxis.is VAR AÐ KOMA Í HÚS: HVÍTIR BH Sérstaklega glæsilegir í B,C,D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 7.680,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, Lokað á laugardögum. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is - vertu vinur Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Nýkomið – Skokkar Skokkar, st. 42 – 56, litir: fjólublátt, hvítt, grátt,rautt,galla. Verð kr. 10.990,- Röndóttir bolir, st. 42-56. Verð 4.990,- Litir, svart/hvítt, rautt/hvítt. Leggings : st. 42-56. Litir: hvítt, svart. Sími 588 8050. SUMARLEGIR, GLÆSILEGIR Teg. MARIETTE - í skálum D,DD,E,F,FF,G,GG á kr. 8.685,-- Teg. DARCY - í skálum D,DD,E,F,FF,G á kr. 7.990,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, Lokað á laugardögum. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is - vertu vinur Útsala Útsala Útsala Skarthúsið, Laugavegi 44 Sími 562 2466 Mikið úrval af fallegum sumarskóm úr leðri. Stærðir: 36 - 40. Verð: 13.885,- og 14.785,- Sími: 551 2070, opið: mán.- fös. 10 - 18. Lokað á laugardögum. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílar Bón & þvottur Vatnagörðum 16, sími 445-9090 Þvoum, bónum, djúphreinsum, þrífum að innan alla bíla, eins sendibíla, húsbíla og hjólhýsi, eins vélmössum við matt lakk svo það verði sem nýtt. Einnig bjóðum við hrað-gæðaþvott. Öll vinna er handunnin. Opnum kl. 9.00 virka daga og 10.00 laugardaga. Bonogtvottur.is - GSM 615-9090. Nýr Hyundai H1 6 manna 2,5 diesel. 171 hö. 2 x Rennihurðir. Loftkæling og allur helsti búnaður. Getum boðið þessa bíla í stuttan tíma á þessu frábæra verði Aðeins 4.890 þús. www.sparibill.is Fiskislóð 16 - sími 577 3344. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 KRINGLUBÓN ekið inn stóri- litli turn. Opið mán.-fös. 8-18, lau. 10-18. S. 534 2455 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái og leðurhreinsun. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Mínar fyrstu minn- ingar um Kristján eru frá Lóni. Árlegar ferðir fjölskyldunnar norður eru enn ljóslifandi, snarkið í eldavélinni eftir að Kristján hafði kveikt upp og lyktin af grillinu í afmælisveislu pabba og Hildar systur. Við fjölskyldan nutum í fjölda ára gestrisni Kristjáns, Ástu, Klemens og Rósu á Lóni, ferðir sem alltaf var hlakkað til þótt erfitt hafi verið fyrir mig lít- inn gutta að keyra langa leið frá Keflavík norður í Ólafsfjörð. Veið- in í ánni og fjallgöngur ásamt ýmsum skoðanaferðum um bæinn og nágrenni eru stundir sem aldr- ei gleymast og voru gefandi fyrir áhugasaman strák sem vildi heyra Kristján Hilmar Jónsson ✝ Kristján HilmarJónsson fæddist í Sæborg á Ólafsfirði hinn 9. febrúar 1932. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 20. júní 2010. Útför Kristjáns fór fram frá Ólafsfjarð- arkirkju 29. júní 2010. sögur. Í seinni tíð naut ég annars konar samvista við Krist- ján, reynslusögur hans af sjónum og víðar voru óþrjótandi uppspretta gæða- stunda okkar; sögur af síðutogurum, úr frystihúsinu og af Hornbrekku yfir í svaðilför Sæþórs yfir hafnargarðinn í Ólafsfirði eru nokkr- ar af ótrúlegum lífs- reynslusögum sem dásamlegt var að heyra hjá Krist- jáni. Fjölskylduferðir okkar Kollu og strákanna norður að Lóni og ljúffengar veitingar í Bylgju- byggðinni eru stundir þar sem strákarnir mínir hafa upplifað mínar æskuminningar og lét Kristján ekki sitt eftir liggja í sög- um frá Lóni og Ólafsfirði og voru einhverjar þeirra af mínum fyrri ferðum. Kristján var góður maður sem sýndi fólkinu í kringum sig ein- lægan áhuga og stuðning hvenær sem var, hvort sem um var beðið eður ei. Þegar pabbi háði sína lokabaráttu árið 2004 var stuðn- ingur af nærveru Kristjáns og Ástu ómetanlegur, en þrátt fyrir erfiða tíma þá var mikið að gera því við Kolla vorum einnig að flytja. Kristján var mættur um leið með pensla á lofti, allt til að styðja okkur unga fólkið og flýta fyrir svo allir kæmust aftur á vaktina við hlið pabba. Stuðningi Kristjáns við okkur í veikindum pabba munum við aldrei gleyma, hæverskur sem fyrr, stoð og stytta okkur öllum í fjölskyldunni á erfiðum tímum. Það hefur verið mikill heiður að fá að njóta allra samvistanna við Kristján og hann hefur svo sann- arlega gert mig að betri manni, hæverskur fjölskyldumaður sem ávallt var reiðubúinn að hlusta og gaf unga fólkinu alltaf mikinn tíma. Í veikindum hans kom skap- gerð Kristjáns sterkt fram, hann bar harm sinn í hljóði og ætlaði alltaf að halda áfram, skil ég nú enn betur að hann og pabbi náðu svona vel saman, þar var líkur að sækja líkan heim. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti til Kristjáns fyrir samverustundir, góðar sögur en umfram allt ómetanlegan stuðning við okkur Kollu og mömmu. Vertu sæll, kæri vinur. Við Kolla sendum heilshugar samúðarkveðjur til Ástu, Frey- gerðar, Hilmars, Jónu, Sigur- bjargar, tengdabarna og barna- barna, í þeirra mikla harmi er vonandi huggun að góðum minn- ingum og vitnisburði um góðan mann. Árni Árnason (Árni „litli“). Elsku afi Kristján. Það er ótrúlega skrýtið að þú sért farinn og komir ekki aftur. Ég man þegar ég var lítil og ég var alltaf að veltast með þér þegar þú fórst eitthvað út. Það var líka svo gaman að vera hjá ykkur á sumrin og leika úti með þér og ömmu Ástu. Líka þegar ég fékk að gista í milliholunni þegar ég var lítil. Þú talaðir líka stundum þegar þú varst hálfsofandi og varst þá staddur úti á sjó og mér fannst þetta svo fyndið. Þú varst þessi sem nennti alltaf að leika við okk- ur og spjalla um allt á milli himins og jarðar. Svo var líka skemmti- legt að fara upp í hesthús að kíkja á Austra og fá að setjast á bak. Þetta eru allt ógleymanleg skipti sem við áttum saman. Líka að fara að veiða með ykkur og fylgjast með þegar þú varst að gera að fiskinum, þú sýndir mér hvernig það var gert og kenndir mér allt um það. Ég er líka svo ánægð með allt hestadótið þitt sem ég fékk í fermingargjöf frá ykkur, pabba og Sigubjörgu. Það var gott að geta hitt þig á spítalanum um daginn og fá að kveðja þig. Ég var svo glöð að þú mundir alveg eftir mér. Mér þótti alltaf vænt um þig og ég er glöð að þú skyldir taka mig sem svona auka afabarn og að þið munduð líka alltaf eftir mér. Þín verður sárt saknað og þú átt alltaf stað í hjarta mínu. Þín afastelpa, María Ösp. Elsku móðurbróðir, „brói“ eins og ég kallaði þig alla tíð, það er erfitt að taka út minningarbrot, þau eru svo mörg og full af gleði, þrátt fyrir að þú stríddir mér stundum í bernsku, þú varðst eðli- lega leiður á því að hafa þetta stelpuskott alltaf í eftirdragi, því að ég ólst upp að mestu hjá for- eldrum þínum, ömmu Dönu og afa Jóni í Sæborg, fram undir 11 ára aldur, þú varst alltaf kletturinn með góða skapið, elsku „brói“, það var erfitt að sjá á eftir þér svona fljótt. Nú er „ættarhöfðinginn“ horfinn á braut og ég veit að allir Dönu og Jóns-liðirnir taka vel á móti þér. Það verður sárt fyrst að minnast þín, „brói“, en við getum yljað okkur við góðar minningar um góðan dreng sem þú varst alla tíð, og alltaf brosandi. Ég bið góð- an guð að varðveita Ástu og fjöl- skyldu þína, því þau hafa misst mest. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku „brói“. Ástarkveðjur, Kolbrún Ásta (Kolla Didda).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.