Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Skúli Á. Sigurðsson skulias@mbl.is Samkvæmt tilmælum Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins (FME) skal miða við lægstu vexti Seðlabanka Íslands við endur- útreikning lána í íslenskum krónum sem voru gengistryggð þar til Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu að slík trygging færi í bága við lög. Dæmdi rétturinn geng- istrygginguna óskuldbindandi. Lægstu verðtryggðu vextir Seðla- bankans eru 4,80% og lægstu óverð- tryggðu eru 8,25% en algengir samningsvextir á gengistryggð lán voru á bilinu 3-4%. Verður því tölu- verð hækkun vaxta miðað við þá túlkun fjölda lögfræðinga að að gengnum dómi Hæstaréttar ættu samningsvextir að standa. Af réttarfarsástæðum tók rétturinn ekki á því álitaefni hvort breyta skyldi vaxtakjörum lánasamning- anna. Tilmæli Seðlabankans og FME eru ekki bindandi fyrir banka og fjármögnunarfyrirtæki og óljóst er hvort skuldarar verða að lokum bundnir við þær greiðslur sem þeir kunna að inna af hendi. Þannig er réttarstaðan varðandi uppgjör lán- anna enn óljós. Andstæð neytendaviðhorfum Það virðist samræmast almenn- um viðhorfum um rétt neytenda illa að meta réttaróvissu um það hvern- ig skuli reikna eftirstöðvar og af- borganir lánardrottnum í hag. Und- ir þetta tekur lögmaður og sérfræðingur á sviði samninga- og kröfuréttar. Bendir hann á að ein af meginreglum samningaréttar sé að túlka skuli óljós samningsákvæði neytanda í hag þegar hann á í lög- skiptum við sérfróðan lögaðila. Þá kveði samningalög á um að staðlaða samningsskilmála skuli túlka þeim í óhag sem þá samdi en stór hluti samninga um gengistryggð lán var í stöðluðu formi. Tilmæli Seðlabankans og FME stríða því gegn viðteknum laga- viðhorfum og anda laga sem varða rétt neytenda. Hann telur þó ekki ólíklegt að lokaniðurstaða Hæsta- réttar um endurútreikning verði í líkingu við efni tilmælanna þar sem forsendur fyrir umsömdum vöxtum brustu þegar gengistrygging ís- lensks lánsfjár var dæmd ólögmæt á dögunum. Tilmælin studd við lögjöfnun Tilmæli stofnananna byggjast á því að í 18. gr. laga um vexti og verðtryggingu segi að teljist samn- ingar um vexti eða annað endur- gjald fyrir lánveitingu ógildir og slíkt endurgjald hafi verið greitt skuli endurgreiða þeim sem of- greiddi og leggja til grundvallar út- reiknings greiðslna lægstu vexti Seðlabankans. Í greininni er hvergi minnst á verðtryggingu og virðist hún því felld undir orðalagið „vextir eða annað endurgjald“ með lögjöfn- un. Í lögjöfnun felst að beitt er settri lagareglu um ólögmælt tilfelli sem samsvarar efnislega þeim sem undir lagaregluna heyra. Í ljósi þess að hvers konar verð- trygging getur bæði verið íþyngj- andi og ívilnandi fyrir skuldara telur sérfræðingurinn sem Morgunblaðið leitaði til nokkuð langt seilst í túlk- un ákvæðisins. Erfitt sé að fella verðtryggingu undir einhvers konar endurgjald og því sé túlkunin nokk- uð djörf. Segist hann ekki myndu ráð- leggja skjólstæðingum sínum að greiða afborganir samkvæmt breyttum vaxtakjörum nema með fyrirvara um rétt lánveitanda og mögulega endurgreiðslu. Telur hann eðlilegast að líta svo á að í kjölfar dómanna standi umsamdir vextir af gengistryggðum lánum óhaggaðir. Vegna óvissu um lokaniðurstöðu mála telur hann ólíklegt að lán- ardrottnar muni verða aðgangs- harðir í innheimtu sinni á kröfum sem byggjast á breyttum útreikn- ingi vaxta samkvæmt tilmælunum. Þá sé ekki víst að sýslumenn myndu fallast á aðfarargerðir á grundvelli krafna sem til eru komnar vegna vaxtaákvæða sem samningar aðila kveða ekki á um. Tilmælin stríða gegn anda laganna  Mest tæp þreföldun vaxta miðað við upphaflega samninga Morgunblaðið/Eggert Fundað Arnór Sighvatsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, og Gunnar Andersen, forstjóri FME, kynntu tilmælin á blaðamannafundi í gærmorgun. 16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 ’Þessar stofnanir geta ekki gef-ið út slíka einhliða yfirlýsinguog síðan ætlast til þess að almenn-ingur fari eftir því. […] Það má velfæra fyrir því rök að með tilmælum Seðlabankans og Fjármálaeftirlits- ins sé verið að tala undir rós og skipa Hæstarétti fyrir að þetta sé sú leið sem sé ákjósanlegast að far- in sé þegar þessi mál koma fyrir dómstóla. VIGDÍS HAUKSDÓTTIR, ÞINGKONA FRAMSÓKNARFLOKKS ’Þau voru nokkuð fyrirséð þarsem þessir aðilar eru fyrst ogfremst að verja kerfið. […] Núnaþegar hæstaréttardómar liggja fyrirum lögmæti þessa gengistrygging- arákvæðis eru viðbrögðin í þá átt að reyna að takmarka tjón kerf- isins. FRIÐRIK Ó. FRIÐRIKSSON, FORMAÐUR HAGSMUNASAMTAKA HEIMILANNA ’Trúverðugir málsvarar almenn-ings tala einum rómi í þessumáli og gagnrýna stjórnvöld harð-lega því ljóst má vera að umræddtilmæli standast varla lagalega skoðun og eru jafnvel brot á stjórn- arskrá. Þjónkun stjórnvalda við fjár- málakerfið hefur nú endanlega farið út fyrir öll velsæmismörk. ÚR YFIRLÝSINGU HREYFINGARINNAR ’Það er nöturlegt að verða vitniað því hvernig á að haldaáfram að níðast á skuldsettumheimilum þessa lands og ekki undirnokkrum kringumstæðum getur al- þýða þessa lands látið þetta átölu- laust. […] Það á að láta neytendur njóta vafans og það eru fjár- málastofnanirnar sem eiga að sækja sinn rétt fyrir dómstólum. VILHJÁLMUR BIRGISSON, FORMAÐUR VERKALÝÐSFÉLAGS AKRANESS ’Skoða þarf á næstu dögumhvort hægt sé að flýta þvídómstólaferli með lagasetningu eðaöðrum hætti. Samtök fjármálafyr-irtækja og aðildarfyrirtæki þeirra harma þá erfiðu stöðu sem margir viðskiptavina þeirra eru í vegna er- lendra lána og þá réttaróvissu sem um þau ríkir og vona að úr henni verði skorið hið fyrsta í Hæstarétti. ÚR TILKYNNINGU SAMTAKA FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA ’Með fordæmalítilli undanláts-semi gagnvart fjármálafyr-irtækjum hafa Seðlabankinn og FMEnú gert tilraun til að aðstoða fjár-málafyrirtæki landsins við að van- virða og hundsa rétt almennings. Yfirlýsing sú er fram er sett í nafni Seðlabanka og FME lýsir betur en annað afstöðu þessara eftirlits- stofnana í garð hins raunverulega yfirvalds. ÚR TILKYNNINGU SAMTAKA LÁNÞEGA ’Seðlabanki Íslands og Fjár-málaeftirlitið eru að hvetja fjár-málafyrirtæki til lögbrota. Meðþessu eru þau að hvetja fyrirtækintil þess að brjóta gegn 36. grein laga nr. 7/1936 og neytendavernd- artilskipun Evrópusambandsins 93/ 13/EBE. Kjarninn í þessari lagagrein og tilskipun er sá að sé uppi ágreiningur um túlkun samnings þá skuli túlkun neytandans gilda. MARINÓ G. NJÁLSSON, STJÓRNARMAÐUR HAGSMUNASAMTAKA HEIMILANNA Orðrétt um tilmælin ’Þetta er góð lína og einboðið aðlánveitendur og lántakendur farieftir þessu. […] Nú hefjast auðvitaðmálaferli, en líklegust og æskilegustlok þeirra eru í þessum dúr. Skelfing hinna gengistryggðu hefur þá linast, og menn geta aftur komið sér að verk- um við það annars vegar að bæta stöðu hinna verst settu og hins vegar að snúa hjólunum í gang þannig að at- vinnuleysi hverfi og kaupmáttur aukist. MÖRÐUR ÁRNASON, ÞINGMAÐUR SAMFYLKINGAR ’Það var auðvitað nauðsynlegt aðfinna einhverja lausn sem hægtværi að búa við meðan óvissan er ennuppi en reyna jafnframt að eyða hennisem fyrst og ég held að þetta hafi verið eðlileg leið til þess. […] Þær fregnir sem við höfum úr dómskerfinu eru að líklega fáist nú svör við mikilvægustu spurningunum fyrr en síðar. GYLFI MAGNÚSSON, EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTARÁÐHERRA ’Tilmælunum er ætlað að skapafestu í viðskiptum á fjármála-markaði og stuðla að virku og öruggufjármálakerfi. Stöðugleiki fjármálakerf-isins eru mikilvægir almannahags- munir sem Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum ber lögum samkvæmt að standa vörð um. Með tilmælunum eru þessar eftirlitsstofnanir að sinna lagaskyldu sem á þeim hvílir. ARNÓR SIGHVATSSON, AÐSTOÐARSEÐLABANKASTJÓRI ’Þarna er farið algerlega eftir ýtr-ustu kröfum fjármálafyrirtækj-anna þannig að það eru ekki mikil til-mæli til þeirra fólgin í því. Það eraðeins verið að biðja þá að innheimta þær kröfur sem væru þær ýtrustu ef þeir færu í mál til þess að reyna að hnekkja dómum Hæstaréttar. GÍSLI TRYGGVASON, TALSMAÐUR NEYTENDA ’[Á]n þess að ég ætli að taka af-stöðu til hvort þetta er rétt leiðeða ekki, þá fögnum við því að það séhægt að komast af stað með einhverngrunn til þess að hefja útreikning á þessum lánum. Vegna þess að þetta verður gríðarlega snúið mál. Þarna er þá kominn einhver upphafspunktur. KJARTAN GEORG GUNNARSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI SP-FJÁRMÖGNUNAR ’[V]issulega er það slæmt að þess-ar eftirlitsstofnanir skuli telja þaðeðlilegt að miða við kjör sem eru svoaugljóslega lakari fyrir lántaka en þaukjör sem Neytendasamtökin telja þá eiga rétt á. AF VEF NEYTENDA- SAMTAKANNA ’Þetta er ákveðið millibilsástandog nauðsynlegt að línan kæmi út. Íframhaldi af því þarf að auðveldamönnum sem allra mest að fá úr sínumdeilumálum skorið. VILHJÁLMUR EGILSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI SAMTAKA ATVINNULÍFSINS ’Þótt tímabundin óvissa ríki umendanlega niðurstöðu dómstólaer mikilvægt að stöðugleiki á fjár-málamarkaði verði áfram tryggður.Ríkisstjórnin virðir sjálfstæði Seðla- bankans og Fjármálaeftirlitsins og ber fullt traust til þessara stofnana við að sinna lögbundnu hlutverki sínu. ÚR FRÉTTATILKYNNINGU RÍKISSTJÓRNARINNAR „Við erum ekki að taka fram fyrir hendurnar á Hæsta- rétti eða skipa okkur í lið með einhverjum, við erum að reyna að eyða óvissunni um vaxtakjörin,“ segir Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), um til- mæli Seðlabankans og FME. Tilmælunum kveður hann vera ætlað að stuðla að stöðugleika fjármálakerfisins og eyða óvissu um geng- istryggð lán þar til dómur fellur um hvort og hvernig skuli endurreikna gengistryggð lán. Kveður hann til- mælin byggð á stoð í 18. og 4. greinum laga um vexti og verðtryggingu sem fjalla um endurgreiðslu ofgreiddra vaxta og annars endurgjalds. Gunnar segir FME og Seðlabankann telja nauðsyn- legt að beina þessum tilmælum til fjármálafyrirtækj- anna. „Það eru einhverjar vikur eða mánuðir í nið- urstöðu um málið og það er skylda okkar að bregðast við þessu núna. Samningsvextirnir eiga sér engan rök- réttan tilverurétt í íslensku efnahagsumhverfi,“ segir Gunnar og bendir á að afar ólíklegt sé að nokkur hefði fengið eða veitt lánakjör á borð við þau sem standa eftir standi samningar fyr- ir utan ákvæði um gengistryggingu. Segir hann það morgunljóst að fái samningar að standa með þeim hætti muni það hafa mjög neikvæð áhrif á fjármálafyrirtæki, stóru bankana og efnahagskerfið í heild. Með tilmæl- unum sé dregið úr þessum áhrifum í bili en lokaniðurstaða fáist ekki fyrr en að gengnum dómi Hæsta- réttar eða lagasetningu um samningana. Skylda Seðlabankans og FME að bregðast við TAKA HVORKI FRAM FYRIR HENDURNAR Á HÆSTARÉTTI NÉ AFSTÖÐU MEÐ NEINUM Gunnar Andersen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.