Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 31
Menning 31FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010
Kristinn Árnason spilar á gítar
á stofutónleikum Gljúfrasteins
næstkomandi sunnudag klukk-
an 16:00. Á efnisskránni eru
tónverk frá 16. til 21. aldar;
verk eftir Luis Milan, Giovanni
Kapsberger, Johann Sebastian
Bach, Manuel de Falla, Isaac
Albeniz og eftir Kristinn sjálf-
an.
Kristinn Árnason lauk burt-
fararprófi frá Tónskóla Sigur-
sveins D. Kristinssonar árið 1983. Hann stundaði
framhaldsnám í Bandaríkjunum, Englandi og
Spáni. Kristinn hefur haldið fjölda tónleika í
Reykjavík, á landsbyggðinni auk tónleika víða um
heim.
Tónlist
Gítarveisla á
Gljúfrasteini
Kristinn
Árnason
Á fimmtu tónleikum sumar-
tónleikaraðar veitingahússins
Jómfrúarinnar við Lækjargötu
leikur tríóið Guitar Islancio.
Tónleikarnir verða haldnir
næstkomandi laugardag kl.
15:00 og standa til kl. 17:00.
Meðlimir Guitar Islancio eru
þeir Björn Thoroddsen og
Hjörtur Steinarsson á gítara
og Jón Rafnsson á kontra-
bassa.
Guitar Islancio hefur leikið víða um heim og
gefið út fimm geisladiska.
Leikið er utandyra á Jómfrúartorginu og er að-
gangur ókeypis.
Tónlist
Guitar Islancio á
Jómfrúnni
Björn
Thoroddsen
Alþjóðleg tónlistarhátíð í
Reykholti, Reykholtshátíð,
verður haldin síðustu vikuna í
júlí líkt og undanfarin ár. Opn-
unartónleikar verða 21. júlí
þegar St. Basil dómkirkjukór-
inn frá Moskvu flytur m.a.
trúartónlist og þjóðlög en hann
mun syngja á þrennum tón-
leikum á hátíðinni.
Á hátíðinni koma einnig
fram Þóra Einarsdóttir ásamt
Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, Reykholtstríóið,
skipað þeim Ástríði Öldu Sigurðardóttur, Auði
Hafsteinsdóttur og Bryndísi Höllu Gylfadóttur,
Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Pálína Árnadóttir
og Þórunn Ósk Marinósdóttir.
Tónlist
Reykholtshátíð
haldin í júlílok
Þóra
Einarsdóttir
Guðbergur Bergson rithöfundur er
heiðursborgari Grindavíkurbæjar
en hann mun opna áróðurssýningu í
Saltfisksetrinu í Grindavík næsta
laugardag 3. júlí kl. 14:00. Þar mun
Guðbergur sýna fjöldan allan af
áróðursveggspjöldum sem hann
hefur safnað að sér í gegnum tíðina
en þau eru frá hinum ýmsu stöðum.
Guðbergur ætlar að leiða gesti í
gegnum sýninguna á opnunni og
sýna gestum merkilegt safn áróð-
ursveggspjalda sinna. Það kennir
ýmissa grasa í veggspjaldaflórunni
en þar má meðal annars finna
spjöld einræðisherra og stjórn-
málaforingja, allt frá nasisma
Þýskalands til veggspjalda tengum
listum og ýmsu öðru forvitnilegu.
Samkvæmt Guðbergi er til-
gangur þessarar sýningar að kynna
áhorfandanum fyrir ýmsum teg-
undum af áróðri í formi vegg-
spjalda.
Veggspjald Áróðursplakat.
Áróður í
Saltfisk-
setrinu
Guðbergur Bergson
sýnir veggspjöld
Ásgerður Júlíusdóttir
asgerdur@mbl.is
Tónlistarhátíðin Jazz undir Fjöllum
verður haldin laugardaginn 3. júlí í
sjöunda sinn á Skógum undir Eyja-
fjöllum. Aðstandendur hátíðarinnar
ákváðu að láta ekki bilbug á sér
finna og halda hátíðina þrátt fyrir
mikil skakkaföll á svæðinu í kjölfar
gossins í Eyjafjallajökli. Sigurður
Flosason saxófónleikari og listrænn
stjórnandi hátíðarinnar segir að þau
hafi tekið þá ákvörðun að hafa hátíð-
ina eilítið minni að sniðum en und-
anfarin ár. „Flest árin höfum við
verið með þriggja daga hátíð en
vegna aðstæðna ákváðum við að hafa
bara einn massífan og samþjapp-
aðan dag með skemmtilegri dag-
skrá. Við ákváðum bara að taka
þessu með ró en við vildum alls ekki
leggja árar í bát því það er mik-
ilvægt að halda uppi allri menning-
arstarfsemi á svæðinu. Þeir sem eru
hérna fyrir eru ekkert að gefast upp
né sýna á sér bilbug. Því ákváðum
við að kýla á þetta.“ Fólk hefur við
ýmislegt að glíma þessa dagana
þarna um sveitir í kjölfar gosa og ár-
hlaupa en Sigurður vonast til þess að
fólk í sveitunum í kring nýti sér
tækifærið og geri sér glaðan dag.
„Vonandi líta bara sem flestir inn,
bæði sveitamenn og aðrir sem eiga
leið framhjá, og styðja við menning-
arframtak í öskuhrjáðri sveit,“ segir
Sigurður.
Sverrir Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Byggðasafnsins á
Skógum, segir að ástandið sé að fær-
ast í eðlilegt horf. „Það hefur nátt-
úrlega gengið alveg gríðarlega mikið
á hér á svæðinu en hér er allt að
verða eðlilegra ásýndum eftir að
gosinu lauk í lok maí. Askan sést að-
eins þegar vindur blæs því hún er af-
skaplega fín og fólk ætti því ekki að
finna fyrir henni. Hátíðin er með
öðru sniði nú í ár en hefur verið
þannig að fólk ætti ekki að þurfa að
tjalda, þótt að það sé í sjálfu sér al-
veg óhætt. Hins vegar er dagskráin
þétt og því ætti að vera hægt að gera
sér góðan dag úr þessu og halda síð-
an heim á leið nú eða skoða svæðið
nánar.“ Sverrir hvetur fólk til að
gera sér dagamun og skjótast austur
undir Eyjafjöll bæði til að hlýða á
góða tónlist og einnig til skoða land-
ið eftir gos.
Dagskráin er að venju íburð-
armikil en fram koma meðal annars
Egill Ólafsson, Ragnheiður Gröndal
og Tríó Sigurðar Flosasonar. Hátíð-
in hefst kl. 13:00 með tónleikum sem
standa til 17:00 í Skógakaffi á
Byggðasafninu á Skógum. Um
kvöldið hefjast síðan aðaltónleikar
hátíðarinnar kl. 21 í félagsheimilinu
Fossbúð.
Öskudjass Ragnheiður Gröndal syngur ásamt fleiri góðum gestum á
hátíðinni Jazz undir Fjöllum sem haldin verður 3. júlí.
Djasshátíð í
öskuhrjáðri
Eyjafjallasveit
» Á tónleikunum í Fossbúð
munu Ragnheiður Gröndal og
Egill Ólafsson syngja lög Sig-
urðar Flosasonar sem komu út
á disknum „Það sem hverfur“.
Lögin voru samin við ljóð Að-
alsteins Ásbergs Sigurðssonar
en þau komu fyrst fram í bók
Nökkva Elíassonar „Eyðibýli“
frá árinu 2004.
Mikilvægt að styðja við menningarstarf
Eldgosin í og við Eyjafjallajökul
hafa verið mikil hátíð fyrir ljós-
myndara og grúi mynda verið birtur
frá gosinu og eins frá eftirköstum
gossins, öskufalli og annarri óáran.
Fyrir stuttu sendi ljósmyndarinn
Sigurgeir Sigurjónsson frá sér bók-
ina Volcano Island sem hefur að
geyma myndir frá gosunum tveim-
ur.
Sigurgeir segir að hann hafi ekki
haft í huga að gera bók og hug-
myndin hafi ekki kviknað fyrr en
hann flaug yfir gossvæðið í öðrum
tilgangi en að gera bók. „Það má
segja að hugmyndin hafi kviknað í
því flugi og fyrir vikið var bókin unn-
in mjög hratt og skemmtilega og
varð nánast til fyrir augunum á mér
og það án þess að vita hvernig þetta
myndi enda, enda lauk gosinu ekki
fyrr en bókin var eiginlega tilbúin.“
Sigurgeir á obbann af myndunum
í bókinni, en hann er líka með mynd-
ir frá fjölmörgum ljósmyndurum
öðrum sem hann segir styrkja bók-
ina. „Þær myndir bæta við fleiri
sjónarhornum og eru líka frábærar
og styrkja bókina mikið. Ég verð
bara að segja það beint út að það
eiga kannski aðrir ljósmyndarar
bestu myndirnar í bókinni, en ég fæ
kredit fyrir að setja hana saman,“
segir hann og kímir.
Texti í bókinni, sem er eftir Sig-
urð Steinþórsson, er ekki mikill, en
segir sögu eldsumbrotanna og í lok-
in er svo samantekt um eldgos á Ís-
landi og sagt sérstaklega frá gos-
unum í Heimaey og Lakagígum.
Ekki bara eldur og
eimyrja í Volcano Island
Ljósmynd/Sigurgeir Sigmundsson
Eldur Gígarnir á Fimmvörðuhálsi skreyta kápu bókarinnar Volcano Island.
Ljósmyndabók um gosin í og við Eyjafjallajökul
Tveir stúlknakórar frá Danmörku
syngja á tónleikum í Langholts-
kirkju á morgun, en þeir eru hér
staddir í boði stúlknakórsins Gra-
duale Nobili sem einnig syngur á
tónleikunum. Kórarnir eru Lands-
kór dönsku þjóðkirkjunnar og
Stúlknakór Austurbrúar í Kaup-
mannahöfn.
Stúlkurnar í Landskór dönsku
þjóðkirkjunnar eru á aldrinum 12 til
20 ára og þreyta inntökupróf til að
komast í kórinn. Á efnisskrá kórsins
er tónlist frá Norðurlöndum ásamt
Eistlandi. Flest verkanna eru eðli-
lega dönsk, en einnig er tónlist frá
Noregi, Svíþjóð og Íslandi á dag-
skrá.
Með Stúlknakór Austurbrúar (Øs-
terbro Pigekor) syngja 32 stúlkur á
aldrinum 13-20 ára. Kórinn syngur
bæði sígild og nútímaleg kórverk.
Kórinn hefur tekið þátt í fjölmörg-
um kórakeppnum og unnið til við-
urkenninga og verðlauna í flokki
stúlknakóra á dönskum kóramótum.
Einsöngvari með kórnum er sænska
söngkonan Anna Kajsa Holmberg.
Á efnisskrá tónleikanna eru ný
dönsk tónverk eftir Jakob Lorent-
zen, ástarljóð og -söngvar fyrir kór
og einsöngvara eftir Carl Nielsen og
sænsk þjóðlög í nútímalegri út-
færslu.
Danskir stúlkna-
kórar í heimsókn
Tónleikar í Langholtskirkju á morgun
Nútímalegt Stúlknakór Austur-
brúar syngur í Langholtskirkju.
Það er eitthvað mjög
dularfullt við það,
það er eins og maður geti
týnst út um allt hérna 32
»