Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010
HHHH
„Myndin er veisla fyrir augað
og brellurnar flottar“
„Fagmannlega unnin – Vel leikin
Skemmtileg – Stendur
fullkomlega fyrir sínu“
Þ.Þ. - FBL
Þeir voru
núna
Hörkuspennandi
hasarmynd
HHHH
„Hún er sk
- Roger Ebert
HHHH
„Iron Man 2 setur viðmið sem eru gulls
ígildi fyrir framhaldsmyndir þökk sé leik-
num hans Roberts Downey Jr. sem Stark“
- New York Daily News
JAKE GYLLENHAAL GEMMA ARTERTON BEN KINGSLEY
Gísli Örn Garðarsson er mættur í sinni
fyrstu Hollywood mynd
SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
HEITASTA STELPUMYND SUMARSINS
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
GLAUMUR, GLAMÚR OG SKÓR
ERU MÁLIÐ Í SUMAR
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍKÍ , I I, I, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
HEIMSFRUMSÝNING
á einni vinsælustu
mynd sumarsins
Kirsten Stewart, Robert Pattinson
og Taylor Lautner eru mætt í þriðju
og bestu myndinni í Twilight
seríunni
„BESTA TWILIGHT MYNDIN TIL ÞESSA“
- ENTERTAINMENT WEEKLY
HHHH
- P.D. VARIETY
HHHH
- K.H. THE HOLLYWOOD REPORTER
TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl.3:20-6-8-8:30-10:40-11 12 DIGITAL SEX AND THE CITY 2 kl. 5 -8 12
TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 5:20 - 8 - 10:40 VIP-LÚXUS THE LOSERS kl. 10:40 12
A NIGHTMARE ON ELM STREET kl.8 -10:50 16 PRINCE OF PERSIA kl. 3:20-5:40-8-10:20 10
LEIKFANGASAGA 3 3D kl. 3:203D -5:403D m. ísl. tali L
LEIKFANGASAGA 3 kl. 3:20 - 5:40 m. ísl. tali L
/ ÁLFABAKKA
TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 3 -5:30-8-10:40 12
A NIGHTMARE ON ELM STREET kl. 3:20-5:40-10:50 16
LEIKFANGASAGA 3 3D kl. 3:203D -5:403D m. ísl. tali L
TOY STORY 3 3D kl. 83D -10:203D m. ensku tali L
SEX AND THE CITY 2 kl. 8 12
/ KRINGLUNNI
SPARBÍÓ 950 krkr á allar sýningar merktar með grænu
AF KVIKMYNDUM
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Þegar ég var strákur, að nálgast gelgju-skeiðið eða þar um bil, stalst ég oft til aðhorfa á bannaðar kvikmyndir. Þetta var
mikið sport og að sjálfsögðu stundað í laumi. Ég
held a.m.k. að mamma hafi ekkert vitað af
þessu, hvað strákurinn var að taka úti á leigu.
Þá var ekki hægt að hala neinu niður, ekkert
var internetið og vídeóleigur nutu mikilla vin-
sælda, voru á hverju götuhorni. Kvikmyndirnar
sem heilluðu mest voru spennumyndir í hrylli-
legri kantinum, Terminator t.d. og hreinar og
klárar hryllingsmyndir, t.d. hin hroðalega Nig-
htmare on Elm Street sem olli undirrituðum
svefnröskunum lengi vel. Og því hærra sem ald-
urstakmarkið var, þeim mun meiri var freist-
ingin að horfa á myndina. Nú er búið að end-
urgera þá kvikmynd og ný kynslóð unglinga
fær að hræðast Freddy Krueger.
Nú eiga auðvitað fullorðnir að fylgjastmeð því á hvað börn og unglingar horfa en
það getur reynst býsna erfitt, ekki ómögulegt
að krakkarnir stelist á bannaða mynd, sleppi
framhjá miðasölufólki í bíóhúsum sem er nú
margt hvert á táningsaldri sjálft. En öðru máli
gegnir hins vegar um bíóferðir þar sem for-
eldrar eru með í för. Þá ætti væntanlega að vera
öruggt að barnið fái ekki að horfa á mynd sem
Bönnuð börnum yngri en tólf ára
er ekki við þess hæfi, sem það hefur ekki þroska
til að horfa á, ekki satt? Og ef menn trúa því
ekki að ákveðin gamanmynd sé það gróf að fólk
verði að hafa náð 12 ára aldri til að horfa á hana,
geta þeir kynnt sér á netinu af hverju það ald-
urstakmark hefur verið sett á hana. Þegar
gamanmyndir eiga í hlut er það oftar en ekki út
af kynferðislega grófu efni en slíkum myndum
virðist hafa fjölgað á undanförnum árum. Sú er
a.m.k. tilfinning þess sem hér skrifar, engin vís-
indaleg könnun þar að baki. Ein slík „gróf“
gamanmynd er sýnd um þessar mundir í ís-
lenskum kvikmyndahúsum, Get Him to the
Greek. Myndin er bönnuð innan tólf ára og skal
engan furða þar sem mikið er um notkun eitur-
lyfja í myndinni, bersöglar kynlífslýsingar og
dónatal sem ekki hæfir ungum eyrum. Í einu at-
riðanna dregur ung kona fram stóran gervilim
og treður honum upp í óæðri enda einnar aðal-
persónunnar, Aaron Green sem Jonah Hill leik-
ur. Nú sést þessi verknaður ekki í sóðalegum
smáatriðum, sem betur fer, en ekki fer milli
mála hvað er að gerast. Green fer að þessu
loknu fram til félaga síns og segir að hann haldi
að sér hafi verið nauðgað. Hér er auðvitað sót-
svartur húmor á ferð og vissulega ekki að allra
skapi, en hafi menn horft á stiklu myndarinnar
og kynnt sér myndina fyrir bíóferðina á þetta
ekki að koma á óvart.
Í ljósi þessa grófa húmors og aldurs-
takmarksins kom það undirrituðum óþægilega
á óvart, þegar hann gekk úr bíósal, að sjá börn
ganga út með foreldrum sínum, börn sem litu
alls ekki út fyrir að hafa náð tólf ára aldri. Hér
er ekki verið að álasa bíóhúsum fyrir ónægt eft-
irlit heldur benda foreldrum á að athuga betur
hvað þeir leyfa börnum sínum að horfa á. Tán-
ingsstúlka í miðasölu getur ekki farið að þrasa
við fullorðna manneskju sem ætlar með barnið
sitt á bannaða mynd, eða hvað?
Eins og fram kom í byrjun sá undirritaðurmargar bannaðar myndir þegar hann
hafði ekki aldur til. Skyldi það hafa haft skaðleg
áhrif? Vonandi ekki.
»Nú sést þessi verknaðurekki í sóðalegum smáat-
riðum, sem betur fer, en ekki
fer milli mála hvað er að ger-
ast.
Skemmtilegt en gróft Get Him to the Greek hefur mörg bráðfyndin atriði að geyma en sum
hver eru býsna gróf og ekki við hæfi barna yngri en tólf ára. Foreldrar hafi það í huga.