Morgunblaðið - 02.07.2010, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.07.2010, Qupperneq 12
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Fleiri leituðu sér ráðgjafar hjá Ráð- gjafarstofu heimilanna á liðnu ári en nokkru sinni fyrr. Alls voru afgreiddar 1.184 umsóknir um ráðgjöf vegna greiðsluerfiðleika og til viðbótar að- stoðaði stofan við gerð 439 beiðna um greiðsluaðlögun. Rúmur þriðjungur þeirra sem leitaði ráðgjafar á síðasta ári eru hjón eða sambúðarfólk með börn, að því er fram kemur í árs- skýrslu Ráðgjafarstofu heimilanna. Einstæðar mæður ekki lengur stærsti hópur umsækjenda Undanfarin ár hafa einstæðar mæð- ur verið stærsti hópurinn sem hefur leitað sér ráðgjafar vegna greiðsluerf- iðleika, í kringum 30-35% umsækj- enda. Hjón og sambúðarfólk með börn hafa verið á bak við um fimmtung um- sókna, eins og sjá má í ársskýrslum undanfarinna ára sem birtar eru á vefnum www.rad.is. Helsta breytingin á hópi umsækjenda á síðasta ári er sú að hjónum og sambúðarfólki með börn fjölgar verulega, en 411 umsóknir voru afgreiddar á árinu 2009 frá þessum hópi sem nemur um 35% af heildar- fjölda umsókna. Til samanburðar voru afgreiddar 252 umsóknir frá einstæð- um mæðrum í fyrra. Umsóknir frá þeim hópi voru því um 21% af heildar- fjölda. Meðalumsækjandinn skuldar rúma 31 milljón króna. Meirihluti umsækj- enda er á fertugsaldri, í vinnu og býr í eigin húsnæði. Fasteignaskuldir eru langstærstur hluti heildarskulda um- sækjenda, eða samanlagt um þrír fjórðu. Heildarskuldir jukust um 120% frá 2008. Vanskil vegna bílalána jukust um 481% milli ára Vanskil umsækjenda tvöfölduðust milli áranna 2008 og 2009 samkvæmt ársskýrslunni. Mesta hækkun vanskila var vegna bílalána, eða 481% milli ár- anna 2008 og 2009. Einnig hafa vanskil vegna rað- og fjölgreiðsluskulda og kreditkortaskulda meira en tvöfaldast milli ára. Vanskil hafa aukist milli ára í öllum flokkum lána. „Það verður að teljast afar óhagstæð þróun á milli ár- anna 2008 og 2009 hvað vanskil hafa hækkað mikið,“ segir í ársskýrslunni. Ærið verkefni bíður nýs embættis umboðsmanns skuldara sem stofnað verður þann 1.ágúst næstkomandi, en samkvæmt fréttatilkynningu frá Ráð- gjafarstofu heimilanna bíða 500 mál úrlausnar. Ráðgjafarstofa heimilanna verður lögð niður í þeirri mynd sem hún er nú, á sama tíma og nýtt emb- ætti tekur til starfa. Heildarskuldir umsækjenda hækka og vanskil aukast  Meðalumsækjandi hjá Ráðgjafarstofu heimilanna skuldar rúma 31 milljón kr. Morgunblaðið/Golli Vanskil Fasteignaskuldir vega þyngst af heildarskuldum heimilanna. 12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010 Stofnuð hefur verið rannsóknar- stofa í þroskaþjálfafræðum við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Helstu hlutverk rannsóknarstof- unnar er að stuðla að samfélagi án aðgreiningar með því að stunda rannsóknir, ráðgjöf og þróunar- starf í málefnum fatlaðra. Leitast verður við að efla rann- sóknir á störfum og starfssviði þroskaþjálfa. Þá mun rannsóknar- stofan standa fyrir ráðstefnum, málþingum og útgáfu og miðla þekkingu á sviði þroskaþjálfa- fræða. Guðrún V. Stefánsdóttir, ábyrgðarmaður stofunnar, og Steinunn Gestsdóttir, formaður rannsóknarráðs menntavísinda- sviðs, undirrituðu samninginn. Í höfn Samningurinn undirritaður. Þroskaþjálfun Á morgun, laugardag, verður Fuglavernd með fuglaskoðunar- ferð í Gróttu í samstarfi við Ferðafélag barnanna þar sem áhersla er lögð á að skoða, telja og teikna fugla og jafnvel semja ljóð um fugla. Mæting er við bílastæðið úti við Gróttu kl. 10:00. Þátttaka er ókeypis og eru allir velkomnir. Fuglaskoðunarferð Bjarni E. Sig- urðsson, fyrrver- andi skólastjóri, hefur í sumar flutt fyrirlestra um Njálu í Ás- garði á Hvols- velli. Á morgun, laugardag kl. 15:00, heldur hann fyrir- lestraröðinni áfram með fyrirlestri þar sem farið verður yfir þátt Bergþóru Skarp- héðinsdóttur í Njáls sögu. Í Ásgarði er einnig að finna fjölda mynda af persónum Njálu, túlkuðum af listakonunni Þórhildi Jónsdóttur. Gestir geta því velt því fyrir sér hvort þær eru eitthvað í líkingu við þær persónur sem þeir voru búnir að búa til í huga sínum. Ræðir um hlutverk Bergþóru í Njálu Njáll í túlkun Þór- hildar Jónsdóttur. Costa del Sol frá kr. 98.220 frá kr. 131.340 með öllu inniföldu Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum í spennandi sumarleyfisferð til eins allra vinsælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol. Í boði er ferð 17. júlí í 10 nætur. Fjölbreytt gisting í boði á ótrúlegum kjörum. Costa del Sol býður allt það helsta sem maður getur óskað sér í fríinu. Gríptu þetta einstaka tækifæri til að njóta lífsins á þessum vinsæla áfangastað í sumarfríinu. Ath. mjög takmarkaður fjöldi íbúða og herbergja í boði - verð getur hækkað án fyrirvara. Verð kr. 98.220 - Bajondillo *** Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í stúdíó- íbúð í 10 nætur. Verð m.v. 2 í stúdíó kr. 114.900. Sértilboð 17. júlí Verð kr. 131.340 - Hotel Griego Mar *** með „öllu inniföldu“ Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskylduherbergi með "öllu inniföldu" í 10 nætur. Verð á mann m.v. gistingu í tvíbýli með "öllu inniföldu" 10 nætur kr. 148.880. Sértilboð 17. júlí. Verð kr. 129.900 Aguamarina *** með fullu fæði (+ drykkir með mat) Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með 1 svefnherbergi í 10 nætur með fullu fæði og drykkjum með máltíðum. Verð m.v. 2 í stúdíóíbúð í 10 nætur kr. 159.900 með fullu fæði og drykkjum með máltíðum. Sértilboð 17. júlí. 17. júlí í 10 nætur Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. 10 nátta ferð - ótrúleg kjör! Gagnaveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík sími 516-7800 fax 516-7809 www.or.is/utbod ÚTBOÐ Óskað er eftir tilboðum til Ljósleiðarablásturs og tengingar, Borgir Víkur Verk þetta nær til ljósleiðarablásturs og annarrar tengdrar vinnu á þeim svæðum sem lýst er í útboðsgögnum. Verktaki skal annast undirbúning og blástur ljósleiðarastrengja í rörakerfi GR ásamt frágangi tenginga ljósleiðara. Verkinu skal skila fullfrágengnu þannig að ljósleiðaraþráður sem uppfyllir gæðakröfur GR sé komin á milli inntakskassa og tengibrettis í tengistöð. Verkið er nánar skilgreint í útboðsgögnum GRV 2010/06 Verklok 1. áfanga eru 17. september 2010. Verklok 2. áfanga eru 8. október 2010. Útboðsgögnin er hægt að sækja án greiðslu á vefsíðu OR www.or.is/UmOR/Utbod frá og með mánudeginum 5 Júlí 2010. Tilboð verða opnuð hjá Gagnaveitu Reykjavíkur Bæjarhálsi 1, föstudaginn 16. júlí 2010, kl. 10:00. GRV 2010/06 3.7.2010 Nærri tvöfalt fleiri leituðu sér ráðgjafar hjá Ráðgjafarstofu heimilanna á síðasta ári en það gerðu árið 2007, áður en hrunið skall á. Alls leituðu 1.184 eftir al- mennri ráðgjöf á síðasta ári en 612 tveimur árum fyrr. Á hrun- árinu 2008 voru umsækjendur 869. Ef teknir eru með þeir sem sóttu sér aðstoð vegna greiðslu- aðlögunar þá var heildarfjöldi viðskiptavina Ráðgjafarstofu heimilanna alls 1623 í fyrra. Tvöfalt fleiri leita ráðgjafar RÁÐGJAFARSTOFA HEIM- ILANNA VEITIR FLEIRUM RÁÐ Afgreiddar umsóknir 2007 2008 2009 612 869 1.184 439 Greiðsluaðlögun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.