Morgunblaðið - 02.07.2010, Side 26

Morgunblaðið - 02.07.2010, Side 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010 ofin málverk og ljóð. Málaralistin, sem hann stundaði fram til hins síð- asta af elju og með aðdáunarverðum árangri var Gísla eflaust hugstæðust listsköpun. Ef til vill mætti segja, að altaristaflan í Úthlíðarkirkju sé safnnefnari þeirrar listsköpunar: Hin mæta Guðsmóðir, kýrin, bókin, möttullinn hlýi og fjöllin, sveitin – óður hans til náttúru og sögu þessa lands. Lista- og atorkumanninum var þorinn kraftur. Skyldi Jóns- messudraumur hans hafa verið ákall listaskáldsins góða: Sólin heim úr suðri snýr, sumri lofar hlýju. Ó, að ég væri orðinn nýr og ynni þér að nýju. Hver veit nema draumurinn hafi ræst. Guð blessi Jóhönnu, Hrafn- hildi, Bjarna og fjölskyldu og öðrum ástvinum minninguna um góðan dreng. Jakob Þ. Möller. Það er svo ljúft að minnast Gísla vegna góðmennsku hans, hjálpfýsi og göfuglyndis. Ég vann fyrir hann þegar hann var ritstjóri Vikunnar og þýddi þá fyrir hann smásögur úr dönsku og ensku til að birta í Vik- unni. Seinna varð Gísli ritstjóri Les- bókar Morgunblaðsins og þá varð samvinna okkar löng og góð. Alltaf þegar ég hafði skrifað smásögu, stemmu eða ljóð hringdi ég til Gísla á Lesbókina og spurði hann hvort ég mætti koma með hugverk mín til hans og hann svaraði að hann myndi lesa þau yfir. Ég fór oft með fleira en eitt til Gísla og hann valdi úr. Ég sat oft hjá honum dágóða stund á skrifstofu Lesbókarinnar og við ræddum margt saman. Hann málaði mikið og hélt málverkasýningar og ég fór á sýningar hjá honum og keypti málverk sem var mér mjög kært, því það minnti mig svo á sveit- ina mína. Ég man þegar Gísli birti ljóð eftir mig í hátíðarblaði Lesbók- arinnar fyrir jólin og það vissi ég að var mikill heiður. Þegar ég vann í Noregi sendi ég Gísla ljóð eftir mig og fannst mjög vænt um þegar fjöl- skylda mín eða vinir hringdu til mín til útlanda og hrósuðu mér fyrir ljóð mín í Lesbók Morgunblaðsins. Gísli gaf mér skrifleg meðmæli til að senda með umsókn minni um dvöl í Róm á Ítalíu til að vera þar og skrifa. Jesús blessi minningu þessa dá- indismanns. Valgerður Þóra Benediktsson. Við Gísli Sigurðsson áttum í sam- starfi um langt árabil. Segja má að það hafi hafist óbeint, er hann var ritstjóri Vikunnar, og hefur þá tekið á móti smásögu er var þar tekin til birtingar, eftir móð- ur mína, Amalíu Líndal, blaða- mennskufræðing. Sjálfur hitti ég hann fyrst í kring- um 1969, er ég freistaði þess að fá fyrstu smásögu mína birta, í Lesbók Morgunblaðsins. Seinna, eftir að ég kom heim frá mannfræðinámi, hófst samstarf okkar er varði í næstum tvo áratugi, til 2000. En þá hóf ég að skrifa mikið í Lesbókina hans; bæði ljóð, blaðagreinar, þýðingar og smá- sögu. Voru frumsamin ljóð mín þar á endanum orðin nógu mörg til að fylla eina og hálfa ljóðabók! Nokkr- um árum síðar tileinkaði ég eina ljóðabók mína samstarfi okkar; enda fækkaði svo ljóðabirtingum í Lesbók eftir hans umsjónartíð, að ég hef síð- ustu árin séð þann afarkost vænst- an, að reyna að koma frumsömdum ljóðum mínum sem mest að í víð- lesnari minningargreinum í Morg- unblaðinu. Ég forðaðist eftir megni að hitta Gísla augliti til auglitis, svo sem háttur minn er með ritstjóra blaða, til að samstarfið héldist á sem mál- efnalegustum nótum. Þessu ýjaði ég að í einu ljóðinu sem hann birti eftir mig. Seinna lét hann mig raunar heyra að ég hefði verið hans besti penni! Eitt sinn gladdi það hann að lesa frá mér, að ég hefði spurt alnafna hans, íslenskufræðinginn, hvers vegna sá væri nú farinn að skrifa um íslenskt mál í Lesbókina, án þess að gera greinarmun á sjálfum sér og al- nafna sínum blaðamanninum. Hefði þá íslenskufræðingurinn svarað mér sem svo, að hann væri ekki að skrifa í blaðið, heldur blaðamaðurinn Gísli; og hann bætti því við að ef hann myndi skrifa í Lesbókina, þá hefði hann einmitt viljað skrifa eins og Gísli blaðamaður! Við þetta undr- aðist ég, og taldi það til merkis um hve Gísli var duglegur við að tileinka sér aðra hluti en hann var sjálfur sérmenntaður í. Ég lét Gísla vita að ég teldi hann með listfengustu og vönduðustu listmálurunum okkar. Og seinna sá ég að hann var farinn að taka landslagsljósmyndir sem voru einmitt eins og hliðstæður mál- verka hans. Og ennþá seinna lét ég gefa mér málverkabókina hans, þar sem hann yrkir ljóð sem aðfaraorð að hverri mynd. Eitt ljóð hef ég ort um listmálara, en það var hinn forn-gríski Zeuxis. En það fjallar um málverk hans af Helenu fögru. Held ég nú, að ein kveikjan að því hafi verið konumynd eftir Gísla. En ljóðið heitir Zeuxis málar Helenu, og birtist það í elleftu ljóðabók minni, Kvæðaljóðum og sögum (2008). Þykir mér nú hlýða að birta upphafið á því hér, er ég kveð minn gamla velgjörðarmann: Um það bil sem við Aþeningar vorum í sárum eftir Spartverja, birtist hann, þessi frægi málari; ríkur eins og andskotinn fyrir nákvæmar eftirlíkingar sínar; og fór að mála sjálfa Helenu; þá sem olli Trójustríðunum. Menn sáu í fegurð þeirrar frúar eitthvað ógeðfellt í augunum, einhvern fölva í kinnroðanum sem sagði við þá sem svo: Þarna er kominn okkar dauði Tryggvi V. Líndal. Gísli Sigurðsson ✝ Bróðir okkar, JÓN JÓHANN KRISTJÁNSSON, frá Eiði, Borgarbraut 8, Grundarfirði, andaðist 28. júní á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Systkinin. ✝ Vinur okkar, KJARTAN BJARNASON, frá Djúpadal, Vesturvegi 15a, Vestmannaeyjum, lést sunnudaginn 27. júní á heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 10. júlí kl.14.00. Hildur K. Oddgeirsdóttir og fjölskylda. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN SÖLVI HELGASON, Efra – Apavatni, Bláskógabyggð, sem lést á heilbrigðisstofnun Suðurlands sunnudaginn 27. júní, verður jarðsunginn frá Skálholtsdómkirkju laugardaginn 3. júlí og hefst athöfnin klukkan 13.00. Rúna Jónsdóttir, Jón Þór Ragnarsson, Eyjólfur Óli Jónsson, Emilía Jónsdóttir, Guðbjörg Þóra Jónsdóttir, Jóhann Reynir Sveinbjörnsson, Sigríður Jónsdóttir, Örvar Ólafsson og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og langamma, MARGRÉT JÚLÍUSDÓTTIR, frá Bjarnastöðum, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 29. júní. Útförin fer fram frá Reykholtskirkju þriðjudaginn 6. júlí kl. 14.00. Guðmundur Jónsson, Hrefna Halldórsdóttir, David L. Bell, Jófríður Guðmundsdóttir, Davíð G. Sverrisson, Arndís Guðmundsdóttir, Sigurður R. Gunnarsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Jóhannes Kristleifsson, börn og barnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir og afi, Reynir Guðmundsson skipstjóri, Strikið 10, Garðabæ, áður Víðilundi 13, Garðabæ, lést að Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði föstudaginn 25. júní. Útförin hefur farið fram frá Garðakirkju. Unnur Reynisdóttir, Elfar Reynisson og fjölskyldur. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, sonur, tengdasonur og afi, JAKOB KRISTINSSON vélvirki, Ránargötu 25, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð Akureyri þriðjudaginn 29. júní. Jóhanna Maríanna Antonsdóttir, Ragnheiður Jakobsdóttir, Rúnar Hermannsson, Lilja Jakobsdóttir, Sævar Ísleifur Benjamínsson, Anna Jakobsdóttir, Kristinn Frímann Jakobsson, Guðrún S. Þorsteinsdóttir, Elín Árnadóttir, Ragnheiður Árnadóttir, Anton B. Finnsson, Baldvin, Steinunn Alda, Hermann Helgi, Maríanna Vilborg og Atli Jakob. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, GUÐMUNDUR H. KARLSSON stýrimaður, Vallengi 13, lést á heimili sínu miðvikudaginn 30. júní. Þóra Kjartansdóttir, Karl Guðmundsson, Brynja Hafsteinsdóttir, Þuríður Saga Guðmundsdóttir, Guðni Ólason, Sigurbjörg Unnur Guðmundsdóttir, Bjarni Þór Óskarsson, Kjartan Ísak Guðmundsson, Erna Vigdís Ingólfsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur hins látna. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru, MAGNÞÓRU KRISTÍNAR ÞÓRÐARDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heima- hlynningar og líknardeildarinnar í Kópavogi. Sveinbjörn Árnason, Ingibjörg Þ. Sveinbjörnsdóttir, Guðmundur B. Jóhannsson, Árni Sveinbjörnsson, Marianne Sveinbjörnsson, Sveindís M. Sveinbjörnsdóttir, Óskar Sigurbjörnsson, Sigrún I. Petersen, Ingolf J. Petersen, Díana S. Sveinbjörnsdóttir, Jón Þ. Traustason, Kolbrún L. Sveinbjörnsdóttir, Stefán Halldórsson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJÖRNS B. KRISTINSSONAR, frá Fljótsbakka, S-Þingeyjarsýslu, til heimilis að Suðurgötu 21, Sandgerði. Sérstakar þakkir til starfsfólks A og D-deilda heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir sérstaklega góða umönnun og hlýtt viðmót. Elsa Þorvaldsdóttir, Björn Þorvaldur Björnsson, Sigrún Rósa Björnsdóttir, Jóhann Birgisson, María Sigurbjörg Björnsdóttir, Ægir Sigurðsson, barnabörn og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.